Morgunblaðið - 19.07.1963, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.07.1963, Qupperneq 17
Föstudagur 19. júlí 1963 V o tl C V y Tt l 4 B t O ' 17 Sigurður Guðmúndsson stúdent — IViinning Vita nostra brevis est brevi finietur! venit mors velociter, rapit nos atrociter, nemini parcetur. ÞANN 17. júní 1962 er sigurreifur stúdentahópur að útskrifast frá Menntaskólanum á Akureyri. Ærsl og unglingabrek mennta- skólaáranna eru að baki, fram- tíðin er hillingakennd. Að morgni tvístrast hópurinn, sumir hverfa til framandi landa, aðra seiðir höfuðborgin og Háskóli íslands. Áður en varir, er liðið ár frá þess um mikla degi. Húfurnar missa hvíta kollinn og eru svartar og virðulegar, séu þær bornar á mannamót. En einn úr hópnum leggur af stað í langferð, tveim dögum áður en nýir stúdenta- kollar skarta hvítu á götum Ak- ureyrar. Sigurður Guðmundsson lézt af slysförum, aðfaranótt 15. júní, er hann var að reyna að bjarga öðr- um manni frá drukknun. Fréttin um lát hans barst mér að kvöldi þess 17. júní, réttu ári eftir að ég kvaddi hann kátan og reifan í veizlusal. í>að er margs að minnast, þegar kvatt er, eftir fjögurra vetra dag- lega samveru og brösóttan kunn- ingsskap. Gamlir bekkjarslagir, hrekkir og bras er þá ofarlega í huga, og uppspretta margra hlátra. Hver bekkur á sinn sér- staka svip, og hver einstaklingur hjálpar til við að skapa bekkjar- andann. Skerfur Sigurðar var þar drjúgur. Hann var að mörgu leyti sérstæður persónuleiki og batt ekki bagga sína hnútum al- mennings. Dæmafá rósemi og hæglæti voru einkenni hans, svo og kýmnigáfan, sem hann beitti jafnt til að skopast að sjálfum sér og öðrum. Félagsskítur var hann aldrei, ef glens var á ferðum, og þótti orðheppinn í ræðustól og á mannfundum. Mikla unum hafði hann af því, uð rökræða ýmisleg mál við bráðlyndar bekkjarsyst- ur og hló þá tíðum í barm sér, að því sem hann nefndi „fákænsku kvenþj óðarinnar“. Sigurður skopaðist óspart að tízku og tíðaranda og fylgdi fast fram stefnu fornlyndra tóbaks- manna. Sá háttur hans olli mörg- um róstum við kvenþjóðina, eins og að líkum lætur, en allt var það græzkulaust gaman, enda var kýmnigáfa Sigurðar eina vopnið, sem hann beitti í slíkum orra- hríðum. Sólsfólarnir fást í GEYSI margar tegundir þægilegir — vandaðir — Geyslr hf. Vesturgötu 1. fallegir 2-3 lagtœkir menn óskast. VÉLTÆKMI H.F. Safamýri 26. — Sími 38008 og eftir kl. 7, 16349. Skrifstofumaður Flutningafyrirtæki í Reykjavík vill ráða mann til skrifstofustarfa o fl. Aðeins reglusamur, ábyggi- legur maður kemur til greina. Upplýsingar um menntun og fyrri störf, ásamt kaupkröfu, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 28. þ.m., merkt: „Fram- tíðarstarf — 5409“. Síld - Síld Stúlkur vantar strax til söltunarstöðvarinnar Nep- tún, Seyðisfirði. — Nýtt húsnæði og góð vinnu- skilyrði. — Uppl. í síma 37086. Sigurður var bezti latínumaður bekkjarins og sennilega í hópi beztu tungumálanemenda, sem í M. A. hafa setið. Hann miðlaði fúslega af kunnáttu sinni, og var því ekki óalgengt að sjá hann um kringdan vesældarlegum bekkj- arsystrum, er latínupróf eða þýzkustílar fóru í hönd. Um á- gætan námsárangur hans vitna einkunnarskrár M. A. og glæsi- legt stúdentsprófsskírteini. En í Sigurði bjó meira en að- eins iðinn nemandi og glettinn skólabróðir. Hann sýndi líka, svo ekki verður um villzt, að hann átti hugrekki og snarræði í rík- um mæli og þá takmarkalausu ó- eigingirni, sem leggur lífið í söl- urnar fyrir meðbróður sinn. Það er sá vitnisburður hans, sem mun geymast löngu eftir að háar eink- unnir eru máðar af bókarspjöld- um. Það er erfitt að hugsa sér, að á stúdentsafmælum framtíðarinnar muni bassarödd Sigurðar ekki bjóða okkur prís úr tóbakspontu til hátíðabrigða á góðri stund. En minninguna geymum við alla ævi, um sérstæðan húmorista og góðan dreng, sem reyndist karl- menni á hættustund. Eg sendi foreldrum og ættingj- um Sigurðar innilegar samúðar- kveðjur. Jóna Burgess. ÞEIR, sem guðirnir elska, deyja ungir. Svo segir gamall talshátt- ur, sem mönnum finnst oft sann- ast áþreifanlega. Að minnsta kosti fannst mér það, er ég frétti, að Sigurður Bernharð Guðmunds son á Flateyri væri látinn. Gat verið, að Sigurður, þessi skemmti legi, sérstæði maður væri látinn? Jú, það reyndist rétt. Sigurður var fæddur í Reykja- vík 4. apríl 1942, en fluttist mjög ungur vestur á Flateyri, þar sem hann átti heima alla tíð síðan. Sigurður fór í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan lands- prófi. Stúdentsprófi lauk hann frá sama skóla vorið 1962 með mjög góðum vitnisburði, enda frábær málamaður. Síðastliðinn vetur var Sigurður við nám í Há skóla fslands og lagði þar stund á frönsku og heimspeki. Hugðist hann í framtíðinni sigla til út- landa og komast betur niður í þeim tungum Norðurálfubúa, er hann hafði lært í menntaskóla. En örlögin gripu þar í taumana, er hann fórst af slysförum hinn 15. júní síðastliðinn. Ueiðir okkar Sigurðar lágu fyrst saman í Menntaskólanum á Akureyri veturinn 1957—1958, og vorum við þar samtíða fjóra vet ur. Kynntist ég honum allnáið, t.d. bjuggum við saman í her bergi einn vetur. Einnig lágu leiðir okkar saman síðastliðinn vetur. Sigurður var með athyglisverð ari mönnum, sem ég hef fyrir hitt á lífsleiðinni. Vart þurfti nema að sjá Sigurð til að taka eftir, að þarna fór maður, sem var sjálf- stæður í hugsun og skoðunum Göngulag hans, fast og ákveðið og málrómur hans djúpur og hægur báru sem annað framferði hans vott um sterkmótaðan per- sónuleika. Hann var líka alltaf hann sjálfur, týndi aldrei sjálf um sér, sem svo oft vill henda nútímamanninn. Manni finnst líka stundum vera of lítið af svo sjálfstæ >um mönnum. Sigurður var maður, sem yndi var að ræða við og heimsækja, enda jafn þjóðlegur heim að sækja sem í háttum. Tilsvör hans, orðaval og orðgnótt báru vott um fróðan og hugsandi mann, sem lét lítið yfir sér. Eru mér margar samræðustundir við hann ógleymanlegar. Munu fleiri geta sagt þá sömu sögu, því að Sigurð- ur var vinmargur, og höfðu marg ir yndi af að ræða við hann. Ró- semi Sigurðar var viðbrugðið, hann skipti svo til aldrei skapi, kom alltaf fram með sömu hægð- inni, sem oft virðist einkenna hinn andlega sterka. Er ég hripa þessar fátæklegu línu. eftir Sigurð, finnst mér vera með honum horfinn sannur maður, .naður, sem ekki er hægt að gleyma. Einar G. Pétursson. HI N mikli sláttumaður hefur þegar slegið sinn fyrsta skára í hóp okkar bekkjarsystkinanna. Hvers vegna það var Sigurður Guðmundsson — því fáum við ekki svarað — en hinu svörum við, að þar fór sá, sem sízt skyldi. Ég hygg, að við bekkjarsystkin hans úr M. A. er brautskráðumst fyrir réttu ári og nú dveljumst svo víða, hvert á sínum stað, get- um öll borið, að þar, sem Sigurð- ur fór, þar fór bekkurinn okkar. Hvert okkar, sem hitti hann, er við höfðum að fullu skilið, fann, að þar var bekkjarandinn góði kominn. Þá þyrptust minningarn- ar að og einmitt svo margt þeirra kæru minninga voru við Sigurð tengdar. Ég kynntist Sigurði fyrst að ráði í vetur sem leið, er við bjuggum saman í Gamla Garði. Þau kynni urðu mér ekki von- brigði, heldur þvert á móti full- vissuðu mig um, að þar fór sann- ur drengur og góður. Oft átti ég með honum skemmtilegar samverustundir, og fór þá ekki hjá, að ég fyndi, hversu skýr og heilsteypt lífs- skoðun hans var. — Sigurður var um margt sérlegur og sérstæður persónuleiki og það, ásamt mann kostum hans, gerði hann sérlega vinsælan meðal okkar skóla- systkinanna. Sigurður var náms- maður góður og djúphugull og þótti gott til hans að leita með „latínusorgir“ sínar, og létu marg ir huggast af þeim, er Sigurður hafði talað um og skýrt. Ég finn, að þessi orð eru fá- tækleg og lítilsmegnug — aðeins kveðja til góðs drengs — en hitt finn ég, að minningarnar mun ég eiga og þá minningu kærsta að hafa kynnzt svo sönnum dreng — það var hamingja mín. Foreldrum hans og systkinum votta ég samúð mína. Hreinn Pálsson. ÚTSALA - ÚTSALA hefst á morgun. Hatta & Skermabúðlii Hænsnabú tll sölu Kauptilboð óskast í gott hænsnabú ásamt húsum, sem þurfa að fjarlægjast. Upplýsingar í síma 36266 í dag og næstu daga. H júkrunarkonur og gangastúlkur óskast að Landakotsspítala. Gjaldskrá fyrir vinnuvélar Ný gjaldskrá fyrir vinnuvélar gengur í gildi frá og með 15. þessa mánaðar. Félag vinnuvélaeigenda. titgerðarmenn Undirritaður er kaupandi að allskonar notuðum köðlum. PÁLMI PÁLMASON Ásvallagötu 16. — Sími 16684. Heima kl. 12—1 og eftir kl. 6 e.h.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.