Morgunblaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 23
f Sunnudagur 8. sept. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 23 Síðasta myndin, sem Guy Burgess sendi móður sinnL ess í litlum blómaskála þar sem hann kvaðst tíðum hafa setið með móður sinni, er hún kom í heimsókn til hans. Þeg er Keen ræddi við Burgess var hann í orlofi á hressing- arheimili fyrir öpinbera starfs menn við Svartahaf. Hann kvaðst ekki búast við því að hitta móður sína framar, hún væri orðin mjög lasburða og hefði sennilega ekki heilsu til þess að ferðast til Rúss- lands öðru sinni. Og sjálfur var hann hræddur við að fara heim til Bretlands, bjóst við að verða handtekinn. Þeir gengu saman um garð- inn og Burgess spurði: — Mundu þeir handtaka mig, ef ég kæmi heim? Og þegar Keen svaraði ekki þeg ar í stað, gerði Burgess það sjálfur. — Já, ég geri ráð fyrir því — en mig langar þá til þess að biðja þig að senda móður minni mynd .— og einnig að taka til hennar bréf. Keen segir um Burgess. Maclean talaði yfir kistu Burgess — við kuldalega kveðjuathöfn JARÐNESKAR leifar brezka njósnarans Guy Burgess, sem lézt í Moskvu, föstudaginn 30. ágúst, voru fluttar á óhrjálegum líkvagni í lík- brennslustöð eina í borginni s.l. miðvikudag. Þar fór fram dálítil kveðjuathöfn, kuldaleg og laus við hátíðleik, að sögn fréttamanna í Moskvu. Ör- fáar hræður voru viðstaddar, kistan vafin rauðum og svört um dúk, að sjáfsögðu enginn prestur, en nokkrir lúðra- þeytarar léku „International- en“ alþjóðasöng kommúnista. Donald Maclean, sem flýði ásamt Burgess til Sovétríkj- anna 1951, talaði nokkur orð yfir kistu Burgess. Sagði hann meðal annars: „Hinn látni var maður, sem helgaði líf sitt því hlutverki, að skapa betri og friðsam- legri heim“. Myndin, sem hér fylgir af Burgess, sendi hann móður sinni, ásamt síðustu kveðju með brezkum ljósmyndara að nafni Peter Keen. Keen tók myndina af Burg- Hann var greinilega sjúkur maður. Þó drakk hann mikið sterka drykki og reykti við- stöðulaust, jafnvel meðan hann var að borða. Hann gekk hratt og ákveðið og talaði fjörlega. Engu að síður virtist hann einmana og óhamingju- samur, þótt hann gæfi aldrei til kynna að hann sæi eftir því, sem hann hafði gert. Hann saknaði Englands, brezkra lifnaðarhátta, móður sinnar og sveitarinnar heima. Hann kvaðst einnig sakna þess að fá aldrei brezk föt, — nema skyrtur, sem hann léti senda sér með flugvél. Við útför Burgess. Talið frá vinstri Nigel Burgess, bróðir hans, frú Melinda Maclean, Donald Maclean og hin rúss neska ráðskona Burgess. — Vietnam Framh. af bls. 1 13 lönd í Afríku og Asíu fram þá tillögu að Allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna fjallaði um „skerðingu mann réttinda“ í S-Vietnam. Meðal þeirra sem handteknir voru í Saigon í dag, voru 200 skólastúlkur frá þremur gagn- fræðaskólum borgarinnar. Stúlk urnar höfðu samþykkt „skóla- verkfall“, og í stað þess að mæta í skólunum í dag, gengu þær um götur borgarinnar og dreifðu áletruðum miðum og myndum af Búddamunkum, sem brenndu sig lifandi. Við einn gagnfræðaskólann tókst nemendum að hindra á- hlaup lögreglunnar og hermanna í tvær klukkustundir. Köstuðu nemendurnir grjóti og öðrum hiutum að lögreglunni. Tókst henni ekki að komast inn í skól ann fyrr en kennari einn hafði verið neyddur til að opna dyrn- ar. Skömmu síðar sáust lög- reglumenn leiða 100 nemendur út, og var þeim ekið á brott í flutningabílum hersins. Pilt- arnir hrópuðu slagorð gegn fjöl- skyldu Ngo Dinh Nhu, gagn- rýndu Kennedy forseta og Banda ríkjastjóm. Góðar heimildir í Saigon hermdu í dag að undanfarna tvo daga hafi áðalritstjóri og því nær allir blaðamenn blaðsins Tu Do (Frelsið) verið handteknir. Út- koma blaðsins var stöðvuð 4. september s.l. „af öryggisástæð um“. AFP-fréttastofan segir að búast mégi við því, að blaða- mennirnir verði ákærðir fyrir að hafa þegið fé af Bandaríkja- mönnum, en blaðið hefur stutt stefnu þeirra í landinu. Auk þess verði blaðið kært fyrir stuðning við Búddatrúarmenn. Annað blað í Saigon, sem bandarísk vinkona frú Nhu rek ur, segix að peningarnir hafi komið frá leyniþjónustu Banda- ríkjanna. Frú Ngo Dinh Nhu ritaði í dag í stórblaðið New York Tim- es. Sagði hún að Vesturveldin ættu að sýna meira umburðar- lyndi til þess að hægt væri að koma þeim öflum fyrir kattar- nef, sem hyggðust reka rýting í bak S-Vietnam. Er þetta í annað sinn á skömmum tíma, sem frú Nhu ritar í New York Times til þess að bera blak af stjórn landsins, en hún er sem kunnugt er mágkona Diems for- seta. Frúin bætti því við að að hættulegustu öflin í Suður-Viet- nam feldu undirróðursstarfsemi grímu. Hún gagnrýndi einnig sína á bak við trúarbragða- sendiherra Bandaríkjanna í Saigon fyrri að hafa veitt þrem- ur Búddamunkum hæii í sendi- ráðinu. Utan úr heimi Framh. af bls. 12 þar til við hefðum unnið frelsi okkar. Sumir verða að fara á brott til annarra landa og halda uppi baráttunni það- an, sumir verða að starfa með neðanjarðarhreyfingunni — tn aðrir, hundruð, þúsundir manna, eru skyldugir til þess að vera kyrrir og vinna að upp byggingu órjúfandi andstöðu gegn ofsóknum og kúgun. Við erum ekki í neinum vafa um að sigurinn vinnist. Hið eina, sem vafi leikur á, er hvernig sú leið verður, sem færir okk- ur í átt til sigurs. Ef til vill getum við ekki öll farið sömu leið, en við verðum að samein- ast í takmarkinu. Við réttarhöldin gegn okk- ur sagði ákærði númer 27, Símon Mkalipe: „Vegurinn til frelsis liggur um fangelsið“. Þessi ummæli hans virðast sönn í dag, því að fangelsin fyllast af fólki, fólki, sem bíð- ur eftir því að koma fyrir rétt; fólki, sem er þar án réttarmeð ferðar máls þess; fólki, sem haldið er einangruðu vikum saman og yfirheyrt við hin hræðilegustu skilyrði. Fang- elsið er hið örvæntingarfulla vopn stjórnarinnar í viðleitn- inni við að halda valdinu í höndum hinna hvítu og fram- kvæma stefnu sína um aðskiln að kynþáttanna. Ef til vill taka önnur vopn við, þegar fangelsin eru orðin yfirfull. En verði til þeirra gripið mun dauðinn og eymdin verða alls- ráðandi í þessu landi og upp- skeran verða biturt hatur, sem erfitt verður að uppræta. Þær fórnir, sem færa verður á talt- ari frelsisins verða þungar og þjáningarnar geigvænlegar — en þær þyrftu ekki að vera ó- hjákvæmilegar, ef hinn frjálsi heimur legði okkur lið og léti vera að sjá S-Afríku fyrir vopnum. - Fólk í fréttunum í skólaleyfi í borginni. Hann fann móður sína meðvitundar- lausa í svefnherberginu. Pétur konungur segir að hjóna bandið sé fullkomlega hamingju samt og kveðst ekki skilja hvers vegna hún hafi reynt að svipta sig lífi. Þau voru í þann veg- inn að flytja til Parísar og hafði drottningin hlakkað mjög til þess. Hún var ekki fyllilega bú- in að ná sér eftir vikindi í fyrra sumar. Fyrir sjö árum gaf drottning- in út bók, þar sem hún sagðist hafa skorið sig á púlsæðar í Paris 1953 þegar hún frétti að maður hennar vildi skilnað. HERRAFRAKKAR- DREKGJAFRAKKAR ÚR: POPL.IN DACRON TERYL.ENE ULLAREFNCM ALLT MEÐ EÐA ÁN SVAMPFÓÐURS Vatteraðar Framh. af bls. 6 eftir að hafa tekið inn of stór- an skammt af svefntöflum. Mað ur hennar, Pé.ur fyrrverandi konungur, hafði reynt að ná til hennar í síma frá París um daginn, en enginn svaraði. Hann hringdi þá í nábúana, en þeim tókst ekki að komast inn í hús ið, en náðu í son þeirra 17 ára gamlan, Alexander, sem var NÆLONÚLPUR með hettu ALDREI MEIRA ÚRVAL HAGSTÆTT VER£» HERRAFÖT HAFNARSTRÆTI 3. biiiii II it > 11 iM Enskir Franskir Hollenzkir karlmannaskór Nýkomnir Lárus 1 S. Lúövígssou, skóverzlun, Bankastræti 5. GARÐAR GÍSLASON HF. 11500 BYGGINGAVÖRUR lótavir - Bindivir HVERFISGATA 4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.