Morgunblaðið - 18.09.1963, Page 3
Miðvikudagur 18. sept 1963
MO*GUH*l AÐIÐ
B Y GGIN GAFRAMK V ÆMD-
IR hafa sjaldan eða aldrei ver-
ið eins miklar á Akureyri og
nú í sumar. Mikill skortur er
á lærðum iðnaðarmönnum, og
veldur hann nokkrum töfum
og vandkvæðum.
Nýtt hverfi norðan Glerár.
106 íbúðarhús eru
í smíðum á Akureyri
Aldrei meiri byggingarframkvæmdir
við Sjávargötu, bílayfirbygg-
ingaverkstæði Gríms Valde-
marssonar o.fl. við Norður-
götu, Byggingavörudeild KEA
við Glerárgötu og hús
Strengjasteypunnar h.f. við
Glerá. Auk þess er unnið að
stækkun húsnæðis Dúkaverk-
smiðjunnar og Nótastöðvar-
innar á Gleráreyrum. Svo er
Hafnarsjóður að reisa stórt
iðnaðarhús við Dráttarbraut
Akureyrar, sem Slippstöðin
h.f. fær afnot af.
Af opinberum byggingum,
sem nú eru í smíðum, má
nefna bókhlöðuhús yfir Amts-
bókasafnið og nýja lögreglu-
stöð, en byrjað var á báðum
þessum húsum í sumar. Nú
er einnig verið að stækka hús-
næði Gagnfræðaskólans, Odd-
eyrarskólans og símsstöðvar-
innar. Langt er nú komið
hinni miklu byggingu bæjar-
ins yfir slökkvistöð og skrif-
stofur bæjarins og bæjarstofn
ana við Geislagötu, en að því
húsi hefir verið unnið um
nokkurra ára skeið.
Jón Þorvaldsson byggingar-
meistari og bæjarfulltrúi:
Keðjuhús.
Mikill skriður kom á bygg-
ingamálin á Akureyri, þegar
takmarkanir á fjárfestingu
voru afnumdar. Á síðustu ár-
um hafa verið reist af mikl-
um myndarskap mörg stór-
hýsi, sem nú hafa verið tekin
í notkun. Skal aðeins minnzt
á Amaro-húsið (6 hæðir), tJt-
vegsbankann, Sjálfstæðishúsið
og verksmiðjuhús Lindu (sæl
gæti), Valbjarkar (húsgögn)
kastaðist á stýrið, er bíliinn
og Heklu (fatnaður).
Sv. P,
Agúst Steinsson í vinnu hjá Skúla, syni sínum, knattspyrnu-
f' kappa.
Mest er byggt af íbúðar-
húsum. serr flest eru einbýl-
Stefán Reykjalia
meistart. Raðhús.
bygginga-
ishús, en þó eru í smíðum
tvö tveggja hæða og eitt ein-
ar hæðar keðjuhús og tvö rað-
hús, öll með 5 íbúðum hvert.
Þá er Byggingafélag Akureyr-
ar að reisa 12 íbúða fjölbýlis-
hús við Skarðshlíð, en aðeins
helminginn í ár.
í sumar hefir verið byrjað
á 21 íbúðarhúsum með 92 í-
búðum, en auk þess eru í
smíðum 34 hús með 43 íbúð-
um. Nú eru því alls í smíð-
um 106 íbúðarhús með 135
íbúðum.
Bærinn byggist mest til
vesturs og norðurs. Við Suð-
urbyggð (á Eyrarlandsholti)
er nú hafin smíði 15 húsa,
sem byrjað var að mæla út
fyrir hin 7. ágúst. Mörg hús
eru líka í smíðum við Norð-
urbyggð og í Glerárhverfi, en
annars spretta íbúðarhúsin
upp víðs vegar um bæinn.
Allmörg verzlunar- og iðn-
aðarhús er nú verið að reisa.
Má þar nefna stórhýsi Efna-
gerðar Akureyrar við Hríseyj-
argötu, kjötvinnslustöð KEA
KTAKSTEI Wlí
Jóhann ögmundsson (með hjólbörurnar) og Guðjón Daníelsson.
Fjær Þórður Aðalsteinsson byggingarmeistari.
Ágætt héraðs-
mót d Fdskrdðs
firði
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna
á Austfjörðum var haldið á Búð
um, Fáskrúðsfirði, sunnudaginn
8. sept síðastliðinn.
Samkomuna setti og stjórnaði
síðan Axel Tulinius, sýslumaður.
Dagskráin hófst með einsöng
Guðmundar Guðjónssonar, óperu
söngvara, undirleik annaðist
Skúli Halldórsson, píanóleikari.
Síðan söng Sigurveig Hjaltested,
óperusöngkona. Þá flutti Brynj-
ólfur Jóhannesson, leikari gam-
anþátt. Þar næst sungu þau Guð
mundur Guðjónsson og Sigur-
veig Hjaltested tvísöng og Bx-ynj
ólfur Jóhannesson söng gaman-
vísur.
Þá flutti Jónas Pétursson, al-
þingismaður ræðu og að lokum
flutti Bjarni Benediktsson, dóms
málaráðherra ræðu.
Ræðumönnum og listafólkinu
var mjög vel tekið af áheyrend-
um.
Mótið var fjölsótt og fór vel
fram. Samkomunni lauk síðan
með dansleik.
Frá Akranesi
AKRANESI 17. sept. —
Útlent skip kom um hádegi
hingað í gær að hafnargarðinum
og lestaði skreið. — Oddur.
AKRANESI 17. sept. —
Slátrun hjá Kaupfélagi Suður
Borgfirðinga hefst í sláturhúsi
þess við Breiðargötu hér í bæ
núna í vikunni rétt fyrir næstu
helgi. — Oddur.
Erfiðlei’tar af
austurviðskiptum
Alþýðublaðið víkur í gær a®
austurviðskiptunum og segir um u
þau í ritstjórnargrein:
„Nokkur tregða hefur verið £
innflutningi ofna undanfarið húa
byggjendum til óþæginda. Hefur
stjórnarandstaðan sagt frá þessn
sigri hrósandi og talið það dæml
um, hve marklaus hin frjálsa
verzlun viðreisnarinnar sé í raun.
Við þennan málflutning er
tvennt að athuga. í fyrsta lagi
þótti ekki frásagnarvert áður en
viðreisnin kom til sögunnar, þótt -
ofna eða önnur byggingarefni
vantaði í búðir í nokkrar vikur.
Þá var slíkur skortur talinn óhjá-
kvæmilegur og fór mikið af tíma
húsbyggjenda í að sitja um vöru-
sendingar, þegar þær loksins ■*
komu.
f öðru lagi er þessi skortur ein-
göngu af því, að ríkisstjórnin vill
vernda viðskipti við Austur-Ev-
rópu. Ofnar eru að mestu leyti
keyptir frá löndutn austan járn-
tjalds og er lélegri afgreiðslu unt
að kenna að þá hefur vantað.
Ríkisstjórnin er skömmuð fyrir
að „eyðileggja“ markaði í Aust-
ur-Evrópu, en sannleikurinn er
sá, að hún verndar stórfelld við-
skipti í austurveg, þar á meðal
ofnakaup. Þegar svo austanmenn
ekki afgreiða þær vörur, sem þeir
lengi hafa selt okkur, er ríkis-
stjórninni kennt um!“
Samdráttur eða ofþensla?
Eins og menn minnast lögðu
stjórnarandstæðingar og einkum
Framsóknarmenn á það megin- m
áherzlu, að viðreisnarráðstafan-
irnar, sem gerðar voru 1960,
mundu leiða til samdráttar og
jafnvel kreppu og „móðuharð-
inda af manna völdum“. Einkum
var lögð á það áherzla, að tak-
mörkun útlána og hækkun vaxta
mundi hafa þessar afleiðingar.
Það er auðvitað rétt, að þessar
aðgerðir 1960 miðuðu að því aS
draga úr þeirri spennu, sem þá
var og koma á jafnvægi í efna-
hagsmálum. Þetta tókst, og þá
var talið auðið að lækka nokkuS
vexti að nýju og auka útlán. Nu
segja stjórnarandstæðingar aS
„ofþensla" sé og alltof mikil
spenna. Þeir halda sem sé uppl
gagnstæðum áróðri við það sem
var á fyrstu árum viðreisnarinn-
ar og hafa étið ofan í sig öll stóru
orðin um afleiðingar þéirra ráð-'
stafana.
Ofþensla
En svo kynlega bregður við, aS
Framsóknarmenn halda því nú
fram — gagnstætt því, sem þeir
áður gerðu — að takmörkun út-
lána og hækkun vaxta muni ekki
leiða til þess að dragi úr þenslu.
1960 héldu þeir því fram að slík-
ar ráðstafanir yrðu beinlínis til
þess að koma hér á stöðnun og
kreppuástandi. Sannleikurinn er
sá, að þessi úrræði, breyting á
vöxtum og útlánum, eru hvar-
vetna notuð til þess ýmist að örva
veltu og framkvæmdir, eða draga
úr þenslunni þegar hún þykir of
mikil. Þess vegna hljóta þessi úr-
ræði að verða skoðuð nú, þegar
stjórnarandstæðingar hafa hafið
hatrammar árásir á ríkisstjórn-
ina, fyrir það að stöðva ekki of-
þensluna, sem þeir svo nefna. Áð
ur töldu þeir úrræðin í þessu efni
vera þau að takmarka útlán og
hækka vexti, en nú segja þeir a3
slíkt sé fráleitt. En Viðreisnar-
stjórnin mun nú sem fyrr beita
þessum úrræðum réttilega.