Morgunblaðið - 19.07.1963, Page 20
20
MORCUISBLAÐIO
Föstudagur 19. iúlí 1963
UfiLBtRJ FOflíIB:
H
Æ
T
T
U
L
E
G
U
Kt
FARMUR
37
— Hefurðu bíl við höndina
— Já, sagði hann. — Og fylgd
arlið á vélhjólum.
— Gott! í>á skulum við koma
okkur af stað. Eg skal segja þér
alia söguna á leiðinni.
— Þetta er dálítið óformleg
landtaka hjá ykkur, sagði Rums
ey og glotti. Þið hafið, alls ekki
komið við í tollinum, eða hjá
innfiytjenda-yfirvöldunum.
Báturinn og mennirnir í hon
um voru afhentir lögreglumönn-
um til frekari fyrirgreiðslu. En
þar sem Rumsey hafði með sér
ritara sinn og tvo menn til, var
ekki rúm fyrir okkur öll í einum
bíl. Við Les vorum því sett upp
í leigubíl og honum sagt að elta
lögreglubílinn.
Við lögðum nú af stað ásamt
Hafnarfjörður
Afgreiðsla Morgunblaðsins
í Hafnarfirði er að Arnar-
hrauni 14, sími 50374.
Kópavogur
Afgreiðsla blaðsins í Kópa-
vogi er að Hlíðarvegi 35,
sími 14947.
Gardahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir kaupendur þess í Garða-
hreppi, er að Hoftúni við
Vífilsstaðaveg, sími 51247.
Arbæjarbl. og
Selási
UMBOÐSMAÐUR Morg-
unbiaðsms fyrir Árbæjar-
bletti og Selás býr að Ar
bæjarbletti 36. ,
vælandi fylgdarliði okkar. Það og sagði. — Segið þér henni það,
var ofsalegur akstur — fimmtíu
mílur á klukkustund, gæti ég
trúað, op flauturnar gengu í sí
fellu. Umferðaljós sáu þeir ekki
að því er virtist. Það var skrítið
að sjá aðra bíla hypja sig upp
að stéttarbrúninni, en annars var
ég með lifið í lúkonum alla leið
ina. Hugsum okkur bara ef eitt
hvað hefði komið þjótandi út úr
1 Jargötu. Ökumaðurinn á leigu
bílnum okkar naut lífsins held
ur betur.
— Þetta er fyrsta tækifærið
sem ég fæ til að spýta almenni
lega i! sagði hann og veifaði
di til hinna ýmsu lögreglu-
n.anna, sem við fórum fram hjá.
Loksins staðnæmdumst við
móts við hermannarminnismerk-
ið og gátum ofurlítið jafnað okk
ur. Þar var lögreglubillinn og
hjólreiðamennirnir látnir fara.
Rumsey og frú Storey komu til
okkar í leigubílinn, og við héld
um áfram. Mér skildist, að við
vildum ekki láta of mikið bera
á komu okkar. Við ókum fram
hjá einum tveim húsasamstæðum
enn og sveigðum síðan til hægri í
áttina til Broadway. Eg vissi
ekkert hvert við vorum að fara
fyrr en við stönsuðum fyrir fram
an stórt leiguhús og ég gat lesið
nafnið Greycourt yfir dyrunum.
Þetta var heimilisfang frú Mart-
ins Coade. \
íbúðin hennar var á þriðju
hæð. Dyrnar opnuðust og falleg
kona, ljóshærð og fölleit. kom
fram, og þekkti ég samstundis,
að þetta var konan, sem Martin
h fði sýnt mér myndina af. Hún
var augsýnilega mjög tilfinninga
næm og ég sá í hendi mér, að
húsmóðir mín mundi eiga fullt
í fangi með að fást við hana.
— Frú Coade? sagði hún.
-— Það er nafn mitt, svaraði
hin, eins og hissa. — Hvað get
ég gert fyrir yður?
— Eg heiti frú Storey.
St'lkan glennti upp augun og
fölnaði enn meir. Hún læddi
hendinni að brjósti sér.
— Þér hafið heyrt mín getið?
sagði frú Storey.
— Já.... stamaði hún. Eg hef
lesið í blöðunum....
- — .... að ég hafi verið ein í
hópnum, sem fór með hr. Lag-
het á skemmtiskipinu hans, hélt
húsmóðir mín áfram. — Það er
ekki nema satt. Við komum 6-
vænt aftur í kvöld.
— Kvíðafullri spurningu brá
fyrir í augnaráði stúlkunnar.
Hvar er maðurinn minn? Hvað
hefur gerzt En hún sagði ekkert.
Frú storey kynnti okkur hin.
Þó gat hún ekki um embætti
Rumsey, en kynnti hann aðeins
með nafninu einu. — Megum
við koma inn? spurði hún.
Án þess að segja orð, opnaði
frú Coade dyrnar betur og við
gengum inn í stuttan gang og í
viðkunnanlega setustofu, sem
var lýst daufum Ijósum. Það, sem
einna mest bar á þarna, var stór
mynd af Martin með þessi ein-
kennilega starandi augu. Það fór
hrollur um mig. Ekkert okkar
settist niður.
Nú gat veslings stúlkan ekki
stillt sig lengur. — Hvar er mað
urinn minn? spurði hún.
Frú Storey reyndi að svara
henni, en gat ekki. Hún sneri
sér undan eins og í vandræðum
Les!
Les var ekki vanur að koma
sér hjá því, sem erfitt var. Hann
rétti úr sér og ræskti sig og svip
urinn var eins og skorinn í tré.
— Það er löng saga frú....
Segið þér hana fljótt! sagði
hún og spennti greipar.
— Skipið var sprengt í loft upp
og sökk, rétt fyrir utan sóttvarn
arstöðina, fyrir tveim klukku-
stundum. sagði Les, — og Mart-
in sleppti sér þess vegna, eða
af öðrum ástæðum, og skaut sig
í káettunni sinni.
Hún opnaði munninn, starði á
hann eins og í leiðslu og strauk
hendi yfir andlitið. En þá brast
hún í grát, hné niður í stól og
greip höndum fyrir andlitið. Við
stóðum þarna og vorum í vand-
ræðum með sjálf okkur. Það var
svo sárgrætilegt, að aumingja
konan skyldi ekki hafa neitt
nema ókunnuga hjá sér, þegar
svona stóð á.
Loksins reis hún upp. — Þér
sögðuð, að það hafi verið eitt-
hvað annað.... sagði hún og
greip andann á lofti. Hvað gerð
ist fleira? Þér verðið að segja
mér það.
— Hr. Laghet er líka dáinn,
saffði Les dræmt. — Hann fannst
myrtur í sundlauginni í morgun.
Þá æpti stúlkan upp: — Eg
vissi það! En svo áttaði hún sig
allt í einu og lagði höndina yfir
munninn, en það var of seint,
því að við höfðum öll heyrt það.
Og síðan sleppti hún sér alveg
og fór að gráta.
Frú Storey beið þangað til kast
ið var liðið hjá. — Mér þykir
leitt að ónáða yður, undir þess-
um sorglegu kringumstæðum,
sagði hún alvarlega, — en það
eru nokkrar spurningar, sem ég
þarf að leggja fyrir yð ir.
— Hvað eigið þér við? spurði
s'úlkan með ákafa. — Hvað veit
ég um þetta?
Þér báðuð Horace Laghet
tvisvar að fara ekki þessa ferð!
— Nei svaraði hún í skelfingu.
Hvernig vitið þér það? Það
er ekki satt.
— Eg fann það út með frá-
drætti, sagði frú Storey. — Það
hefði ekki getað verið neinn ann
ar en þér. Og nú hafið þér þegar
ljóstrað því upp með því, sem
þér sögðuð.
Þetta er ekki sanngjarnt,
sagði stúlkan. — Eg vissi ekki
hvað ég var að segja.
— Það er nú einmitt á svona
stundum, sem sannleikurinn kem
ur í ljós.
— Eg meðgeng það aldrei!
Aldrei!
Maðurinn yðar var mjög
klókur! sagði frú Storey lágt.
— Eg segi yður ekkert!
— Hann var næstum óhugnan-
lega glöggur á hugsanir annarra,
og það gaf honum vald yfir þeim
Þér elskuðuð hann, en voruð
jafnframt hrædd við hann.
Frú Coade svaraði þessu ekki
með öðru en gráti.
— Adrian Laghet og Martin
voru miklir vinir, og Adrian var
hér alltaf með annan fótinn....
— Hvað var við það að at-
huga?
Vissulega ekki neitt. En
Adrian var algjörlega á valdi
Martinis, og Martin gat látið
hann gera hvað sem var, án þess
— Áður en þú keyptir alfræðiorðabókina, hafði ég alltaf rétt
fyrir mér.
að Adrian vissi af þvi sjálfur.
— Hversvegna segið þér þetta?
S- pti stúlkan. — Hvert eruð þér
eiginlega að fara?
— Það var nokkuð, sem þér
urðuð áheyrandi að, sem þeim
fór á milli og kom yður til að
aðvara Horace Laghet.
— Nei! Nei!
— Þér heyrðuð talað um
morð. ...
— Verið þér ekki að kvelja
mig! sagði stúlkan, og stundi.
— Við vorkennum yður öll,
sagði frú Storey. — Við erum
vinir yðar.. En við verðum að
komast að sannleikanum.
Les horfði á stúlkuna með mikl
um áhyggjusvip. Hann þoldi ekki
að sjá konu gráta. Hversvegna
svarið þér ekki spurningum frú
Storey afdráttarlaust? sagði hann
höstuglega. Martin ar dáinn, svo
að það getur ekkert gert honum
til framar.
Hún leit einkennilega á Les, og
mótstaða hennar var brotin nið
ur. — Það er satt .... satt
stamaði hún í hálfum hljóðum. —
Martin var djöfull.... en ég
elskaði" hann samt.... Nei,
kannski hef ég ekki elskað hann,
en hann hafði vald yfir mér, sem
é stóðst ekki.... Eg barðist við
það, en hann gat fengið mig til
hvers, sem hann vildi. . .. Alla tið
síðan ég gekk að eiga hann, hef
é^ verið eins og glötuð sál....
Enginn veit....
Hún komst ekki lengra í bili. Eg
var orðin ofurlítið á eftir að
skrifa niður þessa hryllilegu játn
ingu hennar.
— Það er satt, að mig grunaði
að eitthvað þessu líkt mundi ger
ast, hélt hún áfram. — Eg reyndi
að aðvara hr. Laghet, en það
varð árangurslaust. Síðan þið
lögðuð af stað, hef ég verið eins
og á nálum að frétta eitthvað
frá ykkur....
— Það er satt, að Adrian var
hér alltaf með annan fótinn.
Þeir voru að tala um morð. Upp
hugsað morð. Það átti allt að
vera í gamni. Hvernig klókur
maður gæti framið morð, án þess
að það yrði uppvíst. Adrian
svalg þetfa beinlínis í sig. Hann
var heimskur og veikgeðja og
hataði bróður sinn. Og Martin
KALLI KÚREKI
* -
"WIDOW. 5000 COOK. WILL CORZESPCHP
WITH MIDDLE-AfiED BACHELOR, ;
08JECT MATRIMONY. SAVIN&S
ACCOUNT AKJD STOCKIN
HORSE-CAR COMPANY.
SEIOD EEFEEEWCES
AND PHOTO&RAPH.
MABEL, BOK4I,
MILL POWDj CONW.
HUH! SHE MUST BE U&LIER'N A
BABOON IF SHE HAS T’APVERTISE
Teiknari; Fred Harman
HMM.--5AVIN&S ACCOUNT! 1WOWDEE IF SHE CAW
SHOE A HORSE AN' SWIM& AN AX ? STOCKS/
MAYBE SHE CAN PARM SOCKS AN'MAKE
BUCKWHEAT ]
CAKES/
var alltaf að berja þetta morð
inn í hann.. Morð, morð!....
þangað til Adrian var orðinn upp
fullur að þessari hugmynd. Og
Martin var svo klókur, að Adrian
vissi aldrei, að það var hann,
sem hafði gefið honum hugmynd
ina!
— Og þegar Adrian var farinn
að hugsa um þetta fyrir alvöru,
spanaði Martin hann upp með
því að látast hreyfa mótmælum.
Martin kom honum til að spyrja
spurningu á svo sakleysislegan
hátt, að Adrian hélt alltaf, að
þ:.ð væri hann, sem væri að veiða
upp úr Martin. Ó, guð minn góð
ur, þetta var djöfullegt athæfi!
Eg þekkti Martin og vissi vel
hvað klukkan sló. Eg heyrði ekki
nema nokkuð af samtali þeirra,
en það nægði mér. Martin þótt-
ist eiga mig svo vísa, að hann
kærði sig ekkert um þó að ég
hlustaði á þá.... Meira veit ég
ekki, því að ég þekki samsærið
ekki í nánari smáatriðum.
„Ekkja, sem býr til góðan mat vill
skrifast á við piparsvein með hjóna-
band fyrir augum. A nokkurt sparifé
og hlutabréf í hestvagnafélagi. Send-
ið bréfin ásamt mynd til Mabel, póst-
hólf 41, Myllutjörn „Connecticut.“
Hún hlýtur að vera ljót sem erfða-
syndin, fyrst hún þarf að auglýsa
eftir eiginmanni. En hún á sparifé.
Mér þætti gaman að vita hvort hún
getur járnað hest og sveiflað öxi. Svo
á hún hlutabréf, en skyldi hún geta
stoppað sokka og búið til hveitikök-
ur?
aiútvarpiö
FÖSTUDAGTJR 19. JÚI.f.
8:00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:15 Lesin dagskrá næstu viku.
13:25 „Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Síðdegisútvarp.
18:30 Harmonikulög. — 18:50 Tilkynn-
ingar. — 19:20 Veðurfregnir.
19:30 Fréttir.
20:00 Efst á baugi (Tómas Karlsson
og Björgvin Guðmundsson).
20:30 „Káta ekkjan*, óperettulög eftir
Franz Lehár (Elfriede Törtshel,
Walter Ludwig o.fl. syngja).
20:45 Erindi: Fornar minjar á Skál„
holtsstað hinum nýja (Dr. Krist-
ján Eldjárn þjóðminjavörður).
21:05 Einleikur á píanó: Wilhelm
Kempff leikur sónötu í A-dúr
(aðra Parísarsónötuna — K331)
eftir Mozart.
21:30 Útvarpssagan: „Alberta og Jak-
ob“ eftir Coru Sandel; XV.
(Hannes Sigfússon).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Keisarinn í Al-
aska“ eftir Peter Groma; XV,
(Hersteinn Pálsson).
22:30 Menn og músik; III. þáttur*
Hándel (Ólafur Ragnar Gríms-
son hefur umsjá með hönd-
um).
23:15 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ
8:00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna
Þórarinsdóttir).
14:30 Úr umferðinni.
14:40 Laugardagslögin. — (15:00 Frétt-
ir).
16:30 Veðurfregnir.
Fjör í kringum fónínn: Úlfar
Sveinbjörnsson kynnir nýjustu
dans- og dægurlögin.
17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra;
Kolbeinn Ingólfsson skrifstofu
maður velur sér hljómplötur,
18:00 Söngvar í léttum tón.
18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veður*
fregnir.
19:30 Fréttir.
20:00 „Fjöll sem hvítir fílar“, smá*
saga eftir Ernest Hemingwey,
í þýðingu Stefáns Jónssonar
(Gísli Halldórsson leikari).
20:20 Með gamla og nýja laginu: Guð-
mundur Jónsson við fóninn.
21:10 Leikrit: „Grallarinn Georg*
eftir Michael Brett; 4. þátturj
Alvarlegt vandamál. Þýðandis
Ingibjörg Stephensen. — Leiic«
stjóri: Þorsteinn Ö. Stephen*
sen. Leikendur. Ómar Ragnars*
son. Haraldur Bjórnsson, Þóra
Friðriksdóttir o.fl.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok,