Morgunblaðið - 18.09.1963, Qupperneq 20
20
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. sept. >963
BRJALADA HÚSID
ELIZABETH FER&ARS
Toby lagði hægt írá sér sím-
ann og starði út í bláinn ....
Lou Capell hlaut hræðilegan
dauðdaga. Svo hræðilegan, að
ungi maðurinn, sem komst í að
tilkynna hann lögreglunni, var
náfölur í framan, þrátt fyrir ný-
afstaðið læknapróf, og átti fullt
í fangi með að láta ekki bera
á handaskjálfta.
Lögreglan hafði verið kvödd
til Wilmers End með æsilegn
símahringingu frú Clare.
Wilmers End var hús, sem var
um hálfa aðra mílu utan við bæ-
inn Larking í Surrey. Það var
eitt þessara húsa, sem sýnast
ekki vera nema smákofi, frá veg
inum séð. Engu að síður voru
þarna furðu mörg herbergi, svo
og baðherbergi, rafmagnseldavél
og skúrar fyrir að minnsta kosti
þrjá bíla. í Larking víssu menn
að húsið var eign Rogers Clare,
úr útgáfufyrirtækinu Clare &
Thurston. Larkingbúar vissu
einnig, að Clare hafði nýlega skií
ið við konu sína og eftirlátið
henni húsið til íbúðar.
Þegar Vanner lögreglufulltrúi
og Gurr, aðstoðarmaður hans
komu á vettvang, beið Eva Clare
þeirra í dyrum úti. Hún var óð-
fús að segja þeim alla söguna,
svo sem til að dreifa ábyrgð-
inni. Hún var ein þessara grann-
vöxnu kvenna með mjúkar hreyf
ingar, og ein þeirra, sem geta
jafnvel gert óþreyjuna töfrandi.
Eva Clare var hálffertug, og
enda þótt hún virtist hvorki
eldri né yngri, kom það eins og
af sjálfu sér að telja hana mjög
unglega.
Hún hefði viljað byrja á að
eegja alla söguna, bæði lögreglu-
unni og fólkinu, sem stóð að baki
henni, en Vanner var fljótur að
þagga niður í henni og heimtaði
að fá að sjá líkið tafarlaust.
— Gott og vel, sagði Eva. —
Charlie getur sýnt yður það. Hún
greip í úlnliðinn á unga mann-
inum, seni stóð hjá henni. —
Þetta er Widdison læknir; hann
er sá eini, sem hefur raunveru-
lega séð það. Hann getur farið
með yður upp. Það er þarna . . .
Hún gekk nokkur skref eftir
steinlagðri stéttinni, sem lá fram
með húsinu.
Vanner stöðvaði hana. Hann
var þéttvaxinn, seinlátur mað-
ur, en reyndi að sýna af sér
einbeittm í tali og hreyfingum.
— Skil ég það rétt, sagði hann
með kuldalegri rödd, við Charlie
Widdison, — að það sé ómögu-
legt að komast inn í herbergið
nema gegn um gluggann?
—■ Já, það er víst rétt, svaraði
ungi maðurinn hikandi. — Ég
klifraði þangað . . . yfir svalirn-
ar. Það er auðvelt. En ég skiidi
dyrnar eftir læstar og kom aftur
sömu leið, af þvf að ég . . . mér
fannst það ætti að láta allt
óhreyft. Ég .... skildi allt eftir
eins og ég kom að því. Enda þótt
laglegt andlit hans væri fölt og
hendurnar, sem voru langar og
beinóttar, eins og hann var allur,
væru í óðaönn að fitla við hnapp,
var mikill og einkennilegur eftir
væntingarsvipur í brúnum aug-
unum.
Og sama svipinn mátti sjá á
öllum hinum, sem stóðu hlust-
andi í dyrunum.
— Hversvegna fóruð þér upp?
spurði Vanner.
Ungi læknirinn svaraði annarri
spurningu. — Þér megið ekki
taka það of . . . . alvarlega . . . .
og ég veit auðvitað, að þessi yfir
boðslega athugun mín gefur mér
ekki leyfi til að gefa neitt endan
legt vottorð. En, skiljið þér, ég
held, að það sé stryknín.
— Hversvegna fóruð þér upp?
— Stryknín, skiljið þér, er
þannig, að . . . .
— Hversvegna fóruð þér upp?
Kvenrödd í dyrunum, hálf-
hlæjandi, hálfskjálfandi, spurði:
— Skyldi hann koma þrisvar
með hverja spurningu?
En nú tók Eva Clare fram í:
— Ég bað hann að fara upp.
— Og hversvegna?
— Af því, svaraði hún og rödd
in varð illkvittnisleg, — að allt
fólkið, sem kærir sig minna um
síðar komu þeir aftur og báru
stigann milli sín.
í herberginu upp á efri hæð
hússins, lá Lou Capell, stirðnuð
og föl, með tært andlit og star-
andi augu, sem Widdison læknir
hafði orðið svo hræddur við.
Svalirnar úti fyrir glugganum
voru úr tré og litu helzt út fyrir
að hafa verið settar á húsið, ekki
alls fyrir löngu. Klifurrós vafði
sig um þær og ilmurinn af henm
barst alla leið inn í herbergið,
þar sem unga stúlkan lá dauð.
Herbergið var stórt og allur
búnaður þess býsna sundurleitur
svört húsgögn og rúðurnar í blý-
umgerðum, en gólfábreiðan siif-
urgrá.
Og á miðri þessari silfurgráu
gólfábreiðu lá Lou. Andlitið var
hræðilegt ásýndum. Fæturnir
stóðu beint út og bakið var fqjt,
en allur líkaminn stirnaður. Hún
var í náttfötum. Þau voru úr
ódýru gervisilki, brydd ómerki-
legum knipplingum. En utan yfir
var hún í stórrósóttum innislopp
— Þér skiljið, hún var nýkom-
in úr baði, sagði Charlie Widdi-
son og röddin var sett og annar-
leg.
— Hvar er baðherbergið?
spurði Vanner.
Charlie gerði bendingu með
höfðinu út í horn á herberginu.
Vanner stikaði að dyrunum, sem
þar voru og opnaði þær, leit
snöggt yfir það, sem í baðher
fötin sín, var fjarverandi! Mér > berginu var, lokaði dyrunum
skildist þer segja og valds- aftur 0g gekk að líkinu. Hann
mennskan í fulltruanum fjgjj. j vörina. Aðstoðarmaðurinn
var farin að æsa hana til and- var á vakki um herbergið, leit
stoðu — að þér vilduð fara beint á hárburstana
upp í herbergið:
•— Það geri ég þegar mér gott
þykir, frú. Hann sendi henni
augnatillit, sem færðist hægt frá
Ijósa hárina á henni og alla leið
niður á rauðar neglurnar á tán-
um, sem sáust gegn um opna
ilskóna.
Hún tók eftir þessu augnatil-
liti hans og var fljót að hvessa
augun á hann. Ef þér eruð ekki
góður að klifra, getum við út-
vegað yður stiga.
— Hversvegna notaði Widdi-
son læknir ekki stiga?
— Æ, guð minn góður! æpti
hún. — Ætlið þér upp eða ætlið
þér ekki? Hversvegna notaðirðu
ekki stiga, Charlie?
— Það er auðvelt að komast
það stigalaust.
Maður einn tók sig nú út úr
hópnum í dyrunum. Þetta var
lítill maður, meinleysislegur og
sviplítill. Hann var í fleginni
skyrtu og grófum stuttbuxum.
Hann tautaði eitthvað um, að
hann skyldi sækja stigann og
kremið, púðrið
og óhreinu nærfötin.
— Stryknín, segið þér? sagði
Vanner.
. — Já, ég get ekki betur séð.
Þessi stirðnun er allt annað en
venjuleg stirðnun líka. Hún hef
ur ekki verið dáin fyrir meira
en hálftíma, þegar ég kom hing
að fyrst inn.
— Þér hafið enn ekki sagt mér
hvers vegna þér fóruð að brjót-
ast hérna inn. Hvað fékk yður
til að halda, að eitthvað væri að?
Charlie færði þunga sinn yLr
á hinn fótinn og með annarri
hendinni fitlaði hann við hnapp
á flúnelsjakkanum sínum.
— Þér skiljið, að hún var með
slæmt kvef, og hafði sagt frú
Clare, að hana langaði að leggj-
ast fyrir, og frú Clare lét senda
henni kvöldmatinn upp. Svo
skilst mér, að stúlkan eða ein-
hver annar hafi farið upp með
matinn, en ekki getað komizt
inn. Fyrst hélt hún, að ungfrú
Capell væri í baði og sneri frá.
En svd^þegar hún kom aftur, var
hvarf svo fyrir húshornið. Gurr, | enn læst og hún fékk heldur ekk
aðstoðarmaður - Vanners flýttí ert svar. Hún sótti því frú Clare
sér að ’ átta
eftir honum.
sig og fór á
Fáum mínútura
og frú Clare fór að berja og kalla.
Herbergið mitt er hér næst; ég
Cospem
— Eg gat ekki tekið skartgripina mína með eins og þú baðst um,
ástin! Þeir komust ekki í töskurnar.
heyrði hávaðann og kom fram,
svo að frú Clare bað mig um að
klifra upp á svalirnar og aðgæta,
hvað væri að.
— Hvað var klukkan þá?
— Eg held um hálfníu, ef til
vill ekki alveg það. Það var um
hálfsjö, sem hún fór upp. Svo
fór hún í bað . . .
— Hvernig vitið þér það?
— Nú, baðherbergið er enn
heitt og fullt af gufu, er ekki
svo?
— Lituð þér vandlega kring um
yður, þegar þér fóruð upp í fyrra
skiptið?
Charlie kinkaði kolli. Stóru
brúnu augun mættu snöggvast
augum Vanners. — Eg á við, að
ég rétt leit kring um mig.
— Og tókuð þá eftir þessu,
býst ég við? sagði Vanner-
Charlie leit á það, sem Vanner
benti á og kinkaði kolli.
— Snertuð þér það?
Charlie hristi höfuðið.
Vanner laut niður. Með hönd-
ina í vasaklút tók hann upp af
ábreiðunni, rétt hjá rúminu, lítið
flatt glas. Það var tappalaust og
talsvert af innihaldi þess hafði
farið niður á gólfið.
— Kvefmeðal, las hann á mið-
anum. — Það er þetta, sem fóik
andar að sér við kvefi, er ekki
svo? Hann þefaði varlega af
glasinu. Ekki lyktaði það svona,
seinast þegar ég notaði það við
kvefi. Hana . . . en snertið þér
ekki á því, þefið bara af því.
Hann rétti glasið að Charlie.
Charlie þefaði úr glasinu. —
Nei, þetta er ekki kvefmeðal,
sagði hann.
Gurr kom til þeirra og vildi fá
að þefa af glasinu, en Vanner
vafði það varlega í vasaklútinn
og gekk svo út á svalirnar. Svo
kallaði hann á einn lögregluþjón-
inn. — Hvar er Syme læknir?
— Hann er ekki kominn enn.
Hann var í golfklúbbnum, en nú
ér hann á leiðinni hingað.
— Jæja, þegar hann kemur,
sendið hann hingað. Hann getur
gengið upp stiginn. Það er búið
að opna dyrnar. Hann sneri
snöggt við inn í herbergið og
opnaði læsinguna á hurðinni.
Charlie sagði í afsökunartón:
— Eg vildi ekki fara að opna dyrn
ar sjálfur, því að mér hefur allt
af verið sagt, að hreyfa aldrei við
neinu, þegar svona stendur á.
— Widdison læknir, sagði
Vanner hátíðlega. — Eg opnaði
þessar dyr vegna þess, að þeim
hefur verið læst á venjulegan
hátt. Stúlkan lokaði sig bara
inni, af því að hún ætlaði að fara
í bað. Svo að það skiptir engu til
eða frá.
Charlie ætlaði að fara að segja
eitthvað, en Vanner hélt áfram:
— Hún hefur sjálf tekið eitrið,
hvort sem það nú er stryknín
eða eitthvað annað.
— Ekki þó sjálfsmorð?
— Nei, læknir, ekki sjálfs-
morð. Hún tók það hjálf, en bara
í þeirri trú, að þetta væri venju
lega meðalið hennar við kvef-
inu. Þér voru búinn að sjá hana
nota það í dag, er ekki svo?
•Sharlie kinkaði kolli til sam-
þykkis. — Eg ætlaði að fara að
segja . . . ég gætti þess afskap-
lega vel að snerta ekki á neinu
hérna inni, en ég leit nú samt
kringum mig. Eg á við, að það
hefði verið einkennilegt að gera
það ekki. Ef það var rangt af
mér, þykir mér það afskaplega
leitt.
— Ef þér hafið ekki snert á
neinu, hafið þér ekki gert neitt
annað saknæmt en eyða tíman-
um til ónýtis, svaraði Vanner.
En . . .
KALLI KUREKI
>f~ ~u<-
Teiknari; FRED HARMAN
UHrTHAT REMINPS ME' Ol-
TIMER.TW0RR0W WE GOTTA
DRVE SOME STEERS OVER
'MULESHOE'
— Ég skal segja þér, vina mín,
ef þú ert einhvern tíma hætt komin
að giftast, þá skal ég kenna þér ráð
til að losna úr klípunni.
.— Það gæti líka átt séx stað að
ég kærði mig ekkert um að losna.
— Jæja, þá. Hefurðu einhvern sér-
stakan í huga?
— Já, vissulega. En hann lætur
bara eins og hann viti ekki af mér.
— Hvenær sem ég er einhvers
staðar í nágrenninu finnur hann sér
eitthvað til, sem hann þarf nauðsyn-
lega að gera fleiri mílur í burtu.
— Þetta minnir mig á það, gamli
minnK að, á morgun verðum við að
reka gripahópinn að Minniborg.
Sflíltvarpiö
8.00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:00 „Við vinnuna"; Tónleikar.
15:00 Síðdegisútvarp.
18:30 Lög úr ýmsum söngleikjum. -•
18.50 Tilkynningar. — 19.2®
Veðurfr.
19:30 Fréttir.
20:00 Tónleikar: Kór og hljómsveit
Franks Nelson flytja dægurlög.
20:15 Vísað til vegar: Litazt um i
Asutur-Skaftafellssýslu (Haukur
I>orleifsson aðalbókari).
20:40 íslenzk tónlist: Lög eftir Jóhana
Ó. Haraldsson.
21:00 Framhaldsleikritið „Ráðgátan
Vandyke'* eftir Francis Dur»
bridge; II. þáttur: Dul^rfullur
atburður í Marlow. Þýðandi:
(Elías Mar. — Leikstjóri: Jónaf
Jónasson. Leikendur: Ævar Kvar
an, Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
Flosi Ólafsson, Gestur Pálsson,
Jóhanna Norðfjörð, Róbert Arn*
finnsson, Haraldur Björnsson,
Valdimar Lárusson, Baldvin Hal|
dórsson, Bjarni Steingrímsson
og Bryndís Öskarsdóttir.
21:3ð Tónleikar: Konsert nr. 11 í d*
moll op. 3 eftir Vivaldi (Virtu*
osi di Roma leika; Renata
Fasano stj.).
21:15 Upplestur: Þórarinn frá Stein-
túni les frumort kvæði og stök-
ur.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Báturinn", sön®
frásaga eftir Walter Gibson;
I. lestur (Jónas St. Lúðvíksso*
þýðir og les).
22:30 Næturhljómleikar: Tvö tónverk
eftir Paul Hindemith (Hljóin-
sveitin Philharmonia í Lundún»
um leikur; höf. stj.). a) Konsert
fyrir horn og hljómsveit (EinjLl
Dennis Brain). b) Sinfónía ser-
ena.
23:20 Dagskrárlok.