Morgunblaðið - 19.06.1963, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. júní 1963
Kveð juávarp
frá Vestur-lslendingum
Yaldimar J. Líndal ,dómari
frá Winnipeg-, flutti kveðju
frá Vestur-íslendingum á Arn
arhóli að kvöldi hins 17. júní.
Kveðjuávarpið fer hér á eftir:
Heilir og sælir allir kærir ís-
lendingar!
í>að er heiður fyrir Vestur-ís-
lendinga, að hátíðanefndin skyldi
bjóða þeim að taka þátt í há-
tíðahöldunum á þessum merkis-
degi, og ég er nefndinni afar
þakklátur fyrir að hún valdi mig
til að flytja þetta ávarp.
Það er auðvelt fyrir okkur í
Kanada að meta þá frelsisbar-
áttu, sem þjóðin háði, og það án
þess að beita nokkurn tíma vopna
valdi, er lauk á þann farsæla
hátt, að árið 1944 varð ísland ó-
háð og fullvalda ríki. Það á vel
við og sæmir þessum mikla við-
burði í sögu íslands að hátíða-
höld skuli haldin á þessum minn
ingardegi. Þannig endurtekur
þjóðin þakklæti sitt ár frá ári.
Þótt ég hafi alið aldur í ann-
arri heimsálfu finnst mér að á
einkennilegan hátt ég sé kominn
heim. ísland er mitt draumaland.
Draumarnir hafa verið mjög skír-
ir, næstum raunverulegir, og nú
finnst mér, að ég ætti að benda
á sumt af því, sem mér hefur
fundizt svo afar fagurt og göfugt
í þessum drauma-heimi mínum.
Svo er sjálfsagt að bæta við sumt
af því aðdáanlega, sem ég hefi
séð með eigin augum þessa fáu
daga síðan ég kom til íslands.
Nú gæti ég bent á hinar fornu
bókmenntir íslands, sem reynd-
ust hinn andlegi fjársjóður Is-
lendinga um aldaraðir. En þær
eru ekki það sem hefur mest
vakið aðdáun mína. Svo gæti ég
bent á, að þjóðin hefur varðveitt
þennan forna fjársjóð og gert
hann að dýrmætri almennings-
eign, og hefur tekizt, öld eftir
öld, að bæta við þennan andlega
arf, svo að hægt er að segja, að
frá alda öðli hafi menningar- og
bókmenntasagan verið órofin
þróunarsaga. Það er afar mark-
vert og hefur hrifið mig mikið.
En það sem er undramest er
að þjóðinni heppnaðist þetta allt
þrátt fyrir geysimikla og marg-
víslega örðugleika.
Allt virtist hafa lagzt á eitt
að gera þetta ómögulegt, jafnvel
eyða þjóðinni sjálfri. Hafís og
sjóar; eldgos víða um land og
hraun sem lagðist yfir blómlegar
byggðir; drepsóttir geisuðu yfir
fámenna þjóð; útlend einokun
dró kjark og dáð úr þjóðinni;
mjög oft hungursneið, sem þetta
hlaut að hafa í för með' sér.
En því meir, sem þrengdi að,
því betur var barizt; því nær
sem eyðileggingardrekinn dró,
því fastar tók þjóðin saman hönd
um um að varðveita hina and-
legu fjársjóði.
Sagan ykkar er lifandi sönnun
þess, að ykkar einkunnarorð eru
„Sækjum ætíð fram“.
Móðuharðindin voru varla
gengin yfir, þegar ný gullöld ís-
lenzkra bókmennta hefst, og er
hún enn ekki liðin, langt frá því.
Og nú eftir heimsstríðin, hafa
næstum óskiljanlegar þjóðmeg
unarframfarir átt sér stað á ís-
landi; þar sér maður dugnað,
áræði og tæknisnilld.
Þetta hefur verið mitt drauma-
land. Nú er ég staddur á íslandi
og get horft í kring með mínum
eigin augum. Raunveruleikinn
staðfestir allt sem mig hefur
dreymt, jafnvel bætt við fegurð
og skrúða draumalandsins. Á að-
eins tvö dæmi skalt bent.
Fyrir nokkrum dögum
var ég staddur á hinum helga
stað, Þingvöllum. Eitt greip mig
snögglega. Rúmum þúsund ár-
um síðan völdu forfeður vorir
þennan stað þar sem Alþingi
þeirra skyldi sett. Fegurðartil-
finning landnemanna var eins
næm og hrein og hún er þann
dag í dag, og hún sést allt í kring-
um mann í hinni nýju Reykjavík
ur — borg.
Annað dæmi; Maður horfir á
höggmynd Einars Jónssonar
„Frelsið". Önnur hönd brautryðj-
andans bendir þangað sem stefna
skal, til frelsisins, en í hinni
hendinni er sverð. En það er ekki
reitt til höggs; til þess á ekki að
grípa fyrr en í síðustu lög.
Lagt til samans, það sem ég
hefi séð í mínu draumalandi,
og nú hér í kringum mig, gefur
mér dálitla hugmynd um íslands
„tímanna safn“.
En það sem er veigamest og
þyngst í metum í þessu tím-
anna sfifni er tungan.
íslenzk tunga! Það var ísland
og eingöngu ísland, sem varð-
veitti hina gömlu norrænu tungu
og þar engu síður en á öðrum
sviðum, hefur þjóðin fágað og
fegrað sinn eiginn arf.
Við að vestan komum hing-
að og heilsum.
Við endurtökum með ykkur;
„Sækjum ávallt fram“. Þá mun
á íslandi ríkja, „gróandi þjóðlíf
með þverrandi tár, sem þroskast
á guðsríkisbraut“.
Valdimar J. Lindal.
Menn dottuðu kannski íj
10-15 mínútur í stdlunum
jLercgsti samningafundur stóð 76 eða 78 tíma
SAMNINGAR tókust milli
verkalýðsfélaganna á Akur-
eyri og Siglufirði og Vinnu-
veitendasambands íslands að-
faranótt 17. júni eftir samn-
ingafund, sem stóð í 36
klukkustundir samfleytt. —
Mörgum þykir fundur sá hafa
verið langur, en samkvæmt
viðtölum Morgunblaðsins við
sáttasemjara og tvo af for-
ystumönnum deiluaðila kem-
ur í Ijós, að samningafundir
hafa iðulega verið mun leng-
ur í einni striklofcu. Viðtölin
fara hér á eftir:
Torfi Hjartarson, sáttasemj-
ari ríkisins, sagði:
— Það er langt frá því, að
þessi fundur hafi verið sá
lengsti. Þeir hafa verið tvö-
faldir á við þetta að minnsta
kosti. Hins vegar man ég ekki
hver sá lengsti hefur verið.
— SamnirLganefndarmenn-
irnir fá ekkert að sofa, en
þeir sem eru svo rólegir að
geta sofnað í stólunum fá það.
Menn fá ekki að fara í mat,
en þeim er gefið kaffi og með
þvL
— Sáttasemjari h e 1 d u r
fundi með samninganefndun-
um sitt á hvað, sameiginlega
Torfi Hjartarson
og í smáhópum, svo hann get-
ur lítið hvílzt heldur.
— Annars er ég ánægður
að samniagar hafa tekizt nú
eins og reyndar ætíð, hverjar
sem niðurstöðurnar eru. Það
er mitt hlutverk að sjá um að
samningar takizt. Annað ekki.
Rjörgvin Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands íslands, sagði eftir-
farandi:
þess sem deilt er verða menn
að velta fyrir sér fram og
aftur möguleikum og leiðum
til samkomulags. Enginn fær
að fara af staðnum nema með
leyfi sáttasemjara.
Björn Jónsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar á
Akureyri, sagði:
— Ég hef nú verið á lengri
fundi en þetta. Það var árið
1947 í deilu verkalýðsfélag-
anna á Norðurlandi og Dags-
brúnar við síldarverksmiðjurn
ar. Þá var samningafundur
hjá sáttasemjara sem stóð í
47 tíma.
— Á þessum fundi held ég
að okkar menn hafi borizt vel
af og hinir líka. Menn dott-
uðu kannski í 10—15 mínútur
í stólum sínum og vöknuðu
hressir með öll skilningarvit
í lagi.
— Fundir sem þessir geta
verið nauðsynlegir og átt full-
an rétt á sér. Menn verða
stundum sáttfúsari en ella og
þessi vinnubrögð geta jafnvel é
flýtt fyrir samningum, þótt
þau hafi sín takmörk.
— Viðræðurnar nú fóru
fram í mikilli vinsemd og höf-
um við allt gott að segja um
hlut Sáttasemjaranna.
n l|l 1 ' 1 — Þessi fundur var alls ekki sá lengsti, sem haldinn f ^ ÉniKaL % m W * /
'á hefur verið í einni striklotu.
Að því ég bezt man var það /
fundur í farmannadeilu árið .
8|pF ' Y?'' 1955. Þá var verið að semja
m \jp við Sjómannafélag Reykjavík
k, |j ur og var samningafundur í 76 eða 78 tíma í einu.
— Þótt lokafundurinn nú
i. <&%£&&&&*, : : 1 hafi staðið í 36 tíma má ekki
> ' S’ý. gleyma því, að fundir voru
y^..; ■ ■ >>. • Vjfoy s&t •:$ V ■ ' ý- -.. -hC •' 4, haldnir sex nætur í röð, oft-
vv ” j ast til kl. 4 og 5 á morgnana
og byrjað aftur um kl. 4 á
daginn.
— — Eftir allt þetta þóf voru menn orðnir anzi þreytt-
m ir. Það er ekki aðeins að 9 '■ v
menn fái ekki að sofna., Vinn- ff-rn ■■ '■ - «
Velvakanda hefur borizt eft-
irfarandi bréf og telur það í
harðorðasta lagi, en þeim, sem
kynnu að vilja mótmæla því, er
heimilt rúm í dálkum hans.
• HÚSDÝRAPLÁGAN
VIÐ ÞJÓÐVEGINA
„Hvað er hægt að gera til
að losna við það umferðarvanda
mál, sem stafar af húsdýrum
sem í algeru hirðuleysi ráfa
um þjóðvegi og jafnvel í miðri
Reykjavík? Svo virðist sem eig
endur þessara dýra skeyti ekk-
ert um öryggi þeirra enda eiga
þeir vísar háar skaðabætur ef
einhver er svo óheppinn að aka
á dýrin og stórskemma bíl sinn
og sakavottorð.
• STUÐLAÐ AÐ SLYSI
í vetur stökk hestur á bíl
kunningja míns, er hann ók um
Laugarnesið í náttmyrkri; við
DAS mætti ég mörgum rollum
sem löbbuðu um garða og göt-
ur, við Brúarland voru 8 kind-
ur í reiðileysi á þjóðveginum,
nýlega er ég ók til Þingvalla,
auk þess voru hundruð kinda og
fjöldi hesta á eða við þjóðveg-
inn. Oft hef ég séð bændur í
Mosfellssveit reka kýr og aðrar
skepnur út á veginn og loka
hliðum á eftir þeim. Hve lengi
á þessi ómenning að líðast á
íslandi einu? Þarna er stuðlað
• i
~JT>
V
að slysum og slysavaldurinn er
oft eigandi dýranna, sem treyst-
ir á snarræði og örugga hemla
bílstjóranna. Oft er ekki hægt
að koma í veg fyrir slys, þótt
varlega sé ekið á góðum bíl, t.d.
í dimmu, og oft, sofa þessar
skepnur á þjóðveginum og eru
oft furðu samlitar.
• GERIÐ EITTHVAÐ
STRAX
Það er ástæðulaust að bíða,
þetta verður að leysast fyrr eða
síðar. Það mætti t. d. bæta úr
ef bílstjóri sé ekki án undan-
tekningar gerður ábyrgur fyrir
slysum, sem nefnd voru, og hin-
ir hirðulausu eigendur dýr-
anna sem hrinda þeim vísvit-
andi út í opinn dauðann verði
eftir atvikum dæmdir til a3
greiða það tjón sem af dýrun-
um hlýzt. íslendingar skilja
ekki annað en fjárútlát, til að
framkvæma ýmiss framfaramáL
Fyrirspurnir sýna, að fjáreig-
andi fær 350—550 kr. fyrir
væna kind sem slátrað er, trygg
ingafél. greiða um 500 kr. fyrir
lamb sem ekið er á svo tap
hins hirðulausa fjáreigenda er
lítið, jafnvel gróði. Um þetta
má deila og um leiðir til úr-
bóta, þarna er verðugt verkefni
fyrir bílklúbba og aðra sem
með umferðarmál hafa að gera,
en byrjið sem fyrsL
V. O.*4