Morgunblaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. ágúst 1963 MORGUNBLAÐID ____ undir voru halönir. Fundarstjóri, þegar myndin var tekin, er Rajah Manikan biskup í Indlandi. Sr. Ólafur Skúla son: það, að einmitt Alkirkjuráðið hefur styrkzt fyrir einingu lút- herskra kirkna og samstöðu þeirra innan sérsamtaka sinna. Og enn frekar þessu til stuðn- ings nægir að benda til þess, að dr. Fry er ekki aðeins forseti Lútherska heimssambandsins, heldur einnig formaður fram- kvæmdastjórnar Alkirkjuráðs- ins. Mundi hann naumast starfa eins ótrauðlega í báðum þess- um kirkjulegu samtökum, ef annað þeirra ynni að því að Veikja hitt. En lútherskir þurfa ekki að- s að líta til systurkirkna innan mótmælenda sam- ganna, heldur er einnig áuðsynlegt nú að renna augun- m í áttina til hinnar helgu Rómaborgar. Rómverska kirkj- an sýndi það undir stjórn hins ástsæla Jóhannesar XXIII, að hún vill nú viðurkenna tilveru annarra kirkjudeilda, m.a. með Lútherska heimsþingiö í Helsinki „ÞEGAR ég lít yfir þennan virðulega þingheim“, sagði for- seti samtakanna, dr. Franklyn Clark í ávarpi sínu við þing- setninguna, „þá er sem öllum sé lyft í tilbeiðslu og lotningu til Guðs. Þingsetningin er miklu meira, heldur en hefðbundin at- höfn, nokkurs konar endalok mánaðarundirbúningsstarfs, af því að fögnuðirinn sem fyllir hjörtu vor, er vér sitjum hér meðal bræðra víðs vegar að úr heiminum, gerir samveruna allt annað en hversdagslega. Honum sé dýrðin sem er allt í öllu! Það er fyrir náð Hans, að vér erum hér saman komin í Hans nafni, það er sakir náðar Hans, að oss hefur ei verið eytt og tortímt, Hann hefur kveikt trúna i hjörtum vorum, og vér játum það fúslega, að hún er ekkert mannaverk né nokkrir verðleikár af vorri hálfu, sem vér fáum treyst á, heldur er trúin eingöngu andsvar vort við fórnandi kærleika Hans. Hún er Guðs gjöf.“ Og þessi merkilegi maður, sem virðist sameina í pærsónu sinni svo vel sem slíkt er mögu- legt kirkjufélög mótmælenda og grísk orthodora, hélt áfram að flytja ávarp sitt, rólegri og festulegri röddu. Allur er mað- urinn virðulegur, og það svo að hann hlýtur að vekja eftirtekt, hvar sem hann fer. Þrátt fyrir þetta er hann blátt áfram og látlaus. Dr. Fry lýsti þýðingu þings sem þess, er hann nú setti með því að benda til þess, hve upp- örfandi það væri fyrir hvern og einn að geta fylgzt með því, sem fram fer víðs vegar um veröldina, sjá og heyra um nýja 6igra, sem bera vitni um lífs- magn fagnaðarerindisins. Eink- unnarorð Þingsins: Kristur í dag, bera þess líka greinilega vitni, að það er hinn starfandi Guð, sem við tiihiðjum. Það er vissulega auðveidara að tak- marka sig við Guð eins og við kynnumst Honum í Ritningun- um, en það má ekki gleyma Hon um þar og sjá Hann hvergi annars staðar í opinberun sinni. Þetta hefur ætíð einkennt mann kynið, Guð fortíðarinnar hefur meir verið tilbeðinn og tignað- ur, heldur en Guð nútíðarinn- ar. „Ég er þakklátur fyrir það“, hélt dr. Fry áfram, „að ég get séð Guð í gegnum gang ald- anna. Það er staðreynd, að Guð verður oss auðsýnilegri fyr ir vitnisburð siðbótarmannanna og lífsvitnisburð dyggra þjóna um aldaraðir. Það er erfiðara að sjá Guð í nútíðinni. En til þess erum vér komin á þetta þing, að oss verði þetta auð- veldara, að því verðum vér að keppa. Vér erum komin hingað til þess að sjá Hann að starfi sjá Krist í dag. Og það er hægt að halda því fram, að einu leyti a.m.k. sé auðveldara að finna lífsmátt Guðs á þessum ruglings lega og hættulega tíma, sem vér nú lifum, heldur en við „venj ulegar" kringumstæður. Sókn vorrar kynslóðar veitir Guði ný tækifæri, en hindrar ekki starf hans. Ég er ekki einn þeirra, sem halda því fram, að framfarir aldarinnar víki Guði til hliðar. Slíkt er þvættingur. Það er andi heimsins, sem leit- ast við að gera það með aukn- um hroka og stærilæti og villir mönnum sýn með því að telja þeim trú um, að hið eina, sem þeir þarfnist, séu áþreifanlegir hlutir, tæki, þjóðarsj.álfstæði og efnalegar framfarir, því með þessu öðlist þeir frið og sálu- hjálp“. Og dr. Fry talaði áfram um það, hversu þýðingarmikið það væri, að kirkjan svæfi ekki á verðinum, heldur léti kraft Guðs brjótast í gegn í öllu starfi sínu. „Kirkjan á ekki að ótt- ast breytingar, heldur miklu fremur að laða þær fram og hjálpa öllum að ná rétti sínum, svo hver og einn fái notið sín sem bezt.“ „Vór erum saman komin hér í Helsinki", sagði forsetinn að lokum, „sem hluti Kirkju Guðs. Vér gerum enga kröfu til þess að vera öll Kirkjan. Slíkt væri rangt, bæði vegna vorra sjálfra sem og feðra vorra.“ Og hann benti á það til staðfestingar orð um sínum, að játningar og yfir- lýsingar Lúthersku kirkjunnar væru hugsaðar sem sameining- arskjöl kristninnar en ekki til að splundra henni. „Sem synir siðbótarinnar erum vér reiðu- búnir til þess að ganga til móts við kristna bræður alls staðar í leit nánari einingar allra þeirra sem ákalla Jesúm Krist sem herra sinn“. Forsetinn gengur úr ræðu- stólnum, þingheimur rís úr sæt um og hyllir hann. En ofar öll- um blasa við orðin: Kristur í dag. Fyrst á finnsku: Kristus Tanaan og þar fyrir neðan á ensku, þýzku og sænsku. Hann er í dag og um aldir og það er til að hlýða kalli Hans sem þing þetta er kallað. Kristur í dag. IV. Lútherska heimsþingið hefur verið sett. Enn veit eng- inn, hver verða muni saga þess, og hvernig samanburðurinn muni verða við þingin, sem á undan hafa farið. Hið fyrsta var haldið í Lundi í Svíþjóð ár- ið 1947, enda þótt fyrr eða fyr- ir réttum 40 árum hafi verið mynduð mjög lausleg samtök lútherska kirkna. Næst kom- þingið í Hannover í Þýzkalandi árið 1952 og hið síðasta á und- an Helsinki þinginu var í Minne apolis í Bandaríkjunum 1957. Hinn vísi forseti samtakanna, sem ég hef svo óspart vitnað í hér að framan gaf þessum þingum svohljóðandi vitnisburð: „í Lundi lærðum vér að ganga saman; í Hannover lærðum vér að biðja saman; í Minneapolis lærðum við að hugsa saman“. Ekkert af þessum atriðum á að verða útundan hér 1 Helsinki, en þó á að beina starfinu að nokkru inn á nýjar brautir, þar sem ætlunin er að leitast við að líta með gagnrýni á tilveru samtakanna og þann, grundvöll, sem lútherskar kirkjur hafa yf- irleitt byggt á í anda siðbótar- mannanna: réttlæting af trú. Samtök lútherskra manna þurfa að líta á aðra en sjálfa sig og mega ekki gleyma sér í neinni sjálfsánægju. Fyrir eru í heiminum önnur slík samtök mótmælenda, og flest eru þau, auk grísk orthodoxu kirkjunn- ar, sameinuð í Alkirkjuráðinu. Þær raddir heyrast því, sem halda því fram, að þessi sér- samtök lútherskra manna geri það eitt að verkum, að þau veiki þessi allsherjar samtök. Ekki hefur þessi gagnrýni þó við nein haldgóð rök að styðjast því að bjóða þeim sem áheyrn- arfulltrúum á Kirkjuþingið Róm. Nú hefur rómverska kirkj an gengið skrefinu framar og sendir í fyrsta skiptið í sögunni fulltrúa sína til þess að vera nærstaddir þing eiris kirkjufé- lags mótmælenda. Og finnst okkur hér, að hún hafi svo sannarlega valið rétt með því að ríða á vaðið hjá þeim, sem kenna sig við nafn Marteins Lúthers, munksins, sem hefur sennilega gert meira gott fyrir kirkjuna í heild sinni, þ.á.m. rómversku kirkjuna, heldur en nokkur annar einstaklingur síð an hann leið. Og nú sitja hér rétt ofar fulltrúum íslenzku kirkjunnar tveir virðulegir full- trúar páfans og virðast hlusta með athygli á allt það, sem hér fer fram. Var þeim líka heils- að með miklum fögnuði af þing heimi öllum. Og þá ekki síður fréttinni um það, að á fram- haldi Kirkjuþingsins í Róm megi þessi samtök lútherskra eiga þrjá fulltrúa í stað hinna tveggja, sem þau áttu á fyrstu fundunum. Fleira er hér fulltrúa ann- arra kirkjudeilda, einn er nokk- uð kunnur heima, en það er fulltrúi ensku biskupakirkjunn- ar, biskupinn af Fullham, en hann var á íslandi í vor. Séra Albert van den Heuvel, sem fyrr er getið, hefur líka gist ís- Þmgio heiur uilieimt mikinu undirbuning og langan. Hér sjást þeir, sem mikið hefur á mætt: herra Smojoki biskup í Helsinki, dr. Fry, forseti Lútherska Heimssambandsins og dr. Heikki Waris, prófessor við Helsinki háskólann. Standa þeir fyrir framan dómkirkjuna. hann fulltrúi Alkirkjuráðsins. Gleymi ég aldrei lýsingu hana á íslandi og minnist þess ætíð, er fundum okkar ber saman, en hann sagði, að Island minnti sig úr loftinu séð á skinnið á sjúkum krókódíl! Þá situr í stúku hér hægra megin við okk ur ung stúlka, sem aldrei mundi taka undir lýsingu Alberts á landinu okkar, heldur sér hún það allt í rósrauðum hyllingar- bjarma, síðan hún var heima á síðasta sumri, heitir hún Anita Diehl, er fædd í Indlandi, sænsk ur ríkisborgari, en starfaði fyr- ir Alkirkjuráð með búsetu í Genf. Er hún einn af túlkum þingsins og hugsar um þá, sem helzt vilja hlýða á sænska tJingu. Er hún málamanneskja mikil og talar, þó ung sé, fimm tungu- mál svo til reiprennandi. Túlkarnir eru jafnnauðsynleg ir á þessum allsherjarþingum eins og ræðumennirnir sjálfir. Hér sitja allir með heyrnartæki annað hvort við eyrun eða á knjám, eftir því hvort ræðu- maðurinn er að tala mál, sem áheyranda er tamt eða ekki. Er mikil áreynsla fyrir túlkana að flytja orð ræðumannsins svo til jafnóðum og hann talar, og oft er hætt við því, að eitthvað vilji glatast í meðferðinni eða fái á sig annan blæ en þann, sem ræðumaðurinn ætlaðist til. Er hér. um að ræða fjögur tungu mál, hin opinberu mál samtak- anna, ensku, þýzku og sænsku og svo finnsku, mál gestgjaf- anna. Vorkenndi ég mest hin- um finnsku túlkum, þar sem Finnarnir virðast þurfa miklu lengri tíma til þess að tjá sömu hugsun en aðrar þjóðir, þar sem mörg hinna finnsku orða eru svo geysilega löng. Kom þetta einna greinilegast í ljós, þegar fulltrúar fóru upphátt með Fað ir vor eða Postullega trúarjátn ingu. Voru þá Finnarnir helm- ingi lengur að flytja sitt held- ur en hinir. Allir sameiginlegir fundir þingsins eru haldnir í súlnasal háskólans. Hefur hver fulltrúi sinn ákveðna stól, er þar kom- ið fyrir öllum nýjum skjölum, sem hann þarf að hafa við hend ina þann fundinn, ensku mæl- andi fá blá blöð, þýzku talandi græn, og þeir sem velja sænsk una brún. öllu er sjónvarpað, sem fram fer í súlnasalnum fyr ir gesti, sem geta komið sér fyrir í sölum háskólans fyrir framan sjónvarpstæki og fylgzt með öllu. Þá voru einnig sjón- varpstæki í veitingasal háskól- ans, og voru þeir margir full- trúarnir, sem tóku það ráð, er þreyta fór að sækja á þá, að þeir brugðu sér niður og fengu sér kaffisopa, og gátu þá sem auðveldast fylgzt með öllu því, sem fram fór í salnum. Gerðust margir hverjir miklir kaffi- drykkjumenn, sérstaklega er fór að líða á þingið og vinir mæltu sér mót yfir kaffibolla fyrir framan sjónvarpstækin í veit- ingasalnum. Áfram er haldið, þingið er ekki nema rétt byrjað. And- litin, sem enn eru e.t.v. ekk- ert annað en mismunandi „grímur", fara að fá á sig kunn- ugleikablæ, og unnt er að skyggnast svolítið dýpra. Kol- I svartur Indverjinn við hliðina : á mér er farinn að verða svo- i lítið íslenzkulegri, og hver veit nema honum finnist vera farinn að koma svolítill Indverja svip- ur á mig. Eitt er víst, að þá flest er gleymt, sem sagt verð- ur í ræðustól þingsins, munu samt einstaka andlit. alltaf eiga heima í hugum okkar og leiða okkur á ný í súlnasalinn í Hels- inki. En þetta á nú tíminn eft- ir að skera úr um. Hlé er gert á þingstörfum. Nú skal staðið á fætur, sálm- ur sunginn, norskur prestur leiðir þingheim í bæn. Hádegis- hlé. Rétt er úr þreyttum bök- um. Háskólinn verður fljótt auð ur og tómur. Hátalararnir fá að hvíla sig í bili. Nú skal Hels- inki skoðuð, þó aðeins séu tveir Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.