Morgunblaðið - 19.07.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.07.1963, Qupperneq 1
24 siðun 50 árgangur 160. tbl. — Föstudagur ld. júlí 1963 Prentsmiðja Morirunblaðsins H æ 11 u á s t a n d vegna gífurlegra sprenginga Skemmdir á nærliggjandi húsum. KLUKKAN 11.15 í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt um að eldur væri laus í gasstöðinni ísaga við Rauðarárstíg. Skömmu eitir að eldur losnaði urðu sprengingar í húsinu, sem stöfuðu Irá fylltum gasgeymum sem þar voru inni. Sprengingarnar voru mjög tíðar framan af, en sterkari eftir því sem á leið. Fréttamaður blaðsins horfði á röð slökkviliðsmanna falla fyr- ir loftþrýstingnum af stærstu sprengingunum. — Miklar skemmdir urðu á húsum í námunda við ísaga og flúði fólk íbúðir sínar allt umhverfis eldstaðinn. Er eldurinn kom upp voru að minnsta kosti tveir menn að Btörftun í byggingunni, þeir Óli Ólafsson og Þorsteinn Jóhanns- *ori, og urðu þeir að dveljast í húsinu í tvær klukkustundir, eða þar til eldur tók að réna svo að þeir komust út úr súrstöðvar- byggingunni. Þeir félagar höfðu símasamband 'úr húsinu. (Sjá frétt hér á síðunni). Fréttamaður blaðsins fór í gær kvöldi hringferð um eldstaðinn og hitti fyrir slökkviliðsmenn að verki, þar sem þeir beindu slöng- um sínúm í eldhafið. Ekki var vogandi sökum sprenginga að Framhald á bls. 2. Kélt að svalirnar væru að hrynja SVO mikill var loftþrýstlng- nrinn af sprengingunum i ísaga ao ruður brotnuou í husurn lauga vegu frá eldsstaðnum. Á horni Snorrabrautar og' Grettisgötu, nánar tiltekið Snorrabraut 35, brouiaði stor hornruoa í mesiu sprengingunni 10 mínútur fyrir 12. Fréttamaður Mbl. átti tal við húsráðanda þar, Helga Eyleifs- son í gærkvöldi Kvaðst hann hafa verið í eldhúsi að virða fyr- ir sér brunann er hann heyrði brothljóð i stofunnt, en þar var enginn maður. Var það greini- lega loftþrýstingurinn sem braut rúðuna en ekki steinn eða fljúg- andi járn, sagði Helgi, og mað- ur sem býr á næstu hæð fyrir ©fan hann, Atli Þorbjörnsson, staðfesti að. svo hefði verið. Hafði hann séð rúðina brotna, en hún er á þriðja hundrað metra frá ísaga. Er Atli varð var við fyrstu eprenginguna fór hann út á sval- ir og fylgdist með þaðan. Kvað hann eina sprengingu hafa verið svo öfluga að hann hefði hopað inn og talið að svalirnar myndu hrynja. Fyrstu mínútur eldvoðans flykktist fólk að á Rauðarárstíg, rétt hjá húsinu og varð lögreglan eð skipa því að forða sér frá háskanum. Þá var fólk í glugg- um og úti á svölum i næstu hús- um við staðinn, fyrst í stað og gerði sér enga grein fyrir hætt- unni. Næstu hús voru rýmd eins fljótt og hægt var, bæði sökum þess að enginn vissi hverjar af- leiðingar sprenjjingarnar kynnu að hafa í för með sér, og eins stafaði fólki hætta af glerbrotum ur rúðum, sem sprungu af þrýst- íngnum. Gengu lögreglumenn, og slökkviliðsmenn mjóg vasklega fram við öll störf á staðnum, þrátt fyrir að aðstæður væru slíkar að einn lögreglumanna sagði við fréttamann Mbl.: „Þetta Framhald á bls. 2. Ein af stórsprengingunum, sem varð í gasstöð ísaga í gærkvöldi. Ljósm.: Sv. Þ. 2 menn lokuðust inni ör- skammt frá eldstaðnum Ljósastæði hrundu, rúður brotnuðu og læstar hurðir gengu af stöfum - Samt. við Þorstein Jóhannss. A MEÐAN hver stór- sprengingin rak aðra í verksmiðjuhúsi ísaga, járn og steinflykki flugu lang- ar leiðir og rúður gengu úr öllum húsum í nágrenn inu, voru tveir menn lok- aðir inni í súrefnisverk- smiðjuhúsi ísaga, aðeins nokkra metra frá logandi vítinu. Voru það tveir vél- gæzlumenn, þeir Þorsteinn Jóhannsson, Kárastíg 5, og Ólafur Ólafsson, Laugavegi 128. Þrátt fyrir að ljósa- krónur hryndu úr lofti, læstar hurðir hrykkju af stöfum og hver rúðan af annarri brotnaði af loft- þrýstingnum frá spreng- ingunum í gasstöðvarhús- inu, töldu þeir sig örugg- asta í súrefnishúsinu, og þar náði Mbl. símasam- bandi við þá innilokaða, á meðan slökkviliðið barðist við eldinn. —Við Ólafur vorum inni í vélasal súrstöðvarinnar, þeg- ar þetta byrjaði, sagði Þor- steinn. — í gasverksmiðjunni var einn maður við vélgæzlu, Jón Þorvaldsson. Hann komst út og sagði okkur að eldur væri laus í stöðinni. Síðan hringdi hann í slökkviliðið. Meira vitum við ekki. — Hvernig víkur því við að þið Ólafur reynduð ekki að komast út úr súrstöðinni? — Það var gífurlegur eld- ur i stöðinni, þarna fyrir neð- an sprengingarnar svo miklar að við treystum okkur ekki út fyrir dyr. Við höfðum sam band við verkstjórann í síma og hann sagði okkur að bíða þar til óhætt væri að koma út. —Teljið þið ykkur hafa verið í lífsháska á meðan mest gekk á? — Ég veit ekki; þori ekki að segja um það. En þetta var mjög . óhugnanlegt, og ekki hefi ég lent í neinu þvílíku áður. — Var mikill hiti í súrstöð- inni? — Ekki urðum við mjög varir við það. Við héldum Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.