Morgunblaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 1
24 slður Mikið eld- gos á Bali A.m.k. 50 manns hafa farizt Djakarta 7. sept., NTB-AFP. ELDFJAL.LIÐ Mount Batur á Bali er nú tekið að gjósa og taefur gosið valdið bæði mann- og eignatjóni, að því er fregnir hermdu í Djakarta í dag. Var í fyrstu talið að heill bær hefði lagzt í rúst vegna gossins, , en síðar voru þær fregnir bornar Kjeld Philip lætur af embætti Kaupmannahöfn, 7. sept. — NTB: — Kjeld Philip, efnahagsmálaráð- berra Dana, skýrði frá því í dag að hann hygðist draga sig í hlé frá stjómmálum, en hann er full trúi radikalaflokksins í stjóm- inni. Ekki hefur Philip tilgreint ástæður fyrir því að hann dregur sig í hlé, en segir að hann hafi tekið ákvörðun eftir að hafa íhug að málin gaumgæfilega í nokkr ar vikur. Philip átti ekki sæti á þingi er radikalar skipuðu hann sem full trúa sinn í stjórninni 1957. Hins vegar var hann kjörinn á þing í kosningum, sem urðu til þess að núverandi stjórn var mynduð, en í henni eiga sæti sósialdemókrat ar, radikalir og Réttarsambandið. Philip varð fjármálaráðherra 1960 og efnahagsmálaráðherra 1861. Hann er 51 árs gamall. Svo sem kunnugt er heimsótti Philip ísland í sumar og ferðað ist víða um landið. Heimsókn hans var ekki opinber. til baka, og sagt að aðeins út- jaðrar bæjarins hafi orðið fyrir skemmdum. A.m.k. 50 manns hafa beðið bana og meira en 100 manns hafa særzt. Fregnir af gosinu náðu ekki til Djakarta fyrr en í nótt, en eldfjallið tók að gjósa á fimmtu- dagsmorgun. í fyrstu fréttum var sagt að ferðamannabærinn Kintamani hefði eyðst í gosinu, en bærinn er aðeins 20 km. frá gíg fjallsins, sem er 2000 metra hátt. Þessar fregnir voru bornar til baka nokkru síðar og sagt að aðeins útjaðrar bæjarins hafi orðið fyrir skemmdum. Væri þar fimm þumlunga þykkt ösku- og vikurlag. Þetta er annað eldgosið á Bali í ár, en áður -hafði fjallið Mount Agung gosið miklu gosi, og létu 2000 manns lífið í þeim hamför- um. Fregnir af náttúruhamförun- um nú eru mjöig óljósar en í Djakarta er óttast að fjallið sé ekki hætt að gjósa enn. 150 farast í skógar- eldum Rio de Janeiro, 7. sept. — NTB — Reuter: — 150 manns hafa farizt í skógar- eldúm, sem geisa í héraðinu Par ana. 10.000 manns hafa orðið að flýja heimili sín vegna eldanna. Slökkviliðsmenn unnu allt hvað af tók í nótt við að reyna að hindra að eldurinn gærist í skóg, sem telur 250 milljón furutré, og stærsta pappírs og sellulósaverk- smiðja landsins byggir fram- leiðslu sína á. Hvítur ofstækismaður í Alabama, reiður vegna þess að lögreglum aður hyggst hindra hann í að bera skilti, sem á er letrað „Kecp Alabama white“ — Alabama verði áfram hvít. — Myndin var tekin nú í vikunni. Fjöldahandtökur hefjast aftur í Saigon Skólanemendur stjórn landsins Saigon, Bankok og New York, 7. sept. — NTB — Reuter. LÖGREGLAN í Suður-Viet- nam handtók í dag mörg gera hróp að og Kennedy hundruð stúdenta og gagn- fræðaskólanema, sem tóku þátt í mótmælaaðgerðum vegna ofsóknar stjórnar lands ins á hendur Búddatrúar- ríkjamönnum og Kennedy forseta, og er það í fyrsta sinn, sem slíkar raddir hafa heyrzt í landinu. Þá tilkynnti Pote Sarasin, framkvæmda- stjóri Suð-austur-Asíuhanda lagsins, SEATO, í dag að hon um hefðu borist áreiðanleg- ar upplýsingar um að komm- únistar í Suðaustur-Asíu hertu nú mjög undirróður sinn, einkum í S-Vietnam Ennið að tengingu nýju valnsæ ðarinnar í fyrrinótt. Tengingin gekk eltii nætlun AÐFARANÓTT laugardags var vatnslaust í miklum hluta Reykjavíkur, þegar hin víða Miklubrautaræð var tengd aðal- vatnsæð borgarinnar. Tengingin gekk eftir áætlun, skv. frásögn Gunnars Péturssonar, skrifstofu- stjóra Vatnsveitu Reykjavíkur. — Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm. Kvað hann tengingunni hafa ver ið lokið milli kl. 3.30 og 4. Dælan við Gvendarbrunna var sett í gang kl. 5. Vatnið var sums staðar gruggugt fram eftir degi, einkum í Austurbænum, en flest- ar leiðslur munu fljótlega hafa hreinsazt. mönnum. Gerðu sumir skóla 0g Laos> — j gaerkvöldi báru nemendanna hróp að Banda- Framhaid á bis. 23 Iveir menn vegn- ir í Birmingham Wallace ríkisstjóra stefnt fyrir rétt Bírmingham, Alabama, 7. sept. NTB — Reuter: — Samkvæmt frásögn lögreglunnar í Birmingham létu tveir menn líf ið í átökunum, sem urðu er hóp- ur ca 15 negra hóf skothríð á hús negrafjölskyldu einnar í nótt. — Mikill fjöldi lögreglumanna var sendur í skyndi á staðinn, og hófu negrarnir þá skothríð á lög regluna. Fullyrt er að átök þessi eigi ekki rætur sínar að rekja til kynþáttavandmálsins, þar sem negrar skutu í þessu tilviki á kynbræður sína. Sambandsdómari í Birming- ham stefndi í dag Wallace ríkis stjóra fyrir rétt n.k. fimmtudag til þess að gera grein fyrir þeirri stefnu sinni, að neita negrum um aðgang að skólum í Birmingham. Ibúar Alabama virðast 'nú vera orðnir þreyttir á framtakssemi ríkisstjórans, og mörg blöð, sem áður studdu Wallace, gagnrýna hann nú harðlega fyrir aðgerðir hans í skólamálunum. Blaðið The Huntsville Times birti í gær harðorða ritstjórnargrein, og kvað aðgerðir Wallace vera „sví virðilegar, tilgangslausar og lítil mótlegar". Sagði blaðið að allir íbúar Huntsville ættu að gera ríkisstjóranum kunnugt að þeir væru mótfallnir hinum svívirði legu athöfnum hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.