Morgunblaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 10
10 MORCU1SBLAD1Ð Miðvikudagur 24. júlí 1963 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. ÍJtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Aíkriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 4.00 eintakih. HELSPRENGJUHÖT- ANIR KOMMÚNISTA Sigurganga kommúnismans. (tarantel press). Heiðursfylkingin Misjafn sauður í mörgu fé ÚTLENDINGAR í Frakk- landi taka fljótt eftir, hve margir landsins synir ganga með orðumerki í jakkahorn- inu. Samkvæmt rannsókn sem gerð var fyrir skömmu, hafa 16 milljónir núlifandi Frakka einhverskonar orðu eða heið- ursmerki — um 18 milljónir samtals! Af þessu mætti ráða, að Frakkar væru afreksmenn, öðrum þjóðum fremur, hefðu gert eitthvað frábært fyrir þjóð sína. En gamla vísan hans Stein- gríms Thorsteinssonar mun vera í fullu gildi í Frakklandi, þó að ekki væri hún kveðin um Frakka: „Orður og titlar, úrelt þing, eins og dæmin sanna, notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna". Og í Frakklandi fá menn heiðursmerki fyrir margt. Þeg ar hjón hafa eignazt fjögur börn fær faðirinn heiðurs- merki, en móðirin ekki, og mætti þó virðast, að hún væri betur að því komin! Og ef mörnin verða sjö fær pabbinn heiðursmerki úr gulli. — Kringum 3,5 milljónir Frakka hafa fengið stríðskross, en meira en helmingur þeirra hefur aldrei fundið púðurlykt á vígstöðvunum. Það var Napóleon sem stofn aði Heiðursfylkingar-orðurn- ar, til þess að heiðra stríðs- garpa sína. Og enn þykja þess- ir krossar eftirsóknarverðastir allra í Frakklandi, þó að illa hafi þeir verið notaðir um langt skeið. Þegar franskan kjósanda fer að „klæja í hnappagatið" fer hann til þing mannsins, síns og sækir um að fá orðu. Þingmenn fá að með- altali þrjár slíkar umsóknir á dag. Og svo velja þeir úr hópn um þá menn, sem veita þeim bezt kjörfylgi, og leggja umsóknirnar fyrir þann ráð- herrann í París, sem á mest undir fylgi þingmannsins. Og ráðherrann lætur greiða koma greiða á móti og útvegar orð- una. En það eru fleiri, sem verða sómans aðnjótandi „á hærri stöðum". Dansmeyjar fá kross fyrir fimlegan fótaburð og söngvarar fyrir fallega rödd. Og vísindamenn fyrir gagn- legar uppgötvanir o. s. frv. En þó þykir sumum svo mikið kveða að orðuveitingunum í „eyður verðleikanna", að þeir neita að taka við orðunni. Svo var t.d. um ofursta einn, sem sæmdur var stórriddarakrossi Heiðursfylkingarinnar fyrir frábæra hreysti í síðustu styr- jöld. Hann neitaði að taka við krossinum, vegna þess að hann taldi of „mislitt fé“ vera í fylkingunni! De Gaulle skipaði tíu ráð- herra í nefnd til þess að at- huga málið. Nefndin skyldi rannsaka allt orðu-fyrirkomu- lagið í Frakklandi. Þetta tók mikinn tíma, því að á daginn kom, að í landinu eru 102 teg- undir af riddarakrossum. Nefndin beindi rannsókn sinni sérstaklega að Heiðurs- fylkingunni. Og nú kom það á daginn, að 300.000 manns höfðu fengið hin óæðri stig hennar. Hér var sómi Frakk- lands í veði, fannst de Gaulle. Og sem stórmeistari orðunnar úrskurðaði hann, að aldrei mættu vera fleiri en 100.000 krossberar orðunnar. Það væri borgaraleg skylda að vinna ættjörðinni gagn, án þess að gera kröfu til kroSsa. Einnig .bannfærði hann þá reglu, sem lengi hefur verið í gildi, að embættismenn og liðsforingj- ar, sem gegnt hafa starfi í 20 ár, skuli fá kross. „Þeir hafa þegar fengið laun fyrir starf sitt í þágu ríkisins. Heiðurs- fylkingin á að vera það, sem hún forðum var: viðurkenning fyrir afrek í þágu ættjarðar- innar. Það var erfitt að kingja þessu, fyrir þá sem í 19 áí höfðu verið að mæná eftir krossinum. En enginn þorði að mögla. Þrátt fyrir allt er hið rauða tákn Heiðursfylkingarinnar enn mikils metið í Frakklandi. Það er skilið sem virðingar- merki og mannkosta. Jafnvel lögreglan sýnir manni með rauða borða meiri virðingu en öðrum, þó að hann hafi gerzt sekur við lög. Nýlega stóð mað ur í réttinum, vegna sann- aðrar ákæru um stórfelld fjársvik. Hann var nýgiftur, og sakadómari spurði konuna hans hvers vegna hún hefði látið sér detta í hug að giftast þessum glæframanni. — Hann var riddari Heiðurs fylkingarinnar, og það ætti að vera trygging fyrir því, að hann væri heiðarlegur mað- ur, svaraði hún. — Sk. Sk. /~kðru hverju lýsir blað kommúnista á íslandi þeim ógnum og skelfingu, sem hlytu að hljótast af því, ef kjarnorkusprengjum yrði varpað yfir höfuðborg íslands og nágrenni hennar. En mál- gagni hins alþjóðlega komm- unisma á íslandi láist að geta þess, hverjir séu líklegir til þess að leiða slíkt hyldýpi af ógæfu yfir hina friðelskandi og fámennu íslenzku þjóð. Allir íslendingar vita hins- vegar, að hættan á slíku getur ekki stafað nema úr einni átt. íslendingar eru í varnar- bandalagi með hinum vest- rænu lýðræðisþjóðum. Tak- mark þess bandalags er ein- ungis að standa vörð um frið- inn og koma í veg fyrir að til styrjaldar geti komið. Það er skoðun þessara þjóða, að öfl- ugar varnir séu líklegri til þess að koma í veg fyrir nýja tortímingastyrjöld en algjört andvaraleysi og varnarleysi. Engum íslendingi, ekki einu sinni kommúnistum, kemur til hugar, að varnarbandalag hinna vestrænu lýðræðis- þjóða xaundi nokkru sinni kasta helsprengjum yfir ís- lenzkt fólk, eða hefja nokkurs konar árásaraðgerðir gegn ís- landi eða þjóð þess. En úr hvaða átt stafar þá helsprengjuhættan, sem kommúnistar fjölyrða svo mjög um í blaði sínu? Hún getur ekki stafað nema frá hinum alþjóðlega komm- únisma. Kommúnistablaðið á íslandi hefur þannig gerzt sekt um það að halda uppi sí- endurteknum hótunum um helsprengjuárásir á ísiand! Hver er tilgangur kommún- istablaðsins með þessum hót- unum? Um hann þarf ekki að fara í neinar grafgötur. Það sem fyrir kommúnistum vakir er að hræða íslenzku þjóðina frá því að leita sér skjóls í sam- tökum vestrænna lýðræðis- þjóða. Kommúnistar vilja að ísland sé opið og óvarið og að íslenzka þjóðin fljóti sofandi að þeim feigðarósi, sem hið andvaralausa hlutleysi hlýtur að skapa. Helsprengjuhótanir komm- únistablaðsins eru eitthvert ó- sæmilegasta athæfið, sem nokkurt íslenzkt blað hefur leyft sér. Að því mætti að lokum spyrja, hvort kommúnista- blaðið hér hafi leyfi sinna rússnesku yfirboðara til þess að hafa slíkar hótanir í frammi? Getur ekki verið að helsprengjupostularnir við Þjóðviljann séu jafnvel orðn- ir herskárri en húsbændur þeirra í Moskvu, sem nú virð- ast nokkru sáttfúsari en und- anfarin ár? „SAMHJÁLP HINNA MÖRGU" TJeynslan hefur sannarlega staðfest, að ekkert er ör- uggari undirstaða framfara og hagsældar en að efla fram- tak og samhjálp hinna mörgu — “ Þessi orð gat að líta í for- ystugrein Tímans í gær. — í þessari sömu forystugrein er því svo nokkru síðar slegið föstu, að það hafi verið stefna núverandi ríkisstjórnar „að draga fjármagn og yfirráð á fáar hendur“. Hér hefur það hent Tím- ann, eins og oft áður, að snúa staðreyndum gersamlega við. Allir íslendingar vita, að Við- reisnarstjórnin hefur eflt al- mannatryggingar og lýðhjálp meira en nokkur önnur ríkis- stjórn hefur áður gert. Þess vegna er það rétt, sem sagt hefur verið, að á íslandi er nú nýtt, réttlátara og betra þjóð- félag í mótun. Hinar auknu almannatryggingar stefna einmitt að því „að efla fram- tak og samhjáip hinna mörgu“. En því aðeins er þetta mögu legt að Viðreisnarstjórninni hefur tekizt að leggja grurid- völl að heilbrigðu efnahags- lífi, tryggja þróttmikinn rekst ur atvinnutækjanna og mikla arðsköpun í þjóðfélaginu. — Fullkomnar almannatrygging ar eru gagnslausar á pappírn- um, ef bjargræðisvegir þjóð- arinnar standa á horleggjum, og eru reknir með tapi. Þess vegna hefur Viðreisnarstjórn- in lagt meginkapp á að skapa jafnvægi í þjóðarbúskap ís- lendinga, auka framleiðsluna og tryggja þann grundvöll, sem hið félagslega öryggi hlýtur á öllum tímum að byggjast á. LJÓTT ATFERLI órður Jónsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Látr- um í Barðastrandarsýslu, hef-- ur skýrt frá því í fréttaskeyti, sem birtist hér í blaðinu í gær, að skotmenn hafi verið á ferli á Látrabjargi og hafið skot- hríð á fuglinn á eggjum og ungum niðri í bjarginu. — Hundruð dauðra fugla hafi legið eins og hráviði á bjarg- hillunum. Þetta er sannarlega ijótur verknaður og illmannlegur, Þeir sem hann hafa framið hafa ekkert gagn getað haft af honum sjálfir. Þeir hafa ekki náð til þeirra fugla, sem þeir hafa drepið eða slasað með skothríð sinni. Þeir hafa aðeins fullnægt drápsfýsn sinnL Hér er vitanlega einnig um freklegt lögbrot að ræða, þar sem fugl í varplöndum er frið aður. En sjálft lögbrotið er þó ekki það versta, eins og frétta ritarinn bendir á í frétta- skeyti sínu. Það er drápsfýsn- in, er engri nytsemi þjónar, sem er það versta, við þennan verknað. Vonandi verður lagt kapp á að hafa uppi á skot- vörgunum frá LátraDjargi og koma yfir þá lögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.