Morgunblaðið - 18.09.1963, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. sept. 1963
og Frakkar unnu 79:40
Síðari hálfleikur var jafn
29 gegn 26
Loksins
EFTIR mikla og harða bar-
áttu unnu Víkingar sigur í
landsmóti 4. flokks í knatt-
spyrnu. Tvívegis höfðu liðin
mætzt og skilið jöfn að mörk-
um. í þriðja sinn mættust þau
s.l. laugardag og þá unnu Vík-
ingar með 1 marki gegn 0.
Þeir hlutu því bikarinn sem
Jón Magnússon stjórnarmað-
ur KSÍ fékk loksins að af-
henda, en hann er búinn að
vera tilbúinn til að afhenda
hann áður bæði í Reykjavík
og á Akranesi. — Hér sjást
bæði liðin, Víkingar á sigur-
UNGLINGALIÐ Frakka í körfu
knattleik ber það ekki utan á
sér að það sé unglingalið. Það
er skipað 3 mönnum sem eru
2 m eða hærri og meðalhæðin
er nokkuð yfir 190. Það var
þessu liði sem ísl. piltarnir mættu
í gærkvöldi og það fór eins og
búizt var við fyrirfram, að Frakk
ar myndu vinna öruggan sigur.
Og sigur þeirra varð 79 stig
gegn 40.
Hitt kom svo þægilega á óvart
að á köflum leiksins stóðu ísl.
piltarnir sig með prýði, eink-
um er á leið.
ic Jöfn byrjun — unz all
hrundi
Þorsteinn Hallgrímsson símaði
okkur frá París í gærkvöldi að
byrjun leiksins hefði verið jöfn
og leikurinn mjög skemmtileg-
ur fyrstu 5 mínúturnar. Þá tóku
Frakkar að vinna á og skyndi-
lega var eins og Frakkar næðu
algeru valdi á leiknum, mót-
spyrna íslendinganna hrundi
saman eins og spilaborg. Bar-
áttan sem þeir í byrjun höfðu
sýnt og átt með góðum árangri
við þessa frönsku risa, hvarf
eins og dögg fyrir sólu. Stað-
an breyttist úr 23—13 fyrir Frakk
ana í 50—14. Hræðilegt áfall.
ic Gerbreytt lið
í síðari hálfleik kom ísl.
liðið út á völlinn sem nýtt
lið. Það hóf baráttu við ofur
eflið og hélt henni til leiks
loka. Það var barizt fyrir
hverju stigi og þessi hálfleik
ur fór svo að Frakkar skor-
uðu 29 stig, Islendingar 26.
Það var því slæmi kaflinn
í fyrri hálfleiknum sem úr-
slitunum réði þó við ósigri
væri búizt. Frakkar eru í
sérflokki hér á þessu móti,
hafa bæði yfirburði í líkams-
burðum (mesta hæð) og hafa
auk þess langbeztu knattmeð
ferðina.
Anton og Kolbeinn áttu
beztan leik í ísl. liðinu. Kol-
beinn skoraði 9 stig, Anton
12. Agnar Friðriksson meidd-
Enska knatt-
spyrnan
7. IJMFERÐ ensku deildarkeppn-
innar fór fram sl. laugardag og
urðu úrslit þessi:
1. deild.
Aston Villa — Chelsea 2-0
Bolton — Leicester 0-0
Burnley — Birmingham 2-1
Fulham — Arsenal 1-4
Ipswich — Everton 0-0
Liverpool — Westham 1-2
Manchester U. — W.B.A. 1-0
Sheffield U. — Sheffield W. 1-1
Stoke — N. Forest 0-1
Tottenham — Blackpool 6-1
Wolverhapton — Blackburn 1-5
2. deild.
Charlton — Huddersfield 5-2
Grimsby — Newcastle 2-1
Leeds — Swindon 0-0
Leytton O. — Southampton 1-0
Plymouth — Derby 0-0
Portsmouth — Norwich 1-1
Preston — Middlesbrough 2-2
Sunderland - Manchester City 2-.0
I Skotlandi urðu úrslit m. a.
þessi:
Dundee — Dundee U. 1-1
Partick — Rangers 0-3
St. Mirren — Motherwell 2-1
Celtic — Third Lanark 4-4
í 1. deild er Manchester U.
efst með 12 stig, en næst koma
W.B.A., Leicester, Blackburn,
N. Forest og Burnley, öll með 9
stig. Bolton er neðst með 1 stig.
í 2. deild er Swindon efst með
13 stig, en Sunderland er í
öðru sæti með 11 stig.
ist í gær, tognaði í þumal-
fingri. Það var þó ákveðið
að hann Iéki með, en meiðsl-
in háðu honum þannig að
hann gat vart skotið — og
varla við því að búast.
A morgun, miðvikudag, leika
ísl. piltarnir gegn Svíum. Svíar
er taldir næst sterkastir í þess-
um riðli.
Ovæntir hæfileikar uppgötvaðir
ÞESSAR myndir tók Sveinn
Þormóðsson á Reykjavíkur-
meistaramótinu á sunnudag-
inn. Á 2 dálka myndinni eru
úrslitin í 200 m. hlaupi. Ung-
lingarnir sigra Valbjörn.
Skafti Þorgrímsson slítur
snúruna en Ólafur Guðmunds-
son er örugglega í 2. sæti.
Á minni myndinni sézt
Agnar Levy sem sigraði óvænt
í 800 m. hlaupi. Hann keppti
í fyrsta sinn í 800 m. og vann
á bezta tíma hérlendis í grein-
inni. Það má segja að skaði sé
að hann skyldi ekki fyrr upp-
götva getu sína á þessari
vegaiengd.
Þá sést Guðmundur Her-
mannsson sem sigraði með
yíirburðum í kúluvarpi. Mynd
in er skemmtilega tekin því
Sveinn ljosmyndari stóð beint
í kaststefnunni — en Guð-
mundur lögregluvarðstjóri og
lífvörður Lyndon B. Johnson
lyfti kúlunni léttilega yfir
Svein.
Árangursríkur fund-
ur íþrðttaleiötoga
UM helgina boðaði framkvæmda
stjórn ÍSÍ formenn héraðssam-
banda til fundar í Haukadal. Til
fundar komu fulltrúar 16 héraðs-
sambanda og íþróttabandalaga,
auk framkvæmdastjórnar ÍSÍ og
nokkurra gesta.
it Á sögustað
Á laugardag voru framsögur
um nokkur mál, síðan tóku
nefndir til starfa og um kvöldið
var kvöldvaka. Á sunnudagsmorg
un var haldið að gamla bæjar-
stæðinu í Haukadal undir leið-
sögn Sigurðar Greipssonar, sem
lýsti sögustaðnum. Hann hafði
á kvöldvökunni sagt snilldarvel
frá sögu Haukadals og Bergþóri
vætti í Bláfelli.
Síðari hluta sunnudags var
fundi haldið áfram og skiluðu
nefndir áliti og umræður urðu
um þau.
A Aukið starf íþróttafélaga
Aðalmál fundarins var að
ræða á hvern hátt væri hægt að
auka starf íþróttafélaganna og
glæða almennan áhuga á
íþróttum. Um þetta mál fjölluðu
Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ,
i>*
Benedikt Jakobsson, íþróttakenn
ari og Þorsteinn Einarsson, í-
þróttafulltrúi. Þorsteinn Einars-
son ræddi einnig um styrkveit-
ingar til íþróttamannvirkja og
kennslukostnaðar íþróttahreyf-
ingarinnar. Hann skýrði frá nýrri
áætlun, sem stjórnskipuð nefnd
hefði gert varðandi þörf fyrir
ný íþróttamannvirki næstu tvo
áratugi.
A Önnur mál
Einnig var rætt um samræm-
ingu á ársreikningum íþróttafé-
laga og reikningsári og hafði
Sigurgeir Guðmannsson fram-
sögu. Jens Guðbjörnsson gerði
grein fyrir undirbúningi að
keppni um íþróttamerkið. Um
útgáfu íþróttablaðsins ræddu
Gísli Halldórsson og Þorsteinn
Einarsson, sem einrtig ræddi og
lagði fram frumdrög að heit-
strengingu íþróttamannsins, sem
samin hefur verið af Menningar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna.
A Vel heppnaður fundur
Fundarmönnum var skipt
niður x umræðuhópa, sem ræddu
þau mál, sem reifuð voru í fram-
sögu, og voru niðurstöður lagðar
fram á síðari fundi. Fundur þessi
tókst hið bezta enda var hana
mjög vel undirbúinn og öll starfs
tilhögun til fyrirmyndar.
Það bifaði allt um stund