Morgunblaðið - 19.07.1963, Síða 2
1U O Tt C V 1S B l A Ð I Ð
Föstudagur 19. júlí 1963
2
/
-»
Vera kann að einhver hyggji, að rúður hafi verið vel þvegnar í þessu húsi, en sprengingarnar frá
ísaga sáu um, að ekki þarf að þvo þessar rúður, á næstunni, enda liggja þær mélinu smærri á
gangstéttinni.
Fólk ffýði húsin
EINN blaðamaður Morgun-
blaðsins var staddur uppi á
Hiemmi um það leyti, sem
eldurinn varð laus í ÍSAGA.
— Svartar reyksúlur teygðu
sig upp í loftið og dynkir
heyrðust. Kom að vonum fát
mikið á þá sem nærstaddir
voru, bílar beygðu af braut
og fótgangandi tóku á rás í
átt að hinu brennandi húsi.
Lögreglan var snör á vett-
vang og varnaði því að menn
hættu sér of nærri húsi
þessu, sem búast mátti við að
spryngi upp á hverju augna-
bliki.
Fyrstu viðbrögð blaðamanns
ins var að hringja niður á
Morgunblað og brá sér inn í
Matstofu Austurbæjar þeirra
erinda. Á gangstéttinni rakst
hann á konu í náttslopp og á
inniskóm, sýnilega ein af
íbúum í næsta húsi, sem hafði
brugðið blundi, þegar spreng-
ingarnar hófust. Og hún var
ekki sú eina, sem hljóp fá-
klædd út á götu.
Þegar út kom aftur stóð
ÍSAGA í björtu báli, og hafði
drifið að mikið lið slökkviliðs
manna, og skátar, sem staddir
voru í Skátaheimilinu við
Snorrabraut, komu hiaupandi
til hjálpar.
Mikill mannfjöldi safnað-
ist saman á augabragði og
bílar óku löturhægt gegnum
mannþröngina. Þar sem við
fáklætt
stóðum á horni Snorrabrautar
og Njálsgötu urðum við þess
vör, að menn ótluðust mest
að einhverjir starfsmenn
hefðu verið við vinnu í hinu
logandi húsi og ekki náð að
komast út.
Sprengingarnar urðu nú tíð-
ari og stærri, brak úr húsinu
kom fljúgandi og rúður brotn-
uðu í verzlunar- og íbúðarhús-
unum á áðurnefndu horni.
Þegar rúðan við verzlunina
Luktina brotnaði í smátt, var
maður nokkur svo óheppinn
að standa of nærri og rifnaði
önnur hliðin á buxum hans.
Ekki virtist hann hafa skorizt,
nuddaði fótinn stundarkorn
og hvarf að svo búnu.
— Tveir menn
Framh af bls. 1
okkur Þverholtsmegin í hús-
inu, sem lengst frá gasstöð-
inni.
— Þið hefðuð getað komizt
út ef í harðbakka slægi?
Já, hefði eldur hlaupið
í húsið á meðan verst lét þá
hefðum við gert það.
— En þið hafið orðið varir
við loftþrýstinginn af spreng-
ingunum?
— Já, það urðum við. Ljósa
stæði hrundu úr loftinu, og
læstar hurðir hrukku upp. A.
m.k. ein hurð gekk af járn-
um. Ekki urðum við fyrir
neinum meiðslum i þessu
enda gættum við þess að
standa ekki undir ljósastæð-
unum eftir að við sáum hvert
steíndi.
—Teljið þið súrstöðina
sjálfa óskemmda þrátt fyrir
þessi spjöll?
— Já, ég held að hún sé
óskemmd.
— Hvernig er ástandið
þarna úti nú?
—Ja, ég þori ekki um það
að segja. Við erum hér lok-
aðir inni og vitum ekki hvern
ig slökkvistarfið gengur ann-
að en að þeir munu búnir að
slökkva mesta eldinn. Við
hættum þó ekki á að fara
út enn. Það er ekki þorandi
að koma nálægt þessu ennþá,
gashylki geta ennþá sprung-
ið í loft upp. Og það liggja
ósprungin hylki á Ióðinni fyr-
ir utan húsið. Eldinn höfum
við raunar ekki séð ennþá,
þar sem við höfum forðast
að fara fram.
— Hvenær telur þú að
mesta sprengingin í gasstöð-
inni hafi orðið?
— Ég setti það ekki á mig
hvenær það var. Þetta voru
margar og miklar sprenging-
ar.
Aðspurður kvaðst Þorsteinn
ekki hafa náð sambandi heim
til sín enn er fréttamaður
Mbl. ræddi við hann. Þeir Ól-
afur eru báðir ókvæntir, og á
fertugsaldri.
Nálega þremur stundarf jórð
ungum eftir samtal þetta
komust þeir Þorsteinn og ÓI-
afur heilir á húfi út úr súr-
stöðinni, eftir meira en
tveggja tíma martröð þar.
— Hélt oð
Framhald af bls. 1.
er mesti lífsháski, sem við höfum
komizt í við löggæzlustörf.“ Var
lögreglumaðurinn hjálmlaus, en
nokkru síðar kom bíll með
hjálma, og hefði raunar fyrr mátt
vera. Ástæðan til þess að hjálm-
ar lögreglumanna komu ekki
strax á staðinn, mun vera sú
að þeir eru í vörzlu sérstaks
birgðavarðar, og hafa varðstjór-
ar ekki lyklavöld að þeun hirzl-
um.
Ræðismnður
íslunds ferst
í bílslysi
Fribourg, Sviss, 18. júlí
(AP): —
Oliver Robert de Ferron, ræð
ismaður íslands í Genf fórst
í bílslysi skammt frá Fribourg
í dag. Hann var 44 ára.
Að sögn svissnesku lögregl-
unnar lenti bifreið de Ferr-
ons í árekstri við stóra vöru-
l bifreið á vegamótum hjá bæn
; um Romont. Bifreiðirnar
1 komu hvor á móti annarri, og
I varð áregsturinn harður. —
t Lézt de Ferron samstundis.
Fyrsta síldin til
Stöðvarfjarðar
í GÆR barst fyrsta síldin til
Stöðvarfjarðar, en þá kom Þór
með nokkur hundruð tunnur til
söltunar. Seint í gær var heima-
skipið Kambaröst væntanlegt
með síld til Stöðvarfjarðar.
— Stórbruni
Framh. af bls. 1
koma nálægt húsinu og urðu
slökkviliðsmenn því að beina
vatnsbogum sínum undan nær-
liggjandi veggjum eða öðrum
þeim skjólgörðum, er nærtækir
voru. Þrátt fyrir þetta voru þeir
í stöðugri lífshættu af sprenging-
unum frá húsinu.
Fréttamenn reyndu að lokum
að kanna eyðileggingar í húsi
því, er liggur gegnt ísaga við
Rauðarárstíg og Njálsgötu, en
þar voru skemmdir gífurlegar.
í fyrsta lagi voru allar rúður
brotnar og glerbrot á flugi um
gólf og ganga. í einni íbúðinni
hafði milliveggur brotnað undan
þrýstingnum, og fólk allt flúið
íbúðir sínar á svæðinu. Fjöldi
fólks safnaðist að brunastað og
var haldið í fjarlægð af lögreglu
þar sem lífshætta var að koma
nálægt, enda flugu sprengjubrot
hundruð metra frá brunastað og
mátti telja hreint lán, að ekki
hlauzt slys af. Kl. rúmlega eitt
í nótt tók eldurinn að réna og
hafði þá slökkviliðið náð full-
komnum yfirráðum yfir honum
og sýnt var að frekari eyðilegg-
ingar yrðu ekki af völdum hans.
— Nánar er sagt frá einstökum
atriðum við bruna þennan á
fréttasíðum blaðsins.
Beilt var skriðdrekum og stór-
skotaliði í bardögum I Damaskus
Beirut, Líbanon, 18. júlí (AP—NTB)
LEIÐTOGAR Beathistaflokksins í Sýrlandi tilkynntu i dag að tek-
izt hafi að bæla niður byltingu, sem nokkrir fyrrverandi yfirmenn
úr hernum stóðu að. Var byltingartilraun þessi gerð í höfuðborginni
Damaskus snemma í morgun, og barizt í borginni þar til um há-
degið. Laust fyrir klukkan eitt síðdegis var lesin upp tilkynning
frá Amin Hafez hershöfðingja í Damaskus útvarpið um að byltingar
tilraunin hefði misheppnazt. Segir hershöfðinginn að „nokkrir
brottreknir herforingjar“ og borgarar hafi gert tilraun til að stofna
til ófriðar í nágrenni höfuðborgarinnar, en tilraunin hafi mistek-
izt. Sigur væri unninn á byltingarmönnum, og yrðu sökudólgarnir
dregnir fyrir rétt.
í fregnum frá erl. sendiráðs-
mönnum í Damaskus segir að
beitt hafi verið skriðdrekum og
hríðskotabyssum í bardögunum
um herstöðvar og útvarpsstöð
borgarinnar. Ekki kom til neinna
árekstra annars staðar í landinu.
r»egar byltingartilraunin var
gerð um kl 8 í morgun (ísl. tími),
var öllum vegum út úr landinu
lokað, og sömuleiðis símasam-
bandi við útlönd. u.engi framan
af ríkti mikil óvissa erlendis um
hvað væri að gerast í Sýrlandi.
I>að síðasta sem heyrðist frá sýr
lenzka útvarpinu var tilkynning
u:-i útgöngubann í Damaskus, og
að hver sá, sem ekki virti bann-
ið, gæti átt á hættu að verða
drepinn.
Skömmu siðar barst fregn frá
brezka sendiráðinu í Damaskus
um að harðir bardagar geisuðu
á götum borgarinnar, og að beitt
væri skriðdrekum, stórskotaliði
og hríðskotabyssum. Segir í frétt
inni að hyltingin haíi hafizt
sl ömmu eftir að Atassi hers-
höfðingi lagði af stað flugleiðis
Framh. á bls. 23.
Slökkvihósinenn og lögregluþjónar nálgast eldhafið.