Morgunblaðið - 08.09.1963, Side 13

Morgunblaðið - 08.09.1963, Side 13
f}‘ Sunnudagur 8. sept. 1963 MORGUNBLADIÐ 13 Robert Schuman látinn r ' Aí þeim fyrirmönnum, er sóttu alþjóðaráðstefnur á árunum 1948 til 1953, þar einn af sökum alúð- ar, ljúfmennsku og látleysis. Það var Robert Schuman, utanríkis- . ráðherra Frakka. Enginn var hon um áhugameiri um sameiningu Evrópu og fullan vinskap Frakka og Þjóðverja. Oft var vitnað til þeirra þriggja, de Gasperi úr Ítalíu, Schumans frá Frakklandi og Adenauers frá Þýzkalandi sem skoðanabræðra. Allir voru þeir kaþólskrar trúar og.studdust við kaþólska lýðræðisflokka í landi sínu. Áhugamál þeirra var hvort tveggja, að setja niður deilur heima fyrir og tryggja lýðræði þar, og auka vináttu milli þjóða sinna og tryggja þar með varan- legan frið. Af þessum mörínum var Adenauer mestur að vallar- sýn, en Schuman bauð af sér beztan þokka. Schuman var alinn upp í Els- ass-Lothringen undir stjórn Þjóð verja og varð að taka þátt í fyrra Frá Hellisgerði í Hafnarfirði. Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. REYKJAVÍKURBRÉF heimsstríði sem hermaður í liði þeirra. En hann var eindreginn Frakki að hugarfari. í stað þess að fyllast hatri og óvild til Þjóð- verja, svo sem sumir samhéraðs- menn hans, eins og t.d. Poincaré, forseti Frakka í fyrri heimsstyrj- öld, þá ásetti Robert Schuman sér að setja niður deilur þessara tveggja grannþjóða. Hann réði því, að Evrópuráðiinu var feng- inn staður í Strassburg, þeim stað sem einna lengst hafði verið þrætuepli þeirra. Það gerði hann vegna þess að hann vildi láta Strassburg vera sameiningartákn hinnar nýju Eyrópu. De Gaulle hefur nú tekið heiðurinn af því að staðfesta vináttu Frakka og Þjóðverja. Þar var það tvímæla- laust Robert Schuman sem mark aði leiðina. Skiptistúdent -- vísindamála- ráðherra Breytileiki tímanna lýsir sér í því, að Hans Lenz, sem fyrir 32— 33 árum dvaldi hér sem skipti- stúdent og lék í Faust á móti Auði Auðuns í Iðnó, skuli nú kominn til landsins á ný og vera vísindamálaráðherra Þjóðverja, þ.e. einn inesti valdamaður þýzku þjóðarinnar. Á þeim mannsaldri sem á milli liggur hefur margt gerzt. Dr. Hans Lenz var eindreginn andstæðingur naz ista, en seinni heimsstyrjöldin sem þeir hófu og hann varð, á- samt milljónum annarra, nauðug- ur að taka þátt í, hefur markað hann fyrir lífstíð. En hann hef- ur ekki látið bugast. Hann gerir Bér grein fyrir, að Þjóðverjar standa nú verr að vígi í vísind- um en áður. Fyrir 1933 voru þeir fremsta vísindaþjóð í heimi. Nazistar flæmdu úr landi marga fremstu vísindamenn þjóðarinn- ar og kæfðu frjálsan rannsókn- aranda. Þýzkaland nær af þess- um sökum og öðrum seint sín- um forna hefðarsessi í vísindum. Við Bandaríkin er þeim erfitt að keppa. En velfarnaður nútíma þjóðfélags er fyrst og fremst kominn undir þekkingu og mennt un. Því er það, að staða vísinda- málaráðherra er talin ein hin þýðingarmesta í Vestur-Þýzka- landi. Hin þöglu svik Þegar þýzka gesti ber að garði, er eðlilegt ai menn leiði hugann Laugaxd. 7. sept að því, af hverju þjóð þeirra lenti í hinni miklu ógæfu nazistatíma- bilsins. Amerískur Gyðingaprest- ur sagði nýlega í ræðu: „Þegar ég var rabbi (prestur) gyðingasafnaðar í Berlín á Hitl- erstímanum lærði ég marga hluti. Hið þýðingarmesta, sem ég lærði-------við þessar sorglegu aðstæður, er, að ofstæki og hatur er ekki mestu vandamálin. Mest aðkallandi, svívirðilegasta, skammarlegasta og sorglegasta vandamálið er þögn. Mikil þjóð, sem hafði skapað mikla menningu, var orðin að þjóð þögulla áhorfenda." Stundum áður var hér á fs- landi sagt, að verstu svikin væru hin þöglu svik. Hinn bandaríski gyðingaprestur telur, að það hafi verið hin þöglu svik meirihluta þýzku þjóðarinnar, sem hrintu henni út í ógæfuna. Gætum þess, hver í sínum verkahring, að láta þau svik ekki henda okkur, að hafast ekki að, heldur berast með straumnum, þótt við vitum betur. Hin þöglu svik leiða til glötunar. Kom fyrst fyrir 51 ári öll lönd hafa tekið miklum breytingum á síðustu 1—2 manns öldrum. í hinum gamalbyggðu, þéttbýlli löndum verða menn þó trauðla breytinganna eins varir og á íslandi. Enginn vafi er á, að land okkar hefur að því er til mannvirkja tekur, gjör- breytzt að ásýnd á síðustu 30— 40 árum, svo ekki sé talað um hálfa öld eða lengur. Hér í Reykjavík dvaldi nú í vikunni á heimleið norðan úr Skagafirði Englendingur, Fortescue, fyrr- verandi kennari við Eton-skóla, sem fyrst kom til landsins 1912 eða fyrir 51 ári. Þá kom hann til Akureyrar og gekk þaðan til Seyðisfjarðar. Árið eftir fór hann ríðandi frá Akureyri til Reykjavíkur. Síðan hefur hann iðulega komið til landsins og því fylgzt betur með þróun þess en flestir aðrir. Þessi aldni heiðursmaður sagði íslendinga að sínu viti hafa við tvenn alvarleg vandamál að etja: Of snögga auðlegð og of skjótan flutning úr sveitum til bæja. Afbrotaalda Afbrotaaldan, sem nú gengur yfir, hlýtur að setja óhug að mönnum. Það er lítil afsökun, að sams konar alda gengur nú víðs vegar yfir. Menn minnast kirkjugarðshneykslisins í Stokk- hólmi í vetur, baráttu Sovét- stjórnarinnar gegn „stílgæjum“, stóraukinna refsinga þar í landi, glæpafaraldurs í Bandaríkjunum o.sfrv. Einhver lausung virðist ganga yfir heiminn, en hún er sízt betri né afsakanlegri þó að fleiri þurfi að súpa af henni seyð- ið en við. Skýringanna er vant, bæði hér og annars staðdr. Sumir tala um of mikla mildi og refs- ingaleysi. Við höfum ekki sér- stök unglingafangelsi eins og flestir aðrir. Stundum er þeirra saknað hér, en reynslan annars staðar virðist leiða í ljós, að í þeim sé lítil stoð. Refsingar eru því miður óhjákvæmilegar, en þær eru síður en svo fullkomin bót þessa meins. Það á sér dýpri rætur. Holl viðfangsefni íslendingum hefur enn ekki tekizt að móta fasta borgarmenn- ingu. Við því er ekki að búast. Við erum á gelgjuskeiði, er við hljótum að renna til enda. Fá- sinna væri og að halda, að allt hafi verið flekklaust í strjálbýli fyrri tíma. Fróðlegt var að lesa ritdóm um bók, sem nýlega kom út í Bandaríkjunum, þar sem lýst var lausung og öðru lakara, sem legið hefði í landi hjá frum byggjunum, sem ruddu leiðina vestur á bóginn. Gagnrýnandinn sagði, að ekki mætti halda að slíkir lífernishættir væru ein- kennandi fyrir landnema eina. Jafn-ófagra sögu mætti segja af ástandinu í Evrópu áður fyrr. Sannleikurinn er sá, að víða er pottur brotinn. Hvernig úr verði bætt er önnur saga. Hér sem ella er það víst, að iðjuleysið er und- irrót flestra meina. Mestu máli skiptir að láta unglinga fá holl viðfangsefni, einnig í frátímum. Refsingar hrökkva skammt Auðvitað verður að gæta þess, að réttargæzla sé í lagi og herða á löggjöf þar sem hún kann að vera of slök. Refsingarnar einar hrökkva þó skammt. Ýms ir kenna áfengisneyzlu um allar meinsemdir. Hún er oft mikill bölvaldur, en reynslan, ekki að- eins hér heldur hvarvetna, sýnir, að tómt mál er að tala um afnám hennar með algeru banni. í þeim efnum er bindindi eða hófsemi hvers einstaks, hið eina sem dug- ir. Sú kenning er hvorki uppgjöf né bölsýni, heldur raunsýni, sem við eins og allir aðrir verðum nauðugir viljugir að sætta okkur við. Mótun skapgerðar hvers og eins er það sem úr sker. Hver er sinnar gæfu smiður. Uppeldi og menntun eiga ríkan þátt í, hvort smíðin heppnast. Sumir tala um vinnu æskunnar sem böl, en slíkt er fjarstæða. Unglingar á íslandi hafa ætíð unnið og vinnan er einhver bezti skóli. Að sjálfsögðu þurfa ungl- ingar einnig menntunar við, og sem betur fer eiga þeir hennar kost. Efnaleýsi þarf ekki leng- ur að vera þröskuldur á mennta- braut fremur hér en í öðrum vestrænum löndum. Mannúð og mannréttindi Nú í vikunni var minnzt mann- úðarstarfs Rauða krossins og mannréttindaskrár Evrópuráðs- ins. Sem betur fer eigum við ekki við að etja sams konar synj- un á mannréttindum nokkurs hluta samborgara okkar eins og ýmsar aðrar þjóðir. Til að sjá þau víti, sem varast ber, þurfum við ekki að leita austur fyrir járn- tjald, þar sem kúgunin er svo mikil, að byggja hefur þurft fangelsismúr til að hindra, að fólkið flýði undan ranglætinu. Misréttið á sér einnig stað meðal frjálsra þjóða. Þar er ástandið e.t.v. verst hjá svertingjum í Bandaríkjunum. Þeir hafa nú hafið nýja frelsisbartátu. Fjölda- fundurinn í Washington ekki alls fyrir löngu var eitt tákn þeirrar baráttu. Vonandi verður ekki af henni látið fyrr en leiðrtéting fæst. Um leið og við fordæmum misréttið, skulum við þó viður- kenna, að þarna er um raunveru- legt vandamál að ræða, sem fæst- ir okkar mundu kunna fullkom- in ráð við, ef við ættum úr að leysa. Eins verða menn að viður- kenna þann meginmun, sem er í Bandaríkjunum, þar sem menn fá þó að berjast gegn ranglætinu, og í löndunum bak við járntjald, þar sem menn verða að taka kúg- uninni þegjandi. • • Orðugleikar framundan Bændur gera kröfur um meira en 36% hækkun á afurðum sín- um. Óvis'sa er, hvort millilanda- siglingum verður haldið áfram. Kaupsamningar munu almennt verða lausir um miðjan október. Þegar svo horfir er eðlilegt að mörgum sýnist óvænt í efni og ókyrrð skapist í viðskiptum. All- ur er þessi vandi heimatilbúinn. Ytri aðstæður eru sem betur fer slíkar, að okkur ætti að geta liðið prýðilega. Ef þar bjátar á, þá er >að eingöngu sökum kröfuhörku og skilningsleysis á því, sem til velfarnaðar horfir. Fyrir allan fjöldann eru kaup- hækkanir umfram tekjuaukningu þjóðarheildarinnar gersamlega þýðiingarlausar. Þetta skilja all- ir, þegar talað er um aðra en sjálfa þá, en fáir, þegar að þeim sjálfum kernur. Þess vegna er vitleysunni haldið áfram ár eftir ár. Þótt við ramman reip sé að draga, tjáir ekki að gefast upp í baráttunni fyrir heilbrigðri skyn semi. Ótrúlegt er samt hvað vit- leysan getur verið sjálfri sér ó- samkvæm. Árum saman skamm- aðist Tíminn út af „samdrætti". Nú hefur hann vent sínu kvæði í kross og er farinn að tala um ofþenslu. En ráð Tímans gegn ofþensi- unni er að lækka vexti og auka útlán! Með slíkum ráðum væri kastað olíu á eld. Hver einasti skyni borinn maður véit, að gegn ofþenslu í efnahagsmálum verð- ur m.a. að berjast með takmörk- un útlána og háum vöxtum. Þetta kemur sér illa fyrir suma, alveg eins og óþægilegt meðal. En ef menn vilja lækningu verður að taka þau meðöl, sem duga. • Eftirtektar- verðar greinar Fyrir nokkru birtust hér í blað inu tvær eftirtektarverðar grein- ar um klofninginn í kommúnista- flokknum. Þar er með óyggjandi rökum lýst hinu hatursfulla and- rúmslofti, sem nú ríkir í röðum kommúnista og bandamanna þeirra. Þar er hver höndin upp á móti annarri, sameiningarhug- urinn nær til þess eins að gera illt af sér. Skoplegt er að sjá, að Þjóðviljinn hótar Frjálsþýð- ingum með einangrun, Frjáls- þýðingar kommúnistum. Tíminn ölliun þeim, sem gerist svo djarf- ir að tala um gróða af olíugeym- unum í Hvalfirði! Einangrunin, sem Tíminn hótar kommúnistum og öðrum bandamönnum sínum með, virðist vera sú, að Fram- sókn ætli ekki að þessu sinni að hleypa kommum í nefndir á Al- þingi, og sennilega bægja þeim frá kjötkötlum SÍS. Innan um einangrunarhótanirnar örjar þó á allt öðru, svo sem í því þegar kommarnir í Alþýðusambands- stjórn kjósa atvinnurekandann Sigurvin Einarsson í nefnd af sinni hálfu til að kanna gjald- getu atvinnuvega og hvaða úr- ræði séu líklegust til raunveru- legra kjarabóta. Sjálfsagt er Sigurvin ekki lakari í slíka nefnd en hver annar. En eitthvað býr á bak við slíkt val, samtímis því, sem einangrunarhótanirnar fljúga milli flokka. Skamma Ingvar, eiga við Lúðvík Menn þekkja það af viðureign Krúsjeffs og Kínakomma, að til að byrja með skammaði Krúsjeff Albani þegar hann átti við flokks bræður sína í Kína og þeir skömmuðu Tító, þegar þeir áttu við Krúsjeff. Þessa kommaaðferð verða menn að hafa í huga til að skilja skrif Þjóðviljans þessa dag ana um sölu íslenzks togara til Bretlands og skammir um Ingvar Vilhjálmsson af því tilefni. Allir vita, að stóru togararnir voru smíðaðir og keytpir til þess að veiða karfa á Nýfundnalandsmið- um. Þau mið eyddust og önnur hafa ekki fundizt í þeirra stað. Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.