Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 3
P FSstudagur 31. maí 1963 MORGUIVBLAÐIÐ 3 Sérvizka í minni ætt .... málað? Ætli hann hafi ekki gert það, hann hefur að minnsta kosti haft auga fyrir Ktum, því hann vildi heldur bíða hel en horfinn vera fóst- urjarðar ströndum, var það ekki?“ „Mér skilst það. Þú hefur málað flestar myndir héðan frá Hliðinni?“ „Ég hef málað margar héð- an, úr Þórsmörk og Eyjafjalla jökul. Ég hef málað alls staðar á landinu nema Austurlandi, en hér er mynd frá Fljótsdals- héraði, eins og þið sjáið. Ætli maður verði ekki að telja það með Austurlandi. Þessi mynd er ný, en gerð eftir gamalli skissu.“ „En þér líður bezt hér í Hlíðinni?“ „Hér vil ég vera.“ ( „Er gott fólk hér?“ „Ég held það sé fullboð- legt.“ „Ekkert likt Hallgerði?“ ' „Ég veit ekki hvort hún var svo slæm. Sú staðreynd, að Gunnar sneri aftur, bendir ekki til þess hún hafi verið verri en aðrir. Ætli Gunnar hafi ekki séð hana í Hlíðinni, þegar hann leit um öxl?“ „Hefur þér aldrei dottið í hug að fara utan, eins og Gunnar?" | „Nei.“ „Aldrei fundizt þú vera út- lagi?“ ! „Nei-nei, það hefur mér ekki fundizt. Mér hefur þvert á móti verið vel tekið alls staðar, þar sem ég hef komið hér á landi. Sýningarnar hafa verið vel sóttar og ég hef selt margar myndir og fengið við- unandi dóma í blöðum. Er hægt að krefjast meira? | Auðvitað hefur það dregið dálítið úr ánægjunni að hafa ekki getað gefið sig óskiptur að málaralistinni. En þarna sjáið þið mynd af Múlakoti í fullum skrúða. Ég reyni að varðveita í myndunum það, sem mér finnst fallegt. Kannski er það uppbót á lífið að hafa gaman af að mála svona grænar myndir, ég veit I það ekki. Ég kalla þessa mynd Morgundögg." „Þú málar aldrei afstrakt?“ „Nei.“ „Ertu á móti afstraktlist?" „Nei, það er ég ekki, ég er hlutlaus. En mér finnst af- straktlistin eins og hvert ann- að mótlæti." „Heldurðu ekki þú sért dá- lítið sérvitur, Túbals?" „Gjörðu svo vel, fáðu þér kaffi. Mér líkar ekki hvað þú drekkur lítið. Ha, sérvitur? Ójú, það er til sérvizka í minni ætt. Magnús föðurafi minn, sem var mjög þekktur gullsmiður á Suðurnesjum, átti tvo syni og skírði þann fyrra Túbal Kain. Hann dó ungur. Svo eignaðist hann pabba og kallaði hann Túbal Stirðnaðir fingur trjánna ... Karl. Það gekk betur, hann lifði tæp áttatíu ár. Hann var bóndi hér í Múlakoti.“ Ég stend við gluggann og horfi út. Ég er að velta því fyrir mér, hvort garðurinn muni ná sér eftir kransæða- stífluna, þegar ég sé allt í einu grisja í Eyjafjallajökul. „Það væri gaman að skreppa inn í Þórsmörk," segi ég stundar- hátt. Túbals gengur að gluggan- um og það er eins og þetta samhorf okkar létti á jöklin- um. „Við vorum mörg ár sam- an í Þórsmörk, Brynjólfur Þórðarson og ég, þú þekkir hann kannski ekki, en hann var ágætur málari. Það var gaman í Þórsmörk, þá var friður og kyrrð.“ „Það var áður en Jóhannes úr Kötlum kom þangað,“ segi ég- „Hann er ágætur," svarar Túbals strax, „ég er hræddur um að Þórsmörk væri ennnú verr farin, ef hann væri þar ekki. Hann er skemmtilegur það sem ég hef kynnzt hon- um. En ég tek það fram, að ég tala aldrei um pólitík.“ „Nú, um hvað talið þið þá?“ „Um málverkið í landinu. En hugsaðu þér hvernig garð- urinn er farinn. Ég get ekki séð hann komi til í sumar.“ Við göngum út á hlað, skreppum svo inn í málara- stofu Túbals, sem er í dálitl- um hjalli norðan við húsið. Hann fer í slopp, svo Við get- um tekið mynd af honum. Á borðinu liggja málverkabæk- ur Kjarvals og Ásgríms. Hann setur upp helgisvip og lokar þeim. Ég spyr um Ásgrím: „Þegar ég var strákur, bjó gamall maður í Hlíðinni," svarar Túbals. „Þá kom Ás- grímur hingað oft að mála, eins og ég sagði þér. Einu sinni sér karlinn mig einhvers staðar á mannamótum. Þá segir hann þetta: „Mikið and- skoti er að sjá hann Ólaf Túbals, hann er kominn í bux- ur og prjónaða sokka alveg eins og Ásgrímur." Karlinn sá hvers kyns var. Einhverju sinni þegar Ás- grímur var hérna, málaði hann mikið frá einum bænum í sveitinni og hafði bæinn oft- ast í forgrunni myndanna. Hús freyjunni þótti þetta ekki sanngjarnt. „Það er hart,“ sagði hún, „að hann Ásgrímur skuli fá mörg hundruð krónur fyrir hverja mynd, en við sem eigum bæinn fáum ekki græn- an eyri.“ Ásgrímur hafði gaman af þessari sögu og hló við þegar hann sagði hana“. „En Kjarval?" spyr ég; „þú þekkir hann?“ „Ég þekki hann vel,“ segir Túbals, og gefur einni vatns- litamyndanna bláa vítamíns- sprautu með penslinum. „Við Kjarval erum góðir kunningj- ar, og ég hef aldrei heyrt hann leggja nema gott eitt til minna mynda. Hann segir það sama um þær og myndir annarra málara: „Ágætt, prýðilegt." Þegar ég fótbrotnaði, kom hann og heimsótti mig. Ætli það lýsi honum ekki nokkuð vel.“ Við göngum út á hlað. Ég segi við Túbals: „Ég þarf að fá benzín hjá þér, ég kemst víst ekki í bæinn með tóman geymi.“ Hann skreppur inn, kemur aftur að vörmu spori og'byrjar að dæla. Fjórði mað urinn í sálarpoka Ólafs Túbals kemur í ljós: benzínafgreiðslu maðurinn. „Hundrað krónur, þakka þér fyrir. Og þakka ykkur fyrir komuna." Gengur síðan hægt að ilm- lausum garðinum og virðir fyrir sér stirðnaða fingur trjánna. M. Hvað get ég gert til kosn- inga? S j álf stæðisf lokkurinn þarf á fjölda sjálfboða- liða að halda í dag við skriftir. Sjálfboðaliðar eru beðnir um koma á kosningaskrifstofuna í Vonarstræti ( VR) 3. hæð eða hringja í síma 22316. • Eftir daga verffur dregið í glæsilegasta bíla- happdrætti ársins. Verð- mæli vinninganna er kr. 650,000,00. • Vinningamir eru FIMM: Tveir Volkswagen, Tveir Taunus Cardinal og Aust- in Gipsy. • Sjálfstæðismenn um allt land. Láiið ekki ykkar eftir liggja og leggið hönd á plóginn til fjáröflunar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. • Látið engan miða óseldan og gerið skil eins fljótt og unnt er, helzt strax í dag. • Skrifstofa Sjálfstæðis- flokksins er opin alla daga fram til kl. 10 á kvöldin. Síminn er 17103. dagar þar til dráttur fer fram. Happdrætti S j álf s tæðisf lokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.