Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 10. sept. 1963 Guðrún, María og Guðný spjalla saman. Eftir svipnum að dæma virðast þær skemmta sér konunglega. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Klappað fyrir Guðrúnu Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ var haldið hóf til heiðurs Guð- rúnu Bjarnadóttur í súlnasal Hótel Sögu. Að vonum var þar margt um manninn, enda ekki á hverjum degi sem Reykvík- ingum gefst tækifæri til að standa augilti til auglitis við alheims fegurðardrottningu og jafnvel skiptast á orðum við hana. Guðrúnu var fagnað með dynjandi lófataki, þegar hún birtist á sviðinu, og gekk milli gesta, brosandi og lítið eitt rjóð í kinnum. Hún var í svört um kjól, einföldum í sniðum, og það glampaði 'á demants- hring á hönd hennar; hring- iinn hafði hún fengið að gjöf fyrr um kvöldið frá einum gullsmiðnum hér í bæ, sáamt öðrum gjöfum frá fyrirtækj- um og einstaklingum úr Rvík og af Suðurnesjum. Við spurðum Guðrúnu, hvort það væri ekki þreyt- andi til lengdar að vera mið- depill umhverfisins, en hún kvað nei við. „Ég er hætt að taka það nærri mér, þótt fólk horfi á mig tímunum saman,“ sagði hún og bætti við: „Þetta er yndislegt kvöld, og mér leiðist að þurfa að fara í fyrra málið til Parísar. En allt verð- ur að ganga sinn gang.“ Við gengum saman um sal- inn og alls staðar teygðu sig fram hendur til að heilsa feg- urðardrottningunni, bæði kunnugir og ókunnugir. — „Þarna er skólasystir mín,“ sagði Guðrún og tyllti sér á auðan stól við hliðina á Maríu Ragnarsdóttur, sem margir kannast við frá fegurðarsam- keppninni í vor. Við hlið henn ar sat Guðný Árnadóttir frá Keflavík, kona Höskuldar Goða Karlssonar, íþróttakenn- ara, kunn sýningarstúlka. Fyrr en varði voru þær stöll- ur komnar í hrókasamræður um ævintýri æskuáranna, en þær umræður voru fljótt trufl aðar af fólki, sem vildi fá eiginhandaráritun eða óska henni til hamingju. „Þetta er mamma beztu vin- konu minnar," sagði Guðrún til útskýringar og heilsaði glaðlegri konu. „Og þarna eru nágrannarnir," bætti hún við og sveif að næsta borði, „og hérna er sveitastjórinn okk- ar.“ Alls staðar voru kunnug- leg andlit. Loks misstum við sjónar af Guðrúnu. Hún hvarf inn í iðandi mannþröngina á dansgólfinu í örmum ljós- hærðs pilts. Þannig leið síðasta kvöld fegurðardrottningar alheims á fslandi. Stúlka 'óskast í bókabúð í Miðbænum. Málakunnátta æskileg. Um- sóknir, er greina um aldur og fyrri störf leggist inn á afgr. Morgunbl. fyrir föstud. merkt: „Bókabúð — 3004“. Gæzlu- og vaktmalur óskast í Kópavogshælið um miðjan sept. eða síðar. Laun samkvæmt 7. fl. í launareglum fyrir ríkisstarfs- menn. Upplýsingar í síma 12407, 14885 og hjá lækni hælisins. Skrifstofa ríkisspítalanna. Atvinna Ungur piltur og stúlka geta fengið atvinnu í verksmiðju vorri strax. Sápugerðin Frigg Sími 24313. Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Eigum dún- og fið- urheld ver. Dún- og gæsa- dúnsængur og koddar íyr- irliggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3. — Simi 14968 Garðhúsgögn 6 GERÐIH AE STOLUM 3 GERÐIR AE BORÐUM Kristján Siggeirsson i_,augavegi 13, Reykjavik. Sambandsþing Ung- mennafél. íslands haldið um helgina í Hótel £ögu 23. sambandsþing Ungmenna- félags íslánds var haldið í Reykjavík dagana 7.—8. sept. Kl. 2 e. h. fór fram þingsetning á Hótel Sögu. Sambandsstjóri, sr. Eiríkur Eiríksson, setti þing- ið. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, flutti ávarp, einnig Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ og formaður Búnaðarfélags íslands Þorsteinn Sigurðsson. Þá flutti sambandsstjóri erindi um aðal- mál þingsins, „Hlutverk æsku- lýðsfélaga". Forseti íslands var viðstaddur setninguna. Að þingsetningu lokinni bauð menntamálaráðherra til kaffi- drykkju á Hótel Sögu. Þegar henni var lokið, var flutt skýrsla stjórnarinnar og fram- sögur í þingmálum. Þau voru m. a. auk aðalmálsins íþrótta- mál, næsta landsmót á Laugar- vatni, starfsíþróttir, Þrastaskóg ur og lagabreytingar. Þingfundir stóðu yfir til miðnættis á sunnu- dagsnótt. Þingfulltrúar störfuðu í nefnd- um fyrir hádegi á laugardag, en þingfundir hófust kl. 1.30 eftir hádegi. Þá voru ræddar tillögur nefnda. Kl. 4 voru fulltrúar mættir í Bessastaðakirkju. Þar sagði forseti íslands sögu kirkju og staðar og var síðan gengið til Sjötug i dag: Guðrún Sveinsdóttir HÚN er fædd í Sólheimahjá- leigu í Mýrdal, dóttir hjónanna Elínar Jónsdóttur og Sveins Sæ mundssonar. 2 ára fluttist hún með foreldrum sínum að Breiða gerði á VatnsleysUströnd. Ung giftist hún Guðmundi Eyjólfs- syni frá Kötluhól í Leiru. Eign- uðust þau 9 börn, en misstu 3, þegar í æsku. Mann sinni missti hún árið 1942, bjó hún þá með börnum sínum að Hraungerði, þar til nú síðustu árin, að hún hefur unnið úti. Hún á nú 6 mannvænleg börn, 4 drengi og 2 stúlkur, einnig ól hún önn fyr ir ungri sonardóttur. Ég veit í dag vilja margir færa þér sín- ar beztu hamingjuóskir, kæra vina, því ég veit þú hefur feng- ið þína heitustu ósk uppfyllta, að lifa það, að sjá þitt yngsta barn heilbrigt eftir margra ára sjúkdóma. Kæra vina, ég flyt þér mínar beztu hamingjuóskir og bið Guð að blessa þér þau ókomnu ár, sem nú fara í hönd. Lifðu bæði vel og lengi. Guðrún dvelur í dag á heim- ili sonar síns að Rauðalæk 10, Reykjavík. Vinur Séra Eiríkur Eiríksson stofu til kaffidrykkju. Hafði for- seti íslands boðið þingheimi til Bessastaða. Þingfundir hófust aftur að Hótel Sögu eftir hádegi á sunnudag. Fulltrúar snæddu kvöldverð á Hótel Sögu í boði sambandsstjórnar. Fundarstjór- ar þingsins voru Ólafur H. Kristjánsson og Gunnar Ólafsson, en ritarar Stefán Jasonarson og Stefán Kristjánsson. í stjórn voru kjörnir: sam- bandsstjóri sr. Eiríkur Eiríks- son, Jón Ólafsson í Brautarholti, Ármann Pétursson, Skúli Þor- stemsson og Stefán Ólafur Jóns- son. Útlendingoi selja óskrift að tímoritum s ÞEKKTUR borgari í Reykja- vík hringdi til blaðsins i gær og skýrði frá því, að um bæ- inn færu nokkrir ungir menn, sem segðust vera kanadiskir námsmenn, töluðu sig inn á fólk og enduðu með því að selja því áskrift að bandarisk^ um tímaritum og létu borga áskriftina fyrirfram. Kvað borgarinn fulla á- stæðu til að vara fólk við þess um mönnum, því líkur bentu til þess að þeir hefðu fólk að féþúfu. Sagði hann, að blöðin sem þeir byðu til kaups í áskrift væru m.a. Show, High Fidelity og Georgraphic. Kvaðst borg arinn vera áskrifandi að því síðastnefnda og ekki sjá bet- ur en þeir krefðust hærra á- skriftarverðs en það í raun- inni væri. Sagði hann, að á sínu heimili hefðu þessir i námsmenn haft út 1400—1500 krónur. Byrjuðu þeir á því að leyfi til að skoða ibúðir fólks, spjölluðu við það góða stund en enduðu svo á því að reyna að pranga blöðunum inn á það. Þættust þeir hafa leyfi lögreglunnar til þess og væru 8 talsins. Lögreglan gaf Morgunblað- inu þær upplýsingar, að henni væri ekki kunnugt um þessa menn, þeir hefðu ekki sótt um leyfi til að selja blöðin og ekki hefði verið kært vegna þess að fólk teldi sig verið hlunnfarið af þeim hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.