Morgunblaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 8. sept. 1988 William Drummond: / W 'A 1 1 R 1 TRÖÐ 31 — Nei, hjálpi oss vel. — En Daníel segir mér, að það hafi orðið eitthvert þjark út af Elliot á siðustu stundu. Þeir þurfa að fá umboð frá mér, áður en ég fer. — Það hlýtur hann að hafa vitað fyrr. — itanlega undirritaði ég allt annað, en þetta kom upp á síð- ustu stundu. — Ég er að búa út mat, sagði Kit. _— Hann getur að minnsta kos'ti lofað þér að borða í friði. — Mér finnst bara ekki að ég ætti að yfirgefa þig. Það er aðal atriðið. Alls ekki. Eftir það, sem gerzt hefur. Ég ég við, mundu eftir hvernig fór í gærkvöldi. Kit brosti. — Hafðu engar áhyggjur, elskan mín, sagði hún. — Ég skal hafa keðjuna á hurð- inni. Og ég svara ekki í sím- ann. Hún setti straum á elda- vélina. — Nú er ég búin að fá vald yfir þessu öllu. Ég er ekki lengur að strjúka til Feneyja. Ég vil bara fara þangað til þess að komast að því, hvernig þú ert í raun og veru. Það er nú kjána- legt, en með tilliti til þess, hve lengi við erum búin að vera gift, þá þekkjum við varla hvort annað. Og það er það sem ég vil, að við , gerum í ferðinni. Ég er engin Kisa, skilurðu. — Treystirðu þér þá til að vera ein í svo sem klukkutíma? — Vitanlega. En vélin fer ekki fyrr en á miðnætti. Það er kapp- nógur tími. Þetta var einkennileg breyt- ing á sanabandi þeirra. Eftir því sem Kit varð sjálfstæðari og ör- uggari um sjálfa sig, virtist Tony verða kvíðafyllri og áhugasam- ari um að vernda hana. Hann lét það eftir henni að borða áður en hann færi aftur í þessa bann- settu skrifstofu. En meðan á mál tíðinni stóð, varð hann æ óákveðnari. Hann hafði aðeins virzt vera svona sterkur og traustur, vegna þess að hann hafði legið á tilfinningum sínum, en nú kom kvíði hans æ betur í ljós, eftir því sem Kit styrktist. Hann vildi ekki yfirgefa hana . . . þessi burtköll á síðasta augnabliki höfðu verið allt of tíð. En jafn- framt fann hann, að hann var atvinnu sinni skyldugur um þetta. Daníel hafði verið að gefa í skyn, að meðstjórnendur hans um, að ákvarðanir hans væru farnir að láta í ljós efa um, að átkvarðanir hans væru réttar, já, þeir voru meira að segja teknir að gagnrýna hann. — Þú verður að fara, Tony, sagði Kit. — Þú getur treyst mér. Og þetta var ekki nema satt. Hún hafði verið veik fyrir áður, af því að Tony treysti henni ekki, hann hafði algjörlega neit- að að sýna henni nokkurt traust. En nú kom þörf hans á hjálp til sögunnar og leiddi í Ijós ein- beittni, sem hún hafði aldrei þurft að taka á fyrr. Það var næstum hrærandi að sjá þakklátsemi eiginmannsins og létti hans, er hann varð þess var, að hann mátti treysta henni. Hún fylltist gleði og feginleik. Hjónabandið var tekið að færast í þær skorður, sem hún hafði alltaf þráð: jafnrétti manns og konu. Hún var ekki lengur nein Kisa, hálfgerður krakki, hún var Katrín, fullorðin kona, sem bað manninn sinn að gleyma henni og snúa sér heldur að skylduverki sínu. , — Gott og vel, ég fer þá, sam- þykkti hann. Samt var eins og honum væri um geð að fara, og það var ekki verra, því að nú tók síminn að hamast. Nú var Katrín ekki lengur hrædd, heldur aðeins spennt. Ef heppnin væri með henni, gæti hún nú sannað Tony, hve hrapal- lega hann hefði tortryggt hana. — Bíddu, sagði hún, og hljóp að stiganum. — Ég skal taka hann uppi í svefnherberginu en þú hérna niðri. Taktu símann, þegar ég segi „Nú!“, sagði Tony. — Ég vil ekki, að hann heyri tvo smelli. Þetta var dásamleg fagnaðar- tilfinning að verða þess vör, að nú voru þau farin að vinna sam- an. Kit hljóp upp í svefnherberg- ið. -Ég er til, sagði hún. Bjall- an hafði svo hátt, að hún heyrði ekki meir en svo, þegar hann gaf merkið. Kit tók símann og svar- aði með rólegri rödd: — Þetta er frú Newton, sem talar. — Já, er það hún sjálf í þetta sinn? sagði sögl-röddin. — Hún er engin sérleg eftirherma, kerl- ingarskrukkan hún frænka þín. — Hvað viljið þér? — Hún færði yður skilaboðin frá mér, þrátt fyrir allt? — Ég hef enga hugmynd um, hvað þér eruð að fara. En ég get sdgt yður, að lögreglan hefur hlustunarlínu á þessum síma og ég er að fara burt og verð ekki komin aftur fyrr en þér eruð bak við lás og slá. Hún var hrifin af þessari snögglegu uppfinningu sinni, en hún virtist engin áhrif hafa á röddina. — Eruð þér þarna, frú New- ton? Ég vil bara láta yður vita, að þér farið ekkert til Feneyja. Og það er ástæðan til þessa litla stefnumóts okkar. — Hvað eigið þér við? — Blessaðar, frú Newton, sagði röddin með óhugnanlegum skríkj um. — Ég hitti yður seinna. Sambandið slitnaði. Tony stóð enn við símann, þegar Kit kom fram á stigagatið. Hún sá iðrunina og sjálfsásök- unina skína út úr svip hans. Hann kom hægt á móti henni, þegar hún kom niður stigann. Þegar hún var komin í neðsta þrepið, tók hann í báðar hend- ur hennar. — Elsku Katrin, sagði hann og röddin skalf af geðshræringu. — Geturðu fyrirgefið mér? Hún vafði hann örmutn. — Nú hefurðu heyrt það og veizt allt saman, og það er fyrir öllu. — En sálarkvölin hjá þér, þegar þér var ekki trúað. Mikill bjáni var ég að vera að hlusta á þennan Byrnes! — En hver er þessi brjálæð- ingur? spurði Kit. — Kannast þú ekkert við röddina? Það gæti þó aldrei verið þessi Elliot? — Trúlega, að það sé einhver í brauði Elliots, sagði hann. En þegar við náum í hann, skal hann heldur betur fá fyrir ferð- ina, að mér heilum og lifandi! — Veit Elliot um Feneyjaferð- ina? Hverjir vita yfirleitt um hana? Hann sneri frá henni og gekk um gólfið og beit á vörina, eins og hann gerði alltaf þegar hann var áhyggjufullur. — Elliot veit áreiðanlega um hana, sagði hann, — en það gera svo margir fleiri. Því miður of margir til þess að hægt sé að finna þann rétta. Hann hristi höfuðið. — Byrnes spurði mig, hvort ég ætti nokkra óvini. Auðvitað á ég það. Það á hver fésýslumaður. En ekki neinn, sem mundi finna upp á þessu. Þú skilur, ég get enn varla trúað mínum eigin eyrum. Hann Var enn of frá séf numinn af iðrun, fannst Kit, til þess að geta hafið neinar framkvæmdir í málinu. Snögglega greinp hana grunur. — Heldurðu, að hann viti, að þú þarft að fara í skrifstofuna í kvöld? — O, fjandinn hafði þennan fund í skrifstofunni! Þú heldur þó ekki, að mér detti í hug að fara þangað? Nei, ekki eins og komið er. — Hversvegna ekki? Látast fara þangað á ég við. Það er eina ráðið til að handsama hann. Fara út um framdyrnar, aka kring um húsið og læðast svo inn um bakdyrnar. Tony leit á hana með aðdáun. — Ja, svei mér ef þetta er ekki alveg rétt hjá þér Kit. Og þú ætlar ekki að verða hrædd? Hún hristi höfuðið. — Það var alls ekki hann, sem ég var hrædd við, heldur hitt, að þú vildir ekki trúa mér. — Gott og vel! Þú nærð okkur £ eitthvað að drekka, og ég skal ná í Scotland Yard. Nú var allt hik horfið frá honum. Þegar hún gekk fram í eldhúsið, heyrði hún smella þrisvar í símaskífunni. — Já, ég vil tala við Scotland Yard. Hann sneri að henni baki, og þetta bak var kraftalegt og karlmannlegt, þrátt fyrir fínu fötin. Auðvitað hlaut hann að eiga óvini. — En svo er guði fyrir — Ég er búinn að þvo mér um hendurnar mamma! að þakka, að ég er ekki sjálf í þeim hópi, hugsaði hún. — Já, ég vildi gjarna tala við Byrnes lögreglustjóra, sagði Tony. — Ég heiti Newton. Þetta er mjög áríð- andi. 21. Kafli. — Ja, hérna! tautaði Dóra við manninn sinn. — Viltu sjá, hver er kominn! Tim var að vanda sig að hella í vínglas, en leit snöggvast upp. — Ja, hvert í veinandi, tautaði hann. — Þú skalt afgreiða hann, mamma. Af langri æfingu gátu þau tal- að saman svo að skildist, en án þess að nokkur gestanna gæti greint orðaskil. Það var þéttskipað við skenki- borðið, en maðurinn með skemmda andlitið gerði enga til- raun til að komast' þar að. Hann leit kring um sig eins og hann væri að leita að einhverjum, og þegar hann fann ekki þann, sem hann var að gá að, myndaði hann sig til að fara tút afur. En svo sá hann sig um hönd og gekk að afgreiðsluborðinu. Dóra hafði gert hvorttveggja í senn að af- greiða og hafa auga með honum. Maðurinn gekk að borðendanum, þar sem Kit hafði staðið kvöld- inu úður. — Nú skal ég strax herra, sagði hún. Maðurinn pantaði tvöfaldan White Horse, með framburði menntaðs manns og bað um vatnsflöskuna. Svo borgaði hann úr heilli hrúgu af nýjum punds- seðlum. Þegar Dóra kom aftur með peningana til baka, laut hann í áttina til hennar og sagði: — Ekki gætuð þér víst hjálpað mér? í gærkvöldi, þegar ég var hérna inni, tók ég eftir konu, sem ég þekkti, frú Newton, hérna inni. Skyldi hún hafa komið hingað í kvöld? Dóra hristi höfuðið. — Ég er hrædd um, að ég þekki enga frú Newton. En auðvitað koma hér margir gestir, sem ég veit ekki nafn á. — Hún stóð hér, þar sem ég stend nú, og var að tala við yður. Amerísk. Ljóshærð og bláeygð. Milli tvítugs og þrítugs. Frekar lagleg. — Nú, ameríska konan! Dóra lyfti glasi hans og þerraði borð- ið. — Nei, hún hefur ekki komið. En ef þér viljið doka við, þá kann að vera hér einn kunningi hennar, sem gæti frætt yður bet- ur. —Nei, þetta gerir annars ekk- ert til, en mér datt það svona í hug. En svo datt honum annað í hug. — Ég gæti víst ekki feng- ið að hringja hjá yður? — Því miður er það ekki hægt. Þetta er regla hér, og síminn er inni í skrifstofunni. En það er símaskápur hérna við endann á hesthúsagötunni. í sama bili kom Charlie, einn fastagestanna þarna, út úr skrif- stofunni, og lagði fjóra kopar- skildinga á borðið. — Þakka þér fyrir! Svo smaug hann undir lokið í borðinu. Dóra fann, að hún roðnaði um leið og hún var að skera reyktan lax, en komumaðurinn móðgað- ist ekkert. Jafnvel virtist hann helzt brosa, enda þótt það væri torséð á andliti hans, svona skemmdu. Meinfýsnislegt bros, hugsaði Dóra. (Hún las mikið reyfara). Eða kannski var það bara gretta? SlUtvarpiö Sunnudagur 8. september. 8.30 Létt morgunlög. — 9.00 Fréttir. 9.10 Morguntónleikar. - 10 10 Veðurfr. 11.00 Messa í hátíðarsal Sjómanna* skólans (Prestur: Séra Jón Þor- varðsson. Organleikari: Gunnar Sigurgeirsson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar. 17.30 Barnatími (Guðmundur M. I>or» 15.30 Sunnudagslögin. — 16 30 Veðurfr. láksson). 18.30 „Kom ég upp í Kvíslarskarð": Gömlu lögin sungin og leikin. 18.55 Tilkynningar. — 19 20 Veðurfr, 19.30 Fréttir. 20.00 Ljóðalestur: Sigurður Skúlason magister les fimm trönsk Ijóð í þýðingu Jóns Helgasonar. 20.10 Ballettmúsik úr operunni „L# Cid“ eftir Massenet. 20.25 Erindi: Hvaðan kom Gröndal snilligáfan? (Oscar Ciausen rit- höfundur). 20.55 Berskuverk eftir Mozart: Arthur Balsam leikur á pianó. 21.10 „Segðu mér að sunnan**: Ævar R. Kvaran stjórnar þættinum. KALLI KÚREKI — >f— — ý<~ Teiknari; FRED HARMAN — Það er svei mér ekki fyrirhafn- arlaust að ná í leyfisbréf. Á hverju ári, skárra er það nú, og ganga með koparskjöld um hálsinn. Þetta er eitthvað nýtt. Ég er farinn að halda, að ég sé að gera einhver ferleg mis- tök. — Hæ, Kalli. Hvernig lízt þér á hvolpinn, sem ég náði í handa Mabel? — Henni kemur til með að þykja vænt um hann. Hún getur þá stjórn- að fleirum. Fékkstu leyfið? — Já ég fékk það og koparskjöld- inn og allt. Náðirðu í prestinn? — Hann kemur úteftir á sunnu- Hvað sagðirðu, koparskjöld? Mánudagur 9. september. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegiútvarp. 13.00 „Við vinnuna“: Tó.nleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Lög úr kvikmyndum. 18.50 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Sigur&ur Jónasson). 20.20 íslenzk tónlist, leikin af Sinfóníu hljómsveit íslands. Stjórnandi: Olav Kielland. 20.40 Erindi: Öryggismál síldveiði- skipa (Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri). 21.15 Tónleikar: „II Tramonto" eftir Respighi (Irmgárd Seefried syng ur). 21.30 Útvarpssagan: „Heifjötur" eft- ir Dagmar Edquist; XI. (Guð- jón Guðjónsson). 22.00 Fréttir, síldveiðiskýrsla og veður- fregnir. 22.20 Búnaðarþáttur: Héraðsráðunaut- ar segja fréttir úr Skagafirði oU Húnaþingi. 22.40 Kammertónleikar: Verk frá Eastman tónlistarháskólanum i Rochesíer, flutt af oandarískuia hl j óðf ær a 1 eikur um. 23.35 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.