Morgunblaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 1
24 siður
50 árgangur
180. tbl. — Laugardagur 24. ágúst 1963
Prentsmiðja Morgunblaðsina
K s / ■ - .. , v. V.-V..V. /.. VA ^ '•> '/ ^
Stjórnarbylting
í S-Viet Nam?
öártægja meðal embættís-
manna — olga innan hersins
Saigon, 23. ág (NTB-AP).
• ÁREIÐANLEGAR heimildir
í Saigon hermdu í dag, að mikil
óánægja ríkti meðal embættis-
manna í S.-Viet Nam vegna að-
gerða stjórnarinnar og hersins
I»EGAR Krúsjeff forsætisráð-
herra Sovétríkjanna kom til
Belgrad fyrir skömmu, tók
Tító Júgóslavíuforseti á móti
honum. Á myndinni sjást þeir
heilsast á flugvellinum Krú-
sjeff (t.h.) og Tító. Kona Tít-
óst Jovanka, horfir brosandi á.
rnm
í
Talið að Verkamannaflokkur- 1
inn greiði vantrauststillögu
á stjórn borgaraflokkanna
9
ekki atkvæði
Oslð, 23. ágúst (NTB og Skúli Skúlason).
1 KVÖLD lauk umræðum um Kings Bay-málið í norská
Stórþinginu og kl. 20,45, eftir ísl. tíma, var samþykkt
vantrauststillaga borgaraflokkanna á stjórn verkamanna-
flokksins.
TiIIögunni greiddu atkvæði 74 þingmenn borgaraflokk-
anna og 2 þingmenn sósíalíska þjóðarflokksins, á móti
voru allir þingmenn verkamannaflokksins, en þeir eru 74.
Síðan var gengið til at-
kvæða um tillögu þingmanns
sósíalíska þjóðarflokksins,
Finns Gustavsens, þess efnis,
Sambond milli
Hvíta hússins
og Kreml 1. sept.
Washington, 23. ágúst — (NTB)
BANDARÍSKA varnarmálaráðu-
neytið skýrði frá því í dag, að
allt bendi nú til þess, að beint
fjarskiptasamband komist á milli
Hvíta hússins og Kreml 1. sept.
næstk.
Þegar sambandið er komið á,
geta Kennedy Bandaríkjaforseti
og Krúsjeff, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, haft samband
hvor við annan fyrirvaralaust.
Eins og kunnugt er, var samn-
ingurinn um, að komið yrði á
beinu sambandi milli Hvíta húss-
ins og Kreml undirritaður á af-
vopnunarráðstefnunni í Genf í
vor. —
að mynduð yrði ný stjórn
verkamannaflokksins. Var
sú tillaga felld með 148 at-
kvæðum gegn 2.
Nú þykir fullvíst, að borg-
araflokkarnir setjist við
stjórnvölinn í Noregi í fyrsta
skipti í 28 ár. Finn Gustav-
sen hefur lýst því yfir, að
flokkur hans muni bera fram
vantrauststillögu á stjórn
borgaraflokkanna strax á
fyrsta degi, en talið er ólík-
legt að verkamannaflokkur-
inn muni greiða henni at-
kvæði.
Einar Gerhardsen, forsætis/
ráðherra, mun biðjast lausnar
fyrir sig og ráðuneyti sitt á
morgun, laugardag, og talið er,
að formaður hægriflokksins,
John Lyng, forsætisráðherraefni
borgaraflokkanna, leggi fram
ráðherralista sinn á mánudag.
í stjórn hans munu eiga sæti
fimm hægriflokksimenn, fjórir
miðflokksmenn, þrír þingmenn
kristilega þjóðarflokksins og
þrír þingmenn vinstri flokksins.
Gert er ráð fyrir að hin nýja
stjórn taki við völdum um
miðja næstu viku og fari, að
minnsta kosti, með þau þar til
sveitastjórnarkosningar hafa
farið fram í Noregi í lok næsta
mánaðar.
Þegar umræðunum um Kings
Bay-málið lauk í Stórþinginu í
kvöld, höfðu þær staðið í 40
klukkustundir alls. Nær helm-
ingur þingmanna og meirihluti
ráðherra tók til máls við um-
ræðurnar. Engar umræður í
Stórþinginu eftir síðari heims-
styrjöldina hafa vakið jafn
mikla athygli almennings oig
umræðurnar um Kings Bay-mál
ið. Áheyrendapallar þingsalar-
ins voru fullsetnir hvert augna
blik, sem viðræðurnar stóðu, og
menn stóðu í biðröðum fyrir
utan þinghúsið. Umræðunum
var sjónvarpað í heild og hluta
þeirra útvarpað.
Náðst hefur samkomulag um
hluta ráðherralista Lyngs og fer
hann hér á eftir:
Ráðherraefni hægri flokksins:
John Lyng, forsætisráðherra,
Hakon Kyllingmark, varnarmálaráðh.,
Kare Willoch, verzlunarmálaráðherra,
Kare Meland, iðnaðarmálaráðherra,
Onar Onarheim, fiskveiðimálaráðherra.
Ráðherrar kristilega þjóðarflokksins:
Erling Wikborg, utanrikismálaráðherra
Kjell Bondevik, félagsmálaráðherra,
Petter Koren dómsmálaráðherra.
Ráðherrar vinstri flokksins:
Bjarne Lyngstad, fer með málefni
sveitafélaga,
Olaf Kortner, kirkju- og fræðslumála-
ráðherra, og
Ole Myrvoll, launa og verðlagsmála-
ráðherra.
• Nokkur óvissa ríkir enn um ráð-
herra miðflokksins, en talið er, að
Dagfinn Varvik verði fjármálaráð-
herra og Lars Leiro, samgongumála-
ráðherra.
gegn Búddatrúarmönnuip.
• Einnig hermdn óstaðfest-
ar fregnir, að ólga væri nú
risin meðal óbreyttra hermanna
og stjórnarbylting væri yfirvof-
andi.
• Að sögn bandarískra
fréttamanna fer herráð nú meS
stjórn allra ráðuneyta S.-Viet-
Nam. Stjórnin skipaði herráðið
er herlög voru sett í landinu
s.l. miðvikudag og gaf ráðu-
neytunum skipun um að hlýða
því í einu og öllu.
• Ngo Dinh Nhu, bróðlr
Ngo Dinh Diem, forseta og helztl
ráðgjafi hans, er yfirmaður heT
ráðsins og hérma fregnir, að
hann sé nú nær einvaldur i
landinu.
• í dag staðhæfðu frétta-
menn í Saigon, að minnst 30
munkar og nunnur hefðu Iátið
lífið, er hermenn réðust á bæna
hús í Hue s.l. miðvikudag. Stjórn
in heldur hins vegar fram að
enginn hafi fallið.
• Fregnir frá S.-Viet-Nam
eru enn mjog óljósar því að
stjórnin ritskoðar allar frétta-
sendingar þaðan.
Framh. á bls. 23.
Ásgeir Ásgeirsson
forsetL
Bretlandsheimsókn forsetans
um miðjan nóvembermánuð
Heímsækir m.a. Eflísabetu
drottningu
LUNDÚNABLAÐIÐ Daily
Telegraph birti í gærmorg-
un frétt um væntanlega heim-
sókn forseta íslands til Bret-
lands. Segir blaðið, að vegna
sumarleyfa embættismanna í
Whitehall hafi dregizt að á-
kveða dag heimsóknarinnar.
Hafi þetta skapað nokkra ó-
þreyju meðal þeirra manna,
sem leggi mikið upp úr bættri
sambúð Bretiands og Isiands
eftir landheigisdeiluna.
Þá segir Daily Telagraph,
að menn hafi nokkrar áhyggj-
ur af, að forsetinn komi í boði
ríkisstjórnarinnar, en ekki
drottningar. Hins vegar hafi
brezka utanríkisráðuneytið
skýrt frá því, að drottningin
geti aðeins teþið á móti tveim
erlendum þjóðhöfðingjum á
ári og tveim frá samveldis-
löndunum og drottningin hafi
þegar í ár tekið á' móti þjóð-
höfðingjum Belgiu og Grikk-
lands.
I tilefni þessarar fréttar
blaðsins hringdi Morgunblað-
ið til Henriks Sv. Björnsson-
ar, ambassadors íslands í Lund
únum, og spurðist fyrir um
forsetaheimsóknina.
Henrik sagði, að brezka ut-
anríkisraðuneytið hefði þegar
Framh. á bls. 23.