Morgunblaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADID Laugardagur 24. ágúst 1963 SVOL FJOLL 00 TÆR ra»jjfxWWX<W.v.w.v DAGBÖKARSUTUR MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ. VIÐ ökum úr Mývatnssveit til Vopnafjarðar. Veðrið er dágott og mjög líkt því sem Veðurstgfan spáði það mundi verða í Vestmannaeyjum. Mývatn er fallegt og þeir segja að silungurinn í því sé betri en annars staðar. Það er Mývetningum líkt. Þeir skammast sín hvorki fyrir vatnið, Slútnes, Dimmuborgir né Höfðann. Ágætir menn og stoltir af þeirri fjalladrottn- ingu, sem er örlög þeirra. Það er ekki einasta að Mý- vatnssilungurinn sé betri en annars staðar, heldur var okkur sagt á Akureyri, að fólk kepptist um að fá slátrið úr Bárðardal og Mývatnssveit. Það hlýtur að vera gaman að vera vænn dilkur suður á Fljótsheiðinni. Hittum Kristján I Vogum. Húsið hans er fínasta villan I sveitinni. Ég spurði: „Hvernig ferðu að því að eiga svona fallegt hús í þess- um móðuharðindum?" Hann brosti og svaraði: „Líttu í eigin barm, þeir kalla þetta Morgunblaðshöll- ina.“ Kristján veit hvað hann syngur og lætur ekki standa upp á sig, hann er ákveðinn í að gerast afgreiðslumaður Morgunblaðsins. Þá fækkar þeim kannski um einn, sem halda að Framsóknarflokk- urinn sé bezti flokkur í heimi. Kristján sýndi okkur Höfð- ann. Hann er eins og rós í hári landsins. Einkennileg til- finning að ganga um .hann að kvöldlagi og skoða trén, sem Héðinn Valdimarsson prýddi sveitina með. Það er jafnvel hægt að auka við fegurð Mývatnssveitar. f Höfð anum hafa mannshendur prýtt náttúruna. Fegurðarþráin er enn óslitinn strengur í brjósti okkar. Það er góðs viti á þess- um tímum. Það er eins og Mývatnssveitin sé nýkomin úr hárgreiðslu, hugsaði ég og horfði yfir kvöldbláa móðuna, sem lá eins og slæða yfir Höfðanum, grænum af grósku og ilmi. Hér var Kristján hagvanur. Hann kunni tökin á að sýna ókunnugum helg- an reit, og þó hann sé stór maður og sterklegur fannst mér eins og hann svifi í loft- inu til að þurfa ekki að fótum troða þetta gras, þennan heita svörð. „Ég þori ekki að fara með ykkur niður að vatninu," sagði hann og benti á spegil- inn. „Fólkið er farið að sofa. En þar er fallegast." Leiddi okkur svo aftur út úr þessum Paradísardraumi og við ókum inn í veruleik- ann, Morgunblaðshöllin beið. Þá var komið dropakast. Hví senda þeir ekki Höfð- ann á fegurðarsamkeppni til Florída eða Langasands, datt mér í hug löngu síðar, þeg- ar ég heyrði um uppörvandi frammistöðu Guðrúnar Bjarnadóttur frá Ytri Njard- vikum, Iceland, eins og stór- blöðin sögðu. Höfðinn mundi áreiðanlega standa sig. Og hann mundi taka sig vel út í litsjónvarpi, með grænt hár slegið og svartan hraunstein í augum. Svo væri ekki verra, ef Einar Jónsson kæmi hon- um á framfæri. En líklega hefur hann nóg að gera næsta árið, ef það er rétt sem Al- þýðublaðið hefur eftir honum á sunnudaginn: „Einar skýrði frá því að lokum, að senni- lega mundi hann fara sjálf- ur vestur til keppninnar næsta ár.“ Þó Mývatnssveit hafi upp á margt að bjóða, Dimmu- borgir, Slútnes, endurnar, þótti mér Hverfjallið ein- hvern veginn ógleymaúlegast. Jóhannes Sigfinnsson á Grímsstöðum veit margt um það. Hann er rikasti maður á íslandi. Hann á Slútnes. Ein- hvern veginn fannst mér, að Hverfjallið hlyti að heita Kerið. Það var Sunnlending- urinn sem kom upp í mér. 1. grein Síðar var mér sagt hið rétta nafn. Áður en það gerðist datt mér í hug þessi vísa: í Mývatnssveit er mikið um stolt. Margur hefur hér kóngur verið. Marglit hraun og mosagræn holt, en mest finnst mér samt til um Kerið. Síðar varð auðvitað að breyta þessu afkvæmi hrifn- ingar og náttúrustemningar: í Mývatnssveit er mikið um stolt, og margur stríðir við eigið þverskall; hraunið mjúkt og mosgræn holt, en mest finnst mér samt tii um Hverfjall. þessa leið í framtíðinni: Spar- ið tíma og peninga. Ferðist til íslands og sjáið Hverfjall. Þá þurfið þér ekki að fara til tunglsins! Mývatnssveitin á áreiðan- lega framtíð fyrir sér. UNDARLEG tilfinning að aka til Vopnafjarðar; stór- brotin auðn Hólsfjalla með melgrashnjótum í svörtum söndum. Og fjallasýn sem verkar á mann eins og und- arlegt sambland af kviða og hrifningu. Fyrsta hugsunin: að hingað hafi aldrei borizt nein utanaðkomandi áhrif. En vistleg, gestrisin heimili Grímsstaða segja aðra sögu. Heimsmenningin hangir meira að segja uppi á vegg hjá Kristjáni bónda; sérkennilegt málverk eftir meistara Kjarv- al af klunnalegu grindverki og dökku landi. Alls staðar hefur hann skilið eftir sig spor, og ekki trúi ég því að nein náin framtíð geti orðið svo óhugnanleg, svo ómann- úðleg að hún hafi ekki löng- un til að varðveita þessi spor. Einhvern veginn datt mér 1 hug það sem Kjarval hafði sagt, þegar honum var boðið að sýna list sína í Sovétríkj- unum: „Þú hlýtur að skiljá það góði, að það er of mikil fyrirhöfn fyrir mig að fara alla leið til Rússlands að skoða myndirnar. Það væri miklu heppilegra að sýna þær hérna í Reykjavík. Þá þyrfti ég ekki að eyða neinum tíma í þetta. Auk þess er mér sagt, að maður þurfi að eiga góða úlpu, ef maður fer til Rúss- lands. Þú hlýtur að skilja það góði, að ég hef ekki efni á svoleiðis -lúxus.“ Að horfa yfir þetta land er Séð yfir Vopnafjörð Pósturinn gistir Grimsstaði á Fjöllum gaman er þar um sumarkvöldin löng. En hvernig eigum við að skilja lífsins stóru fúgu, hvern ig eigum við að skilja afa og alnafna Kristjáns bónda á Grímsstöðum, þegar hann átti kost á jörðunum Reykjahlíð eða Grímsstöðum og valdi hina síðarnefndu. En þá var ekki verið að spyrja um sam- göngur og mjólkurbíla, held- ur beit fyrir sauðfé. Og ef einhver togstreita hefur verið milli sauðfjárins og þægind- anna, bar sauðkindin sigur af hólmi. Þrátt fyrir allt er land- gott á Hólsfjöllum. Isabella Fay heitir banda- rísk skáldkona sem hefur unnið að því að þýða islenzk- an skáldskap fyrir erlend tímarit. Á Fjöllum uppi datt mér í hug þessi spurning hennar, sem hún lagði eitt sinn fyrir mig: „Hver haldið þér að sé höfuðóvinur ís- lands?“ Mér datt Þórisdalur og Varsjárbandalagið strax í hug, en sagði ekkert, því ég var hreint ekki viss. En þá segir hún: „Ég skal segja yður það ungi maður og ég held þér verðið dálítið hissa, það er hafísinn. Hann getur komið einn góðan veðurdag, óboðinn gestur, og umkringt landið Hvað skýldi Þura í Garði hafa sagt við svona hnoði? Þeir segja í Mývatnssveit að Hverfjall sé stærsti gígur i Evrópu, og þó víðar væri leitað. Þetta hafa þeir eftir Sigurði Þórarinssyni og bæta því gjarna við, að hann sé „merkur visindamaður". Slík undur finnast liklega hvergi nema á tunglinu. Ætli auglýs ingar islenzku ferðaskrifstof- anna hljóði ekki eitthvað á Frá Mývatni fyrir okkur sunnlenzka lág- lendinga eins og að koma í tröliabyggðir og eiga von á Dofranum sjálfum við hvert fótmál. En það er öðru nær. Hjarta fólksins eins stórt og auðn landsins er mikil. Það er ekki í kot vísað að knýja þar dyra. Þetta hefur Kiljan fundið, þegar hann var hér á ferð ungur maður og orti: ykkar og leikið það eins grátt og á miðöldum.* Síðan hef ég haft þungar áhyggjur af hafísnum. Ég held nefnilega það sé ekki hægt að stofna neitt Atlants- hafsbandalag til varnar hon- um. En það var líkt um þessa hugsun og auðn Hólsfjalla. Hún kallaði á andsvar, krafð- ist þess maður léti ekki deig- an síga andspænis þeirri nátt- úru, sem er í senn stolt okk- ar og stríð. Mér fannst landið tamið pardusdýr, þar sem það lá fram á lappir sér inni á sandbláum öræfunum, hættu- laust í æfintýraheiðu skini júlínæturinnar, en tvísýnt og til alls líklegt, ef hvítur hrammur leggst yfir hlíð og engi. Og það rámkar við sér. Og þarna rís Herðubreið, skýdofin niður á axlir, en hristir af sér ólundina og vaknar af værum svefni; sól faðmar hrímhvítan tind, og fjallið brosir og landið, nýr heimur sem . opnast eins og dulur einyrkjabóndí, and- hlýr og traustur; eins og ís- inn sé bræddur úr hjarta landsins. Og kvíðinn sem áð- ur var yfirskrift þessa dags, víkur fyrir folaldsléttri gleði, sem svifur inn i brjóst manns eins og vor um græna haga. Treginn deyr af, beygurinn hverfur. Fyrir stund stóðum við hér ein og yfirgefin eins og fé í sjávarhólum, nú leik- ur ský við sól, blár himinn við hvítan tind. Áður óþekkt stef sönglar í höfðinu á mér: Horfði ég 1 harm þinn, horfði í djúpa lind. Ég vissi ekki hvaðan það kom né hvert það fór, en ein- hvern veginn kom það og settist í hug mér eins og fugl á stein, eitt andartak. Hverf er haustgríma, segir skáldið. Þegar við höfðum nokkru síðar kvatt Þorstein bónda í Víðidal, skoppaði aðskota- geisli á Hádegishnjúk og sleikti bláfextan kambinn eins og hvít tunga af himni. Jörðin ævintýr í ótal mynd- um. Ég vissi ekki hvort þær áttu upptök sín í hugrenning um mínum eða náttúrunni. En hvernig sem það var heyrði ég aftur stefið og nú betur, brot úr Ijóði, eitthvað sem kemur og fer eins og kliður fugls í flesjum og flóaengjum: Sá dagur var ei draumsjón köld og ber sem dyra knúði og spurði eftir mér, hann var mín gæfa, veröld fersk og ný, vor i skafli, moldin dökk og hlý. Þú varst sá dagur, ung með augu brún og yl sem fari sunnangola um tún, og grasið var mín unga ást til þín. Ég er þitt ljóð og þú ert stúlkan mín. Úr þvalrl jörð mun þiðna krapamor og þá mun aftur koma túngrænt vor með sumarbros og sólskins lokk um kinn. Mín sól ert þú og ég er skuggi þinn. M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.