Morgunblaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. ágúst 1963 MORCUNBLAÐIÐ 11 Elín G. Árnadóttir Fædd 11. apríl 1877. Dáin 15. ág úst 1963. Víðar en í siklingssölum svanna ías er prýði glæst mörg í vorum djúpu dölum drottning heíur bónda fæðst. (Matthías Jochumson) Hún amma er dáin, 86 ára gömul. Dauðinn ætti ekki að koma á óvart þegar dagurinn er orðinn svona langur, en samt er það svo. Mannleg eigingirni gerir það, að ástvinum finnst kallið oftast koma of fljótt. En nú byrja ég á öfugum enda, það vill fara svo þegar tilfinningarn ar stjórna pennanum. Mér er málið of skylt ég finn það, en ég vildi svo gjarnan senda mína síðustu kveðju. Hún hét fullu nafni Elín Guðrún. Fædd ist á Ytri Rauðamel í Kolbeins- etaðahreppi. Foreldrar hennar voru Árni Halldórsson og Rósa Sigurðardóttir ættuð af Mýrum Elín ólst upp hjá foreldrum sín um ásamt fjórum systkinum. Af þeim er nú aðeins ein syst- ir —Guðný á lífi. Árið 1896 aðeins 19 ára giftist hún Jónasi Gunnlaugssyni frá Vatnshlíð í Húnavatnssýslu. Þau bjuggu í Skógum í Kolbeinsstaðahreppi og eitt ár í Hömluholtum í Eyja hreppi. Lítið munu þau hafa átt af veraldarauð en bæði voru bjartsýn eins og æskan er oft- ast. Jónas var glaðvær og greind ur. Hann tók oft að sér alls- konar ferðalög og lét þá gjarn- an fjúka í kviðlingum, því hann var prýðisvel hagmæltur. Börn eignuðust þau fimm, einn són og fjórar dætur. Úr einni vetr- arferð kom Jónas sjúkur heim. I>að var lungnabólga. Við henni voru fá meðul þá og hann and- aðist' eftir stutta legu. Þá stóð amma ein uppi með 5 börn, það elzta 9 ára. Öriög ekkjunn- ar í þá daga gátu aðeins orðið á einn veg. Heimilið varð að leysa upp. Börnunum varð að koma fyrir sitt í hvora áttina. Það þætti hart aðgöngu í dag — þessi þungu spor ofan á ástvina missinn. En hvað um það, ís- land þeirra daga var strangur skóli. f>á þýddi ekkert vol og víl. Yngsta barnið hafði hún hjá sér og eins fljótt og við var komið tók hún annað til sín og vann fyrir báðum. Einstöku sinnum gat hún heimsótt börn sín þar sem þau dvöldu og man ég vel að mamma sagði mér að þeim stund um hefði hún kviðið mikið. Sárs aukinn við að skilja, yfirgnæfði svo gleði endurfundanna. Þó átti mamma góðu að mæta — en hvað kemur í móður stað, ekki sízt þegar sama barn er líka föðurlaust og hefur orðið að sjá af systkinum sínum. Tíminn læknar öll sár, segir máltækið. Vist græðir timinn sár, en mörg eru þess eðlis að hætt er við að ör verði eftir. Nokkrum árum seinna giftist amma aftur, Jóni Magnússym, sem seinna bjó að Görðum í Kolbeinsstaðahreppi. Hann var sómamaður og duglegur með af- brigðum. Þegar þau giftust hafði Jón tekið að sér litla telpu, Helgu Erlendsdóttur, og ólst hún upp hjá þeim til fullorðinsára. Heim ilið í Görðum varð mannmargt, þau eignuðust 2 syni, og svo tók amma börn sín til sín svo fijótt sem hægt var. Þá voru börnm orðin átta. Það hefði sjálfsagt flestum fundizt nóg, en einu bættu þau samt við, bróðurdótt ur ömmu, elskulegri lítilli stúlku, sém reyndar átti að dvelja á heim ilinu um stundarsakir, en festi þar svo rætur að hún fór aldrei frá þeim aftur — og er fyrir löngu orðin ein af systkinunum. Jón var dugnaðar bóndi — heim ilið var gestkvæmt, enda í þjóð- braut. En það er með líf sumra eins og veðráttuna á íslandi, það er eins og sólin megi ekki skína lengi í einu. Jón missti heilsuna. Þau urðu að bregða búi og flytja til Reykjavíkur. Það var árið 1919. Þau fluttu að Klöpp við Brekkustíg og þar hefur amma búið síðan. Jón rak fiskverzlun hér í bænum eftir því sem heils an leyfði. Hann andaðist 1953 eft ir langt og strangt sjúkdómsstrið. Nokkru áður höfðu þau hjónin tekið sonardóttur sína í fóstur. Nú var amma ekkja í annað sinn með litla telpu, sem hún lét aldrei frá sér fara. Fleira erfitt reyndi hún. Sonur henn ar, Gunnlaugur, frá fyrra hjóna bandi dó skyndilega 27 ára gam all. Jónas son sinn af seinna hjónabandi missti hún rúmlega þrítugan. Hún var orðin lifs- reynd, en þetta varð henni þung raun. Þetta er lausleg upptalning á hennar lífi, en sagan er sannar lega ekki öll sögð. Það sem máli skiptir er eftir. — Hvernig var hún? Hvernig tók hún mótlæt- Auðbjörg Valtýsdóttii í DAG verður til moldar borin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum Auðbjörg Valtýs- dóttir frá Garðsstöðum. Hún andaðist þ. 14. ágúst í sjúkra- húsi í Vestmannaeyjum eftir margra mánaða legu. Svo annt lét Auðbjörg sér ávallt um heim ili sitt, að hún vildi fyrir hvern mun heim fara af spítalanum, enda iétu læknar sjúkrahússins það eftir henni. Þann 9. ágúst var hún flutt helsjúk aftur í Bjúkrahúsið, þar sem hún and- aðist 5 dögum siðar. Auðbjörg var fædd þ. 8. ágúst 1889, að Önundarhorni undir Austur E.yjafjöllum, og var hún því rýorðin 74 ára er hún lézt. Eyjabúar kölluðu hana ávalt »-Beggu á Garðsstöðum". Ung missti Begga föður sinn. Eftir lát hans fór hún til eyja, þar sem hún fór að vinna fyr-ir *ér. Hún var svo heppin að lenda hjá ágætum hjónum, Jó- hanni á Brekku og konu hans. Dvaidist hún þar samfleytt í 10 ár, eða til ársins 1913, að hún hóf búskap með manni sínum Ólafi Eyjólfssyni frá Kefla- vík. Þegar þau Begga og Ólafur fluttu að Garðsstöðum, bjuggu í hinum enda hússins Jón Páls- *on og kona hans Guðrún Eyj- éifsdóttir systir Ólafs. Þau Ólaf tir eignuðust tvo syni Óskar og Guðleif sem báðir eru búsettir í Eyjum. Auk þess ólu þau t>PP yngsta son Jóns og Guðrún »r, Eyjólf, sem þau breyttu í einu og öllu við sem sinn eig- in son. Það var því þungt áfall fyrir Beggu, er Eyjólfur dó 1958 út í Kaupmapnahöfn, eftir heilauppskurð. Begga missti mann sinn árið 1956 eftir stutta legu eftir 43 ára samvistir ailt- •i að Garðsstöðum. Arið 1943 flutti móðir Beggu til þeirra hjóna og dvaldi hjá þeim til dauðadags, þar sem hún and- aðist 94 ára árið 1960. Á þessu sést, að mörg spor Beggu voru þung, en öllu mótlæti tók hún með stakri stillingu. Þegar við nú öll Garðsstaðasystkinin kom um saman til þess að fylgja þér til hinztu hvildar, biðjum við almáttugan góðan Guð að taka á móti þér í ölium sínum dýrð- arljóma um leið og við öll syst- kinin færum þér okkar hjartans þakklæti fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir okkur börn Jóns og Guðrúnar. Ég minnist sérstak- lega ársins 1923, þegar tauga- veikin herjaði á Eyjar. Flest okkar höfðu tekið veikina og. móðir okkar fárveik, við syst- kinin þá orðin 7, Eyjólfur ný- fæddur. Þótt veikin væri bráð- smitandi sýndir þú enga hræðslu er þú hjúkraðir okkur öllum eins og bezta móðir. Við missi móður okkar sýnduð þið Ólafur okkur móðurlausu börn- unum hvers virði það er að verða samferða jafn dásamlegri konu eins og þú varst Begga mín, enda munum við öll syst- kinin minnast með ljúfum hug þeirra samvista. Begga á Garðsstöðum var ein af gamla skólanum af rammís- lenzkum stofni, góðhjörtuð, trygg og ávallt reiðbúin að hjálpa þeim sem voru hjálpar- þurfa, því að sjálf, þekkti hún hvað fátækt var á æskuárum. Á seinni árum má segja að hún hafi verið í góðum efnum, en engin áhrif hafði það á heimili hennar né dagsfarslegt viðmót. Til dæmis var ekki við það kom andi, að breyta heimili hennar samkvæmt nýjustu tízku, eins og synir hennar vijdu, hún þver tók fyrir það gamla konan og sagðist vilja hafa það á sinn eigin máta. Þegar ég heimsótti Beggu í fyrra, þá var það alveg eins að heimsækja hana og í gamla daga, þegar ég var litill drengur og kom til Beggu til að fá mér bita. Hún fór í gamla koffortið sitt þar sem hún geymdi ýms matvæli eins og siður var í gamla daga. Svo rótgróin var gamla konan í gamla timanum, að enginn fékk neinu breytt hvað þetta snerti. En eins og hún var fastheldin á gamla siði og venjur, eins var hún líka trygg öllu því sem hún hafði tekið ástfóstri við. Fyrir alla þína hjálpsemi og gæzku á lífsleiðinni eiga þér margir gott upp að inna og fyrir hönd okkar systkinanna vil ég sérstaklega færa þér okk- ar innilegasta þakklæti. Sonum þínum og fjölskyldu vottum við innilega samúð. Sigurður O. Jónsson inu? Hvernig minnumst við hennar? Eg byrjaði á vísunm hans Matthíasar. Víðar en í siklingssölum, svanna far er prýði glæst. Já, ég veit þetta á við margar íslenzkar konur, en fyrir mér hef ur þetta alltaf verið orð um hana ömmu. Það verður mér ei- líft undrunarefni, hvernig kona eins og hún gat fæðst og alizt upp í afskektri íslenzkri sveit, við fátækt og menntunarskort. Hún var ekki fyrir að láta á sér bera, en hún vakti eftirtekt og bar af þar sem hún kom. Hún var falleg kona, en það hefði ekki dugað langt hefði meðfædd háttvísi og greind ekki líka fylgt. Særandi orð og aðfinnslusemi er oft talinn lofsverður eiginleiki hér á landi og nefnist hrein- skilni. Eg hef aldrei heyrt ömmu lasta nokkurn mann, annað hvort þagði hún eða lagði gott til mála. Hins vegar var hún fljót til að lofa það, sem vel var gert. Það er okkur íslendingum annars ekki of tamt. Og svo að lokum: Hún amma var svo giöð —■ gleðin hennar og hjartahlýjan verður mér minnisstæðust. Hvern ig gat hún brosað og huggað okkur hin, þegar hún átti sjálf erfiðast? Eg veit það ekki, en þessir og ótal aðrir eiginleikar hennar gera, að hún verður mér sem svo mörgum öðrum ógleym anleg. Guð blessi hana og gefi litla fámenna landinu okkar þá gæfu að eignast sem flesta henn ar líka. Stella. IViatvöruverzlun með kvöldsöluleyfi til leigu eða sölu. Tilboð sendist Mbl., merkt: — „Kvöldsöluleyfi — 5162“ fyrir 1. september n.k. OKKUR VANTAR Skrifstofustúlku nú þegar eða 1. september. Kunnátta í vélritun, ensku og einu Norðurlandamálanna nauðsynleg. Bernh. Petersen Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 4. hæð. Símavarsla Stúlka óskast til símavörzlu, umsókn um starfið sendist til afgr. Mbl. merkt: „Símavarzla — 5159“ fyrir 28. ágúst n.k. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 68., 71. og 74 tbl. Lögbirtingablaðsins 1961 á hluta í eigninni Óðinsgötu 19, hér í borg, eign Ásgeirs Karlssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunn ar í Reykjavik, Jóns Grétars Sigurðssonar hdl., Einars Viðar hdl. og Gústafs Ólafssonar hrl á eigninni sjálfri miðvikudaginn 28. ágúst 1963 kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á hluta i húseigninni nr. 12 við Reykjahlíð hér í borg, eign Helgu Gunnarsdóttur, fer fram eftir kröfu . Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 28. ágúst 1963 kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 45. og 48 tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á timburhúsi á Laugavegi 146 hér i borg talin eign Matthíasar Gunnlaugssonar o. fl., fer fram eftir kröfu Jón Magnússonar hdl. á eigninni sjlfri miðvikudaginn 28. ágúst 1963, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 47., 50. og 52. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á m.s. Ottó RE 337, eign Aðalsteins Guðmundsson ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík við skipið á Reykjavíkurhöfn fimmtudaginn 29. ágúst 1963, kl. 3,30 siðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.