Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 23
Föstuda^ir 16. ágðst 1968 MORGUNBLAÐIÐ 23 1 1 Atkvæöamikil! forseti Afríkuríkis segir af sér FULBERT YOULOU, forseti Kongó-lýðveldisins, (fyrrum franska Kongó), sem nú hefur sagt af sér embætti, hefur all- mikið látið til sín taka í mál- um Afríkuríkja á undanförn- um árum, ekki hvað sízt i sambandi við deilurnar innan nágranna ríkis hans Kongó (fyrrum belgisku Kongó). Ferill Youlou, forseta, sem stjórnmálamanns er ekki lang ur. Hann er fæddur í júní 1917 í Madibou, rétt hjá höfuð borginni, Brazzaville, og telst til Lari-settflokksins, sem er annar tveggja höfuðættflokka landsins. Youlou ákvað sneimma að ganga í þjónustu kristinnar kirkju. Hann var settur í skóla í Brazzaville 12 ára gamall, og síðan sendur í skdla til Akono í Camerún. Hann stundaði síðar nám í heimspeki og var meðal beztu vina hans og skólafélaga Barthélemy Boganda, sem síð- ar varð forsætisráðherra Mið- Afríkulýðveldsins. Um hríð stundaði Youlou kennslu í M’ bamou í Kongó- lýðveldinu, en sneri þá aftur til náms, og lærði guðfræði í Libreville og Brazzaville. Hann var vígður prestur róm- versk-kaþólsku kirkjunnar í júní 1946 og varð aðstoðar- prestur St. Francis kirkjmjnar í Brazzaville. — O — Stjórnmálastarfsemi í lýð- veldinu var þá í fæðingu, að segja má. Arið 1946 var stofn- aður flokkurinn Mouvement Socialiste Africain (M.S.A.), sem deild úr franska sósia- listaflokknum. Stofnandi flokksins var franskur Caz- aban-Mazerolles, að nafni, en helzti forystumaður Afríku- manna sjálfra í flokknum varð Jacques Opangault. Flest ir forystumenn flokksins komu á næstu árum frá norð- urhluta landsins og þar var fylgi hans sterkast. Eftir prestsvígslu starfaði Youlou af áhuga í ýmsum æskulýðssamtökum og varð sálusorgari sjúklinga á stóru sjúkrahúsi í Brazzaville. Varð hann brátt þekktur maður og vel metinn og svo fór árið 1956, að hann lét til leiðast að vera í framboði til franska þingsins, gegn Félix Tchicaya og Jacues Opangault. í kosn- ingunum fóru úrslit svo, að Youlou beið ósigur, en áhugi hans á stjórnmálum var vak- inn, svo um munaði, og í suð- urhluta landsins var hann hvarvetna hylltur sem foringi Lari-ættflokksins. Sama ár stofnaði hann nýjan stjóm- málaflokk, er hann nefndi Union Démocratique de la Défense des Intéréts Africains (U.D.D.I.A.) og kom á fót vikublaði „Cette Semaine". í bæja- og sveitastjórnarkosn- ingum í nóvember 1956 vann hann allmikinn sigur og varð borgarstjóri í Brazzaville. Nánasti samstarfsmaður hans, Stéphane Tchichellé var um leið borgarstjóri hafnarborgar innar Pointe Noire. í marz 1957 voru kosningar til heimaþingsins í Franska- Kongó og unnu flokkarnir tveir M.S.A. og U.D.D.LA. þá hvor um sig tuttugu og eitt þingsæti af fjörutíu og fimm. Þeir, sem unnu hin þrjú þing- sætin voru óháðir, en tveir þeirra gengu í lið með Op- angault og gerðu honum þar með kleift að mynda stjórn. Youlou varð landbúnaðarráð- herra þeirrar stjórnar. í ágúst sama ár breytti hann nafni flokks síns og kallaði hann upp frá því Rassemblément Démocratique Africain (R.D. A.) og ^næsti liður hans í stjórnmálabaráttunni var að berjast fyrir sjálfstæði innan franska samveldisins og gegn þeim, er vildu ná algerum sam bandsslitum við Frakkland. Þegar ákveðið var að stofna lýðveldi í Kongó snerist einn af stuðningsmönnum Opan- gault yfir til Youlou, sem fékk við það eins sætis meiri hluta i þinginu og var kjörinn forsætisráðherra. UTAN ÚR HEIMI Kongó lýðveldið, sem nær yfir 129.000 fermílna svæði er fátækt af náttúrugæðum. — Norðurhluti landsins er þak- inn þéttum skógi, námur eru þar engar og landið fremur ófrjósamt, þegarfrá er talinn Niari-dalurinn. Reynt hefur verið að koma á fót ýmiss konar iðnaði í suðurhlutan- um, en margar af þeim til- raunum misheppnast. íbúar landsins eru um það bil 800 þúsundir og lífæð þeirra eru fljótin Kongó og Olangui. Þriðji hluti þjóðarinnar býr í smáþorpum í skógarrjóðrun- um í norðri og telst að mestu Fulbert Youlou, forseti. til M’Boohi ættflokksins. Lari- ættflokkurinn, sem Youlou til- heyrir, er hinsvegar í suður- hlutanum og telst afkomandi Bakongo-ættflokksins forna, en austurhluta Belgísku- Kongó fyrrum. Þessir tveir ættflokkar hafa löngum eldað grátt silfur og — í janúar 1959 — kom til blóðugra óeirða þeirra í milli. Um tvö hundruð manns biðu bana en átökunum lyktaði svo, að stjórnin lýsti sök á hendur stjórnarandstöðunni og Opan- gault og nánustu samstarfs- menn hans voru fangelsaðir. í kosningum í júní 1959 vann flokkur Youlou fimmtíu og eitt af sextíu og einu þing- sæti og þá varð hann forseti lýðveldisins. Opangault var einnig kjörinn á þing, þótt hann sæti þá í fangelsi og gæti ekki tekið þátt í stjórnmála- baráttunni og áður en sjálf- stæði landsins var formlega lýst yfir 15 ágúst 1960 hafði hann gert samkomulag við Youlou; hann varð forsætis- ráðherra og flokkur hans rann saman við flokk forsetans. Síð ar varð Opangault vara- forseti landsins. — O — Youlou forseti barðist fyrir því, að stofnað yrði samiband Mið-Afríku-lýðveldanna, er áð ur voru franskar nýlendur, en sú viðleitni strandaði á. Gab- on, er stóð ríkjunum fremst um efnahagslegan styrkleika og vildi í engu hætta þeirri aðstöðu. í deilunni í fyrrum Belgísku-Kongó kom Youlou oft við sögu. Hann var ill- skeyttur í garð Patrice Lum- umba og studdi Kasawubu gegn honum með ráðum og dáð. En þegar deilan var farin að standa milli þeirra Kasaw- ubus og Tshombe, fylkisstjóra í Katanga, studdi Youlou hir.n síðarnefnda ákaft og var ástæðan sögð sú, fyrst og fremst, að hann hefði átt von efnahagsaðstoðar frá Katanga en jafnframt hefði komið til samkeppni milli hans og Kasawubus um forystu fyrir afkomendum Bakongo ætt- flokksins. • Youlou hafði ennfremur forgöngu um að ráðstefna tólf fyrrverandi franskra ný- lendna var haldin í Brazza- ville í desember 1960 og voru þátttökuríkin í þeirri ráð- stefnu jafnan nefnd Brazza- ville ríkin upp frá því. Þess má að lokum geta, að Youlou forseti hefur jafnan skrýðzt prestsklæðum í em- bættistíð sinni og kallar sjálf- an sig ávallt Abbé Fulbert Youlou, en hann var þegar árið 1956 sviptur preststign og honum b a n n a ð að starfa, sakir stjórnmálastarf- semi sinnar fyrir kaþólsku kirkjuna. : — Illa horfir Framh. af bls. 1 hann komst til valda í fyrra- hausL Fréttamaður AP-fréttastofunn- ar skýrði frá því í dag, að fari svo, að ráðherrar B. B. segi af sér, þá kunni ný alda óstjórnar að fara um landið. Af þeim ráð- herrum, sem óánægðastir eru sagðir, eru fjármálaráðherrann, Ahmed Francis, dómsmálaráð- herrann, Amar BentoumL og „endurreisnarráðherrann“, Ah- med Boumendjel. Ástandið í Alsír hefur verið mjög bágborið undanfarna mán- yði, og fer sízt batnandi. Er fjár- hagskerfið nær úr skorðum geng- Verkfræðingar sækja til Iðnað- ardeildarinnar Ýmsar ríkisstofnanir eru um þessar mundir að auglýsa eftir verkfræðingum. Búið var að ráða 4 verkfræðinga til Vegagerð •r ríkisins, sem kunnugt er. Iðn- aðardeild Atvinnudeildarinnar hefur auglýst 6 stöður byggingar og efnaverkfræðinga lausar, og eru komnar umsóknir um flestar þeirra, en ekki endanlega búið að ganga frá ráðningu. Þá auglýsa Raforkumálaskrif- stofan og Póstur og sími eftir verkfræðingum. Er umsóknar- fnestur hjá síðarnefndu stofnun- inni ttl 25. áigúsfc. ið, en Ben Bella hefur með degi hverjum hallazt meir og meir að einræði. Hann hefur lýst yfir fyr- irlitningu sinni á störfum þings- ins, en sjálfur gegnir hann for- mennsku eina flokksins, sem leyfi hefur til að koma fram opin- berlega. Stjórnarandstæðingar hafa haft fá tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar, og gagnrýnL á venjulegan hátt, og því orðið að grípa til róttækra aðgerða. Hefur stjórn B. B. þrisvar sinnum orðið að grípa til valds til að bæla nið- ur uppreisnartilraunir, undan- farna 8 mánuði. Á miðvikudag í þessari viku lýsti stjórn B. B. því yfir, að enn hefði komizt upp um nýtt tíl- ræði við haldhafana. Að þessu sinni var sökinni skellt á ísrael, og flugumenn þess. Jafnframt var þó tilkynnt, að herða yrði allt eftirlit með stjórnarandstæðing- um í landinu sjálfu. Helztu stjórnarandstæðingarn- ir hafa fyrir nokkru flúið land til þess að komast hjá fangelsun. Meðal þeirra eru fyrrverandi ráð- herrar útlagastjórnar landsins, s, s. þeir Belkacem Krim, Moham- med Khider og Abdelhafid Bous- souf. Aðrir fyrrverandi ráðherr- ar eru í fangelsL þeirra á meðal Mohammed Boudiaf. Einn harður andstæðingur B. B., Hocit Ait Ahmed, býr einn til fjalla, og hef ur um sig lífvörð. — Krúsjeff Framh. af bls. 1 ar fylli ekki lengur flokk þeirra ráðamanna, sem berjast fyrir friði. Hafi sú afstaða þeirra enn komið fram, er þeir lögðust gegn samkomulaginu um tilrauna- bann. „Helzta áhyggjuefni kín- verskra leiðtoga", segir blaðið, „er, hvernig réttlæta skuli þá stefnu þeirra að taka þátt í kjarn orkukapphlaupinu“. Þá er því vísað á bug, að það sé stefna Sovétríkjanna og Bandaríkjanna að hafa einokun á gereyðingarvopnum. Vísað er í stefnuskrá sovézkra friðarsinna, og sagt: „Við höfnum þeirri hug- mynd, að bezt verði unnið að efl- ingu friðarins með því að fjölga þeim þjóðum, sem slík vopn hafa undir höndum". í grein „Pravda“ er vikið að þeim fullyrðingum kínverskra ráðamanna, að þeir vinni nú að því að fullgera kjarnorkuvopn. „Sovézkur almenningur hefur ekki fyrr fengið að heyra um þessa óheillavænlegu þróun“, segir blaðið. Yfirlýsing albönsku ráðamann anna, sem gefin var út í Tirana í dag, felur í sér fulla andstöðu við samkomulag um tilraunabann. Segir, að Albanía geti ekki orðið aðili að slíku samkomulagi, þótt landið heyri til Varsjárbanda- laginu. Albanía hefur ekki átt fulltrúa á fundum bandalagsins undanfarin tvö ár. í yfirlýsingunni er því vikið að Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, að hann hafi raun verulega miðað að því að leysa upp Varsjárbandalagið með því að semja um tilraunabann nú. Er lagt tiL að þegar verði efnt tU fundar allra meðlima Varsjár- bandalagsins, og verði þar sam- þykktar ávítur á Krúsjeff. Þá er því haldið fram í Tirana- yfirlýsingunni, að sovézkir ráða- menn hafi gerzt aðilar að sam- særi gegn kínverskum ráðamönn um, og sé því stjórnað af ind- versku stjórninni. Séu landa- mæradeilur Kína og Indlands hafðar að yfirskyni í því máli. Það hefur vakið nokkra furðu, hve harðorðir kínverskir ráða- menn hafa verið síðustu daga, og þá einkum í umræðum sínum um kjarnorkumálin. í því sam- bandi er á það bent, að Krúsjeff hafi fallið frá loforði sínu um kjarnorkuvopn til handa Kín- verjum, er hann kom til Peking að lokinni Bandaríkjaheimsókn sinni. Er Averell Harriman dvaldist í Moskvu nú fyrir skömmu, skýrði Krúsjeff honum svo frá, að Kín- verjar myndu ekki hafa yfir kjarnorkuvopnum að ráða næstu 10 árin, a.m.k. ekki vopnum af því tagi, sem hættuleg gætu tal- izt, miðað við eyðingarmestu vopn í dag. Þá skýrði Krúsjeff og frá þvL að Sovétríkin myndu halda óbreyttri afstöðu til her- væðingar Kína. Jónu Sigríðnr mnn hnldn sig við byggð JÓNA Sigríður Jónsdóttir, hestakona, sem landsfræg er orðin fyrir ferðalag sitt um Arnarvatnsheiði og Stórasand, hringdi til okk- ar í gær og kvartaði yfir að ekki væri rétt farið með nafn sitt. Það væri Jóna Sigríður og hefði verið skipt um og hið síðara nafn fært fram. Jóna Sigríður sagði það skakkt að hún hefði með glöðu geði farið með lögreglu- mönnum úr Hvítárnesi, en við verði laganna þýddi ekki að deUa, það vissum við. Hún hefði hins vegar haft samband við lögreglumann hér í Reykjavík og lofað honum að láta hann vita um ferðir sínar. Hefði hún gert áætlun um ferð úr Borgarfjarðardölum og austur og farið Kaldadal í 49. sinn nú fyrir skemmstu og legið þar úti sér að meinlausu. Lét hún vita er hún fór úr byggð og í Hvítárnes og ætl- aði að vera komin 15. ágúst á Hveravelli og láta vita af sér þaðan. Ætlaði hún að leita far angurs síns og reiðvera, er voru að hún taldi í Seyðisár- drögum, og fá sér til hjálpar til þess menn á Hveravöllum. Ætlaði hún síðan niður að Galtafelli í Hreppum og kals- aði það við lögreglumennina frá Selfossi að flytja sig þang- að, en þeir vildu ekki. Jóna Sigríður sagðist ekki myndu leggja upp á fjöll á næstunni, en kvaðst myndu fara um byggðir á Ljóma sín- um sem fyrr, enda taldi hún sig hefði komizt til byggða frá Arnarvatni án hjálpar. i!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.