Morgunblaðið - 19.06.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.1963, Blaðsíða 8
8 M O R C V /V B L 4 Ð I Ð MiSvikudagur 19. júní 1963 Tekst að ráða við vanda- mái velmegunar? Ræða Geírs Hallgrímssonar borgarstjóra 17. júm Góðlr áheyrendur! Um leið og við minnumst á þjóðhátíðardegi stofnunar lýð- veldis og afmælis Jóns Sigurðs- sonar, þá er okkur sérstök ánægja að bjóða íslendinga frá Vesturheimi velkomna til hátíð- arinnar. Þegar við rifjum upp hin traustu tengsl lífsstarfs Jóns for- seta og stofnunar lýðveldis á ís- landi, þá gerum við okkur grein fyrir, að litlu mátti um tíma muna, að þau tengsl tækjust og yrðu að því, sem raun ber vitni um og við nú njótum. Það var rétt áður og næstu áratugi eftir að Jón Sigurðsson féll frá, að ástandið í landinu var slíkt, að margir góðir Is- lendingar fóru vestur um haf í leit að betri lífskjörum. Þá kvöddust foreldrar og börn, syst- kini, frændur og vinir, án þess að eiga sér nokkra von að sjást aftur, — enda varð sú raunin í mörgum, ef ekki flestum tilfell- um. Landa okkar vestan hafs beið að vísu engu síður en heima- manna erfið barátta á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin, — en fyrir sakir sam- eiginlegrar arfleiðar og atgervis forfeðra okkar, hefur íslending- um vegnað vel bæði austan hafs og vestan, — og nú getum við, niðjar þeirra, sem var skapað að skilja, hitzt og blandað sam- an geði, og glaðst yfir því, sem áunnizt hefur. Okkur þykir vænt um þessa heimsókn, og það er ekki laust við illa dulið stolt, þegar við sýnum löndum okkar vestan hafs, hvað hefur gerzt á liðnum ára- tugum í heimalandinu. En glöggt er gestsaugað, og þótt Vestur-íslendingum hætti jafnvel til að vera alltof ánægð- ir með það, sem þeir sjá í gamla landinu, þá opnast augu okkar heimamanna fyrir ýmsu, sem hér er ábótavant, þegar við fylgjum þessum gestum okkar um. Þá er hollt, að við gerum okkur í hug- arlund, hvað gestir okkar raun- verulega sjá. Þá er hollt, að við lítum umhverfið með glöggum gestsaugum og látum ekki van- ann byrgja okkur sýn, hvað af- laga fer. Ef við lítum á eina hlið hinn- ar ytri myndar hér í Reykjavík, segjum við gestum okkar, að svo mikill sé vöxtur borgarinnar, að okkur hafi ekki tekizt að ganga frá götum, görðum og opnum svæðum sem skyldi, jafnóðum og byggt hefur verið. Þetta er rétt svo langt sem það nær, en öllu lengur getum við ekki borið þessa afsökun fyrir okkur. Þótt allt hafi þurft að byggja hér frá grunni á skömmum tíma, þá er sá tími kominn, að við gerum okkur grein fyrir, að engu mannvirki er fulllokið, fyrr en það hefur verið tengt landslag- inu og umhverfinu með frágangi lóðar og lands. Á þessu er víða misbrestur, bæði við byggingar einstaklinga og hins opinbera. Þótt fjárskortur ráði um það nokkru, er hann ekki einhlítur. Flestir gestir okkar eru sammála, að innanstokks geti ekki snyrti- legri og almennt öllu betur búin heimili en hér á Islandi. Þar hef- ur fjárskortur ekki staðið fyrir þrifum, — en utanstokks er víða aðra sögu að segja, þar sem ekk- ert er gert til fegrunar, þótt lóð- in utan húss heyri heimilinu til engu síður en það, sem innan veggja er. Viðurkennt skal fúslega, að sameiginleg stjórn borgarbúa, Reykjavíkurborgar, ætti hér að ganga á undan með góðu for- dæmi, bæði með frágangi lóða opinberra bygginga, opinna svæða og einkum fullnaðarfrá- gangi gatna. Nokkrar framfarir hafa og orð- ið, þar sem ræktunarsvæði borg- arinnar hafa aukizt úr 5,2 ha. í 65,2 ha. s.l. 15 ár. Heiðmörk, friðland Reykvíkinga, veitir ár frá ári sífellt fleiri meira og betra skjól og skemmtun. Nær 1000 börn og unglingar eru ald- ir upp á sumri hverju í skóla- görðum og vinnuskóla við gróð- ur og ræktun. Slíkt uppeldis- starf mun gefa þúsundfaldan ávöxt, þeagr þetta æskufólk tek- ur til við garðagróður borgar- innar í framtíðinni. En betur má ef duga skal. Nú þegar langt er komið að gera Reykjavík að reyklausri borg, einmitt í krafti þess reyks, sem borgin dregur nafn sitt af, er tími til kominn að gera Reykja vík einnig að ryklausri borg. Slíkt verður ekki gert, nema fyrir sameiginlega fjármuni og átak borgaranna, og takmarkið er ekki sett of hátt, — að inn- an áratugs, fyrir ellefu hundruð ára afmæli Reykjavíkur og Is- landsbyggðar, verði því náð. Hér er heldur ekki aðeins um dautt, og efnislegt og veraldlegt verkefni að ræða, því að um- gengi okkar um umhverfi okk- ar, ber vitni þeirri virðingu, sem við berum fyrir landinu og borg- inni, sem við hlutum í arf og Forseti borgarstjórnar, frú Auður Auðuns, leggur blómsvei.g á leiði Jóns Sigurðssonar að morgni þjóðhátíðardagsins. Borg- arstjóri, Geir Hallgrímsson, stendur við hlið frú Auðar. — Ljósm. Mbl. Sv. Þ. eigum að skila börnum okkar í hendur. Hin ytri umgerð, sem við sköp um okkur, hlýtur alltaf að end- urspegla það, sem hið innra með okkur býr. Góðir tilheyrendur! Á hátíðisdögum er ættjarðar- og átthagaást tungunni töm, en öllu máli skiptir, að sú ástar- játning reynist hvatning hverj- um íslendingi í verki, í fram- komu hans og framkvæmdum. Fyrir aðeins rúmri hálfri öld og áður, þegar leiðir Vestur- og Austur-íslendinga skildu um tíma, þá var spurningin, hvort forfeðrum okkar tækist að sigra skortinn og öðlast frelsi. — Nú stöndum við hér heima and- spænis þeirri spurningu, hvort okkur takist að ráða við vanda- mál velgengninnar og varðveita frelsið. Okkur ætti vissulega að veit- ast auðveldara að svara þeirri spurningu jákvætt en feðrum okkar sinni spurningu — og við tökum undir með Vestur-íslend- ingnum Stephani G. Stephans- syni, þegar hann segir: „En enn mun að ákveðnum lög- um við aldarhátt þrozkaðri fest: Að hugsa ekki í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöld- um. — Því svo lengist mannsæfin mest“. Gleðilega þjóðhátíð fjær og nær. Hallveigarstaðir í byggingu. 40 ára hugsjdn ísienzkra kvenna að rætast Hallveigarstaðir, félagsheimili kvennasamtakanna á landinu, hefur verið óskadraumur ís- lenzkra kvenna í yfir 40 ár. Nú er þessi draumur loksins að verða að veruleika, bygging hússins er hafin við Túngötu 14 og miðar vel fram. — Það er vel viðeig- andi að rif ja upp sögu Hallveigar staða í dag 19. júní, sem er eins og kunnugt er dagur ísienzkra kvenna. Á þeim degi fyrir 48 árum fengu íslenzkar konur kosningarétt og kjörgengi. Kristín L. Sigurðardóttir, for- maður framkvæmdastjórnar Hall veigarstaða, og Sigríður J. Magnússon, varaformaður, röktu fyrir okkur gang Hallveigarstaða málsins, og er hann í stuttu máli þessi: Það var fyrir réttum 40 árum að sú hugmynd kom fram, að kvenfélögin i Reykjavík stofn- uðu með sér bandalag í því skyni að sameina krafta sína um ýmiss mál konum viðvíkjandi. Eftir að bandalagið hafði verið stofnað fór það að hugsa um að eignast hús fyrir starfsemi sína. Var þess farið á leit við Alþingi og ríkis- stjórn að það léti í té ókeypis lóð undir húsið. Var bandalag- inu úthlutað lóð við Lindargötu, en hún þótti ekki alls kostar heppilegt og var því seld, en í staðinn keypt lóð við Garða- stræti, milli Túngötu og Öldu- götu. Nefnt eftir fyrstu íslenzku húsfreyjunni Þegar lóðin var fengin var tekið til að safna fé til bygging- arinnar eftir ýmsum leiðum. Stofnað var hlutafélag og gefin út hlutabréf. Jafn- framt komu fram óskir um, að samhliða félagsheimilinu yrði rekið dvalar- og gistiheimili fyr- ir konur utan af landi og náms- meyjar, sem stunduðu nám í Reykjavík. Um svipað leyti var breytt nafninu á heimilinu, og það nefnt eftir fyrstu íslepzku húsfreyjunni í Reykjavík. Hall- veigu Fróðadóttur. Áður var heimilið nefnt „Samkomu- hús íslenzkra kvenna“. Stríðið truflaði framkvæmdir Þegar stríðið skall á varð hlé á framkvæmdum. En hugsjónin lifði. Árið 1945 var hlutafélagið leyst upp og Hallveigarstaðir gerðir að sjálfseignarstofnun. Flestir hluthafanna gáfu hluta- fé sitt. Skömmu síðar var skipuð framkvæmdastjórn, bygg- ingarnefnd og fjáröflunar- nefnd, sem allar hafa unn- ið mikið og gott starf. I framkvæmdastjórninni eiga sæti 3 konur frá Kvenfélagi Is- lands, 3 frá Kvenréttindafélagi íslands, 1 frá ríkisstjórn, 1 frá Reykjavíkurborg og 1 frá Alþýðu sambandi Islands. Hafizt var handa um að safna fé til náms- meyjaherbergja og gekk sú fjár- söfnun greiðlega. Málaferli Arið 1956 hafði bæði fengizt fjárfestingaleyfi og teikning sam- þykkt og var þá byrjað að grafa fyrir grunninum. Var þá sett lög- bann á byggingarframkvæmdir, vegna gamallar kvaðar, sem á lóðinni hvíldi. Hófust nú mikil málaferli sem stóðu í 4 ár og lyktaði þannig, að húsbyggjend- um var gert að greiða kvöðina. Þegar hér var komið sögu höfðu þjóðfélagshættir tekið miklum breytingum, og teikning- ar og jafnvel sjálf hugmyndin um Hallveigarstaði orðin úrelt og á eftir tímanum. Þurfti þvl málið endurskoðunar við. Var samþykkt að minnka húsið og byggja félagsheimili fyrir starf- semi kvenfélaganna og kvenfé- lagssamtakanna í landinu, en hverfa frá þeirri hugmynd að nota húsið fyrir gistihús. Byggingaframkvæmdir vel á veg komnar — Nú er húsið að rísa af grunni, sögðu þær Kristín L. Sig- urðardóttir og Sigríður J. Magn- ússon að lokum, og er ætlunin að það verði komið undir þak og frágengið að utan í septem- ber næstkomandi. Byggingin er 5927 rúmmetrar og grunnflötur- inn 637,86 fermetrar. Það verður 2ja hæða hátt, að viðbættum kjallara og inndreginni hæð. í húsinu verða skrifstofur kvenna- samtakanna í landinu, fundarsal- ir og veitingasalur. Ennfremur er gert ráð fyrir að þar verði rúm fyrir ýmis konar starfsemi, svo sem tómstundaiðju fyrir ungar stúlkur o.fl. Hús þetta mun bæta úr brýnni þörf, því að kvenfélögin hafa oft og tíðum verið í vandræðum með að fá húsnæði fyrir fund- arhöld sín og starfsemL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.