Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 13
Fosluðagur 16. ágúst 1963 MORCUNBLAÐIÐ 13 MARGT er rætt og ritað um æskuna og vandamál hennar og er það að vonum, þar sem vel- ferð hennar er og framtíð þjóðar innar. Hitt er svo annað mál, að mjög skiptir í tvö horn um rétt- sýni og þekkingu manna á hög- um og viðhorfum æskufólksins sjálfs og reyndar er það mein, hversu lítt heyrast raddir unga fólksins sjálfs um sín eigin mál- efni, því að á þeim mætti oft byggja farsælar aðgerðir í þágu æskunnar. í þessari grein mun ég leitast við að lýsa för og dvöl mjög fjölmenns hóps ungs fólks í Þórs- mörk um síðustu verzlunarhelgL Mönnum er í fersku minni at- burðirnir í Þjórsárdal í vor og svo hefur reyndar brugðið við undanfarin ár, að ýmsir og miður heppilegir atburðir eða slys hafa orðið á fjölmennum útisamkom- Sr. Bragi Friðriksson; Æskan í Þórsmörk um æskufólks á ýmsum fögrum stöðum landsins. Það er því eðli- legt, að í þetta sinn gætti nokk- urs kvíða um það hvernig færi í Þórsmörk, þar eð vitað var að þangað mundu langflestir sækja í þetta skipti. Æskulýðsráð Reykjavíkur ræddi þetta mál á fundum sínum og var þar sam- þykkt að hafa samráð við ýmsa aðila um heppilegan undirbún- ing fyrir unga fólkið og auk þess fór undirritaður og Jón Pálsson, tómstundaráðunautur, inn á Þórs mörk á vegum æskulýðsráðs til að fylgjast með því, sem þar gerðist. Skal nú rakið, hversu fram fór um þessi máL UNDIRBÚNINGUR. Að frumkvæði Æskulýðsráðs Reykjavíkur var boðið til fund- ar með fulltrúum frá þeim stofn- unum og ferðafélögum, sem vit- að var að annast mundu ferða- lög ungs fólks á Þórsmörk um verzlunarhelgina. Á þennan fund komu fulltrúar frá Ferðaskrif- stofu Úlfars Jackobsen, Far- fugladeild Reykjavíkur, Ferða- félagi íslands, Litla Ferðaklúbbn um, Skórækt Ríkisins og tíogregl unni í Reykjavík. Allix þessir aðilar voru sammála um nauð- syn þess, að gerðar yrðu ýmsar aðgerðir vegna hins væntanlega fjölmennis á Þórsmörk. Fór og svo, að allir þessir aðilar gerðu sitt til að bæta útbúnað og að- stæður á Þórsmörk. Æskulýðs- ráð útvegaði með leyfi borgar- verkfræðings palla, fánastangir og fána til að prýða staðinn og auk þess voru keypt nokkur leik tæki og flugeldar. Skógrækt rík- isins lét leggja vatnsleiðslu og auka salerni og auk þess hafði húh veg af veitingasölu á staðn- um og sér um_ hirðingu hans. Ferðaskrifstofa Úlfars Jackobsen sá um flutnmg og staðsetningu hinna ýmsu tækja. Á hennar veg- um var og sjúkraþjónusta, sem er nauðsynlegur liður alls undir- búnings, enda kom sú þjónusta að miklum notum, þótt eigi yrðu alvarleg slys. Á vegum skrifstof- unnar skemmti hið vinsæla Sa- vannatríó og ennfremur lét skrif stofan gefa út laglegan söngbækl ing, sem gestum var fenginn í hendur. Fjöimennur hópur farar- Stjóra og æskumanna vann ágætt Starf við undirbúnmg ýmsan. ar Ferðafélag íslands og Farfugla- deild Reykjavíkur hafa lengi efnt tii ferðalaga á Þórsmork um þessa helgi og eru þær ferð- ir búnar að fá á sig nokkuð fast skipulag. Bækistöðvar þessara fé laga eru í Langadal, en þar er og skáli Ferðafélagsins. Undir- búningur þessara aðila var að venju ágætur sem og framkvæmd öll. Litli Ferðaklúbburinn er ferðafélag ungs fólks, sem efnir til ýmiss konar ferðalaga og eru þau ágætlega undirbúin og var svo einnig um þessa för. Stjórn- endur klúbbsins eru Hilmar Guð mundsson g kona hans. Af hálfu lögreglunnar í Reykjavik voru gerðar ýmsar ráðstafanir í sam- bandi við þessa helgi og voru þær kynntar á sínum tima í blöðum og útvarpi. Það skal tek- ið fram, áð öll samvinna þessara aðila var hin prýðilegasta og virtust allir keppa að þvi marki, að vel tækist. KOMIÐ Á ÞÓRSMÖRK. Laugardaginn 3. ágúst lögðu flestir leið sína á Þórsmörk. Að vísu höfðu margir farið hina næstu daga á undan, en síðla þessa dags mátti líta geysilanga lest bíla leggja leið sína um þjóð veginn austur og stefna í Þórs- mörk. Það var vissulega tilkomu mikil sjón að sjá svo stóran og fríðan hóp ungs fólks efna til farar á þennan fagra stað. Lang- flestir tóku sér far með stórum langferða- eða fjallabílum, og einnig fóru margir á eigin bílum. Síðasti spölurinn að Þórsmörk er erfiður, því að leiðin liggur um ruddar brautir og árkvíslir, sem sífellt breyta sér. Hinir vönu og ágætu bílstjórar sýndu mik- iijn dugnað við flutning hins fjöl menna hóps, en það verður ‘ekki sagt um suma bílstjóra einka- bílanna. Margir sýndu þá sjálf- sögðu forsjálni að skila farartæki sín eftir við árnar, en nokkrir ruddust alla leið meira af kappi en forsjá, því að ýmsir þeirra sátu fastir í ánum og urðu af því bæði tafir og fyrirhöfn við að bjarga farkostum þeirra. Það kann að vera hressandi fyrir unga menh að busla í jökulvötn- um þessum, þegar bílar þeirra sitja fastir, en skynsamlegt er það ekki og leiðigjarnt fyrir hina, sem áfram vilja komast. Tjón getur og hæg'.ega hlotizt af því, er óvanir menn leggja í árnar á þennan hátt og ættu lögregluyfirvöld beinlínis að banna för lítilla bíla yfrr þessar merkunnar, lautum hennar og giljum. Brekkur eru víði vaxnar eða blómlegum birkiskógi. Sér- staka eftirtekt vekur hinn blóm- skrýddi skógarbotn. Þá spillir það ekkL að Þórsmörk er sögurík og ýms örnefni minna á kyngisögur liðinna atburða. Þórsmörk er hinn fegursti þjóðgarður og heillandi þar að dvelja. Á þess- um stað voru nú saman komnar milli fjögur og fimm þúsundir manna og langflestir þeirra æskufólk frá 13—20 ára. í Húsa- dal farþegar Úlfars Jacobsen, Litla Ferðaklúbbsins, Guðmund- ar Jónassonar og margir þeirra, sem komu á eigin spýtur, en í Langadal gestir Ferðafélags ís- lands og Farfugla. Það var álið- ið kvölds, er allir höfðu búið um svo tjaldbúð Litla Ferðaklúbbs- ins og stórt samkomutjald, en þar fóru fram skemmtiatriði og dans á hans vegum. Farfuglar höfðu skemmtidagskrá fyrir sína gesti í Slyppugili, en margir gestir komu úr Langadal þetta kvöld. Veður var fremur gott, logn en úrsvalt. Sífellt bættist í hópinn á skemmtigrundinni. Ég minnist þess mjög vel, hversu þessi fyrsta stund virtist hlaðin spennu og eftirvæntingu og hún varð um leið hættulegasta andar tak þessarar dvalar. Það er öll- um fyrir beztu að játa þá stað- reynd hiklaust og án afsökun- ar, að þegar hér var komið var ölvun bæði mikil og almenn. Hvarvetna mátti líta æskufólkið, bæði pilta og stúlkur, veifa flösk um og jafnvel stærri ílátum og Staupa sig rösklega. Að sama skapi jókst háreistin og spennan. Menn biðu einhverra viðburða. Vitað var, að hið ágæta Savanna- tríó var væntanlegt á pallinn, enda var það látið duglega í ljós með köllum og hrópum. Ég full- yrði, að á þessari stundu hefði hæglega getað brotizt út múg- æsing meðal drukkinna ungling- unga fólksins. Vitað er, að aukið fjármagn i höndum unga fólksms og frelsi um meðférð þess veldur- miklu um þessa vínnautn, en hitt veld- ur meiru um; að við hin eldri teljum það engin glöp að ferð- ast eða dvelja á fögrum stöðum lands okkar og hafa pelann með. Það er beinlínis talið sjáifsagt og þarf því enginn að reka upp stór augu, þegar fregnir berast af misjafnri hegðun unga fólks- ins. Og ekki verður það sagt, að ýmsir í hópi hinna eldri gesta á Þórsmörk hafi gefið æskunni gott fordæmi í þessum efnum, - nema síður sé, því að líta mátti jafnvel eldri menn ráfandi ofur- ölvi innan um unga fólkið. Væri vel, ef hugsandi fólk gerði sitt til, að breyting yrði á þessari vafasömu og menningarsnauðu tízku, sem nú virðist ríkja og gæti þá og svo farið, að unga fólkið breytti líka háttum sínum til batnaðar. En nú kom hljóm- sveitin og breyttist þá allt til batnaðar á svipstundu, þvi að nú brauzt hinn mikli og örvaði þróttur fram í fjörugum og al- mennum söng, hoppi og dansi. Um leið og ég flyt Ferðaskrif- stofu Úlfars Jacobsen þakkir fyrir hönd hinna mörgu, sem ánægju þessarar nutu, flyt ég hinum ungu mönnum hljómsveitarinnar þakk ir fyrir framúrskarandi áhuga og dugnað þeirra við leik og söng samfara lipurð og framkomu alla. Það mun átit allra, að við komu þeirra hafi allri verulegri hættu verið bægt frá, sem ella hefði hæglega getað orðið, ef ekkert hefði verið gert unga fólkinu til skemmtunar þetta laugardags- kvöld. Leið svo nóttin. að um- hverfið ómaði af söng unga fólks ins og er hljómsveitin lauk starfi sínu mátti enn líta ýmsa hópa, sem settust niður og héldu áfram söng við gítarundirleik, en smátt og smátt tíndust menn til nátt- staðar, þótt seint gengi hjá sum- um og undir morgun kom í Ijós, að svo fyrirhyggjulaust höfðu sumir farið í þetta ferðalag, að hvorki höfðu þeir tjald, nesti eða vísan farkost. Verður það ekki talið hrósvert, enda var það ein- göngu fyrir aðstoð lögreglu og annarra aðstoðarmanna, að þeir fengu einhverja úrlausn. Þannig leið þá þessi nótt og verður hún minnisstæð, því að þótt allt bjarg ist fremur friðsamlega og slysa- laut, þá bar þann skugga á, sem Vafasamur akstur um illfærar ar. Þórsmörk er heimur mikilla andstæðna. Hún á að nágrönn- um þrjá svipmikla jökla, hvassar eggjar bera við himin og straum þung jökulvötnin velta fram um sandana. En hlýlegt er i dölum sig í tjöldum sínum. í Húsadal var tjaldað í skógarkjarn báðum megin dalverpisins og teygði tjaldbyggðin sig langt inn milli hinna fögru hlíða. í Langadal var dvalið í og umhverfis Skag- fjörðsskála, en Farfuglar höfðu bækistöð sína í Slyppugili. MERKURDVÖLIN. Það kom fljótt í ljós, að eigi yrði snemma til hvíidar gengið í Þórsmörk þetta kvöld, þrátt fyrir alllanga ferð. Þegar nálgað- ist miðnætti sáust hópar stefna til svæðis þess í miðjum Húsa- dal, sem ætlað var til leikja og skemmtana. Staður þessi er grasi vaxin grund við rætur brattrar brekku. Þar hafði verið komið fyrir palli upphækkuðum, en fánastöngum umhverfis. í næsta nágrenm, en uin í skóginum, var anna. ölvun þessi var skuggi dvalarinnar á Þórsmörk. Algert ósamræmi ríkti milli hins skógi- vaxna fjallafaðms og ölæstra ung mennanna. Það skal vissuiega tekið fram, að langt var frá því, að allir neyttu víns þetta kvöld, en Bakkus ríkti langt um of og enginn veit, hvað síðar gerðist þetta kvöld í skjóli skógar eða í hugum hins unga fólks. Ég skal ekki fjölyrða um þetta mál hér eða orsakir þessa ástands. En mér varð hugsað til foreldra fermingartelpunnar litiu, sem síð ar þessa sömu nótt ráfaði dauða- drukkin um þennan fagra stað eða unga piltsms, sem ósjálf- bjarga lá í vímu sinni. Mér varð hugsað til þess, að hér bíður mik- ið verkefni fyrir æskulýðsfélög að koma til bjargar og aðstoðar við aukrn og hollara áhrif meðal hin almenna vínnautn olli og ég fæ ekki samræmt i huga mér reikula göngu unga fólksins, flöskulíkin um götur og grundir Húsadals annars vegar og dá- semdir umhve#fis og töfra ágúst- næturinnar hins vegar. í tjaldi Litla Ferðaklúbbsins var aftur á móti skemmtileg aðkoma. Þar lék hljómsveit og dansað var af miklu fjön, enda áfengi út- lægt þar með öllu. Hið sama var um dagskrá Farfugla að segja. Félög þessi hafa sérstöðu, þar sem þau flytja ákveðinn hóp og skipulagðan. Öðru máli gildir um hinar almennu ferðaskrifstof- ur, sem selja öllum gestum far- miða. Hjá þeun verður ekki kom ið við jafn miklu eftirliti, enda fjöldmn mun meirL Skai þó tek- ið skýrt fram, að íararstjórar Framh. á bis. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.