Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 31. maí 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðilstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 4.00 eintakió. KJÓSA ÍSLENDINGAR NAZISMA ? k baksíðu blaðsins í dag -^hefst óhugnanleg grein um kúgun og andlega undirokun. Þar eru rakin orð einræðis- herra um það, hvernig listina og menningarstarfsemi á að taka í þágu flokksins. Lista- mennirnir eiga að þjóna flokknum í baráttu hans gegn óvininum, það sé hið eina sanna markmið listsköpunar þeirra. Þannig var þetta á tímum nazismans í Þýzkalandi. Hinn siðmenntaði heimur for- dæmdi það ógnarskipulag, sem loks var lagt að velli. Grein sú, sem Morgunblað- ið birtir í dag um kúgun ein- valdans, birtist fyrst í Jyl- lands-Posten 19. þ. m. Blaðið birtir einnig ritstjórnargrein þar sem segir: „Þessi orð eru birt eins og þau séu sett fram af Adolf Hitler. Þau eru líka í ná- kvæmu samræmi við afstöðu nazismans til listar og frelsis. En notkun nafns Hitlers er gamanmál. Við höfum hér endurtekið ræðu N. S. Krús- jeffs, sem haldin var 8. marz 1963. Aðeins er allsstaðar, þar sem stendur rússneskt sagt þýzkt og alls staðar, þar sem stendur kommúnistaflokkur- inn, sagt þjóðernisjafnaðar- flokkurinn. Engu öðru er breytt“. . Fyrirsögn þessarar rit- stjórnargreinar: „Kjósa ís- lendingar nazisma?“ er ekki út í bláinn. Eins og greinin, sem hér er rætt um, ber með sér, er skyldleiki nazismans og kommúnismans í fram- * kvæmd svo náinn, að engin leið er að gera sér grein fyrir því, hvor sé höfundur tiltek- inna greina, eða hafi flutt til- tekna ræðu, Hitler eða Krús- jeff. Kommúnisminn og naz- isminn eru greinar á sama meiði. Hér á landi er skipulagður flokkur manna, sem hefur það eitt markmið að koma á hér á landi ógnarstjórn á borð við það, sem Þjóðverjar bjuggu við á nazistatímanum og þjóðirnar í kommúnista- löndunum búa við í dag. Þeir halda því að vísu fram, að kommúnisminn sé andstæða nazismans, en framkvæmdin sýnir, að þar er um eina og sömu stefnu að ræða. NYTSAMIR SAK LEYSINGJAR ¥>étt er það, að ekki eru all- _ ir þeir, sem stutt hafa kommúnistafl. hér á landi, eiginlegir kommúnistar. — Þetta er sundurleit hjörð eins og glöggt kemur fram í grein þeirri, sem einn af fyrr- verandi stuðningsmönnum kommúnistaflokksins, Eyþór Stefánsson, ritar í blaðið í dag. Mikill fjöldi manna hefur hér á landi stutt kommúnista til áhrifa, án þess að vera kommúnistar. Þetta eru þeir menn, sem stundum hafa ver ið nefndir nytsamir sakleys- ingjar, menn, sem í hjarta sínu eru andstæðir kommún- isma, og ofbeldi, en styrkja það samt af misskilningi. Þannig var þetta einnig í Hitlers-Þýzkalandi. — Þar studdi fjöldi manna nazism- ann án þess að um nazista væri að ræða, og satt bezt að segja, þá næstum ærðist heil menningarþjóð. Kommúnistar nota ná- kvæmlega sömu aðferðir og nazistarnir í áróðri sínum. Menn hafa reynslu af slíkri áróðurstækni, og þess vegna hefði mátt ætla að þeir kæmu ekki áformum sínum fram eins og fyrirrennarar þeirra. Því miður er samt mikill fjöldi manna, sem styrkir of- beldisstefnuna, þar á meðal þekktir listamenn, menn, sem að sjálfsögðu vilja fá leyfi til að tjá list sína, en engu að síður styðja þeir öfl, sem líta slíkar kröfur ekki einungis hornauga, heldur eru bein- línis reiðubúin til þess, hve- nær sem þau fá aðstöðu til, að banna alla frjálsa listsköpun, eins og frjálsa hugsun og menningarstarfsemi yfirleitt. Það er vissúlega furðulegt, að fjöldi slíkra manna skuli styðja ofbeldisstefnuna hér í okkar frjálsa landi. Sem bet- ur fer fer þeim fækkandi, og menn sjá með hverjum deg- inum, sem líður, betur hið rétta eðli kommúnismans. — Þess vegna hallar líka undan fæti fyrir kommúnistaflokkn- um. KLIKUSTARF- SEMIN |7n það er ekki einungis að ^ menn sjái betur hið rétta eðli kommúnismans. Ástæðan til þess að kommúnistar eru á undanhaldi er jafnframt sú, að þar logar allt í illdeilum, hver situr á svikráðum við Sukarno og Rahman rœða stofnun „Malasia" FORSÆTISRÁÐHERRA Malaya, Tunku Abdul Ram- an, hélt í gær, fimmtu- dag, til Tokyo, til fundar við Sukarno, forseta Indónesíu. Umræðuefnið verður „MAL AYSIA“, ríkjasamband það, sem fyrirhugað er, að stofn- að verði 31. ágúst í sumar. Sukarno hefur lýst mikilli andúð á stofnun samhands- ins, en Rahman er aðaltals- maður þess. Þá hafa Filippseyingar látið málið til sín taka, en þeir krefj- ast yfirráða í Norður-Borneo. — Skýrt er frá því í Kuala Lump- ur, að takist einhvers konar sam komulag milli Sukarnos og Rah- mans, er leitt geti til betra á- stands og samskipta, þá sé ekki ólíklegt, að forseta Filippseyja, Macapagal, verði boðið til frek- ari viðræðna, með forsetanum og forsætisráðherranum. í Tokyo er það almennt álit stjórnmálamanna, að viðræður þær, er nú hefjast, kunni að hafa mikil áhrif á gang mála i þessum hluta heims. Ljóst er af ummælum ráða- manna í Malaya, að til greina kemur, af þeirra hálfu, að bjóða Filippseyingiun og Indónesum friðarsamning, er tryggi, að frið- ur haldist með ríkjunum þrem- ur. í fréttum frá Tokyo er tekið fram, að þessi fundur muni ekki koma í stað fundar utanríkisráð- herra Indónesíu, Malaya og Fil- ippseyja, sem fyrirhugaður er. Það var Rahman, sem lýsti því yfir fyrir tveimur árum, að hann væri fylgjandi stofnun slíks sambands, en sú hugmynd mætti þegar í stað andúð indónesískra ráðamanna, einkum Sukarnos, sem telur, að hér sé um að ræða skref í óttina til „nýlendukúg- unar.“ Gizenga veitt þing- helgi á nýjan leik Ætlunin er, að fimm ríki, Malaya, Singapore, Sarawak Norður-Borneo og Brunei taki þátt í stofnun ríkjasambands- ins. Strax, er Ijóst varð um áætlun þessa, tók mjög að kólna í öll- um samskiptum milli Malaya og Indónesíu. Hefur sambúðin far- ið versnandi að undanförnu, eink um eftir byltingartilraun þá, sem gerð var í Brunei í desember sl. annan og beitir hinum versti bolabrögðum. Allir flokksmenn í komm- únistaflokknum vita, að eftir kosningar verða þar mikil átök. Þeim hefur verið slegið á frest fram yfir kosningar, en þá verður uppgjör í flokknum og enn er óséð hverjir verða ofan á. En SÍA- menn, hinir skóluðu komm- únistadrengir, hafa mjög grafið um sig og munu verða áhrifamiklir. Að vísu verður afhroð kommúnistaflokksins ekki eins mikið og skyldi, vegna þess að Framsóknarflokkur- inn hefur í mörg ár veitt hon- um skjól. — Málgagn þess flokks hefur rekið áróður mjög þóknanlegan kommún- FORSETI Kongó, Cyrille Adoula, á nú í nokkrum erfiðleikum, vegna fyrrverandi varaforsætis- ráðherra landsins, Antoine Giz- enga. Neðri deild þings lands- ins hefur samþykkt, að Gizenga skuli á nýjan leik veitt þinghelgi. Stjórn Gizenga, sem studd var af kommúnistum, féll í janúar 1962, en frá þeim tíma hefur Giz- enga verið hafður í haldi á eyj- unni Bula-Bemba, í mynni Kongóárinnar. í síðasta mánuði hét Adoula því, að Gizenga skyldi frjáls ferða sinna. Hefur honum þó ekki verið sleppt úr haldi enn. Það var á þriðjudag, að neðri deild þingsins ákvað, að Gizenga skyldi á nýjan leik njóta þinghelgi. Það var neðri deildin, Vormót í SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar heldur hið árlega vormót sitt í Helgadal nú um hvítasunnuna. Mótið verður sett laugardaginn 1. júní og verður slitið hann 3. 320 þús kr. náms- styrkur frá NATO ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ sem svipti hann þinghelgi, á sín- um tíma. Fylgjandi nú voru 54, enginn greiddi atkvæði á móti, en 19 sátu hjá. Talið er, að ákvörðun deildar- innar muni hafa þau áhrif, að nú verði Adolua annað hvort að bera fram opinberar ákærur á Gizenga, eða láta hann lausan, að öðrum kosti. Læknar voru fyrir skömmu sendir á fund Gizenga, og skyldu þeir fá úr því skörið, hvort Giz- enga væri að deyja, en orðrómur hefur verið uppi um það. Ekki vildi hann þó lofa læknuim að skoða sig. ★ Þrátt fyrir atkvæðagreiðsluna i þinginu, eru flestir þeirrar skoð- unar, að Gizenga eigi sér litla framtíð á svið stjórnmála. Helgadal júní, á annan í hvítasunnu. 16 skótafélög víðs vegar af landinu hafa boðað þátttöku sína í þessu móti og eru líkur til að um 700 skátar sæki mót þetta. Á mótinu verða iðkaðar ýmsar skátaíþróttir, farið í gönguferðir, og varðeldar verða á laugardags. og sunnudagskvöld. Á hvítasunnudag kl. 11 f.h. verður guðsþjónusta, síra Bragi Friðriksson predikar. istum, svo að kommúnistar hafa talað um það að stefna Framsóknarflokksins væri „eins og loðinn skuggi af stefnuskrá Alþýðubandalags ins“. Kommúnistar væru hér einangruð klíka, eftir allt það, sem yfir þá hefur gengio undanfarin ár, ef þeir menn sem Framsóknarflokknum ráða í dag, hefðu ekki veitt þeim það skjól, sem raun bei vitni. Ábyrgð Framsóknarleiðtog anna er því mikil, en sem bet ur fer nægir athæfi þeirra ekki til þess að bjarga komm únistaflokknum. Hann er þeg ar í upplausn, og átök þau sem verða eftir kosningar munu greiða honum það högg, sem nægir til þess að hann nái ekki á ný þeim á- hrifum hér á landi, sem stofn- að gæti frelsi landsins í voða. leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga vísindamenn í að ildarríkjunum til rannsóknar- j starfa eða framhaldsnáms erlend is. Fjárhæð sú, sem á þessu ári hefur komið í hlut íslendinga til ráðstöfunar í framangreindu skyni, nemur um 320 þúsund krónum, og mun henni verða varið til að styrkja menn, er lok- ið hafa kandidatsprófi í einhverri grein raunvísinda, til framhalds- náms eða rannsókna við erlend- ar vísindastofnanir, einkum í að- ildarríkjum Atlantshafsbanda- lagsins. Umsóknum um styrki af þessu fé „NATO Science Fellowships“ skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðhúsinu við Lækjartorg, fyrir 1. júlí n.k. Fylgja skulu staðfest afrit próf- skírteina, svo og upplýsingar um starfsferil. Þá skal og tekið fram, hvers konar framhaldsnám eða rannsóknir umsækjandi ætlar að stunda, við hvaða stofnun eða stofnanir hann hyggst dvelja, svo og greina ráðgerðan dvalartíma. Menntamálaráðuneytið, Mótsstjóri verður Marinó Jó- hannsson, dagskrár- og varðelda- stjóri Rúnar Brynjólfsson, tjald- búðastjórar Albert Kristinsson, Hafsteinn Óskarsson og Jónína Gunnarsdóttir. Lögreglustjórar mótsins verða þeir Birgir Dag. bjartsson og Snorri Magnússon. Ferðir á mótið verða frá Hraun byrgi (skátaheimilinu í Hafnár- firði) á föstudagskvöld klukkan 8 og 9, og á laugardag kl. 9 ár- degis og 1.30 síðdegis. Á hvítasunnudag verða ferðir frá Hraunbyrgi fyrir ylfinga og ljósúlfa kl. 9 árdegis og kl. 1.30 verða sætaferðir frá Álfafelli fyrir gesti, sem vilja heimsækja mótð og tl baka kl. 6 síðdegis og aftur um kvöldið að loknum varðeldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.