Morgunblaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐID Sunnudagur 8. sept. 1963 Richard Burton leikur um þess ar mundir í kvikmyndmni „Becket“, sem gerð er eftir sam nefndu leikriti. Hann leikur að sjálfsögðu aðalhlutverkið í kvik myndinni, Thomas Becket, erki- biskup. — Hér sést hann í full- um skrúða, ræða við sir Basil Spence, arkitekt hinnar nýju dómkirkju í Coventry, þegar sá síðarnefndi heimsótti kvikmynda verið nýlega. Arkitektinn kom til að líta á eftirlíkingu af dóm- kirkjunni í Canterbury, sem gerð var fyrir kvikmyndina. Hann varð stórhrifinn af eftirlíking- unni og taldi hana listaverk.____ Norðurlönd eiga marga full- trúa á hinni árlega kepni sýn- ingarstúlkna, sem hið franska fyrirtæki „Comité de l’élégance Francais“ heldur á ári hverju. Hópurinn fer til franskra og belgískra baðstaða og sýnir gest unum þar nýjustu tízkuna. Full- trúi íslands er Líney Friðfinns- dóttir (lengst t.v.) sem var 5. í fegurðarsamkeppninni í fyrra. Hún fékk boð frá París um að taka þátt í mótinu, sem stendur í meira en mánuð. Þetta er í fyrsta sinn sem Líney er í Frakk landi og hún er full hrifningar yfir landinu, sólskininu og Frökk unum. Hún segist hafa heimþrá en samt getur verið að hún framlengi samningnum við franska fyrirtækið. Auk Líneyj- ar eru m.a. ungfrú Svíþjóð, Kar- in Hyldegárd Jensen (t.h. og hin norska ungfrú Evrópa Mette Stenstad (í miðið), svo það má segja að hinar norrænu stúlkur hafi dottið í lukkupottinn í París. í BYRJUN vikunnar fanns Alexandra, fyrrverandi drottn- ing Júgóslavíu, meðvitundar- laus í húsi sínu í Feneyjum, Framhald á b Ls. 23________ í fréttunum .♦ „Norrænn andi og bróðurhugur“ I Þetta bréf hefur Velvak- anda borizt frá íslendingi í Sví þjóð: „Erindið er ekki háreist eða merkilegt, en sendi hér úr- klippu úr Jönköpingsposten, er taka má sem dæmi upp á sænska blaðamennsku og sports anda. Það, sem að íslandi snýr hér í pressunni, er margt eða flest í þessum dónalega dúr, þeg ar ekki ríkir alger þögn um það, sem íslendingar afreka á al- þjóðavettvangi. Ekki var hér minnzt á frammistöðu Friðriks Ólafssonar í sumar. Hvergi lína um afreksmanninn Vil- hjálm Stefánsson, er hann lézt á sl. ári. Þetta eru tvö dæmi af mörgum um bróðurhug og „norrænan anda“. Ekkert má skyggja á Svíann. Hjálögð grein er „byrá“-dreifð (send út frá fréttastofu) og birtist vafalaust í mörgum hérlendum blöðum. Hún kom í tveimur helztu blöð um Jönköpingsléns (280 þús. íbúar)“. ♦ Sænsk afbrýðisemi og öfundsýki og Guðrún Bjarna- dóttir I Þessu bréfi fylgir svo úr- klippa. Því miður er hún of löng til þess að birtast hér í heild, en inntakið er að sanna Svíum, að fegurðardrottningar efni þeirra hefði átt að vinna keppnina á Langasandi. Reynt er að svívirða íslenzku fegurð ardrottninguna um leið. — Upphaf hinnar sænsku greinar er þannig: „Stúlkan, sem hafði flest „mest“ meðal þeirra 15, sem komust í úrslit á Langasandi, var óumdeilanlega hin 21 árs Helsingjaborgarstúlka Riina Krusvik. Hún var hæst, grennst, málalærðust (7 tungu- mál), gáfuðust, opinskáust og fékk mest umtal í bandarísku blöðunum, — 17 línur, en sú spánska fékk t. d. 6 lín- ur, og þær frá Suður-Afríku, Ástralíu og íslandi 5 línur hver". Velvakandi getur ekki stillt sig um-að lofa lesendum að sjá, hverning upphaf klausunnar var; það er enn skemmtilegra á sænsku: Hon var mest láng, mest smal, mest sprákkunnig (7 sprák), mest intellektuell, mest frisprákig . . . Síðan heldur greinin áfram: „í sjónvarpinu var hún tvímæla laust mest töfrandi, virðuleg- asta og persónulegasta stúlkan. Þegar þulurinn nefndi fyrst þær fjórar stúlkur, sem komu næst á eftir sigurvegaranum (nr. 5, 4, 3 og 2) . . . ungfrú Kóreu, ungfrú Bandaríkin, ung frú Austurríki og ungfrú Eng- land . . . var ég viss um Riina okkar hefði unnið. E.t.v. ungfrú Ástralía, en í fyrra vann Ástra lía, og það hefur náttúrlega mik ið að segja í staðinn fyrir það varð hin 20 ára Guðrún Bjarnadóttir frá íslandi Miss International, og valið varð — íslendingarnir verða að afsaka — að teljast lé legur brandari (eða gróft gam- an) — valet máste betraktas som ett dáligt skamt). Fyrst stúlkum frá öllum heim inum er boðið opinberlega til fegurðarkeppni á Langasandi, þá ætti að velja dómara, sem falla ekki fyrir einni litlausustu stúlkunni í lokakeppninni. Eg dæmi ekki aðeins eftir sjónvarpsútsendingunni, þótt maður sjái þar oft betur en frá áhorfendasvæðinu vegna ljós- næmi myndavélanna, heldur eft ir að hafa verið með ungfrún- um frá íslandi, Danmörku, Finn landi og Svíþjóð í nokkra klukkutíma, tveimur dögum fyrir lokakeppnina. Ungfrú ísland hefði ekki einu sinni fengið atkvæði mitt í keppni um ungfrú Skandinavíu. Hún hefði orðið nr 4, aðeins á undan ungfrú Finnlandi, sem vegna kunnáttuskorts í sænsku (svo!) og ensku var einangr- aðasta stúlkan í keppninni“. ♦ Þarf engan að undra og huggunarríku orð. Þótt sænska stúlkan skaraði þann ig fram úr öllum, er samt ekki reynt að skýra, hvers vegna hún var ekki einu sinni meðal þeirra fjögurra, sem næst gengu Guðrúnu. Hitt er líka fróðlegt að vita, að sá, sem ekki kann sænsku, verður einmana í Bandaríkj unum. Nei, hér er bara gamli sænski stórveldis- pg þjóðernishrokinn á ferðinni. Það þarf annars eng an að undra, þótt sænska stúlk- an fengi mest umtal í bandarísk um blöðum. Sænskar stúlkur fá yfirleitt mikla „pressu“ í erlend um blöðum, beggja vegna At- lantshafsins, en af ástæðum, sem Svíar eru annars ekki neitt stoltir af. Sá, sem verið hefu- á baðströndum við Miðjarðar hafið, þekkir glottið, sem fær- ist yfir andlit innfæddra, þegar talið berst að „skandínavísk- um“ stúlkum, og þá einkum sænskum. Þess vegna er gam- an að sjá litla og netta Franz- menn og ítali sprellandi í kring um „tröllkonurnar úr norðr- inu“, sem þeir kalla svo sín á milli. ♦ Fáfræðin mikil í þessu sambandi má minna á, að fyrir nokkru mátti sjá í sænsku blaði grein um mennt- unarástandið í heiminum. — Greininni fylgdi kort, og var ís- land þar merkt, sem land, er stæði á mjög lágu mennmgar- stigi: það var merkt „analfa- betisma", þ.e. fólkið á íslandi er hvorki læst né skrifandi. Með an slíkar staðhæfingar birtast í sænskum blöðujn, ætti að verá óhætt að fræða Svía ofboðlítið betur um „litla og frumstæða frændann í Atlantshafinu”, áð- ur en bræðraþelið verður meira. Annars eru Svíar ekki einir um fáfræði varðandi ísland. Fyrir stuttu hitti einn blaða- maður Morgunblaðsins tvo norska háskólaborgara, annar lagði stund á læknisfræði, en hinn á trúarbragðafræði. Þeir spurðu í fullri alvöru, hvort ís- land tilheyrði Ameríku eða Evrópu; mundu sem sagt ekki úr landafræðinni (eða sögunni) hvort ísland var 1 flokki með Kúbu eða írlandi. Það er auðvitað ástæðulaust fyrir okkur að taka svona lag að neitt nærri okkur; það er of fáránlegt til þess. En við skulum ekki halda, að skandína vískar þjóðir viti nokkurn skap aðan hlut meira um okkur en aðrar þjóðir, eða láti sér eitt- hvað tíðara um okkur, nema síður sé. — Helzt væru það þá Danir. Málflutningsskrifstofa JON N. SIGURÐSSON Sími 14934 — Laugavegi 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.