Morgunblaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 19
19 Miðvikudagur 24. julí 1363 MORGVNBLAÐ1Ð Minna um skógarþröst og hrossagauk í ár vegna kuldans í Evrópu í vetur ÞEGAR KULDAKASTH) mikla gekk yfir Evrópu í veíur, féllu margar fuglategundir þar unn- vörpum. MorgunblaðiS átti þá tal við dr. Finn Guðmundsson, fugla fræðing, og kvaðst hann búast við, að þessa mundi gæta á ís- landi í sumar, þannig að minna yrði um varpfugla hér í ár, sem vetursetu hafa í þeim löndum, þar sem kuldakastið kom harðast niður. í gær spurði Mbl. dr. Finn, hvernig útkoman hefði svo orðið. Hann sagði, að áhrifanna frá hin um kalda vetri í Evrópu hefði greinilega orðið vart hér. Miklu minna væri um skógarþresti í ár en venjulegt væri, og hefði sú fuglategund orðið harðast úti. f>ar næst kæmi hrossagaukur (mýrisnípa), en báðir þessir fugl ar hafa vetrardvöl á Bretlands- eyjum. Minna bæri á þessari fækkun hjá fuglum, sem halda lengra suður á vetrum, en eðli- Síldarmjöl M.s. Langá lestar hér í dag 300 tonn af síldarmjöli frá Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akra- ness. — Oddur. — Nasser Framhald af bls. 1. Um samning þann, er gerður var miili Egyptalands, Sýr- lands og írak 1 apríl s.l. um sambandsmyndunna, sagði for- setinn: „Samningurinn er enn í gildi — þó ekki hvað viðvíkur Baath-fasistum í Sýrlandi.“ Síðan fór Nasser nokkrum orð Um um heildarhagsmuni Araba- ríkja, og nauðsyn þess að „frelsa“ Palestínu. Alls talaði forsetinn í tvær og hálfa klukkustund. Hann ræddi m.a. heimsvaldasinna, en varði meginhluta ræðutímans til for- dæmingar ráðamanna . Sýrlandi. í dag, þriðjudag, var síðan efnt til opinberra hátíðarhalda í Egyptalandi til að minnast þess, að 11 ár eru liðin frá því Far- ouk, Egyptalandskonungi, var velt úr sessi. Eitt vakti sérstaka athygli og gífurlegan fögnuð almennings, er hátíðarhöldin hófust: Tilkynnt var, að egypzkum sérfræðingum hefði tekizt að fullgera fyrsta kafbátinn, sem smíðaður hefur verið í Arabaríkjunum. Yfirmaður égypzka hersin^, Abdel Hakim, marskálkur, upp- lýsti þetta í ræðu, sem hann hé'lt. Fylgdi það fréttinni, að bátur- inn yrði sendur í fyrstu reynslu- ferð innan tveggja vikna. Þá voru í dag sýndar í Kaíro nýjar eldflaugar, og nýjar, sovézk ar orustuþotur flugu í fyrsta skipti yfir borgina. Ljóst er af ræðum egypzkra ráðamannaí dag, að þeir hyggjast búa flota landsmanna fullkomn- um vopnum. Eldflaugar verða þýðingarmikill þáttur alls vopn- búnaðar, bæði á landi og sjó. í fréttum frá Tei-Aviv og Kairo í dag er skýrt frá því, að egypzkar og ísraelskar orustu- þotur hafi í dag háð loftorustu yfir Nitzana-héraði í ísrael. Frá þessu var skýrt í báðum lönd- unum, nær samtimis. í Kaíró- fréttum segir, að ein ísraelsk þota hafi verið skotin niður. Er ísraelsmönnum kennt um að hafa rofið lofthelgi Egyptalands. Þeir kenna aftur Egyptum um sama brot. Nokkrir mánuðir eru nú frá því, að til slíkra tíðinda hefur dregið í samskiptum landanna. Flugstöðvarbyggingin í Færeyj um. Flugturninn er ekki full- geröur enn, en þar fær F. í. aöstöðu. legt væri, að hún bitnaði mest á þeim, sem stytzt fara. T.d. mundi engu minna um máríuerlu (márí ötlu) og spóa, en hann færi líka alla leið til Afríku. — Tilraunabann Framh. af bls. 1 millan, að mestamáli skipti aðná samkomulagi í Moskvu nú. Einn úr stjórnarandstöðunni beindi þeim tilmælum til Mac millans í dag, að hann héldi til aðalstöðva S.Þ. í haust til fundar við æðstu menn. Þar gætu Mac millan, Kennedy og Krúsjeff, for sætisráðherra Sovétríkjanna, ræðzt við, án þess, að þeim fundi fylgdi mikil auglýsingastarfsemi í blöðum. Forsætisráðherrann svaraði því til, að enn væri of snemmt að ræða um slíka ákvörð un, hún yrði að bíða síns tíma. Fregnir frá Washington í kvöld herma, að Kennedy hafi ekki enn viljað skýra frá því, hvort hann muni senda Dean Rusk til Moskvu til undirritunar samnings um tilraunabann. í fregnum fréttastofunnar „Nýja Kína“ sagði enn fremur í dag: „ætlunin (með banni) er að koma í veg fyrir, að önnur ríki sérstaklega sósíalistisk ríki — nema Sovétríkin — fái yfir að ráða kjarnorkuvopnum, svo að Bandaríkin geti styrkt kjarnorku her sinn, og kúgað þjóðir heims“. — Fullskipað Framh. af bls. 24 6—7 farþega. — Flugfélag ís- lands notar hins vegar DC-3, eins og kunnugt er. Þetta er enn sem komið er til- raunaflug hjá báðum félögunum, en Færeyingar binda miklar von- ir við, að það takist vel og borgi sig. Var mikil ánægja ríkjandi í Færeyjum í gær vegna flugsins. Það kostaði um eina milljón danskra króna, að koma flug- vellinum í lag, en Bretar gerðu hann á styrjaldarárunum. Hvar er SAS? Færeysku blöðin spyrja um þessar mundir, hvers vegna hið „samnorræna" SAS hafi ekki viljað íhuga Færeyjaflug. T.d. spyr „Dimmalætting" þannig á laugardag í leiðara blaðsins: „Hvorfor glimrer SAS ved sit fravær?“ Láta vel af flugvellinum Samkv. skeyti frá fréttaritara Mbl. í Færeyjum voru allir á- nægðir með ferðina. Flugstjór- inn, Jón Ragnar Steindórsson, sagði allt hafa gengið eftir áætl- un, og flugvöllurinn væri allgóð- ur. Jóhann Gíslason frá Flugfé- I lagi fslands, sem var með í för- inni, lét svo um mælt, að flug- völlurinn á Vágum væri betri en margir, sem notaðir væru á ís- landi og Grænlandi. Hann væri ágætur fyrir ferðamannaflug. — 100 milljónir Framhald af bls. 1 lagi niðurgreiðslna. Gerðu menn sér vonir um að unnt væri að lækka þessi útgjöld verulega, en það reyndist ekki fært. f öðru lagi var í fjárlögum reiknað með 4% launahækkun frá 1. júní 1962, eins og stéttar- félög höfðu þá samið um. En vegna frekari almennra kaup- hækkana fengu ríkisstarfsmenn 7% launahækkun til viðbótar. Kostnaður við þær launahækk- anir, sem fjárlögin höfðu ekki gert ráð fyrir, hefir numið yfir 20 millj. kr. f þriðja lagi urðu framlög til samgöngumála, þ.e. vega, brúa, flugvalla og samgangna á sjó, rúmlega 20 milljónir yfir áætl- un. — Nokkrir útgjaldaliðir fjárlag- anna urðu undir áætlun. Einn þeirra skal nefndur hér. Það eru vaxtagreiðslur ríkissjóðs. Áætlað var í fjárlögum, að vaxtabyrðin yrði rúmar 9 millj. Hún varð aðeins 2,8 millj. eða rúmlega 6 millj. lægri en áætlað var. Staf- Grnsa- og steinosöfnunarferð Litla ferðoklóbbsins um helgina LITLI ferðaklúbburinn hefur haf ið samstarf við Æskulýðsráð um kynnisferðir unglinga. Nk. sunnu dag verður farin grasa- og steina söfnunarferð í nágrenni Reykja- víkur. Lagt verður af stað kl. 10 f.h. frá Lindargötu 50. Nokkr- ir stúdentar verða fararstjórar og leiðsögumenn. Öllum er heimil þátttaka, og eru unglingar beðn ir að hafa meðferðis hníf og plast poka. Þátttaka tilkynnist Æsku- lýðsráði Reykjavíkur (sími 1-59-37) fyrir laugardag. Næsta ferð Litla ferðaklúbbs- ins verður um verzlunarmanna helgina. Þá verður haldið í Þórs mörk, þar sem margt verður unglingum til skemmtunar. ar þetta einkum af hagstæðari stöðu ríkissjóðs gagnvart Seðla- bankanum en áður. Lausaskuld- ir voru engar í árslok 1962, ann- að árið í röð. Auk tekna og gjalda samkv. fjárlagaliðum, eru ýmsar útborg- anir og innborganir hjá ríkis- sjóði, sem hafa áhrif á greiðslu- jöfnuðiinn. Það eru hreyfingar á geymslufé, aukið rekstrarfé ríkisstofnana, veitt lán, fyrir- framgreiðslur og fleira. Þegar öll þessi atriði eru uppgerð, er greiðsluafgangur ríkissjóðs á ár- inu 162 millj. kr. 39 millj. af greiðsluafganginum hefur þegar verið varið til þess að greiða upp gamla skuld ríkissjóðs við Seðlabankann. Eins og nú er ástatt í efna- hagsmálum, framkvæmdir mikl- ar, atvinnulíf blómlegt og viða skortur á vinnuafli, er ekki rétt að verja neinu af greiðsluaf- gangi ríkissjóðs til aukinna fram kvæmda nú. | VitnaÖ enn gegn dr. Stephen Ward London, 23. júlí — NTB: Réttarhöldin í máli brezka læknisins, Dr. Stephen Ward, héldu áfram í dag. Aðalvitnið að þessu sinni var Marilyn (Mandy) Rice-Davies, sem tel ur sig m.a. vera „lafði Hamil- ton 20. aldarinnar". Gerði hún réttinum grein fyrir því, sem á daga hennar hefur drifið þau 18 ár, sem liðin eru frá fæðingu hennar. Kom fram, að hún hefur átt marga elsk huga, og tók vitanleiðslan tvær klukkustundir. Rice-Davies var róleg, er hún skýrði frá því, að hún hefði átt ástarsamband við Aston lávarð, Douglas Fair- banks, jr. og „Pólska-Pétur“ Rachman. Þá kom fram I réttinum í dag önnur ung stúlka, Mar- garet Ricardo. Hún hefur ver ið riðin við mál Dr. Ward. Lýsti ungfrúin því fyrir rétt inum, að hún hefði gefið rang ar upplýsingar við yfirheyrslu fyrr í mánuðinum. Hún hefur áður hlotið dóm fyrir vændi. í framburði Rice-Davies kom fram, að hún hefði sæng að með Fairbanks, jr. Hins veg ar neitaði hún því að hafa nefnt hann í þessu sambandi til að vekja athygli á sér. Að auki gerði „Mandy“ grein fyr ir því, hvernig hún hefði þýðst marga ónafngreinda menn, og þegið af þeim gjafir og fé. Tvö önnur vitni, ónafn- greind, voru leidd fyrir rétt- inn í dag. Kom þar mikið við sögu spegill sá, sem sagður er hafa verið í íbúð Wards. Hafði hann þá náttúru, að gegnum hann mátti sjá öðrum megin frá, aðeins. Virðist spegillinn hafa skipt miklu í veizlum þeim, sem haldnar voru í íbúð læknisins. Framburðurinn í dag mun ekki hafa vakið minni athygli en fyrri framburður í málinu. Fyrir rúmum þrem tugum ára voru sett lög um jöfnunarsjóð ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal leggja í þann sjóð tekjuaf- gang ríkissjóðs þegar hann fer fram úr tiltekinniupph. Féúr þess um sjóði má aðeins nota til þess að lækka skuldir ríkisins, mæta tekjuhalla ríkissjóðs, ef svo ber undir, en fyrst og fremst skal nota fé jöfnunarsj óðsins til þess að auka atvinnu og framkvæmd ir, þegar atvinnubrestur verður og afturkippur í framkvæmd- um. Þessi lög hafa aldrei verið framkvæmd, en þau standa enn í góðu gildi. Ríkisstjórnin vill nú láta þessi merku lög koma til framkvæmda og hefir því ákveðið að leggja í jöfnunarsjóð ríkisins 100 millj. af greiðsluafgangi ríkissjóðs á ár inu 1962. GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Sími llia Þórshamri við Templarasund — Húsöndin Framhald af bls. 24. var við fjóra stráka við girð inguna, sem tóku til fótanna, þeg ar hann nálgaðist. Þótti honum það undarlegt, svo að hann elti þá uppi. Kváðust þeir þá hafa verið við andarhreiður að „hjálpa ungunum að komast úr eggjun um“. Höfðu þeir brotið gat á egg in með hníf í því skyni og eyði- lagt með því hreiðrið. í vor hefðu náðst 11—12 ára drengir, sem játuðu að hafa brotið gæsaegg og drepið skógarþrastarunga uppi í kirkjugarði. Hélt gæsin einu eggi eftir heilu í vor, eins og fyrra. Annars kvað Sigurður minna um það nú en í fyrra, að hreiður væru eyðilögð innan girð ingar. — íbróttir Framh. af. bls. 22. að venju við slík tækifæri. Og ásýnd hans varð grimm áður en hringt var til leiks. Og ekki liðu margar sek. áð ur en sást fyrir endan á keppn inni. Liston laust Patterson þungu hægri handar höggi í skrokkinn. Patterson kom lausu vinstri handar höggi á Liston. Og svo sótti Patterson sig og kom öðru af tveimur góðum högg um sem hann kom á Liston, vinstri handar kjálkahöggi. Sonny deplaði ekki augum, en sótti á móti og Patterson hengdi I ig á hann. Liston sló hann nokkrum höggum í maga og síð an nokkur í höfuðið og Patterson hné úr faðmi hans í gólfið. Hann staulaðist á fætur þegar dómar inn taldi: „tveir“. En samkvæmt núgildandi reglum verður dómari að telja upp að átta áður en keppendur megi aftur ráðast hvor að öðrum. AFTUR f GÓLFIÐ Þeir hengdu sig aftur hvor á annan og Patterson sleit sig laus an og kom allgóðu hægri handar höggi á Liston. Áhangendur Patt erson sem voru fjölmennir í hús inu fögnuðu vel, enda var þetta þeirra síðasta tækifæri og eina. Áhrif höggsins voru engin. Og án umsvifa var Floyd í gólfinu aftur eftir vel úti látið högg. Hann reis á fætur við: „fjórir“. — En varð að taka talningu að átta samkv. reglum. Liston sagði eftir á að hann hefði orðið æstur við þessa var úðartalningu upp að átta. Taldi sig missa góð tækifæri til að gera út um leikinn. TALINN (JT Lokaátökin voru létt. Sonny tuktaði Floyd eins og fullorð- inn maður tuktar dreng. Hann gaf honum þrjú vinstri handar „húkk“ og síðan eitt með hægri hendi á hökuna. Flloyd lá á bak inu, velti sér á grúfi, staulaðist upp og hafði tekizt það sekúndu eftir að dómarinn sagði „tíu“. Liston ætlaði að ráðast að hon um og Flloyd að verjast. Hvorug ur gerði sér grein fyrir að keppn inni var lokið — og þetta var heldur aldrei nein keppni, segja sumir fréttamenn, og þeir sem áhorfendur eru mjög óánægðir. UMMÆLI — Eg hitti hann sérlega vel, sagði Liston eftir á. Hann fékk að vísu mýkri högg nú en síð ast vegna þess að hann var á undanhaldi nú gegn höggum mínum. En þau dugðu samt. — Gætirðu barizi við hann með annarri hendi? spurði einn fréttamanna. — Já, ég held ég myndi vinna Patterson þannig, sagði Liston hinn alvarlegasti. Patterson var daufari. Sagði það trú sína að hann gæti bet ur. Kvaðst ekki hafa verið hræddur og sagði það vissu sína að hann gæti unnið sig upp aftur, og mætt Liston — og unn1*'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.