Morgunblaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 3
MiSvtkuctagur 24. júlí 1963
T|f o R C V y B 1. 4 Ð I Ð
o
MÝVATNSSVEIT hefur haft
orð á sér fyrir náttúrufegurð
og eru blaðamenn Morgun-
blaðsins, sem þar voru á ferð
fyrir skömmu, sannfærðir um
að almannarómu,r hafi þar í
engu logið eða ýkt. Við Mý-
vatn er hver staður öðrum
fegurri, en sá þeirra, sem
heillar hugann einna mest, er
eyjan Slútnes.
Eyjan dregur nafn sitt af
slút, sem er annað heiti á
gulvíði, en hann vex í Slút-
nesi. Undarlegt kann að virð-
ast, að eyja skuli heita nes,
en á því er sú skýring að
sund hafi smám saman mynd-
ast gegnum nesið og það því
orðið að eyju eða hólma. í
Jarðabók Árna Magnússonar
er þess hvergi getið, að Slút-
nes sé eyja, og Jóhannes Sig-
finnsson, bóndi á Grímsstöð-
um, telur að Slútnes hafi ver-
Fetað í
ið landfast fyrir u.þ.b. 200
árum, enda segist hann sjá,
að sundið hafi breikkað frá
því er hann var ungur dreng-
14 r.
Fuglalíf er mjög fjölbreitt
við Mývatn og verpa margar
tegundir í hólmum þess.
Einna mest ber á ýmsum anda
tegundum, kríu og hettumáfi.
í Slútnesi sjást einkum endur
og óðinshanar, en í hólmun-
um í kring verpir krían og
verst vasklega öllum innrás-
um manna og annarra vá-
gesta.
Nokkur brögð hafa verið
að fugladrápi á vatninu, jafn-
vel í Slútnesi, enda þótt allir
fuglar séu friðaðir við Mý-
vatn. Til þess að stemma stigu
við þessu eru ferðir í Slútnes
eingöngu leyfðar frá Gríms-
stöðum, sem eru í nokkurra
kílómetra fjarlægð frá Reykja
hlíð.
Er tveir blaðamenn Morg-
unblaðsins ýta frá landi og
róa af stað út í Slútnes, stend-
ur Guðmundur Hofdal á bakk
ani| í og veifar í kveðjuskyni.
Hann er bróðir Fjalla-Bensa
og föðurbróðir Jóhannesar á
Grímsstöðum. Guðmundur var
þjálfari kanadíska liðsins (ís-
lendinganna, eins og þeir voru
nefndir), sem vann ís-hockey
keppnina á Olympíuleikunum
1020. Veðrið er unaðslegt,
sólskin, yfir 20 stiga hiti og
næstum logn. Og þannig hefur
það verið síðastliðinn hálfan
mánuð.
Við erum ekki bezt® ræð-
arar í heimi, en tekst þó að
komast klakklaust út í Slút-
nes, þar sem stigið er á land.
Eyjan er alvax^n hvers kyns
gróðri, grasi, lyngi, blómum
og kjarri. Ef ske kynni að
eitthvað skorti á náttúrufeg-
urðina, þá höfum við það með-
ferðis í líki tveggja fallegra
og léttklæddra flugfreyja,
sem eyða nokkrum dögum af
sumarleyfi sínu við Mývatn.
. Ellibelgnum köstum við af
okkur og skiljum hann eftir
í bátnum, svo léttist lund okk-
ar, er við göngum upp á þetta
undraland, Allt virðist ósnort-
ið og ekkert ber merki íhlut-
unar manna, utan lítil rúst,
sem stendur uppi á hól
skammt frá bátalaginu. Að-
eins veggirnir standa enn,
hlaðnir af grjóti, en þakið er
horfið og gólfið vaxið háu
grasi. Er við gægjumst inn
um dyr, sem eru á einum
veggnum, sjáum við að þetta
er ekki eyðibýli, eins og við
höfðum haldið í fyrstu. Út
úr hverjum fjögiirra veggj-
anna stendur örlítið hús með
hreiðri smáfugla. Ungarnir
eru enn í hreiðrunum, svo að
við hættum okkur ekki inn í
rústina, af ótta við að styggja
þá.
Við höfðum tekið land við
norðanverðan hólmann, en
fetum nú suður með austur-
ströndinni. Slútnes er ekki
stórt að flatarmáli, en mjög
erfitt yfirferðar • sökum þétts
kjarrgróðurs, sem þekur mest-
an hluta eyjarinnar. Við
göngum því ströndina, berfætt
í votu sefinu. Vatnið er volgt
eftir langvarandi hita og still-
ur. Djúp kyrrð ríkir yfir öllu,
en þrunginn gróðurilm legg-
ur að vitum okkar. Ef við
höfum ekki áður skilið, hvað
það merkir að komast í snert
ingu við náttúruna, þá gerum
við það á þessari stundu.
Á sunnanverðri eyjunni er
dálítill hóll, að mestu vaxinn
háu kjarri, en þeim megin,
sem að ströndinni snýr, er
auð grasbrekka. Þar setjumst
við og sleikjum sólina Mý-
flugnasveimur er yfir okkur,
en flugan lætur okkur í friði.
Hún er of dösuð af hitanum
til að fá af sér það illvirki
að bíta okkur.
Er við höfum bakazt í brenn
heitu sólskininu um hríð sting
ur einhver upp á því að fara
í kynnisferð inn í hólmann.
Skammt norðan við hólinn,
þar sem við áður nutum sól-
arinnnar, er ofurlítil tjörn um-
lukin háu sefgrasi, vatnajurt-
um og hvönn. Á henni synda
tveir óðinshanar með unga
sína. Það er eins og þeir séu
of hæverskir til að rjúfa þögn
ina, því að þeir gefa ekki frá
sér neitt hljóð. Einnig ér sem
aðrir háværari fuglar, t.d.
kría og hettivnávur, forðist
Slútnes, og skiljum við gerla
hvers vegna. Það þyrfti mikla
bíræfni til að raska þeirri ró,
sem þar ríkir.
Frá eyjunni höldum við
hressari í bragði en út þang-
að. Við höfum sótt fegurð, ró
og hamingju í greipar Slút-
ness.
Þegar við náum landi við
Grímsstaði, stendur Guðmund
ur Hofdal á bakkanum og við
veltum því fyrir okkur, hvort
hann hafi haldið þar kyrru
fyrir allan tímann.
— Jæja, þið höfðuð það af
að komast til baka, en mikið
er ég búinn að hlægja að
áralaginu. í kvöld förum við
í Dimmuborgir, og þá skulum
við halda tvöfalt brúðkaup í
Kirkjunni, segir hann og bros-
ir kankvíslega til förunauta
okkar.
Þessi voðölega hótun Guð-
mundar við stúlkurnar hefur
sennilega valdið því, að þær
komu ekki með okkur í
Dimmrtborgir um kvöldið, og
kunnum við honum litla þökk
fyrir. — ö.
Róið frá Slútnesi
ö
ísland í aiþjóðlegu
samstarfi . .'.
Þátttaka íslands í alþjóðlegu
samstarfi hefur aukizt ár frá
ári. Er það heillavænleg þróun,
enda hafa íslendingar haft marg
víslegt gagn af þeim samskiptum.
Það er skylda hverrar sjálfstæðr
ar þjóðar, gagnvart sjálfri sér
ekki síður ■ en gagnvart umheim
inum að taka þátt í slíkum tví-
hliða, marghliða og alþjóðlegum
samskiptum, sem óðum eru að
breyta heimsmyndinni og við-
horfi þjóða á milli.
ÞVÍ er ekki að leyna, að hér-
lendis örlar nokkuð á einangr-
unarstefnu. Hún mun einkum
sprottin af ótta sumra við sam-
skipti við stærri þjóðir. Að í slík
um samskiptum muni fjöldi og
fé hinna stærri reynast tungu
okkar og menningu yfirsterkari.
Hér er hins vegar um nokkurn
misskilning að ræða, þótt ekki
beri að víta þá varnfærni og ætt
jarðarást, sem oft felst í þessu
einangrunarviðhorfi. Þjóð, sem
vill vera sjálfstæð, verður að
koma fram af einurð meðal ann
arra sjálfstæðra þjóða álfunnar
og heimsins. Ótti og einangrun
er eigin dómur yfir sjálfstæðinu
og forsendum þess. Menningarleg
einangrun er mesta hættan, sem
steðjar að sjálfstæðu þjóðerni,
því að ef svo færi fram mundi
þjóðleg menning einn góðan veð
urdag verða stirðnað nátttröll
við sólarupprás.
. . . og norrænu samstarfi
Merkasti þáttur samvinnu okk-
ar við aðrar þjóðir er tvímæla-
laust hið norræna samstarf. Fyr
ir utan hin menningarlegu og til
finningarlegu tengsl er þar um
gagnkvæma þörf að ræða. Nor-
rænu þjóðirnar hafa fundið, að
til þess að vernda sjálfstæða til-
veru sína sem þjóðir, verða þær
að halda saman. Þessvegna mið
ar norræn samvinna ekki aðeins
að eflingu sameiginlegra hags-
muna og menningarverðmæta,
heldur einnig að gagnkvæmum
stuðningi við uppbyggingu og
varðveizlu í hverju landi fyrir
sig.
SAGAN .tungan og þjóðirnar
'hafa tengt þesisi lönd aaman
frá fornu fari. Það er þó ekki síð
ur samstaðan um varðveizlu
þessa sameiginlega arfs og sjálf
stæðrar þjóðmenningar í hverju
landi fyrir sig, sem nú tengir
norrænu þjóðirnar sterkum órjúf
anlegum böndum.
—★—
HINN frægi sagnfræðingur
Arnoid Toynbee hefur sagt, að
norræn miðaldamenning hafi ver
ið andvana fædd. Þegar gullöld
hennar var að rísa, urðu suðræn
áhrif hinnm sérkennandi þáttum
hennar yfirsterkari. öflug og
glæsiieg menning fjölmennra
þjóða er skæður keppinautur
sjálfstæðri menningu smáþjóða,
sem oft er haldið uppi af Iitlum
veraidlegum efnum. Svo er enn.
Samstaða norrænu þjóðanna er að
þessu ieyti ekki aðeins fagrar
ræður og hollusta við minningu
fornra manna og staða á tylli-
dögum. Norrænt samstarf er
brýn menningarleg nauðsyn á
tuttugustu öldinni.
NORRÆNIR fundir hafa marg
ir verið haldnir hérlendis í sum
ar. Af slíkum fúndarhöldum er
tvímælalaust mikið gagn, þótt
oft sé erfitt á að þreifa. Nú er
hinsvegar að rísa hérlendis bygg
ingar og stofnanir, sem verða
munu veglegir minnisvarðar um
samvinnu hinna norrænu bióða.