Morgunblaðið - 18.09.1963, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.09.1963, Qupperneq 13
Miðvikudagur 18. sept. 1963 MORGUN BLAÐIÐ 13 Bændurnir Jón Daníelsson (t. h.) og Daníel Jónsson. eins og áður er sagt framsögu um þetta mál á Fjórðungsþing- inu. Hefur hann góðfúslega leyft Morgunblaðinu að birta ræðu sína og fer hún hér á eftir: Fyrir 1100 árum Fyrir um ellefu hundruð ár- um sigldi Flóki Vilgerðarson skipi sínu til lands vors. Hann bjó vetrarlangt við Vatnsfjörð á Barðaströnd og vorið eftir gaf hann landinu nafn, sem því hefur dugað vel síðan. Flóki heíur óef- að fyrstur manna haft aðsetur á Vestfjarðakjálkanum og fyrir þetta tvennt mséttum við íbúar Vestfjarða minnast hans að Iiokkru. í rösklega þúsund ár eða fram yfir síðustu aldamót, var siglt með ströndum íslands við svipuð Athyglisverð tillaga Aðalsteins Aðalsteinssonar i Hvallátrum skilyrði og Flóki gerði. Þá urðu þáttaskil í sjóferðasögu Islend- inga, með tilkomu véla í stað segla og ára. Þetta harmar enginn, þó veit ég að mörgum röskum Breiðfirð- ingi þykir sjónarsviptir að hinum hvítsigldu rennilegu fleytum, smáum og stórum, svífandi ljúf- an byr um flóa og sund. Þrátt fyrir að svo stutt er síðan hætt var áð nota segl, þekkja nú fáir tvítugir klófal eða fokkuskaut. En það sem verra er, við höfum ekki gefið því gaum í hávaða og hraða hinnar ungu vélaaldar að áþreifanlegar minjar um þúsund ára seglaöld eru svo til horfnar. Sumum gömlu bátunum var breytt til hæfis við breyttar að- stæður, en öðrum hvolft í hróf þegar hætt var að nota þá. Og tímans tönn hefur svo séð um framhaldið. Hér í Breiðafirði er mér vitan- lega aðeins eitt skip eftir af tein- æringsstærð, óbreytt frá seglaöld. Það hefur hvolft í nausti yfir tuttugu ár, svo stutt er að bíða þess að því verði ekki bjargað. Ég held að við mundum hvorki spara fé eða fyrirhöfn til bjargar skipi Flóka ef hægt væri að finna það. Mér finnst einnig að kom- andi kynslóðum muni þykja fá- til, hús sem hann þarf ekki að tæklegar minjar um þúsund ára seglskipasögu íslendinga, minjar, sem við einir höfum tök á að varðveita þeim til handa. Eða hvað finnst ykkur? Krossgötur til Vestfjarða Nú stefna margir fara*tækjum sínum í Vatnsfjörð, þar eru nú krossgötur á leið til Vestfjarða. Þar nálægt er kominn vísir að þjónustu við ferðamenn, þjpn- ustu sem hlýtur að vaxa við auk inn ferðamannastraum. Þar hljóta margir að staldra við og virða umhverfið fyrir sér. Óvíða hefur skapari landsins vandað sig betur og óvíða í þjóðbraut finnst mér að umhverfið hafi breytzt minna síðan landið byggðist en þar. Mér hefur dottið í hug, og vakið máls á því við nokkra menn, að það væri ekki óvið- eigandi að í Vatnsfirði yrði varð veitt seglskip af þeirri gerð, sem algeng var í Breiðafirði, og með þeim útbúnaði sem þurfti til að nota það. Til þess að svo megi verða þarf að bregðast fljótt og myndahlega við, og reisa hús yfir þennan síðasta fulltrúa bréiðfirskra skipa, sem enn er Nyju ibuðarhusin i Hvallatrum. I íbuðarhusinu t. v. búa þeir Jón Daníelsson og Daníel Jónsson, en husið í Ji. er íbúðarhús Aðalstcins Aðalsteinsso nar og f jölsky ldu hans. kúra í, rúinn tign sinni og prýði, hedur myndarlegt hús sem hann inn um gullið. Hefði ég Vítað hvar skyldi leita þess væri ég með tillögu í þá átt. Þess í stað heiti ég á stuðning ykkar fund- armanna til að hvetja okkur ágætu alþingismenn til að fá opnaðan þann sjóð, sem dugar, svo þessu verði hrundið í fram- kvæmd áður en það er of seint. Aðalsteinn Aðalsteinsson, ásamt konu sinni Onnu Pálsdóttur t.v.) Sitt voru megin við þau standa elztu börn þeirra, Hafliði og Elín. getur staðið í með rá og reiða<?> og öllum seglum uppi, óbornum kynslóðum til lærdóms og á- nægju og Hrafna-Flóka til heið- urs. Ólafur Bergsveinsson bátasmiður Þetta skip heitir Egill og er í Hvallátrum, smíðað um síðustu aldamót aí Ólafi Bergsveinssyni, bónda þar, sem einnig var mik- ilhæfur og þekktur bátasmiður. Skipið var allt hið vandaðasta að útbúnaði og öllum frágangi, sem glöggt sézt enn, svo ég tel það vel hlutgengan fulltrúa breið firskra skipa til handa framtíð- inni. Þá er lokaþátturinn, þáttur- Öll þjónusta fyrsta flokks SÍÐDEGIS í gær kallaði Olaf Anderson, einn þeirra manna í fylgdarliði varaforsetans, Lynd- ons B. Johnsons, sem skipuleggja ferðina, á Gunnar Óskarsson, mót tökustjóra á Hótel Sögu. Var er- indið að þakka hótelstarfsfólkinu fyrir sérlega góða fyrirgreiðslu °g þjónustu. Kváðust þeir sjald an hafa fengið svo snurðulausa afgreiðslu, enginn ruglingur á símaafgreiðslu til hinna ýmsu her bergja, þó allt þetta fólk kæmi inn í einu og öll þjónusta fyrsta flokks. Á FJÓRÐUNGSÞINGI Vest- firðinga, sem haldið var ný- lega í Bjarkarlundi, vakti Aðalsteinn Aðalsteinsson, skipasmiður og bóndi í Hval- látrum, máls á því, að vel færi á því að teinæringurinn Egill, yrði geymdur með rá og reiða í Vatnsfirði á Barða- strönd, þar sem Flóki Vil- gerðarson hafði vetursetu. — Þetta stóra áraskip er nú geymt í Hvallátrum. En eig- endur þess vilja gefa það í fullu standi til varðveizlu, þannig að það verði ekki tím- ans tönn að bráð. Þessari hugmynd var mjög vel tekið á Fjórðungsþingi Vest- fjarða, þar sem þeim tilmælum var beint til þjóðminjavarðar að beita sér fyrir varðveizlu skips- ins í Vatnsfirði. Einnig sam- þykkti Fjórðungsþingið að leggja nokkra fjárhæð af mörkum í þessu skyni, ef nauðsyn bæri til. Aðalsteinn Aðalsteinsson hafði Gamla íbúðarhúsið í Hvallátrum, sem Ólafur bóndi Bergsveinsson lét byggja árið 1897. Var það rifið ur teinæringurinn Egill undir fullum seglum. Haraldur Blöndai tók ljósmyndina árió 1908. í kringum 1940. í vörinni stend- Teinæringur með rá og reiða í Vatnsfirði á Barðaströnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.