Morgunblaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADID Sunnudagur 8. sept. 1963 Hækkerup stjórnar viðræðum við EBE Danskir fulltrúur ræðo við stjórnornefndina í DAG, sunnudag, kemur til landsins 70 manna ballett- flokkur frá Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn og mun listafólkið sýna alla þessa viku á vegum Þjóðleikhússins. Þetta er lang fjölmennasti ballett flokkur, sem hér hefur sýnt, og verður fyrsta sýning- in á þriðjudag, en alls verða sýningamar sex. Efnisskráin er mjög fjölbreytt Oig verður mismunandi efnisskrá hvert kvöld. Meðal sólódansara verð ur hinn heimsþekkti dans- ari Erik Bruhn, Margrethe Schanne og íslenzki ballett- dansarinn Friðrik Björns- son. Myndin er af Erik Bruhn og Margrette Schanne. TILKYNNT hefur verið, að fulltrúar Danmerkur muni taka upp viðræður við stjórn- arnefnd Efnahagsbandalags Evrópu, EBE, 8. október. Ut- anríkisráðherra Dana, Per Hækkerup, verður formaður nefndar þeirrar, sem send verður til Brússel. Stjórnarerindrekar Dan- merkur í Brussel, undir for- ystu Hans Tabor, ambassa- dors, hafa nú um nokkurt skeið unnið að undirbúningi viðræðnanna í október. Það verður dr. Walter Hall- stein, núverandi formaður stjórnarnefndarinnar, sem stjórna mun fundum, er við- ræðurnar hefjast. • í fréttum NTB segir, að þessi tilkynninig hafi vakið mikla athygli. Danir munu þannig hefja viðræður við stjórnarnefndina um þremur vikum áður en Bretar, en við þá síðamefndu hafa ráðamenn EBE ekki rætt i þrjá ársfjórð- unga. Fundur fulltrúa brezku ---------------------------- Mennfamálarcxð veitir fimm ára námsfyrki MENNTAMÁLARÁÐ hefur lok- ið úthlutun 5 ára námsstyrkja fyrir árið 1963. Styrkir þessir eru 7, að upphæð 40 þús. kr. hver. Styrkirnir eru ætlaðir ný- stúdentum til náms við erlenda háskóla eða við Háskóla íslands. Þeit eð einn af eldri styrkþegum hefur hætt námi og afsalað sér Styrk sínum, var að þessu sinni einnig hægt að veita einn 40 þús. kr. styrk til allt að 4 ára. Umsækjendur voru 16 að þessu sinni. Styrk til allt að 4 ára hlaut: Rafn Kjartansson, Borg, Djúpa vogi, stúdent úr M.A., til náms í ensku í Edinborg. Námstími 3-4 ár. Rafn hlaut á stúdents- prófi 1. ágætiseinkunn, 9,26. Styrk til allt að 5 ára hlutu: Baldur Hermannsson, Laufás- vagi 45B, Reykjavík, stúdent úr MR, utanskóla, til náms í efna- fræði í Bergen. Námstími 5% ár. Baldur hlaut á stúdentsprófi 1. ágætiseinkunn, 9,247 Ingvar Helgi Ámason, Skógum, Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu, stúdent úr MA, til náms í efna- fræði í Karlsruhe. Námstími 6 ár. Ingvar hlaut á stúdentsprófi 1. ágætiseinkunn, 9,24. Reynir Axelsson, Bíldudal, stúdent úr MA, til náms í efna- fræði í Göttingen. Námstími 6 ár. Reynir hlaut á stúdentsprófi 1. ágætiseinkunn, 9,22. Jón ögmundur Þormóðsson, Miklubraut 58, Reykjavík, stúd- ent úr MR, til náms í lögfræði við Háskóla íslands. Námstími 6 ár. Jón hlaut á stúdentsprófi 1. ágætiseinkunn, 9,11. Sigurður Ragnarsson, Brávalla götu 44, Reykjavík, stúdent úr MR, til náms í sagnfræði í Oslo. Sigurður hlaut á stúdentsprófi 1. ágætiseinkunn, 9,10. í sögu hlaut hann 10 bæði í árseinkunn Oig prófseinkunn. Valdimar Ragnarsson, Byggða- vegi 89, Akureyri, stúdent úr M.A., til náms í efnaverkfræði í Karlsruhe eða Darmstadt. Valdi- mar hlaut á stúdentsprófi 1. ágæt iseinkunn, 9,08. Rögnvaldur Ólafsson, Melgerði 16, Kópavogi, stúdent úr MR, til 1 NA /5 hnútðr J / SVSÖhnútor X Snjéiama • Úii - 7 Skúrir S Þrumur W.z, „W'. KuUoaii/ V HihtM H HmB L L.a J náms í lífeðlisfræði við háskól- ann í St. Andrews í Skotlandi. Rögnvaldur hlaut á stúdents- prófi einkunina 8.91. (Frá Menntamálaráði). Ekið á konu í Aðalstræti Á TÍUNDA tímanum í gærmorg- un kom bifreiðin R-29 niður Túngötu. Bílstjórinn hugðist heygja til vinstri norður í Aðal- stræti, en tók svo stóran sveig til hægri, að bíllinn lenti upp á gangstéttinni austan Aðalstrætis við Bæjarfótgetagarðinn. Þar stóðu nokkrar konur. Skall bíll- inn, sem var á hægri ferð, á einni þeirra. Fór hún upp á vél- hlífina, rann yfir bílinn og féll í götuna. Bíllinn hélt áfram að beygja á vinstri hlið, ók þvert yfir götuna og lenti á húsinu nr. 16 við Aðalstræti (H. Andersens-húsinu). Kona ein, sem var vestan megin á götunni, hraktist undan bílnum og rétt slapp undan honum, áð- ur en hann lenti á húsinu. Fát kom á bílstjórann, sem er við aldur, og ætlaði hann að aka aftur á bak frá húsinu, en hefði þá getað lent á könunni, sem rann yfir vélarhlífina, og lá enn í götunni. Var hann stöðvaður, áður en hann æki af stað. Konan var flutt í Slysavarð- stofuna, og munu meiðsli hennar ekki hafa verið alvarleg. Litlar skemmdir eða’ engar munu hafa orðið á bílnum eða húsinu við ái'eksturinn. Syndið 200 metiana HAUSTVEÐRIÐ er gengið í loft frá Kanada, eins og oft garð. Fyrsti hauststormurinn verður á veturna. Við Baffins- og rigningin var í fyrradag, land í NV horni kortsins sér en í gærmorgun voru á lofti líka á snjókomubelti nýrrar miklir skúraflókar, merki lægðar, sem hreyfist A. þess, að hingað sé komið kalt ríkisstjórnarinnar og talsmanna 6-landanna hefur verið boðaður 26. október. • Ekkert þeirra landa, sem áttu í vetur viðræður við ráða- menn EBE, um fulla aðild, hafa enn tekið upp þær viðræður á ný. NTB-fréttastofan segir, að sak- ir stjórnarskiptanna í Noregi, sé afstaða ráðamanna þar til þessa máls ekki kunn. Þó verði að telja, að áhugi sé sami í Noregi og Danmörku, á því að hefja viðræður við stjórnarnefnd bandalagsins. Um afstöðu Svía segir: Ef marka má ummæli við- skiptamálaráðherra Svía, Gunnar Lange, þá á stjórnarnefndin næsta leik. Danir munu hafa haft mikinn hug á að ræða sölu danskra land búnaðarvara til landa EBE. Stefna bandalagslandanna í land búnðarmálum hefur komið illa við danska bændur, og ástandið kann enn að versna, er kemur fram á næsta ár, sakir nýskip- ana, sem ráðamenn EBE hafa i huga á því sviði. Tekið er fram I fréttinni; að viðræðúr dönsku fulltrúanna við stjórnarnefndina hindri á engan hátt, að fulltrúarnir ræði síðar við ráðherranefndina, þótt slík- ur fundur sé óhugsandi nú. Fyrst verður rætt um land- búnaðarmál, eins og fyrr greinir, en hugsanlegt er, að síðar verði önnur mál tekin til umræðu. Góð síldveiði en langt að sækja Alls staðar löndunaibið fyrir austan 8 dagar eftir G Ó Ð síldveiði var langt úti í hafi frá föstudagsmorgni til laug- ardagsmorguns. Á þeim tíma var vitað um afla 48 skipa, sem voru samtals með 34.3C0 mál. Veður var gott, síldin veiddist 95—100 mílur austur af Dalatanga, og þykir sjómönnum það löng sigl- ing í náttmyrkri, en nótt er nú tekin að lengjast. Þá er algert öng þveiti í afsetningarmálum á Aust urlandi. Þegar bátarnir koma af djúpmiðum með afla, er hvar- vetna löng löndunarbið. Kl. 17 á laugardagsmorgun biðu 17 þús. mál bræðslu á Seyðisfirði. Löndunarbið var alls staðar fyrir austan, þar sem bræðsla er. Síld- arverksmiðjan á Raufarhöfn hef- ur nú tekið á móti um 185 þús. málum. Kl. 9 á laugardagsmorgun voru bátar farnir að kasta á sömu slóð- um. Höfðu margir fengið ágæt köst. Hólmanes og Engey voru með fullfermi, og Höfrungur II. hafði fengið mjög gott kast. Þá var Guðmundur Þórðarson að landa 1100 málum á Raufarhöfn, og Sigurpáll og Ólafur bekkur voru á leið þangað. • Vopnafirði, 7. sep. Átta skip komu inn í nótt með samtals 6.850 mál. Bíða þau lönd- unar núna. Jón Gunnlaugs er með 400, Hafrún 1400, Fagriklett- ur 1100, Gnýfari 400, Guðfinnur 400, Björgúlfur 1550, Arnfirðing- ur 1200, Pétur Ingjaldsson 450. Hálfs annars sólarhrings löndun- arbið er framundan. — Sigurjón. Þr jú þúsund kr. ÞRJÚ ÞÚSUND krónur hurfu úr kassa gosdrykkjasölu starfs- mannafélagsins hjá Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi og hef ur rannsóknarlögreglu ekki tek izt að upplýsa hvernig. Hafði sá sem sér um söluna brugðið sér frá til að sækja eitt hvað, en kassinn var í kompu þar sem starfsmenn geyma gos- drykki. IVIikiB aðsókn að sýningu Nínu MIKIL aðsókn hefur verið að málverkasýningu Nínu Tryggva- dóttur í Listamannaskálanum og hafa margar myndir verið seld- ar. Sýningunní lýkur 15. þ. m. og er hún opin daglega frá 2—10 e. h. Meðfylgjandi mynd er af einu málverki Nínu, sem nú eru til sýnis. Það er í eig«> Tioia.safns ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.