Morgunblaðið - 19.07.1963, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.07.1963, Qupperneq 6
6 IMORGVISBLAÐIÐ Föstudagur 19. júlí 1963 GISLI GUÐMUNDSSON: FEROASPJALL í síðasta dálki ræddi ég um ýmsa nýja vegi og staði, þar sem mér finnst mikil þörf á endurbótum. — Satt að segja finnst mér nú að égr hafi verið að leita langt yfir skammt því hvergi er meiri þörf endurbóta en einmitt hér í nágrenni Reykja víkur. — Sú hryggilega staðreynd blasir við okkur að á undanförn- um áratugum hefur sama og ekk ert verið gert til úrbóta á vegum eða vegamannvirkjum hér í ná- nágrenni höfuðborgarinnar að undanskildum Keflavíkurvegin- um. — Við förum Kjaiarnes og Kjós, austur á I>ingvöll, austur yfir Hellisheiði, suður á Reykja- nes og alls staðar blasir það sama við manni. — Hættulegar brýr og ræsi, krappar beygjur og blindhæðir, léleg framræsla og gljúpir kantar. — Yfir þessa fornaldarvegi verðum við íbúar höfuðborgarinnar að þrælast til að komast á hinar nýju brautir sem sí og æ er verið að básúna í blöðum og útvarpi. — Mér hef- ur víst orðið á í messunni, ég gleymdi hinum sögulega Þrengsla vegi, sem okkur var sagt að mark aði tímamót í vegasögu landsins. — Svo virðist, sem þau tímamót séu flestum gleymd og vegurinn líka. Nú nýverið lásum við Reyk- víkingar þá furðulegu frétt í blöðunum að vegurinn til Suður nesja væri í þannjg ástandi að sérleyfishafar treystu sér ekki lengur til að halda uppi öllum áætlunarferðum vegna óheyri- legra bilana á farartækjum. Ég fór um þennan veg um síðustu helgi og verð að segja að mér finnast tilmæli sérleyfishafa fylli lega réttmætt, satt að segja frek- ar hófsöm. Þessi illræmdi vegur, mesti umferðavegur landsins, er til háborinnar skammar og það verður að gera eitthvað til úr- bóta. Við minnumst þess að fyr- ir nokkrum árum var ausið milj- ónum í jökulgorm austur á Mýr- dalssandi til að haida uppi vega- sambandi við sveitir með um eða innan við þúsund íbúum. Nú getum við ekki varist þeirri hugsun að þetta hafi verið nokk- ur ofrausn þegar við horfum upp á það að akvegur til meiriháttar framleiðsluhéraðs með um tug- þúsund íbúum og auk þess mikil vægri herstöð er gjörsamlega af- ræktur í blóra við það að verið er að leggja nýjan veg, sem þó ekki kemur í gagnið fyrr eftir nokkur ár. Svo hastarlegt er það að sá litli ofaníburður, sem eft- ir er, er kominn í garða á báð- um vegköntum en sjálfur veg- urinn stendur ber og nakinn og úr standa fornar hleðslur. Að lokum vil ég beina þess- um orðum til vegamálastjóra og þeirra stjórnarvalda er fara með vegamál. Um tuttugu þúsund bílaeigendur hér í Reykjavík og nálægum byggðarlögum eru þakk látir fyrir það, sem gert hefur verið í vegamálum víðs vegar um landið til að koma á vega- sambandi til fjarlægra lands- hluta og auðvelda samgöngur. Á sama tíma finnst þeim að framkvæmdir hér á Suð-vestur- landi hafi verið afræktar og að það sé nú orðin knýjandi nauð- syn að endurbæta þessa mestu umferðavegi landsins svo að það stafi ekki lengur af þeim bein slysahætta. Húnavatnssýslur hafa fram að þessu verið eitt af þeim héruð- um, sem ferðamenn strunsa í gegn um á leið sinni norður eða að norðan. Þetta þarf að breyt- ast því þær hafa upp á margt að bjóða, bæði náttúrufegurð og sögufrægð. Víða eru nú komnir þar hringvegir um hinar ýmsu sveitir og vU ég benda á þessa: Hringferð um Vatnsnes er bæði skemmtileg og tilkomumikil. Vatnsnesfjall nær yfir meiri- hluta nessins (904 m). Það er mjög tilkomumikið og mér er tjáð að af því sé útsýni firna- vítt. Farið er af Norðulands- vegi hjá Norðurbraut og von- bráðar ekið í gegnum Hvamms- tangakauptún, sem stendur í grösugri brekku upp að Mið- firði. Nokkru utar gengur dalur til austurs og hefi ég fyrir satt að eftir honum sé styzta leið á Þrælsfell, hæzta tind Vatnsnes- fjalls, eða þá upp frá Breiða- bólstað um Heydal. Nokkru norð ar gengur Þorvaldsfjall alveg fram að sjó og er þar sérkenni- legt vegarstæði. Þar fyrir utan er meira undirlendi og kunnustu bæir Illugastaðir (Natan Ketils- son veginn, 1828) og Tjörn hið forna kirkjusetur. Yzt á nesinu er Hindisvík og er það sérkenni- legur og fagur staður. Af kletta- stapa, Háusnös, fyrir ofan bæinn er afar vítt útsýni. Vegurinn liggur inn með nesinu að aust- an og nefnist byggðin Síða. Nið- ur undan bænum Súluvöllum stendur hinn sérkennilegi kletta drangur, Hvítserkur. Bærinn Ós- ar stendur innst á nesinu að austan og þaðan liggur vegurinn inn með Sigríðarstaðavatni og tekur þá við sveitin Vesturhóp. Þar er Vesturhópsvatn og merk ustu bæir landnámsjörðin Vest- urhópshólar og hið forna höf- uðból Hafliða Mássonar, Breiða- bólsstaður. í suðaustri gnæfir hin mikla klettaborg, Borgar- virki, einhver merkasti staður landsins vegna hinna fornu mann virkja, sem þar er að finna. Þang að er akfært og má velja um tvær leiðir, aðra sunnan Vest- urhópsvatns en hina norðan þess. Upp af Vesturhópinu er Vatns- nesfjall hæzt og skorið hrikaleg- um gljúfrum og þröngum dölum. Hringferðinni um Vatnsnes lýk- ur þar sem Vesturhópsvegur kemur á Norðurlandsveg skammt frá bænum Vatnshól. Mér þætti vænt um ef einhver kunnugur vildi senda mér stutta ferðalýsingu á hringferð um Skaga, frá Blönduósi til Sauð- árkróks. Samsæti í Bol- ungarvík Laugardaginn 6. júlí var þeim hjónum Halldóru Helgadóttur og Friðriki Sigurbjörnssyni, lög- reglustjóra, haldið kveðjusam- sæti í Bolungarvík, en Friðrik er nú á förum þaðan með fjöl- skyldu sína eftir að hafa gegnt lögreglustjóraembættinu s.l. 10 ár. Fyrir samsætinu, sem haldið var í Félagsheimilinu, gengust nokkrir vinir og kunningjar þeirra hjóna. Veizlustjóri var Finnur Th. Jónsson, verzlunarmaður, en auk hans fluttu ræður Olafur Hall- dórsson, héraðslæknir, Þorberg- ur Kristjánsson, sóknarprestur, Jónatan Einarsson, oddviti og frú Ösk Ólafsdóttir. Voru Friðrik og frú Halldóru þökkuð margvísleg störf í þágu Bolvíkinga á undangengnum ár- um, og þeim árnað heilla. Frú Halldóra og Friðrik Sigur björnsson fluttu að lokum ræð- ur og þökkuðu heiður sér sýnd- an og góð kynni við Bolvíkinga. Bændaför Strandamanna BRODDANESI — Bændaför Strandamanna var farin 13. júní s.l. og komið aftur eftir 10 daga. Farið var um Norður- og Aust- urland, allt til Hornafjarðar. Búnaðarsambönd sýslanna önn uðust um fyrir greiðslu ferða- fólksins. Gist var á heimilum bænda, og voru móttökurnar hvarvetna með svo miklum myndarbrag og einlægni, að það gleymdist að vér værum gestir. Þau búnaðarsambönd, sem tóku á móti okkur Strandamönn- um, voru: Búnaðarsamband Austur-Hún- vetninga, Búnaðarsamband Ey- firðinga, Búnaðarsamband Aust- ur-Skaftfellinga, Búnaðarsam- band S-Þing., Búnaðarsamband Skagfirðinga og Búnaðarsam- band N-Þingeyinga. Einnig tók Búnaðarfélag íslands á móti okk ur að Víðihlíð við Mývatn. 1 Hornafirði var dvalið einn dag og annan á Fljótdalshéraði, kom- ið í Hallormsstaðaskóg og hann skoðaður undir leiðsögn skóg- arvarðar. Einnig var litið inn í kvennaskólann. í hófum búnaðarsambandanna mættu fjöldi innanhéraðsmanna og gafst okkur því tækifæri tU að kynnast heimamönnum. Það eina er bar skugga á ferð- ina var veðrið. Við sáum ekki hin fögru og svipmiklu Aust- fjarðafjöll sökum þokulofts. Þeg ar farið var um Þingeyjarsýslu á vesturleið var stórrigning og stormur. Þrátt fyrir það höfðu allir mjög gaman af ferðinni. Þátttakendur í bændaförinni voru 93 úr öllum hreppum sýsl- unnar. Fararstjóri var Ragnar Ásgeirsson. Bifreiðar og bílstjór ar voru frá Guðmundi Jónassyni. Ég sendi með línum þessum gestgjöfum, ferðafélögum, farar- stjóra og bílstjórum kveðju og þakklæti fyrir ógleymanleg kynni í 10 daga för. Guðbrandur Benediktsson. Um þessar mundir er umferð á vegum hvað mest á landi hér. Velvakandi hefir áður rætt hér nokkuð um merkinu vega og vonar að þær ábendjngar, sem þar komu fram, verði að ein- hverju leyti teknar til greina áður en alvarleg slys hljótist af þeim gífurlega trassaskap sem ríkir í þessum efnum. • AÐALVEGIR. ÓFÆRIR. Vegmóður skrifar: „í Mbl. hefir venð rætt nokk uð um olíuburð á vegi til ryk- bindingar þeirra. Vegamála- stjóri hefir upplýst að þetta sé nokkuð dýrt. Það væri ekki úr vegi að spyrja vegamálastjóra hvað allur rykausturmn úr veg ur- og Vesturland séu slitlags- lausir. Hvað kostar það svo bíl- eigendur í auknu viðhaldi að aka vegina eins og þeir eru nú bæði grjótharðir og holóttir. • LÍTILL HLUTI BIFREIÐA- SKATTA f VEGI. Það er vitað að einungis lít- ill hluti alls þess fjár, sem ís- lenzkir bifreiðaeigendur greiða til hins opinbera er varið tU veganna. Ekki er að efa að ríkishítin þarf sitt, en það er full ástæða fyrir ríkis- og fjár- málavaldið að láta fara fram athugun á því hve gífurlegt • AÐALVEGIR GANGI FYRIR. Það er síður en svo að ég vilji amast við því sem gert er fyrir dreifbýli þessa lands eða vinna gegn jafnvægi í byggð lands- ins. Hitt er hlálegt að stritast við að byggja rándýra vegar- spotta fyrir einn eða tvo bæi meðan aðalþjóðvegir landsine eru í slíku ólestri að heita má að þeir séu ófærir um hásumar- ið. Það getur ekki verið dreif- býlinu til hagsbóta, að Norður- og Austurlandsvegur sé allur eins og apalhraun eða með slík- um hvörfum að bílum liggi við broti ef þeir aka yfir þau. Það er heldur ekki í þágu dreif- Bridge EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ í bridge hefst í kvöld í Baden- Baden í Þýzkalandi. — fslenzka sveitin fór utan sl. miðvikudag og var væntanleg til mótsstaðar- ins sama dag. Dregið hefur verið um í hvaða röð ísland mætir öðrum kepp- endum og er það í þessari röð: Belgía, Þýzkaland, Sviss, Líban- on, Frakkland, Danmörk, Egypta land, Noregur, Spánn, Ítalía, Austurríki, Holland, EnglancL, Finnland, frland, Pólland og Sví- þjóð. Mótið stendur til 2. ágúst nk. og verður því yfirleitt spilaður 1V2 leikur á dag. Ársþing Bridgesambands Ev- rópu verður haldið í sambandi við mótið. Verða þar teknar á- kvarðanir um hvað og hvenær næsta mót fari fram. Reiknað er með að næsta mót fari fram 1965 í Finnlandi, en vitað er um mörg önnur lönd, sem sækja fast að halda mótið. Einnig verða teknar ákvarðanir um ýmsar reglubreyt- ingar og fyrir liggur m.a. beiðni frá ísrael um upptöku í Evrópu- sambandið. — Guðlaugur Guð- mundsson mætir á þingi þessu f. h. Bridesambands íslands. Fyrsti leikur íslenzku sveitar- innar er við Belgi og til gamans skulum við rifja upp hvernig ís- lenzku sveitinni gekk á Evrópu- mótinu 1961: ísland—Belgía 5-1 ísland—Spánn 6-0 ísland—Sviss 6-0 ísland—England 3-3 ísland—Þýzkaland 6-0 ísland—Noregur 0-6 fsland—Finnland 6-0 ísland—Líbanon 0-6 fsland—Svíþjóð 4-2 ísland—HoUand 5-1 fsland—Frakkland 4-2 ísland—Danmörk 6-0 ísland—Egyptaland 0-6 ísland—írland 3-3 ísland—Ítalía 0-6 býlisins að Suðurlandsvegur sé slitlagslaus. • AFKOMAN HÁÐ SAMGÖNGUM. Það verður að ráðast í það mikla átak að gera þessar aðal samgönguæðar landsins vel úr garði. Það er allri þjóðinni til heUla. Það er vitað að afkoma manna stendur jafnan í beinu hlutfalli við samgöngurnar. Þess vegna þýðir það bætta af« komu fyrir velflesta að aðal» leiðir séu gerðar sem bezt úr garði. Auðvitað þarf að full- komna alla hliðarvegi og helzt akveg heim á hvern bæ þessa lands, en það er til lítils að gera vel úr garði smáspotta á em- hverju annesinu, meðan sjálfar þjóðbrautirnar eru ófærar. • GERA ÞARF ÁÆTLANIR. Samgöngumál okkar íslend* * inga eru einhver þýðingarmestu mál þjóðarinnar. Það er þvi kominn tími tU að gera um þau áætlanir langt fram í tímann, svipað og gert er í raforku- málunum. Vegmóður." AEG Elda- vélar KEA AKUREYR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.