Morgunblaðið - 19.06.1963, Blaðsíða 14
14
MORCVTSBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 19. júní 1963
Ég færi hér með stúdentum frá 1923 innilegar þakkir
fyrir það hve hlýlega þeir minntust mín á 40 ára
stúdentsafmæli sínu.
Jakob Jóh. Smári.
Móðir okkar
ARNÞRÚÐUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Laxamýri,
lézt að heimili sínu Nökkvavogi 6, 16. júnL
Börn hinnar látnu.
Maðurinn minn
KRISTMANN SIGURJÓNSSON
Fálkagötu 10 A,
andaðist að Landakotsspítala 17. þ. m.
Sigríður Guðmannsdóttir.
Hjartkær eiginmaður minn
INGÓLFUR LÁRUSSON
fyrrv. skipstjóri,
lézt í Landakotsspítala að kvöldi sunnudagsins 16. þ. m.
Vigdís Árnadóttir.
Maðurinn minn
ROBERT JOIIANSEN
andaðist í Kaupmannahöfn 17. þessa mánaðar.
Guðmunda Johansen f. Finnbogadóttir.
Eiginmaður minn og faðir okkar
JÓNAS THORVALD KR. GUÐMUNDSSON
andaðist laugardaginn 15. júní að heimili okkar Hjalla-
vegi 19.
Guðrún Jóhannsdóttir,
Guðmundur J. Jónasson, Jóhannes G. Jónasson.
Móðir okkar og tengdamóðir,
RAGNHILDUR THORLACIUS
andaðist 14. júní. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 19. júní, kl. 13,30.
Áslaug Thorlacius,
Anna og Erlingur Thorlacius,
Sigríður og Birgir Thorlacius,
Aðalheiður og Kristján Thorlacius.
Jarðarför móður minnar
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR
frá Seljanesi,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtud. 20. júní kl. 10,30
f. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Fyrir hönd vandamanna.
Jón Kristjónsson.
Útför eiginmanns míns og föður okkar
EGGERTS ÓLAFSSONAR BRIEM
frá Álfgeirsvöllum
verður gerð frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 20. þ. m.
kl. 1,30 e. h.
Blóm afbeðin. Þeim er minnast vilja hins látna skal
bent á líknarstofnanir.
Guðhjörg G. Briem,
Halldór Þ. Briem,
Ólafur Briem.
Minningarathöfn um
SVEIN MAGNtJSSON
kaupmann,
Wildersgade 52, Kaupmannahöfn,
sem andaðist 9. maí s.l. fer fram í Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 2 e. h.
Aðstandendur.
Kveðjuathöfn um
ÓLÖFU ÞÓRÐARDÓTTUR
frá Höfn í Homafirði,
fer fram í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 19. þ. m.
kl. 10,30. Jarðsett verður á Höfn mánudaginn 24. þ. m.
kl. 14.
Vandamenn.
Innilegar þakkir eru færðar öllum, sem hafa heiðrað
minningu okkar elskuðu móður,
GUÐRÚNAR HLÍÐAR
og hafa auðsýnt okkur hluttekningu vegna fráfalls
hennar.
F. h. aðstandenda. Jóhann S. Hlíðar.
Soffía Ingvarsd. sextug
SOFFlA Ingvarsdóttir er fædd
að Gaulverjabæ í Flóa þ. 17.
júní 1903. Foreldrar hennar voru
þau merkis prestshjón Júlía Guð-
mundsdóttir frá Keldum á Rang-
árvöllum og séra Ingvar Nikulás-
son prestur í Gaulverjabæ.
Þegar Soffía var 5 ára fluttu
foreldrar hennar að Skeggja-
stöðum í Bakkafirði þar sem séra
Ingvar þjónaði nær því 40 ár.
Soffía fór í Kvennaskólann í
Reykjavík þegar hún hafði aldur
til, en ég hygg að óhætt sé að
segja að hún hafi verið að bæta
við menntun sína alla ævi. Hún
er ákaflega víðlesin og kann skil
á mörgu enda prýðlega greind
og vel ritfær, þótt hún hafi ekki
— vegna annarra áhugamála —
iðkað það sem skyldi.
Frú Soffía hefur starfað mikið
að félagsmálum, var um skeið
í stjórn kvenréttindafélagsins 19.
júní. Saknaði ég hennar mjög,
er hún vegna annarra anna ekki
gaf lengur kost á því að sinna
þeim störfum. Einnig hefur hún
starfað mikið fyrir Kvenfélaga-
samband Islands og Bandalag
Kvenna í Reykjavík. Þá hefur
hún átt sæti í bæjarstjórn Reykja
víkur tvö kjörtímabil, setið á
Alþingi sem varamaður fyrir Al-
þýðuflokkinn, unnið í milliþinga-
nefndum og öðrum nefndum fleir
um en ég kann upp að telja.
í stjórn Sjúkrasamlags Reykja-
víkur hefur hún starfað fjölda-
mörg ár, og gerir enn. En aðal-
starf Soffíu á sviði félagsmála
hefur þó verið í Kvenfélagi Al-
þýðuflokksins. Hún var ein af
stofnendum þess, í stjórn þess
frá byrjun og formaðxxr félags-
ins síðastliðin tuttugu ár. Starfi
frú Soffíu þar hygg ég vel lýst
með ummælum Gylfa Þ. Gisla-
sonar, ráðherra, en hann segir:
„Hún fyrst og fremst hefxxr gert
Kvenfélag Alþýðuflokksins að
því stórveldi innan flokksins, að
ekkert ráð þykir þar vel ráðið,
nema rödd Kvenfélagsins hafi
heyrzt, og hún talið það hyggi-
legt, sem fyrirhugað var“.
Einmitt þannig eiga Kvenfélög
in innan stjórnmálaflokkanna að
starfa.
Soffía giftist tuttugu og tveggja
ára gömul Sveinbirni Sigurjóns-
syni, skólastjóra, eiga þau tvær
dætur, hún hefur búið manni
sínum, dætrum og nú síðast en
ekki sízt barnabörnum sínum
yndislegt heimili.
Ég óska Soffíu og fjölskyldu
hennar gæfu og gengis á ókomn-
um æviárum.
S. J. M.
— Ræða Ólafs
Framhald af bls. 13
stendur þó enn í góðu gildi að við
leysum seint miklar þarfir okkar
fámennu þjóðar í þessu stóra
landi, nema að sækja vítt og
djarft til fanga af því kappi, og
þeim hörkudugnaði, sem þjóð-
inni er 1 blóð borinn.
—★—
Við fáum stundum að heyra
það íslendingar, að við séum
drýldnir, stærilátir og fullir sjálfs
þótta. Má vera, að eitthvað sé
hæft í þessu og ekki skal ég ala
á þeirri hneigð. En það skal þó
staðhæft, að sé þótti okkar full
stór, er það guðs þakkar vert
hjá þeirri vesælu minnimáttar-
kennd, að íslendingum sé helzt
ekki ætlandi að komast í snert-
ingu við nokkurn útlending, án
þess að eiga á hættu að glata
sjálfsvirðingu sinni og manndómi
og jafnvel tungu og þjóðerni.
Væri þó annað ætlandi 180 þús-
und manna þjóð, sem á sér elzta
Alþingi veraldarinnar, forseta,
ríkisstjórn, hæstarétt, háskóla, af-
reksmenn á ýmsum sviðum og
jafnari og meiri almenna mennt-
un en margar aðrar þjóðir sem
þó eru taldar menningarþjóðir,
og eru það. Þetta er ekki
sagt til að miklast af, heldur til
að þagga niður óþjóðlegt van-
mat og minnimáttarkennd gagn
vart útlendingum og jafnframt að
minna á, að okkur hefur verið
svo mikið upp í hendur lagt, að
það er skylda okkar að ávaxta
það og auka og efla með því hag
þjóðarinnar í nútíð og framtíð.
Háttvirtu hlustendur!
Eg vil enda þessi orð mín með
tilvitnun í þessi fögru ummæli
úr ræðu, sem biskupinn yfir ís-
landi, herra Sigurbjörn Einars-
son, flutti á þessum stað á síð-
asta sjómannadegi.
„Vér eigum ein og sömu ör-
lög, erum eitt. Vér berjumst
stundum hver við annan um dæg
urmál, skoðanir og stefnur, en
í dýpri skilningi erum vér að
stríða og starfa hver með öðrum
og hver fyrir annan, stéttir og
einstaklingar, eigum allir saman
það, sem mestu sætir, þá harma,
sem ísland ber, þá gæfu og sigra
sem íslandi hlotnast".
Chevrolet '54
í góðu Iagi til sölu. — Upplýsingar frá
kl. 9 — 5 í síma. 10265.
Skrifstofustúlka
Óskum að ráða stúlku nú þegar
til skrifstofustarfa.
Hf. Sanitas
sími 35350.
5 herb. íbúðir við Háaleitisbraut. íbúðirnar verða seldar tilbúnar undir tré-
verk, öll sameign fullfrágengin og með vélum í þvottahúsi.
HÚSA- OG SKIPASALAN, sími 18429, Laugavegi 18.