Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 31. maí 1963 — Gunnar Thoroddsen Framhald af bls. 1 breyttir eða jaifnval læ(k(kaðir. Aukinn innfluitningur, sem er samifara aukinni þjóðanfram- leiðslu, skilar meiri tolliteikjum. Tekjur manna hæfcka með vax- andi v-eimegun og skila þvi meiri ekaitttekjum til ríkissjóðs, og eöluskatturinn gefur meira af sér að óbreyttri skattprósentu með vaxandi veltu og viðskiptum. í öðru lagi leiða skynsamleg og sanngjörn skattalög til þess, að bæði eimstatolingar og fyrir- tæki telja miiklu betur fram en óður. Sú reynsíla, sem þegar er fengin sannar þetta ótvírætt. í þriðja lagi er reynslan sú af lagfæringu á hinum öfgafullu tolluim, sem við höfum búið við, að stórlega dregur úr ólöglegum innflutningi, þegar tollar eru gierðir bóflegri. Smyglið var áð- ur stónkostlegt á mörgum há- toll uöum vörum, en tolla-lætok- uinin í nóvemiber 1961 hafði strax veruleg áihrif í þá átt að færa innflutninginn á löglegar braut- ir og gerði hvorttveggja i senn, að læikka verð á þessum vörum, almenningi til hagsbóta og að Bkila ríkissjóði auknum tekjum. í fjórða lagi er unnið að því jafnt og þétt að koma á hagræð- ingu og bættum vinnubröigðum í margháttaðri umsýslu ríkisins. Allar siíkar umibætur taka lang- an tíma, en þó er þegar búið að Ihrinda í framkvæmd nokkrum slíkum umibótuan, sem spara rík- issjóði miilljónir króna. — Þér minntust á skattgreiðsl- ur fyrirtækja? — Já, á sl. ári voru sett ný Skattalög, bæði um tekju- og eignaskatt og tekjus'tofna sveitar félaganna, þar með útsvörin. Með þessum lagabáJkum voru gerðar margvísJegar og mikil- vægar breytingar í skattamálum atvinnurekstrarins. Til'gangur- inn var fyrst og freimst sá að tryggja, að atvinnuifyrirtæki í landinu greiði hóflega og eðli- ilega skatta til ríkis og sveitar- félaga, en sé ekki íþyngt með aJJtof hiáum og ósanngjörnum sköttum, sem gera aJJt í senn, draga úr vexti og viðgangi fyrir- tækjanna, hafa í för með sér miinni möguieika til að greiða starfsfólki gott kaup og leiða ó- Ibjákvæimilega til skattsvika. Með nýju skattalögunum er stefnt að beiJbrigðu, þróttmiklu atvinnu- lífi, að því að fyrirtækin hafi Fró Fttlltrúnráði Sjálf- stæðisiélaganna í Reykjavík OPNAÐAR hafa verið á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík hvejrfaskrifstofur á eftirtöldum stóoum i Reykjavík: VE STURBÆ J ARHVEEFI Hafnarstræti 1 Sími: 22048 NES- OG MELAHVERFI K.R.-húsið við Kaplaskjólsveg Sími: 22073 MIÐBÆJARHVERFI Breiðfirðingabúð Sími: 22313 AU STURBÆ JARH VERFI Skátaheimilið við Snorrabraut Sími: 22089 NORÐURMÝRARHVERFI Skátaheimilið við Snorrabraut Sími. 22077 HLIÐA- OG HOLTAHVERFI Skipholt 5 Sími: 22317 LAUGARNESHVERFI Sunnuvegur 27 Sími: 38114 LANGHOLTS- VOGA- OG HEIMAHVERFI Sunnuvegur 27 Sími: 35307 SMAÍBUÐA-, BÚSTAÐA- OG HAALEITISI'VERFI Víkingsheimilið við Réttarholtsveg Simi: 34534 miöguleika til að byggja sig upp og færa út kvíarnar, auka þar með atvinnu og þjóðartekjum, sem kemur öllum landsins börn- um til góða, og ekki sízt að skapa það skattakerfi, að hægt sé með fuilurn rökum og rétti að ætlast til þess og kreifj ast þess, að talið sé rétt fram. Með nýju skattalögunum eru einnig opnaðir möguleikar til þátittöku almenningis í atvinnu- rekistrinum. En það er eitt af miikiivægustu verkefnum okkar á nsestu árum að fá almemning tiil virkrar þátttöku í atvinnu- rekstri, með hlutdeiidar- og I 5- skipfifýrirteomulagi og almenn- ingsMutafélögum, sem mjög hafa rutt sér til rúmis hins síðari ár, til dæmis í Vestur-Þýzka- landi, Austurríki og Bandarxkj- uuum. — Með Ieyfi að spyrja, fjár- málaráðherra, hvernig féll yður að fara úr borgarstjórastarfinu í ráðherrastrf? — Þegar ég varð borgarstjóri, saknaði ég mjög þess starfs, sem ég þá lét af við Báskólann. Það sama gerðist, þegar ég tók sæti í ríikisstjórn, að ég sá mjög eftir því á marga lund að láta af borg- arstjórastarfinu. Mér hafði failið það starf með aÆbrigðum vei, bæði vegna mikilvægra og víð- tætera verkefna, sem þar var giímt við, og frábærra samstarfs manna. Ekki svo að skilja að mér hafi ekki failið vel við nýja starfið, þvert á móti. Þar voru mikiivæg viðfangsefni, sem biðu úrlausinar, og það hefur verið í senn erfitt verk og ánægjulegt að vinna að gagngerðrí endur- steoðxm og nýsikipan skatta-, tolla- og útsvarsmála og ýmsum umibótum í fjárstjórn ríkisins. Um fjárstjórn ríkisins gildir það sama og um stjórn fyrir- tækja: Trauist og heiðarleiki þunfa að sitja í öndivegi. Þau leiðarljós, sem ég óska og vil að vísi veginn fyrir fjármála- stjóm ríkiisins, eru hagsýni og víðsýni. 9 Nýkomnar danskar Stretch buxur gott snið -úrvals litir Fjölbreytt úrval af innlendum stretch- buxum á börn og fullorðna. WiaríeÉnn Fata- & gardínudeild & Co. Laugavegi 31 - Sími 12816 Afgreiðslustörf Dugleg stúlka óskast til afgreiðslustarfa. — Ennfremur lipur stúlka við peningakassa. Matarkjörið Kjörgarði. Pípur Nýkomnar pípur. Svartar: 1”, 1%”, 1%", 2", 2V2”, 3”, 4” og 5”. Galv.: y2”, %”, 1”, iy4”, iy2” og2". Mjög hagstætt verð. Ennfremur fittings, svart og galv. Byggingarvöruverzlun Isleifs Jónssonar Bolholti 4. — Sími 14280. Dr. Benjamín Eiríksson skrifar Vettvanginn í dag — Þegar skipta á í tvennt svo hvor fái % — Kaupgjaldið hækkað með fundarsamþykkt — Gervifræði dagsins — Grein sína nefnir höfundur: Á BRÚNINNI. FYRIR NOKKRUM árum las ég frásögn af því hvernig fátækir bændur og ríkur landeigandi á Ítalíu Skiptu með sér vatni úr fjallalæk, sem féll um hið þurra land þeirra. Deilunni um skipt- ingu vatnsins lauk þannig að íhvor aðili skyldi fá tvo þrðju vatnsins. Um þetta var samið og voru allir ánægðir. Landeigand- inn tók fyrst sína tvo þriðju, síð an fengu bændurnir sitt. Þetta var á dögum fasistanna. Aukin framleiðni nemur að meðaltali kringum 2% á ári á ís landi. Þetta þýðir að miðað við vinnustundina vex framleiðslu- magnið (og það magn vöru og þjónustu sem hægt er að kaupa fyrir vinnulaun einnar stundar, samanlagt) um 2% á ári að meðal tali. Þegar litið er yfir langa ævi þjóðarinnar og hennar kjör og ennfremur litið til framtíðarinn- «r — 10 ár, 20 ár eða lengra fram, þá eru þessi 2% alls ekki neitt lítilræði. Það sést bezt þegar bor ið er saman við lönd þar sem vöxturinn er enginn. 2% nægir til þess að margfalda umbun mann- legrar fyrirhafnar á tíma, sem sögulega séð er lítið lengra en augnablikið eitt Þrátt fyrir þessa augljósu og áþreifanlegu staðreynd finnst sumum þessar framfarir einskis virði. Nei, þá er annað betra: fundarsamþykkt um almenna kauphækkun — 10%, 15% jafn- vel 20%. Hvað eru aukin afköst vinnunnar með betri vélum og betri skipulagningu hjá verulega kröftugri fundarsamþykkt, með eftirfylgjandi kauphækkun? Á réttum augnablikum eru atvinnu rekendur fengnir til að sam- þykkja þessa vitleysu: kaup- gjaldshækkun, sem á sér enga stoð í veruleikanum. Þegar svona er komið setjast ritstjórar Þjóðviljans við að reikna „kaupmátt tímakaupsins". Á grundvelh hinna nýgerðu samninga er kaupmátturinn hár. Hér hafa verið slegnar tvær flug ur í einu höggi: lífskjörin eru á- kveðin með fundarsamþykkt (þetta er auðveldari leið heldur en leið framkvæmda og fram- fara). Og svo er hitt: fenginn er grundvöllur til þess að miða út reikninga framtíðarinnar við. Þessa dagana streitast ritstjór- ar Þjóðviljans við að reikna út „kaupmátt tímakaupsins“ og fá niðurstöður „sem enginn treyst- ir sér til þess að vefengja". Blað ið hefir nefnilega alveg gefizt upp við að sanna að afkoma manna hafi ekki batnað. Hvert mannsbarn í landinu (að rit- stjórum Þjóðviljans undantekn- um) veit að lífskjör þjóðarinnar fara hægt en örugglega batn- andi, þótt nokkur áraskipti séu, þar sem sjávaraflinn er svo mis- jafn. Undanfarið hálft annað ár hefir batinn meira að segja ver- ið óvenju ör. Þegar hugsunin um ritstjóra Þjóðviljans truflaði mig var ég þar kominn í frásögninni sem kaupgjaldið hafði verið hækkað með fundarsamþykkt. Atvinnu- rekendur samþykkja kaupgjaldið fyrir sitt leyti — af ýmsum á- stæðum: það er erfitt að stöðva atvinnureksturinn eins og stend ur, ríkisstjórnin leggur að þeim að semja, og svo — seinast en ekki sízt — hvað munar um einn blóðmörskepp í sláturtíðinni? Þar sem flestir menn haga sér í þessum málum andstætt allri skynsemi, hver tekur þá eftir því eða skiptir sér af því, þótt at- vinnurekendur skrifi undir samn inga, sem allir vita að styðjast ekki við staðreyndir veruleikans? Samkvæmt samningunum á að skipta meiru en aflað er. í sögu Silones fær hvor aðilinn % vatns ins. Á íslandi 20. aldarinnar gera atvinnurekendur og launþegar samskonar samninga, og ritstjór ar Þjóðviljans fá þar með grund völl rækilegra sannanna fyrir gervifræði dagsins. Það sem næst gerist er það að menn fara að ræða um hið erfiða ástand. Það er komið fram í brúnina. Við blasir skafl óða- verðbólgunnar. Annaðhvort verða atvinnurekendurnir að fá styrk eða gengislækkun. Að öðr- um kosti stöðvast atvinnuvegirn- ir og atvinnulausir verkamenn myndu þá verða að sannprófa ráðleggingar Þjóðviljans og lifa af hinu háa kaupgjaldi. Ein leiðin út úr ógöngunum væri auðvitað að láta hina fáránlegu fundar- samþykkt ganga til baka: snúa sér heldur að lausn raunveru- legra vandamála, efla framfarirn ar. En kjark til slíks vantar að sjálfsögðu alla lýðskrumara. Þeir eiga eitt sameiginlegt: Þeir eru síhræddir við sannleikann. Bregði honum fyrir snúa þeir sér undan, þeir snúa sér til veggjar og vona bara að fólkið veiti því ekki athygli. Það sem fylgir í kjölfar hinn- ar miklu fundarsamþykktar er því styrkjafenið eða gengislækk- unin. Þannig er fetað að nýju inn í heim vemleikans, því að þegar öllu er á botninn hvolft er það þó þar sem menn verða að lifa og leita sinnar hamingju. Þegar ritstjórar Þjóðviljans höfðu feng ið hinn nýja „lífskjaragrundvöll" til að miða við, hljópust ráðherr ar blaðsins þeir Lúðvík og Hanni bal fyrir borð af þjóðarskútunni. Þeir sáu boðana sem vom fram- undan á leiðinni til baka, yfir til lands veruleikáns. Þjóðin fékk svo tvær — tvær — gengislækkanir og almenna hækkun vöruverðlags um tæp 50%. En þetta skiptir kannski ekki svo miklu máli, því að augna blikið, sem þjóðin stóð á brúninni fengu ritstjórar Þjóðviljans lífs kjaragrundvöllinn, „kaupmátt tímakaupsins, sem enginn treyst ir sér til þess að vefengja". En þjóðin stóð ekki lengi á brúninni. Hún þurfti að fá land veruleik- ans að nýju undir fæturna. Greiðasemi samningamanna at- vinnurekendanna kostaði tvær gengislækkanir og býsna mikla hækkun vöruverðsins. En flokkur Þjóðviljans getur ekki boðið bet ur en að endurtaka ævitýrið, fara með þjóðina upp á hátt fjall „kaupmáttar tímakaupsins" — fram á brúnina — á nýjan leik. En láta launþegarnir teyma sig endalaust í hring? — B. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.