Morgunblaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 8
8 JUORCVISBLAÐ1Ð Miðvikudagur 24. júlí 1963 Hvað segja þeir um sumarið og síldina? Nú er allstaðar landlega hjá síldartlotanuin . . . UNDANFARIÐ hefur hér á landi verið norðanátt og kalsaveður, fyrir norðan hefur snjóað í fjöll og jafn vel í byggð, Siglufjarðar- skarð er lokað og landlega hjá öllum síldarflotanum. Á Suðurlandi er veðrið betra, en þó Iangt frá því, sem menn kjósa sér í sum- arfríinu sínu. í gærmorgun fór lítill drenghnokki í Bústaða- hverfi, út að leika sér en hann kom inn að vörmu spori og bað um úlpuna sína. Skömmu seinna kom hann aftur inn, og núna var kominn vetrarhugur í snáðann, því hann bað mömmu sína um trefil, vettlinga og sleðann sinn. Það voru áreiðanlega fleiri en þessi litli snáði, sem höfðu á tilfinningunni að veturinn væri kannski ekki kominn, en að minnsta kosti í nánd. — Nokkrir fréttaritarar Mbl. við sjávarsíðuna á Norð- ur- og Austurlandi fóru á kreik í gær og spjölluðu við síldarfólk í heimabæj- um sínum um síldina og veðrið og fara frásagnir þeirra hér á eftir: X- Einar Jónsson, Raufarhöfn Aldrei erfiffara aff ná síldinni. — Ég hitti þrjá skip- stjóra á síldveiðiflotanum að máli og lagði fynr þá spurn- ingu, hvernig þeim litist á síldveiðina framvegis í sum- ar. Það var Ármann Friðriks- son á Helgu, Sunnlendingur, Jón Björnsson frá ísafirði, skipstjóri á Gunnhildi, Vest- firðingur, og Trausti Gests- ;on, Norðlendingur, hann er skipstjóri á m/b Guðmundi Péturs frá Bolungarvík. Ármann telur útlitið sæmi- legt. Hann álítur að veiði hefði verið meiri ef tíð hefði ekki spillzt, heldur að talsvert sé af síld, sem alltaf hafi veiðzt þegar veðri hafi slotað. Annars sé tíðarfarið mjög ó- hagstætt fyrir veiði og ekki hafi komið sæmilegt veiði- veður úti fyrir Norðurlandi ennþá. Hefði kraftblökkin ekki verið komiu til sögunnar hefði engin teljandi veiði ver ið ennþá, því nú sé kastað í miklu verra veðri én meðan nótabátarnir voru notaðir. Jón Björnsson frá ísafirði heldur að töluverð síld sé á miðunum, en það sé mjög erf- itt að eiga við hana aðallega vegna tíðarfarsins. Hefðu dýpt armælar ekki verið komnir til sögunnar hefði lítið veiðst I sumar, en hann telur útlitið sæmilega gott, ef tiðinni létti. Þá er það Trausti Gestsson, Akureyri, hann er skipstjóri á Guðmundi Péturs frá Bol- ungarvík. Hann hefur verið á síld 15 vertíðir þar af fimm sem skipstjóri. Hann- segir aldrei hafa verið verra að eiga við síldina en í sumar, aðallega vegna óstillts tíðar- fars. Síldin sé stygg og standi djúpt. Útlitið sé sæmilegt en veðráttan ráði. Telur að á Austfjarðarmiðuríi sé ekki mikið síldarmagn ennþá. Þetta skip er búið að fiska 4200 mál. Þá átti ég tal við elzta síld- arsaltandann hérna á Raufar- höfn, Vilhjálm Jópsson. Hann hefur saltað frá því árið 1930, hér á Raufarhöfn frá 1947. Núna á hann söltunarstöðina Óðin. Óðinn er búinn að salta 90 þúsund tunnur síðan hann byrjaði og þetta er 9. árið sem hann er hér. Hann gerir ráð fyrir að fylla 100 þúsundín á stöðinni á þessu ári. Verkafólk á stöðinni er um 100 manns, stúlkur og karlar. Hann er búinn að salta í sumar 7600 tunnur. Hann telur að horfurnar séu sæmilegar á þessu án, ef veðráttan batni, e«s og skip- stjórarnir segja, og telur það aðallega vegna viðtala við fiskimenn og skipstjóra og segir, að þeir finni mikið af síld útifyrir, en veðrið verði að ráða úrslitunum. Hér er austanrigning, en' hann er reyndar að létta til seinnipartinn í dag. Undan- farlð hefur bæði verið raka- samt, rigningar og þokur, og þrálát norðanátt. hvassviðri tvo síðustu sólarhringana. Ég heyri sagt, að hitinn hafi í nótt farið niður í eitt stig. Síld inni á Þistilsfirði. Núna virðist eins og síldin sé komin inn á Þistilfjörð. í gær lóðuðu þeir á síld á 60 faðma dýpi og töldu það mik- ið magn. Það fóru nokkrir út í gærmorgun, Eggert á Sigur- páli og tveir eða þrír á eftir honum, en það er ekkert veiði veður ennþá. Flotinn fer út um leið og eitthvað hægir. Síðustu dagana meðan bát- ar fóru á sjóinn var mokafii af þorski á handfærabátun- um, meiri en áður hefur verið. Menn tala um að þorskurinn muni elta síldina inn á Þistil- fjörð, og þetta er stór og fallegur fiskur, sem þeir draga. X- Siefá, i Fridbjarnarson, Siglufirði Minnir á vertíðina 1944. í gærkvöld þegar Sigl- firðingar gengu til náða snjó- aði í fjöll. Snjórinn dreifði sér smám saman niður fjöll og í morgun náði hvítt fölið niður í fjöruborð. Hér var þá bleytuhríð, Skarðsvegurinn lokaður, skipin í höfn vegna brælu, engin síld til vinnslu og deyfð á vinnustöðum. Það þótti rétt að grennsl- ast fyrir um hug manna í síldarbænum í landlegu og snjókomu á miðju sumri, og fréttaritarinn sneri sér til Ás- gríms Sigurðssonar, fyrrver- andi skipstjóra og núverandi síldarsaltanda, og spurði hann hvernig honum segði hugur um framhald síidarvertíðar- innar. Ásgrímur sagði, að sér kæmi í hug vertíðin 1944, þegar mjög Iítil veiði var framan af sumri. Þá gerði mikla brælu fyir mánaðamót- in júlí-ágúst, en sumarið varð með beztu síldarsumrum. Hann sagði, að síldarsöltunin um helgina Norðan- og Aust- anlands. hefði verið hálfu meiri en í fyrra, en hins vegar væri bræðslusíldaraflinn í ár sáralítill og stórum minni en á síðasta ári. Fyrir bræluna, sem gerði síðastliðinn laugardag og stendur enn, hefði síldin grynnt á sér út af Svínalækj- tanga. Þar hefðu mælzt góðar torfur og átuskilyrði verið góð. Engin ástæða væri til, sagði Ásgrímur, að af- skrifa vertíðina, enn sem kom ið væri, hann persónulega hefði trú á því að töluverð síldveiði væri framundan, ef veðurguðirnir breyttu brælu í gæftir. Siglufjarðarskarð er nú lok að, en síðdegis fór ýta úr Strákaveginum til að ryðja snjó af Skarðinu, og er ráð fyrir gert, að Siglufjarðar- skarð verði aftur opið, að minnsta kosti stærri bilum, þegar í kvöld. Birgir Antonsson, Þórshöfn Sjaldan fleiri skip á Þórshöfn. Hér á Þórshöfn hafa síðan um helgi legið 25—30 skip, sem leituðu hingað vegna þess, að höfnin á Raufarhöfn var orð- in yfirfull. Síðustu 10—12 ár- in hefur það ekki komið fyrir, að svona mörg skip hafi legið hér inni á sama tima. Enginn viðbúnaður var til að taka á móti öllum þessum fjölda, svo það varð að gera út leiðangur til Húsavíkur til að sækja brauð og mjólk fyrir þennan gestahóp. Ég hitti í dag mðri við höfn Jón . Sæmundsson, skipstjóra á Hólmanesi, sem gert er út frá Keflavík, en hann var í fyrra með Steingrím trölla, sem var níunda aflahæsta ákipið í síldarflotanum. Honum leizt heldur ógæfu- lega á vertíðina, það væri reyndar talsverð síld á mið- unum, en það mætti heita ó- gerningur að ná henni. Sjálf- ur hefði hann veitt mjög lítið það sem af væri vertíðinni, en því kenndi hann um að viðbót, sem hann hefði fengið við asdie-tækið í skipinu hefði verið vitlaust tengd, og eyði- lagt framan af fyrir sér öll not af tækinu. Það væri ekki aðeins hjá sér, sem þessi mistök hefðu komið fyrir, heldur á fjölmörg um síldarbátum, og að sínum dómi hefðu bátarnir orðið fyrir geysilegu veiðitapi af þessum sökum. Síðan á laugardag hefur verið sannkallað haustveður hér á Þórshöfn, kait og miklar þokur, og eftir helgina hefur verið hvöss norðvestanátt. en vonandi færist fljótt líf í síldarplássin aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.