Morgunblaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 12
12
ÍUORCVISBLAÐIÐ
MiðvikudagUr 24. júlí 1963
Hjartanlega þakka ég börnum mínum, tengdaböm-
um og barnabörnum og öllum vinum mínum og vanda-
mönnum nær og fjær og nágrönnum mínum fyrir höfð-
inglegar gjafir, blóm og heillaskeyti á áttræðis afmæli
mínu 20. júlí sl. og bið ég algóðan Guð að launa ykkur
fyrir mig. Með kærri kveðju. — Guð blessi ykkur öll.
Pálína Elíseusardóttir.
Eiginmaður minn og faðir
ÞORSTEINN JÓNSSON
Hverfisgötu 104, Rvík,
lézt að sjúkradeild Hrafnistu þann 23. þ.m.
Ólafía Eiríksdóttir og böm.
Jarðarför mannsins míns og föður okkar
ERLENDAR EINARSSONAR
Langagerði 20,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. júlí kL
1,30 e.h.
Helga I. Helgadóttir,
Guðmundur E. Erlendsson,
Sigríður Erlendsdóttir.
Jarðarför
GUÐMUNDÍNU MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 1,30
e.h Blóm afbeðin, en þeim er vildu minnast hinnar
látnu er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Eyjólfur Finnbogason,
börn, tengdaböm
og barnabörn.
Konan mín
HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR
verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju fimmtudag-
inn 25. þ.m. kl. 1,30. — Kveðjuathöfn fer fram frá
Dómkirkjunni kl. 10,30 árd. Athöfninni verðúr útvarp-
að. Blóm vinsamlegast afbeðin. Þeim er vildu minnast
hinnar látnu er bent á líknarstofnanir.
Eftir athöfnina í Dómkirkjunni verður bílferð til
Stokkseyrar.
Fyrir hönd vandamanna.
Jón Magnússon frá Stokkseyri.
Útför
GÍSLA SIGURÐSSONAi;
fisksala, Jófríðarstaðavegi 9, Hafnarfirði,
er lézt 20. júlí sl. fer fram frá Þjóðkirkjunni, Hafnar-
firði, fimmtudaginn 25. júlí kl. 2 e.h.
Vandamenn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför dóttur okkar
AUÐAR
Sara Ólafsdóttir,
Bergur Arinbjörnsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður
og afa
VIGFÚSAR GUÐBRANDSSONAR
klæðskerameistara.
Kristín Ólafsdóttir,
Rósa Vigfúsdóttir, Frímann Jónsson,
Þorbjörg Sigurjónsdóttir, Friðrik Vigfússon,
Ólöf Sigurjónsdóttir, Haukur Vigfússon
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð
við andlát og jarðarför mannsins míns og föður
EYSTEINS AUSTMANNS JÓHANNESSONAR
hótelstjóra á Laugarvatni.
Ella Jóhannesson,
Sólveig Jóhannesson.
ÞÖkkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför
GÍSLA KRISTINS AÐALSTEINSSONAR
Norðurgarði Vestmannaeyjum.
Eigninkona, böm,
tengdabörn og bamaböm.
Við þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð
við andlát rg jarðarför
BALDVINS JÓNSSONAR
Ingibjörg Benónýsdóttir og böm.
Islenzk myndlisltursýning veknr
nthygli í Þýzknlnndi
ÍSLENZKA myndlistarsýningin,
sem haldin hefir verið á undan-
förnu ári í ýmsum borgum í
Þýzkalandi hefir vakið mikla
athygli og hlotið góða dóma í
þýzkum blöðum. Þetta kom fram
í skýrslu formanns félagsins
Germanía á aðalfundi félagsins,
sem haldinn var nýlega.
Dr. Jón E. Vestdal, formaður
Germaníu, skýrði frá því að sýn-
ingin hefði verið haldin fyrst í
sambandi við Kielar-vikuna fyrir
um það bil ári. Síðan hafa mynd-
irnar verið sýndar í eftirtöldum
borgum: Hamborg, Harb,< g,
Lubeck, Köln, Giesen, Goszlar og
Bielefeld. Ráðgert er að sýna
myndirnar víðar í Þýzkalandi, en
þær verða að líkindum fluttar
hingað heim í lok þessa árs.
Á sýningunni eru myndir eftir
þessa listamenn: Ásgeir Bjarn-
þórsson, Ásgrím Jónsson, Bar-
böru Árnason, Braga Ásgeirsson,
Eggert Guðmundsson, Finn Jóns
son, Guðm. Einarsson, Gunnlaug
Blöndal, Hafstein Austmann, Jón
Engilberts, Pétur Fr. Sigurðsson,
Ragnar Pál Einarsson, Sigurð
Sigurðsson, Svein Þórarinsson
og Veturliða Gunnarsson.
Sýndar ení 77 myndir og er
helmingur þeirra til sölu. Til
þessa hafa 15 myndir selzt.
í fallegri sýningarskrá er rak-
inn stuttlega ferill listamann-
anna, en Birgir Kjaran ritar inn-
gang um íslenzka myndlist.
Sýningarinnar hefir verið get-
ið í ýmsum stærstu dagblöðum
Vesfur-Þýzkalands, einnig í þýzk
um listtímaritum, og yfirleitt
mjög vinsamlega.
Félagið Germanía vinnur kapp
samlega að málum, sem varða ís-
land og Þýzkaland sameiginlega.
M.a. annast félagið heimsókn dr.
Max Adenauers, borgarstjóra í
Köln, en hann kemur hingað í
boði félagsins eftir nokkra daga
og mun ferðast um landið ásamt
dóttur sinni næstu vikur.
Árlega kemur út á vegum
félagsins í samvinnu við íslenzk-
þýzk félög í Þýzkalandi ritið
ÍSLAND, stórt og mikið rit, rit-
að af nafnkunnum mönnum, ís-
lenzkum og þýzkum.
Innan skamms er væntanlegt
aukarit þýzka blaðsins „Das
Parlament, sem fjallar um ís-
land. Blað þetta er gefið út á
vegum þýzku ríkisstjórnarinnar,
en í íslandsritinu verður grein
eftir dr. Alexander Jóhannesson
prófessor, skrifuð að beiðni
Germaníu.
Starfsemi félagsins Germaníií
Féll 5 metra
niður of Keflu-
víkurvegi
KLUKKAN 4,10 aðfaranótt sunnu
dags var lögreglunni í Hafnar-
firði tilkynnt að „pick-up“ bíl
hefði verið ekið út af hinum
nýja Keflavíkurvegi á 5—6 metra
uppfyllingu hjá Steypustöð aðal-
verktaka á Hvaleyrarholti. í bíln
um voru fjórir menn, en mega
lögum samkvæmt vera þrir, og
er talið að þeir hafi verið undir
áhrifum. Ökumaðurinn missti
meðvitund og var fluttur í Slysa-
V'rðstofuna.
Dregið í bíl-
happdrætti
DREGIÐ hefur verið í happ-
drætti félagsheimilissjóðs Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar.
Vinningurinn, Simca-bifreið,
kom upp á miða nr. 677. Vinnings
ins má vitja í skrifstofu félags-
ins í Tjarnargötu 12.
er þróttmikil, margar kvikmynda
sýningar haldnar á árinu á veg-
um félagsins og skemmtifundir
haldnir, sem yfirleitt eru mjög
vel sóttir.
Dr. Jón E. Vestdal var endur
kjörinn formaður félagsins, en
með honum í stjórn Germaníu
eru Lúðvig Siemsen, Þóra Limm-
ermann, Þorvarður Alfonsson og
Pétur Ólafsson.
— Þórður á Láfrum
Framh á bls. 11
það að taka þetta magn sem tek-
ið er með dragnót.
Á þessari tviræðu yfirlýsingu
fiskifræðinganna í „Morgunblaðs
greininni“ virðast veiðarnar
byggjast í ár. Borgarstjóri og
borgarráð Reykjavíkur byggja
sina ákvörðun, að mæla með veið
um með dragnót í Faxaflóa á
þessu sumri, á ummælum Jóns
Jónssonar, að því er „Morgun-
blaðið“ segir 7. maí.
„En þá er allt hvað þrennt er“.
Það skeði svo á þessu herrans
vori, hinu IV. á núverandi tíma-
bili dragnótar, og þess vísinda-
lega eftirlits sem henni fylgir, að
Aðalsteinn fiskifræðingur lýsir
því yfir, í útvarpsviðtali við
Stefán Jónsson fréttamann, úti á
miðum margnefnds Faxaflóa, að
úr þeim gögnum sem safnað hef-
xir verið við hið vísindalega eftir-
lit með dragnót, sé óunnið ennþá,
og óvíst hvenær unnið verði
vegna manneklu.
Þetta kom vist mörgum á ó-
vart, en ekki mér. Ég hef alltaf
litið svo á, að vísindalega eftir-
litið með dragnótaveiðunum
væri óframkvæmanlegt með
þeim mannafla og aðstöðu sem
fiskifræðingar okkar hafa, miðað
við það, að það geti varað við
um skaðsemi dragnótarinnar í
tæka tíð, nema þá að leggja allar
aðrar sjávarrannsóknir til hliðar,
og þó varla fyrir það. Ekki má þó
taka þetta svo, að ég vilji gera
lítið úr okkar ágætu fiskifræð-
ingum og störfum þeirra, nei,
öðru nær. Ég hef mikinn áhuga á
þeim störfum þeirra, en veit þó,
að þeir eru aðeins menn, sem
ekki geta afkastað ótakmörkuðu
verki, þótt segja megi að þeir
hafi nálgazt það, en stjórnmála-
mennimir virðast reikna með að
þeir geti það, hvað sem aðstöð-
unni líður.
Eftir þær upplýsingar, sem frá
fiskifræðingunum hafa komið, og
hér að framan er getið, verða þau
rök stjórnmálamannanna léttvæg
fundin, að skáka í því skjóli að
fiskifræðingarnir geta ekki sagt
dragnótaveiðarnar skaðlegar, og
byggja leyfisveitingar á því eins
og nú er gert. Þeir ættu einnig að
hafa það í huga, að sömu menn
geta heldur ekki sagt þær óskað-
legar. Þess vegna væri stytting
veiðitímans að þessu sinni sjálf-
sögð varfærni af hendi stjórn-
málamannanna, helzt að stöðva
veiðarnar þar til hinn vísindalegi
úrskurður liggur fyrir, sam-
kvæmt þeim óunnu gögnum sem
sögð eru liggja fyrir.
Ef við erum öll minnug þess,
hversu lífsafkoma þjóðarinnar
allrar byggist að miklu leyti á
sjávarafla, þá hlýtur sú spurning
að leita á hug okkar allra: Er
okkur nauðsynlegt að tefla svona
djarft í þessu máli? Er fjárhags-
afkoma þjóðar og einstaklinga
þannig að hún réttlæti það? Er
það eðlilegt og sanngjarnt, að
taka ekkert tillit til þeirra fjöl-
mörgu smábáta og mannanna
sem á þeim eru, og sem drag-
nótaveiðarnar byggja út af Mkf'
miðum, sem eru við þeirra nfcfi,
og þeim æskilegust, og flæma
þennan veiðiflota, út til hafs eða
upp í naust?
Ég leyfi mér að efast um, að
það séu margir sem með góðri
samvizku geta svarað þessum
spurningum játandi.
T<átrum, 20. 6. 1963.
Þórður Jónsson.
í 5. UMFERÐ á Evrópumótinu
í bridge tapaði Island fyrir Frakk
landi með 73 stigum gegn 104.
Úrslit í 5. umferð urðu þessi:
Líbanon — Sviþjóð 6—0
Frakkland — Island 6—0
írland — Danmörk 4—2
Finnland — Egyptaland 6—0
England — Noregur 5—1
Holland — Spánn 6—0
ítalía — Aunturríki 6—0
Pólland — Þýzkaland 6—0
Sviss — Belgía 5—1
Úrslit 1 3. umferð í kvennafl.:
Svíþjóð — Danmörk 5—1
England — Spánn 6—0
Egyptaland — Líbanon 6—0
Frakkland — Finnland 6—6
Belgia — Noregur 5—1
Sviss — Holland 6—0
írland — Þýzkaland 6—0
I kvennaflokki er staðan þessi:
1. England 18 stig
2. Sviss 18 —
3. Egyptaland 17 —
4. Svíþjóð 13 —
5. Líbanon 12 —
6. írland 12 —
7. Belgia 11 —
8. Austurríki 10 —
9. Frakkland 10 —
10. Noregur . 6 —
11. Spánn 6 —
12. Danmörk 2 —
13. Holland 2 —
14. Finnland 1 —
15. Þýzkaland 0 —
í opna flokknum er 5. umferðum loknum staðan að þessi:
1. England 29 stig
2. Ítalía 27 —
3. Pólland 21 —
4. Finnland 20 —
5. Frakkland 19 —
6. Þýzkaland 16 —.
7. Spánn 14 —
8. Belgia 13 —
9. Svíþjóð 13 —
19. írland 13 —
11. Holland 13 —
12. ísland 12 —
13. Líbanon 12 —
14. Austurrík. 12 —
15. .Sviss 12 —
16. Noregur 9 —
17. Egyptaland 8 —
18. Danmörk 7 —
Bruni
á .Hofsósi
BÆ, Höfðaströnd, 22. júli. Á
laugardaginn varð eldur laus í
þakhæð gamla kaupfélagshússins
á Hofsósi, sem er gamalt timbur-
hús. Þrátt fyrir norðan rok tókst
að ráða niðurlögum eldsins í
tæka tíð, en geymsluskúrar
standa nærri húsinu og hafði
verið borið út úr þeim af ótta
við að eldurinn kynni að breið-
ast út í þá. Nægur mannafli var
til slökkvistarfsins og vatn á
næstu grösum. Enginn býr í hús-
inu, en talið er að börn hafi kom-
izt í þakhæðina og valdið
íkveikju. — Björn.
LJ0SMYNDASTOFAN
LOFTUR ht.
Ingólfsstræti 6.
Pantið tima í sima 1-47-72.