Morgunblaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. ágúst 1963 MORCU N BLAÐIÐ 9 Havnar hornorkestur á sigurför LÚÐRASVEITIN í Þórshöfn í Færeyjum, Havnar Hornorkest- ur, hefur áunnið sér miklar vin- sældir hér, enda er það mál kunnugra, að þetta sé vel þjálf- aður og ágætur hornaflokkur. Á laugardag (17. ágúst) hélt sveitin hljómleika í stærsta sam- komuhúsi íslands, Háskólabíói, fyrir þéttsetnu húsi og við ágæt- ar undirtektir. Þá um kvöldið hafði Lúðrasveit Reykjavíkur hóf inni í Hótel Sögu fyrir hina færeysku frændur vora. Björn Guðjónsson, form. Lúðrasveitar „Reykjavíkur, bauð Færeyingana velkomna, en Pauli Christiansen þakkaði fyrir hönd þeirra. Björn Guðjónsson var sæmdur gull- merki Havnar Hornorkesturs. Á sunnudag lék lúðrasveitin í Árbæ fyrir fjölda áheyrenda. — Lárus Sigurbjörnsson sýndi safn- ið og bauð gesti velkomna. Á mánudag var farið um Suðvest- urland í boði borgarstjórnar og snæddur hádegisverður á Þing- völlum. Á miðvikudag gekk stjórn hornaflokksins á fund borgarstjóra og færði honum að gjöf málverk eftir Ingólv av Reyni og fánastöng með áletruð- um silfurskjöldum. Um kvöldið lék hljómsveitin í Hellisgerði í Hafnarfirði. Forseti bæjarstjórn- ar, Stefán Jónsson, flutti ávarp að hljómleikunum loknum, en síðan bauð Lúðrasveit Hafnar- fjarðar til hófs. Þar afhenti Haf- steinn Baldvinsson, hornasveit- inni gjöf frá Hafnarfjarðarkaup- stað. Lúðrasveitin frá Þórshöfn gaf Hafsteini fánastöng með á- letruðum silfurskildi. Á fimmtudag lék Havnar horn orkestur inn á segulbönd hjá Ríkisútvarpinu. Þá um daginn hafði menntamálaráðherra síð- degismóttöku fyrir lúðrasveitina. Karl Gíslason umsjónarmaður MIG SETTI hljóðan, er ég las í sama blaði dánartilkynmngar fjögurra vina minna og kunn- ingja. Ekki svo að skilja að dauð inn þurfi að koma nokkrum á ó- vart, hann eigum við öll vísann, en það fer svo, að maður á erf- itt með að skilja tilgang þessa lífs, er mönnum í blóma þess er kippt í burtu, en það er tilgangs laust að fárast um það. Við vit um um upphaf og endalok jarð- nesks lífs, en meira vitum við ekki með nokkurri vissu. Það er hins vegar trú okkar að alit hafi sinn tilgang og vissulega hafði líf þessa vinar míns, sem þessar línur eru helgaðar, til- gang. Karl Gíslason er einn þeirra manna, sem gott er að minnast, en betra var þó að vera með. Lífsgleði hans og góð vild smitandi í kringum sig og í návist hans var gott að vera. Þessi, fremur lágvaxni, saman- rekni en þó spengilegi maður, gneistaði af þrótti og þótt sjúk- dómur sá er bar hann til dauða, hefði þjáð hann um skeið var það ekki á honum að sjá. Hinn log- • Tereskova til Kaupmh. Kaupmannahöfn, 21. ágúst (NTB). FLUGKLÚBBUR Danmerk- ur hefur boðið sovézka geim faranum Valentinu Teres- kovu til Kaupmannahafnar. Gert er ráð fyrir að geimfar- inn komi til borgarinnar næsta sumar. Syndið 200 metrana andi áhugi hans á því er hann tók sér fyrir hendur, hvort var í starfi eða leik, fylgdi honum til æfiloka. Hann var á yngri ár um einn fremsti fimleikamaður okkar og munu margir muna hinn tápmikla unga mann, er hann lék listir sínar á slánni. Einnig munu hinir fjölmörgu starfsfélagar hans í Mjólkursam sölunni, bæði yfir og undirmenn hans minnast hans með þakk- læti og virðingu. En því fyrir- tæki vann hann með eindæma trúnaði og dugnaði, allt frá stofn un þess, til dauðadags. Karl átti sér ýmis áhugamál utan starfs. Eitt þeirra var stangaveiði, lax og silungsveiði. Karl var slyng- ur veiðimaður, en það var þó ekki síður ástæðan fyrir löngun hans til að hverfa til ánna og fjallavatnanna, að hann var í eðli sínu náttúrubarn, þótt fædd ur væri og uppalin í borg. Hann hafði yndi af ferðalögum um sveitir og hálendi íslands og pá ekki sízt að dvelja við veiðar í friðsæld og fegurð íslenzkrar nátt úru. Hann galt keisaranum það sem keisarans var því að hann lézt við veiðar, með stöng í hend inni og hversu margir vildum við ekki, stangaveiðimennirnir, kjósa okkur þann dauðdaga. Sá, er þetta ritar og margir fleiri stanga veðiimenn eiga fjölmargar minn ingar um samverustundir með Karli á veiðiferðum og annars staðar og eru þær allar okkur mjög hugstæðar, betri félaga var varj hægt að kjósa sér, enda varð Karli vel til vina. Þung sorg steðjar nú að hinu ágæta heimili Karls og hinni góðu konu hans, Nönnu Einarsdóttur. Synir hans, allir hinir mannvænleg- ustu, eiga á bak að sjá ágætum föðúr og er það þó bót í máli að þeir virðast hafa erft mikið af hinum góðu eiginleikum hans. Við vinir Karls heitins getum ekki endurheimt hann með orð um eða bænum, en minningin um hann lifir í hugum okkar og hana getum við bezt heiðrað með því að vera ems og hann, góðir drengir í leik og starfi. Páll Finnbogason. Nýtt bæjarhús ú Stóra-Vatns- skarði í VETUR brann bærinn á Stóra Vatnsskarði, sem kunnugt er, og allt innanstokks. Komust menn naumlega út. Ungi bóndinn á Vatnsskarði, Benedikt Benedikts- son, hófst þegar handa í vor að reisa nýtt hús. Það stendur á öðrum stað en gamli bærinn eða nær þjóðveginum. Meðfylgjandi myndir tók fréttamaður biaðsins nýlega er hann fór þar hjá. Önnur sýnir nýja húsið, sem er að rísa, og sézt Valadalshnúkur í baksýn. Og hin heim að gamla bæn- um og gripahúsunum. Þjórsárdalsferð um helgina Sætaferð í Þjórsárdal á morgun kl. 10:00. Komið aftur að kvöldi. Ekið um Þjórsárdal og komið m.a. að Stöng, en þar er að finna einhverjar merkustu fornminjar sögualdar, einnig að Hjálp, Þjófafossi og virkjunarstöðvum við Búrfell. Komið við í Skál- holti í bakaleið. — Vanur leiðsögumaður verður nieð i ferðinni. — Upplýsingar hjá BSI. — Sími 18-9-11. Landleiðir h.f. Loftpressa: Loftpressa til leigu til lengri eða skemmri tíma. Upplýsingar í síma 33544. Halicrafter sem nýtt stuttbylgjutæki til sölu. í síma 20000 og 17678. Upplýsingar Bifreiðarstjóri Duglegur bifreiðastjóri óskast strax í ákvæðis- vinnu. — Mikil vinna. Upplýsingar í Korkiðjunni, Skúlagötu 57, sími 23-200. Lokað vegna sumarleyia frá 26. ágúst til 4. september n.k. Rafgeymahleðslan Stiilka vön afgreiðslu óskast strax. Vaktaskipti. — Upplýsingar í síma 19457 og Kaffistofunni, Hafnarstræti 16. Til sölu er Fíat 1100 Special '62 Þetta er ein fallegasta bifreiðagerð Fiatverksmiðj- anna, af þeim sem hér á landi eru Bifreiðin er í góðu ásigkomulagi og vel útlítandi. Upplýsingar í síma 15123. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á hluta í húseigninni nr. 15 við Úthlíð, hér í borg, eign Sigurjóns Friðbjarnarsonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 29. ágúst 1963, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 47., 50. og 52. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á húseigninni nr. 64 við Tunguveg hér í borg, talin eign Ragnars Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 29. ágúst 1963 kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.