Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID i Föstudagur 16. ágúst 1963 William Drummond: MARTRÖÐ 11 Tony andvarpaði eins Og leik- ari, sem er að sýna þolinmæði sína og uppgjöf gagnvart ósann- girni konu. — Sjáðu nú til, Kisa mín. Eg hef verk með höndum, mikilvægt verk á sinn hátt — enda þótt það sé ekki stórt í sam anburði við Colemans Kornvörur í>ú villt væntanlega ekki eiiga á- byrgðarlausan eiginmann? — Nei, svaraði Kit. — En ég vil bara eiga eiginmann. Henni fannst það ótrúlegt, að fyrir fáum minútum skyldu þau hafa verið svo innileg, en nú snúast hvort gegn öðru, eins og fjendur, sem ætluðu að fara að berjast um völdin. Tony lyfti höndum með von- leysissvip. — Það rekur alltaf að þessu sama hjá okkur. Fyrr eða seinna. — Þú ættir að hafa fataskipti, svaraði hún kuldalega. — Þau fara rétt að koma. Hirgsunin um Beu minnti hana á ráðleggingar gömlu konunn- ar, áður en hún giftist. — Þetta verður eins og rósabeð, Katrín. Alsett þyrnum. Allir verða að komast í þetta fyrstu mánuðina í hjónabandinu, hugsaði hún, um leið og síminn tók að hringja, og hver kona hélt í einfeldni sinni, að hennar hjónaband væri ólíkt ölium öðrum. Hún tók símann. Haiió. Þetta er Grosvernor 33824. Hún var svo niðursokkin í hugs anir sínar, að hreyfingin og orð in komu eins Og ósjálfrátt. En þá kom sönglandi röddin eins og eiturör. Hún skalf. Greip hendi yfir trektina og kallaði: — Tony Þetta er hann! Tony stóð fyrir neðan stigann. Hann leit á andlit hennar, sem var orðið náfölt. — Láttu hann taia! sagði hann. — í guðs bæn um láttu hann haida áfram að tala. Svo hljóp hann upp stigann og tók tvö þrep í einu. Hún hélt frá sér heyrnartólinu rétt eins og það væri álíka saur ugt og orðin, sem komu gegn um það. Samt herti hún sig upp í að tala. — Haldið, þér áfram, hver sem þér eruð. Eg hlusta. Hún gat heyrt fótatak Tonys uppi í svefnherberginu. Og um leið steinþagnaði sím- inn. Hún heyrði smell þegar Tony tók upp heyrnartólið á aukasím anum. — Halló! sagði hún. — Halló! Halió! Ekkert svar. — Þetta þýðir ekkert, Tony. — Hann hringdi af. Hún lagði sím ann og neri hendinni við stólbak ið, rétt eins og hún væri að strjúka af henni óhreinindi. — Hvað var þetta? spurði Tony, og kom fram úr svefnher- berginu. — Til hvers var hann að hringja af? — Það veit ég ekki, sagði hún. — Kannski hefur hann heyrt til okkar. — Það er einkennilegt. Þú hélzt hendinni yfir trektina. Hann getur ekki hafa heyTt neitt. Tony kom hægt niður stigann. — Þú veizt þá, að minnsta kosti að þetta er eitthvað sagði hún. — Aðvitað er þetta einhver, sagði hann. — Siminn hringdi og þú svaraðir. — En heyrðir þú alls ekki rödd ina? — Á þessu færi? Eg heyrði ekki annað en eitthvert skrjáf. Það hefði getað verið hvað sem var. Eins og skakkt númer. — Hún leit á hann tortryggin. — Hvað áttu við með skökku númeri? — Eg á ekki við, að það hafi verið það, útskýrði hann, — en mín vegna hefði það getað verið hvaða rödd sem var. Hann greip símann og valdi 99. — Scotland Yord, takk sneri sér að Kit. — Hafðu engar áhyggjur, Kisa mín, nú verða þeir að hafast eitthvað að. Lögreglustjórinn tók símann. — Byrnes hér. — Þetta er hr. Newton. Eg hringi til yðar vegna þess, að nú hefur þetta sama komið fyrir enn. Fyrir fáum mínútum. Og þér verðið eitthvað að hafast að Konan mín þolir ekki meira en það sem komið er. — Og þér voruð sjálfur í rbúð inni í þetta sinn, hr. Newton? — Já, það var ég. Eg var á leiðinni upp að hafa fataskipti, nánar til tekið. —- Heyrðuð þér kannski sjálf- ur röddina? — Nei. ég þaut upp til að hlusta í hinn símann. En þá var búið að hringja af. — Var þetta ekki mjög stutt samtal? Eg á við, borið saman við hin fyrri? — Jú, það var það. En konan mín er alveg sannfærð um, að þetta var sami maðurinn. Það var eins og Newton væri að verja sig, og yrði síðan reiður, er Byrnes kom með svo augljósa spurn- ingu. Hefði maðurinn getað heyrt hvað frú -Newton sagði við hann? Hefði hann þá nokkra tilgátu um það, hversvegna maðurinn hringdi af? Hvað um frú New- ton, hafði hún nokkra getgátur um þetta? Newton var reiður, ef til vill vegna þess, að þessi hringing í viðbót benti til þess, að konan hans væri með ímyndanir. New ton hafði orðið mjög reiður þeg ar Byrnes gaf í skyn í símann þá um morguninn. — Þetta hefur að minnsta kosti verið hringing, hr. Newton. — Það vitum við. Þér heyrðuð bjölluna hringja? — Guð minn góður! Eg er að minnsta kosti ekki heyrnalaus. — En það af því sem þér heyrð uð, hefði getað verið hringing í skakkt númer? — Já, en það var það ekki, sagði Newton. — Eg er heldur ekkert að halda því fram, ég vil bara kom ast að staðreyndum. Þér heyrð- uð símann hringja. Konan yðar tók hann og sagði, að það væri þessi maður, en sjálfur heyrðuð þér ekkert sem gæti hjálpað til að þekkja röddina. — Það er alveg rétt, samþykkti Newton. — Og nú viijið þér k .nnski segja mér, hvað þér ætlið að gera í málinu. — Mér virðist það skásta, sem hægt er að gera, sé að fá númer inu yðar breytt og fá leyninúm er. Þér ættuð að lofa mér að tala við umsjónarmann sjmans á morgun. Eg gæti fengið þetta gert fljótar en þér getið. Og svo ættuð þér að setja vandlega á yður, hverjum þér gefið númer- ið. — Það væri ágætt ráð, sagði Newton. — Og svo er eitt, hr. Newton Eg mundi í yðar sporum ekki láta konuna yðar vita neitt um þetta, heldur hálda hpnni uppi á einhverjum almennum huggun- arorðum. — Eg held, að ég skilji, hvað þér eigið við. — Við getum ekki strikað yfir þennan möguleika, sem ég var að tala við yður í mórgun. Eg veit, að hann kom yður dálítið út úr jafnvæginu, og það var ekki nema eðlilegt, Betur að gáð, held ég, að þér ættuð að vita einn um númerið, rétt í bili. Umsjónarmaðurinn mun hringja í skrifstofuna til yðar og segja yður, hvað það er. petta held ég yrði bezt. — Eg skil þetta ekki almenni- lega. — Jú, þetta er ósköp einfalt mál, sagði Byrnes. — Ef konan yðar segist hafa fengið hringingu eftir að númerinu hefur verið breytt, er ekkert um að villast — finnst yður ekki? 9. kafli Frú Beatrice de Witt hafði átt mörg skemmtilcgri kvöld í fimmtíu og fimm ára langri ævi sinni. Charles Manning var þeg- ar orðinn dálítið kenndur, þegai hann kom til Claridge-hótelsins þar eð nann hafði, að eigin sögn unnið dalaglega upphæð á Rauða Skóinn í hlaupinu kl. 3.10. End- urminnmg hans um það, hvar hai.n heíði hitt frúna 1 Ameríku- ferð sinni var ofurlítið þoku- kennd 'g enda þótt hún minnti hann aítur og aftur á, að bað hefði ve.'ið i skrautíbúð Fleisch- manns é Long Island, þá var hann re;ðubúinn að sverja, að þau hefðu verið saman annað- hvort á Keniucky-veðhlaupunum eða veðhiaupabrautinni í Sanla Anna. Þetta var þreytandi og hálfgert hneyksli í þokkabót, af því að Bea'var eins og svo marg ir spákaupmenn á kauphöllun- um með það að telja hestaveð- mál ósiðleg. Hún kornst að þeirri niðurstóöu, að hr. Manning væn óheppil. gasti félagsskapunnn sem hún l.efði getað lent í. Og svo þegar þau komu heim til Newtonhjónanna, var Tony enn * h'. ersdagsfötunum og að Ijúka v.ð eitthvert símtal. Hann brá sér upp til að hafa fata- skipti, meðan veslings Katrín, sem va.' nægilega guggin til þess að vera ófrísk („skyldi hún ven það?“ hugsaði Bea) var að hella í vermútglösin hjá þeim, sem var með ofmiklu vatni í og oflitlum ís. Nei, það var ekkert vistlegt þarna hjá þeim hjónakornunum. Og veitingastaðurinn, Chez Francois, hafði líka breytzt til hins verra. Verðið hafði hækkað og maturinn versnað, síðasta ár- ið. Þarr.a var allt fullt af grá- hærðum kaupsýslumönnum, sem voru að skemmta hvorir öðrum og glæsilegum skrifstofustúlkum, á kostnað fyrirtækjanna. Hljóm- sveitin var svo nærri manni, að það mátti með sanni kalla ósvíf- ið og sætin höfðu þrengt svo að dansgólfinu, að dansfólkið gat sig varla hreyft. — Mér þykir leitt, að ég skyldi fara hingað sagði hun í afsökunarskyni, með- an húa var að velja úr hinum hversdagslegu réttum, sem þarna voru á boðstólum. — Viljið þið ekki spyrja þá, hvort þeir hafi slátur? sagði hún. — Það búa það ekki aðrir almennilega til en færustu matreiðslumenn. Þetta var nú kannski ekkert frumlegt, en varð þó til þess, að Charies gamli Manning .ak upp tróllahlátur, sem endaði í hóstakasti. Beatrice de Witt sneri sé>- unaan. — Það er leið- inlegt, að hér skuli ekki vera neinir hrákadallar, sagði hún við Tony. JPorgtmMítðtð Hafnarfiörður Afgreiðsla Morgunblaðsins í Hafnarfirði er að Arnar- hrauni 14, simi 50374. Kópavogur Afgreiðsla blaðsins í Kópa- vogi er að Hiiðarvegi 35, simi 14947. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir kaupendur þess í Garða- hreppi, er að Hoftúni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. Þetta var daufleg máltíð og viðræðurnar jafn dauflegar og maturinn. — Það er eins og Lond on sé að verða þetta, sem kallað er í augiýsingunum „iieimili að heimau" sagði Bea írænka. — IlVýjar hljómplötur koma í tikunni Einnig úrval af möppum og kössum til góðrar geymslu á piötu- safninu. — Beztu plötur. HV ERFITÓNAR Hverfisgötu 50. Sflíltvarpiö Föstudagrur 16. ágrúst. 8:00 Morgunútvarp. 12:#0 Hádegisútvarp. 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Harmonikulög. — 18:50 Tilkynn- ingar. — 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Björgvin og Tómas Karlsson). 20:30 Ungversk fantasía fyrir píanó og hljómsveit, eftir Liszt. — Shura Cherkassky og Fílharmoníusveit Berlínar leika. Herbert von Karajan stjórnar. 20:45 Erindi: Julianus trúvillingur (Jón K. Hjálmarsson skóla- stjóri). 21:10 Rita Streich syngur þjóðlög frá ýmsum löndum. 21:30 Útvarpssagan: „Herflötur" eftir Dagmar Edquist; V (Guðjón Guðjónsson þýðir og flytur). 22:00 Fréttir og veðurfregnh*. 22:10 Kvöldsagan: „Dularilmur" eftir Kelly Roose; III. (Halldóra Gunn arsdóttir þýðir og les). 22:30 Menn og músík; VII. þátturj Ýerdi (Ólafur Ragnar Gríms- son hefur umsjón með höndum). 23.15 Dagskrárlok. Laugardagrur 17. ágúst. KALLI KÚREKI Teiknori: FRED HARMAN — Þetta var kórónan á ófarirnar. Ég fótgangandi og Kalli kemur á hverri stundu, fjúkandi reiður. .— Jæja, þarna kemur vagn. Ég verð að taka hann þótt sjálfur kölski haldi í taumana, — Þegar ég næ í hnakkadrambið á þeim gamla, þá mun hann harma þann dag, er hann fæddist. — Hvað er þetta? Er einhver í felum inni í runnimum? 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 Öskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14:30 Úr umferðinni. 14:40 Laugardagslögin. — 15:00 Fréttir. 16:30 Veðurfregnir. Fjör í kringum fóninn: Úlfar ' Sveinbjörnsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyraj Helgi Hafliðason velur sér hljóm plötur. 18:00 Söngvar í léttum tón. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Skemmtiþáttur með ungu fólkl (Andrés Indriðason og Markús Örn Antonsson hafa umsjón með höndum). 20:50 Kátir þýzkir músikantar leiku marsa, valsa, skottísa og polka, 21:15 Leikrit: „Anderson**, útvarps* leikrit eftir samnefndri sögu Einars H. Kvarans. — Ævar R, Kvaran færði I leikritsform og er jainframt leikstjóri. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. <— 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.