Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 11
Föstudagur 16. ágúst 196S MORCUNBLAÐIÐ II Eðli bænarinnar ÁRNI ÓLA, fyrrum ritstjóri, fluttr útvarpserindi „Um daginn og veginn“ þ. 8. júlí, sem mér hef ur verið sagt frá, og minntist hann þar meðal annars á alþjóð legan bænadag eða bænastund Veit ég ekki hve mikla athygli er indi hans hefur vakið, en athyglis vert þykir mér það, að hann skyldi að sögn heimildarmanns míns, sem ég treysti vel, taka þarna upp nokkurnveginn orðrétt skýringar dr. Helga Pjeturss á eðli bænarinnar. Bænin er eins og Árni tók þarna fram með orð um dr. Helga, aðferð til að greiða fyrir aðstreymi lífmagns frá lengra komnum og máttugri ver um en mennirnir eru á jörðu hér, og hefði verið æskilegt að leiða athyglina einnig að því hvar hin ar æðri verur muni vera, og einn ig að nefna höfund kenningar- innar með nafni. — Það er að vísu algengt, að íslenzkir mennta- og áhrifamenn láti hjá líða að geta um dr. Helga eða kenningar hans, jafn vel þó að ástæður eða atvik gefi beinlínis tilefni til þess. Virð ist þessi tilhneiging á síðari ár- um einnig hafa komið niður á jarðfræðirannsóknum hans. Þann ig sagði mér t.d. í vetur Jón Thor Haraldsson, nú blaðamaður hjá Þjóðviljanum, eftir dr. Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi, að fyr ir 2—3 árum hefði komið fram við að beita nýjustu rannsóknar- aðferðum, örugg staðfesting þess, að jarðfræðikenning Helga Pjeturss væri réttari en Þor- valds Thoroddsens, afabróður Jóns. Eg hafði ekkert um þetta heyrt eða séð, hvorki í blöðum né í Náttúrufræðingnum, sem ég sé oftast nær. En mér datt í hug, að ef til vill hefðu menn fengið að heyra meira um úivslit aðal deiluefnis í íslenzkri jarðfræði, ef niðurstaða rannsóknarinnar hefði orðið á aðra leið. En hvað sem þessu líður, þá er Árni Óla svo kunnur að því að hafa um langt skeið og af mikl um drengskap reynt að styðja boðskap Nýals, og að því að hann yrði sem kunnastur, að ólík legt er annað en að mörgum hafi við lestur hans orðið hugsað til hinnar íslenzku kenningar. Og hin yfirvofandi tortímingarhætta, semflestum skynibornum mönn- um er farið að verða Ijóst að vera muni meira en orðin tóm, mætti einnig verða til að minna á, að á íslandi var fyrir löngu farið að tala um þessa hættu, áður en það fór að verða annarsstaðar, svo að mér sé kunnugt. Þegar ár ið 1919 var slík hætta sett í sam band við kjarnorkuna, radioakti vitet, sem þá var nýlega fundin í mjög smáum mæli, og enginn ókunnari en Albert Einstein hafði þá sagt, að aldrei mundi hafa neina verulega þýðmgu. En vilji einhver vita hvar hin gagn stæða skoðun kom fram, þá flctti hann upp í 1? kafla fyrstu rit- gerðar Nýals. Þorsteinn Guðjónsson. Til sölu N ý t í z k u dragnótabátur byggður 1956, 130’ langur — 243 br. tonn, 6 AC Wiohmann. Söluverð 1 milljón norskar krónur. J. Gran & Co., Póst- hólf 231, Bergen — Norge. ......... íslenzk stefna íslenzk stefna er rit um drauma, miðilfyrirbæri o. fl. og um tilraunir til að komast að hinu óræðan- lega í þeim efnum. Nýtt hefti, febrúar 1963 flytur m. a. frásögn af hinni kunnu hæfileikakonu E. D. ’Erpérance. Japanskar dömupeysur nýkomnar í stœrðum 34 -36-38-40-42 6 litir Verð frá 325 kr. Skólavörðustíg 13 Sími 17710 STðRKOSTLEG YERÐLÆKKUN Svampfóðraðar sumarkápur frá kr. 1485.— Rifskápur frá kr. 795.— Heilsárskápur með eða án skinna frá kr. 1485.— Poplinkápur frá kr. 585.— Jerseykjólar frá kr. 295.— Apaskinnsjakkar frá kr. 795.— Síðbuxur úr teygjunælon frá kr. 395.— Síðbuxur úr riffluðu bómullarefni frá kr. 98.— Kven- og barnapeysur míkið úrval. Einnig mikið úrval af allskonar vefnaðarvöru. Laugavegi 116. fást í GEYSI margar tegimdir þægilegir — vandaðir — fallegir Geysir hf. Vesturgötu 1. Cólfteppi margar fallegar tegundir. Cangadreglar mjög fallegt úrval ódýrt. GEYSIR H.F. Vesturgötu 1. 'TSofdCflS vörur Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó ECILSKJÖR, Laugavegi 116 Eignarlóð til sölu Eignarlóðin við Laugaveg 91 er til sölu ef viðun- anlegt tilboð fæst miðað við útborgun. Tilboð send- ist Morgunblaðinu merkt: „5339“ fyrir 20. þ.m. Skrifstofustarf Stúlka óskast strax til skrifstofustarfa hér í bsenmn. Tilboð merkt: „Skrifstofustarf — 5406“ sendist afgr. MbL fyrir 18. þ. m. Vélritun Vön stúlka óskast til vélritunar á skrifstofu hér í bænum. Góð vinnuskilyrði. Hátt kaup. Tilboð merkt: „Vélritun — 5348“ sendist afgr. Mbl. fyrir 18. þ. m. Útboð Tilboð óskast í að undirbúa leikvelli undir mal- bikun, steypa garða umhverfis þá og ganga frá grasflötum Hlíðarskóla við Hamrahlið í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Vonar- stræti 8, gegn 500 króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.