Morgunblaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 8. sept. 1963 ÞAÐ hefur rignt allan dag- inn, stundum í steypiskúrum, stur um sem úðarigning. — Loftið er svalt og rakt, þunigt og grátt. Úr glugganum mín- um í húsi blaðsins sé ég kranana við höfnina í móðu, og ryðrauða nýbyggingu á einum hafnarbakkanum eins og gluggalausan vegg. Niðri á götunum krimgum torgið rennur umferðin sýknt og heilagt og það hvissar í votu asfaltinu undan bílunum. — Það frussast frá sporvögnun- um. Það er með öðrum orðum hinn venjulegi júnídagur í Gautaborg. Á vinnuborðinu liggur bréf, kveðja frá íslandi, inn- an um haug af blöðum og pappír. Magnús Gíslason, þessi ágæti maður, segir að sumarið sé komið til eyjar- innar. „Það er sól á hverjum degi,“ skrifar hann. Er svo nokkur furða, þó mér verði fyrst og fremst hugsað til veðurfarsins og náttúrunnar, er ég minnist þeirra góðu daga, sem nor- rænir blaðamenn áttu á ís- landi. Væri ég skáld skyldi ég yrkja — gjarnan í stíl Egils Skallagrímssonar — um tært loftið, sem maður verður nærri ölvaður af. Hinsvegar verð ég að láta mér nægja að lýsa með hversdagslegum Mætast maður cg auðn orðum virðingu minni á lofts- lagi, sem gerir miðaldra liða- gigtarsjúkling léttan og spræk an eijis og ungling, svo að ekki sé minnzt á þá gleði, sem þetta loft veitir náttúrudýrk- anda. Þetta loft gefur nefni- lega æsandi útsýni yfir lands- lag með óviðjafnanleiga stór- um dráttum, litadýrð og fjöl- breytni og svo skarpt í öllum smáatriðum, að jafnvel auðn- in getur aldrei orðið ógnvekj- andi. Mér datt oft í hug þann stutta tíma, sem ég var á ís- landi, að eyjan ætti að vera samkomustaður norrænna listamanna. Hér gseti listræn endurreisn skotið rótum úti í sjálfri náttúrunni. Endurreisn sem sneri baki við París og listatízku nútímans, hreyfinig sem drægi fram þá óviðjafn- anlegu fjársjóði, sem finnast allt í kringum okkur — ef við höfúm augun hjá okkur eins og til dæmis Jóhannes S. Kjarval. En snúum okkur aftur að landslaginu. Þið lesendurnir þekkið það betur en ég, en þið hafið ekki orðið fyrir því losti og frelsun sem þetta furðulega og litríka ævintýr er gestinum. Þið hafið allar þessar dásemdir í kringum ykkur á hverjum degi á sama hátt og ég hef grámózkuna og regnið á sænsku vesturströnd- inni. í hjíirta mínu mun ég geyma röð mynda af þessu landslagi. Sumar eru af hraunbieiðum með hvassar línur, sem fyrst mildast í blén andi heeðardrögum eða gígar með dúsamlega dimmbláum vatnsflctum. Aðrar eru af þröngum dölum eða gáska- fullum flúðum, svo ekki sé minnzt á reykjarstrókana upp til fjalla, sem ginna mann til að halda að fólk búi þar upp frá. Eða túnin sem eru grænni en nokkuð sem sést í okkar landi. Svona talar rómantískur maður, borgarbúi úr landi, þar sem bílarnir mynda mílu- langar raðir á þjóðvegunum, loftið er forpestað af benzín- gufum og hver blettur girtur og vakað yfir af grimmum eigendum. Þegar hann kemur út í frjálsa víðáttuna, ómæl- anle^a villimörk, verður sál hans gagntekin og frjáls eins ■ og eftir djúpan andardrátt, en hann finnur líka til ótta og hvatningu til dáða. Þessi tilfinning var sterkust hjá mér í Reykholti. Þar fannst mér útvarðarstöð, þar sem mætast maður og auðn. Augu mín leituðu til norðurs eftir dalnum, að fjöllunum og snævi þökktu tindunum í skarðinu í norðaustri. Það átti svo prýðilega við. að í sama augnabliki mátti sjá svanahóp bera eins og hvítan borða við fjöllin í fjarska. Þessir gömlu, heilögu fuglar okkar hafa einmitt átt að vera verur, sem stóðu mitt á milli náttúrunnar og manns- ins. Það var ekki laust við mig langaði til að skilja .við förunautana og langferðabíl- inn og labba mig aleinn upp á Arnarvatnsheiði. En ekkert varð úr því, mað- ur er manns gaman. Hugur- inn finnur ennþá ylinn, sem stafaði frá heimili prestsins. Þar gat að líta framúrskar- andi list og bókasafn, þar sem Islendinga sögurnar skip- uðu að sjálfsögðu heiðurs sess. En hvað sem öðru leið var það útvarðarstöð, á landa Gösta Andrén mærum ríkja, manna og náttúrunnar. Þetta er nú orðin skýrsla um tilfinningar. Evo að g glati nú ekki sóma mínum sem nútíma blaðamaður á Vestur- löndum verð ég að bæta þv’ við að lokum, að stórfenglegt var að heimsækja sements- verksmiðjuna á Akranesi. Það var ekki aðeins að verksmiðj- an væri eftirtektarverð fyrir stærð sína og hagkvæma byggingu. Þar hafið þið ís- lendingar sýnt, að nota má auðævi landsins á aðdáunar- verðan hátt. Og enn sem fyrr hafið pið haft auga fyrir að nýta einnig þau verðmæti sem finnast í hafinu kringum þessa undraverðu eyju ykkar. Gautaborg í júní 1963. Gösta Andrén. ' Mite kerti í flestar tegundir bifreiða og h j álpa rmótor h j óla. Leiknir Melgerði 29. — Simi 35512. Sparifjáreigend ur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11-12 f. h. og 8-9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3A. Sími 15385 og 22714. Sveinn Finnssnn hdl Málílutningur - Fasteignasala Laugavegi 30. — Sími 23700. og eftir kl. 7: 22234 og 10634. Samkomur Almenn samkoma Boðun fagnaðarerindisins í dag að Austurgötu 6 Hafnar- firði kl. 10 f. h. — Hörgsnlíð 12, Rvík kl. 8 e. h. Hjálpræðisherinn Sunnudag: Kl. 11: Helgun- arsamkoma. Major Drive Klepp talar. Kl. 4: Útisam- koma. Kl. 8.30: Hjálpræðis- samkoma. Kapt. Ottestad tal- ar. Ofursti Jansson ásamt for- ingjum og hermönnum taka þátt í samkomu dagsins. — Allir velkomnir. Fíladelfía Brotning brauðsins kl. 10.30. Almenn samkoma kl. 8 30. Asmundur Eiríksson og Ole Hoff tala. LJÓSMYNDASTOFAN LOFT U R HF. Pantið tima i sima 1-47-72 Ingólfsstræti 6. Hamlet jólaleikrit í vetur — Mjallhvít fyrir börnin í TILEFNI af 400 ára ártíð Shakespeares mun Þjóðleikhúsið færá upp um jólin leikritið Ham let og leikur Gunnar Eyjólfsson titilhlutverkið. Benedikt Arna- son verður leikstjóri með aðstoð Disley Jones, sem einnig gerir leiktjöld og búninga. Þetta kom m.a. fram í viðtali við þjóðleik- hússtjóra í útvarpinu í gær- kvöldi. Af öðrum leikritum sem Þjóð- leikhúsið tekur fyrir .má nefna Flónið eftir franska skáldið Marcel Achard, danska söngleik inn „Teenager Love“, Kettirn- ir eftir finnska höfundinn Valent in Korell og Kraftaverkið eftir William Gibbson, sem byggt er á ævi Helen Keller. Fyrir börnin verður sett upp leikritið Mjallhvít og dvergarn- ir sjö með lögum úr kvikmynd Walts Disneys. Og einnig verða Dýrin í Hálsaskógi eftir Thor- björn Egner sýnd áfram. Og seint í vetur munu nemendur úr ballettskólanum dansa tvo íslenzka balletta undir stjórn Eriks Bisteds. GtSL 21. september. Fyrsta leikritið á leikskránni í haust er Gísl eftir Brendan Behan, sem væntanlega verður frumsýnt 21. september. Þá verð- ur haldið áfram sýningum á Andorra, sem farið hefur verið með í leikför út um land í sumar og enn á eftir að sýna á Kirkjubæjarklaustri, Hvols- velli og í Vestmannaeyjum. Tveir flokkar koma og hafa hér gestasýningar. Danski ball- ettinn kemur og byrjar sýning- ar á þnðjudag. Og seint í októ- ber kemur Stuttgartóperan í heimsókn og sýnir tvær óperur, Don Giovanni og Brúðarránið eftir Mozart. ÍTALSKAR NÆL3N Laugavegi 116 *—1—-—BHMBBmBII Happdrætti Háskóla íslands Á þriðjudag ‘verður dregið í 9. flokki. 1.150 vinningar að fjárhæð 2.060.000 krónur. Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja. Happdrætti Háskóla íslands. 1. fl. 1 á 200.000 kr. 1 - 100.000 — 26 - 10.000 — 90 - 5.000 — 1.030 - 1.000 — Aukavinningar: 2 á 10.000 kr. 200.000 kr. 100.000 — 260.000 — 450.000 —- 1.030.00 — 20.000 kr. 1.150 2.060.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.