Morgunblaðið - 18.09.1963, Síða 23

Morgunblaðið - 18.09.1963, Síða 23
Miðvikudagur 18. sept. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 23 Gó&aksturskeppni í Rvík á laugardag BINDINDISFÉLAG ökumanna hefur ákveðið að halda góðakst- urskeppni í Reykjavík laugardag inn 21. september nk. og hefst hún klukkan 14. Keppnin mun að þessu sinni aðeins fjalla um innanbæjarakst- ur, kunnáttu manna í því að aka nákvæmlega rétt, svo sem um- ferðarlög og reglur ætlast til. — Verður ökuleiðin því miklu styttri en áður. Að öðru leyti mun, sem í fyrri keppnum, verða reynt á athygli manna, viðbragðs flýti og ökuleikni, svo og munn- lega kunnáttu í umferðarreglum og fleira. Keppni þessi verður, sem áður fyrr, í náinni samvinnu við lög- reglu og bifreiðaeftirlit. Góðakstursnefnd skipa þessir menn: Sigurgeir Albertsson, for- seti BFÖ, Leifur Halldórsson, for- maður Reykjavíkurdeildar BFÖ, Ásbjörn Stefánsson, framkvstj. félagsins, Jóhann Björnsson, for- stjóri Ábyrgðar hf., Gestur Ólafs- son, forstöðumaður Bifreiðaeftir- lits ríkisins, Sigurður E. Ágústs- son, umferðarlögreghiþjónn, og Magnús Wium, bifreiðaeftirlits- maður. Er Sigurður Ágústsson framkvæmdastjóri keppninnar og sér um að ákvarðanir nefndar- innar séu framkvæmdar. Keppnin mun að þessu sinni verða, að undanskildu því sem að framan segir, með svipuðu sniði og áður. Hinsvegar hefur félagið mjög í huga að fara framvegis verulega inn á nýjar brautir með keppnir þessar, svo og að auka þær svo sem verða má og vinna að því, að þær verði einnig haldn ar reglulega utan höfuðstaðarins. Byrjunin á þessu starfi var góð- aksturskeppni sú, sem fram- kvæmdastjóri félagsins setti á laggirnar á Akureyri hinn 24. ágúst sl. og vel heppnaðist. Ekki er gert ráð fyrir því, að hægt verði að þessu sinni að leyfa meir en 25 ökumönnum að keppa. Er bæði utan- sem innan- félagsmönnum þetta opið á með- an rúm er. Keppnin verður að þessu sinni aðeins fyrir fólksbíla, 4—6 manna. Þeir, sem hafa í hyggju að keppa, þurfa að hafa látið skrá sig í síðasta lagi fyrir hádegi föstudaginn 20. september í skrif- stofu Ábyrgðar hf., að Lauga- vegi 133. Þurfa þeir um leið að taka þar nokkur gögn. Ökumenn skulu sjálfir leggja sér til leið- sögumenn að þessu sinni. Keppn- isgjald verður ekkert. Verðlaun verða veitt. Keppni þessi er sú sjötta, sem Bindindisfélag ökumanpa efnir til. Þar af hafa tvær verið haldn- ar utan Reykjavikur. (Frá skrifstofu BFÖ) Stjórn Ísl.-ameríska félagsins fær- ir varafcrsetanum málverk að gjöf STJÓRN fslenzk-ameriska fé lagsins afhenti Lyndon B. Jolinson, varaforseta Banda- ' ríkjanna, málverk að gjöf í anddyri Hótel Sögu skömmu áður en hann hélt af stað í kvöldverðarboðið að Hótel Borg. Dr. Benjamín Eirtksson, bankastjóri, formaður ts- lenzka-ameríska félagsins kynnti fyrst stjórnarmeðlimi fyrir varaforsetanum og ávarpaði hann síðan og gat þess í hvaða tilgangi stjórn- in væri samankomin á þess- um stað. Kvað hann það sér það mikla ánægju að biðja varaforsetann að þiggja að þiggja að gjöf málverkið „Lómagnúp“ eftir Gunnlaug Scheving, listmálara. Þakkaði varaforsetinn gjöf- ina og dáðist að myndinni, sem hann sagði að myndi njóta sína vel í safni mál- verka sinna heima í Banda- ríkjunum. Á mvndinni er varaforset- inn ásamt fjórum úr stjórn Íslenzk-ameríska félagsins, ' þeim dr. Benjamín Eiríkssyni, Gunnari Eyjólfssyni, Konráð Axelssyni og frú Betty Þor- gilsson. ((Ljósm. Sv. Þ.) — Milwood Framh. af bls. 1 eigendur togarans höfði mál gegn þeim. Málavextir voru þeir, að skömmu eftir komuna frá ís- landi, hélt „Milwood“ til veiða. Mun skipstjórinn, Bhimister, hafa ætlað að veiða fyrir N- Skotlandi. Er kom á miðin, bil- uðu siglingatæki togarans, og var þá ákveðið að leita hafnar á Orkneyjum, og fá þar við þau gert. Nokkrir af áhöfn skipsins fóru í land, meðan á viðgerð stóð. A.m.k. þrír hásetar fengu sér duglega í staupinu, og voru vel hífaðir, er þeir komu aftur um borð. 18. Allsherjarþing SÞ sett Alhanir krefjast nu aðildar kínverskra kommúnista að samtökunum New York, 17. sept. — NTB 18. Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna var sett í kvöld. Frá- farandi forseti þingsins, Zafrulla Khan frá Pakistan, setti þingið síðan átti að ganga til forseta- kjörs. Áður en forsetakjör gæti hafizt, kvaddi fulltrúi Indónesíu ■ér hljóðs og mótmælti því, að í ■alnum sæti maður, sem segðist vera fulltrúi Malaysiu, en ríki *neð því nafni ætti ekki aðild að SÞ. Forseti Iofaði að taka málið til athugunar og forsetakjör hófst. Forseti var kjörinn Carlos Sosa-Rodriguez frá Venezuela. Mörg erfið mál liggja fyrir Allsherjarþinginu, en fulltrúar eru bjartsýnni árangur en oft áður vegna batnandi ástands í heimsmálunum. Meðal mála, sem tekin verða til umræðu á 18. Allsherjarþinginu, er ástandið í S-Vietnam, Kashmírdeilan, á- standið f S-Afríku og nýlendum Portúgala í Afríku og aðild Kín- verska alþýðulýðveldisins að SÞ. Forseti AUsherjarþingsins Hinn nýkjörni forseti Allsherj- arúingsins, Carlos Sosa-Rodri- fiuez, hefur verið fastafulltrúi Venezuela hjá Sameinuðu þjóð- wnum frá 1958 og fulltrúar hjá •amtokuauot telja ha.nn eitut af dugmestu diplómötum Suður- Ameríku. Sosa-Rodriguez er af einni auð- ugustu ætt Venezuela. Menntun sína hlaut hann í Evrópu og er doktor í lögum og stjórnvísind- um. 1952 var hann skipaður sendi herra lands síns í London. Síðar á því ári lét hann af embætti, eftir að Marcus Perez-Jumenez hershöfðingi hafði gert stjórnar- byltingu í Venezuela. Meðan Perez-Jumenez var við völd í landinu var Sosa-Rödriguez í út- legð, en þegar stjórn hans var fallin 1958, varð Rodriguez fasta- fulltrúi hjá SÞ, eins og fyrr seg- ir. — Aðild Kínverska alþýðulýð- veldisins að Sameinuðu þjóðun- um, verður rædd á Allsherjar- þinginu, en nú eru það ekki Sovétríkin, sem krefjast þess, eins og undanfarin ár, heldur Albanir. Haft er eftir áreiðanleg- um heimildum, að Sovétríkin muni styðja tillöguna um aðild Kína. Utanríkisráðherra Albaníu, Be- har Shtylla, bar fram kröfuna um að aðild Kínverska alþýðu- lýðveldisins yrði rædd. Sagði hann m. a. að augljóst væri að Pekingstjórnin ætti fremur að eiga fulltrúa hjá samtökumuu eu stjórn Formósu. Pekingstjórnin væri friðelskandi og lýðræðisleg og stefndi að góðri sambúð við önnur lönd í samræmi við kenn- inguna um friðsamlega sambúð, en Formósustjórnin héldi aðeins völdum meðan hún gæti stjórnað í skjóli bandarískra byssustingja. Utanríkisráðherrann nefndi ekki árás kínverskra kommúnista á Indland, en hrósaði Peking- stjórninni fyrir að hafa leyst á friðsamlegan hátt landamæra- deilur við Nepal, Burma, Pakist- an og Afgangistan. — Johnson Framh. af bls. 1 Islandi. Við komuna sagði Jhon- son fréttamönnum, að för sín til Norðurlanda hefði verið mjög árangursrík. „Það var mjög upp örvandi hvað staða okkar í heiminum, stefna okkar og mark mið mættu miklum skilningi*, sagði varaforsetinn. Síðan skýrði hann frá því að hvarvetna hefðu hann, kona hons og dóttir feng- ir frábærar móttökur og sagðist hafa á tilfinningunni, að nú ættu þau vini hvar sem þau komu. Nokkrum klukkustundum eft- ir komuna til Washington snæddi Johnson morgunverð með Kennedy Bandaríkjafor- seta og þingleiðtogum og skýrði þeim frá för sinni Að morgun- verðinum loknum gaf Johnson Kennedy persónulega skýrslu utn förina í heild. Segir ekki af framferði þeirra, fyrr en á miðin kom. Þá skipaði Bhimister mönnunum að hefj- ast handa við veiðina. Neituðu þeir því, Var þá enn siglt í 2—3 tíma, og endurtók Bhimister skip stjóri skipun sína. Var hún að engu höfð. Skipstjórinn bað þá um leyfi símleiðis frá eigendunum til að leita til hafnar, þar eð áhöfnin neitaði að hlýðnast. Var það leyfi veitt. Mennirnir þrír, sem hér um ræðir, eru nýliðar á „Milwood", enda er George Moir, vélstjóri, sá eini af fyrri áhafnarmeðlim- um togarans, sem enn er um borð. Er brot þremenninganna litið mjög alvarlegum augum. Eigend- ur skipsins hafa ekkert viljað láta uppi um það, hvaða rásðtaf- ana þeir muni grípa til. Skrán- ingarskrifstofa sjómanna í Ab- erdeen hefur einnig tekið málið föstum tökum, og kann svo að fara, að hásetarnir þrír fái ekki oftar að skrá sig á skip. Eins og fyrr segir, þá var ætl- unin að Milwood héldi til veiða í dag. — Malaysia Framh. af bls. 1 viðurkenna Malaysíu að svo stöddu. Um 1000 íbúar Kuala Lum- pur réðust að sendiráði Indó- nesíu í borginni í dag. Meðan lögreglan reyndi að vernda hús það, sem starfsfólk sendi- ráðsins býr í, brutu borgar- búar rúður í skrifstofubygg- ingu sendiráðsins, dreifðu skjölum þess um göturnar og lögðu að lokum eld að bygg- ingunni. Brann hún til grunna. Skjaldarmerki Indó- nesíu fluttu borgarbúar til bústaðar Rahmans forsætis- ráðherra og báðu hann að troða á því. Forsætisráðherr- ann varð við beiðni fólksins og skipaði síðan að grafa skjaldarmerkið. Var honum ákaft fagnað. ★ Það voru nokkur þúsund Indónesíubúa, sem í gær gerðu aðsúg að sendiráði Breta í Jakarta til þess að mótmæla stofnun Malaysíu. Eins og kunnugt er, voru Sarawak og N-Borneó nýlend- ur Breta og áttu þeir mik- inn þátt í því, að Malaysía var stofnuð. Indónesar grýttu sendiráð Breta í Jakarta og brotnaði hver einasta rúða í húsinu. Þeir skáru niður brezka fán- arin og kveiktu í bifreið Gilchcrists sendiherra. Lögregla var kvödd á vett- vang vegna óeirðanna og dreifði hún mannfjöldanum með táragasi. — Ökufantur Framh. af bls. 24 Umferð var mikil á þessirm tíma og rautt ljós við Snorra- braut. Þar við gatnamótin voru margir bílar, sem biðu eftir grænu ljósi. SkodabíU- inn þeysti meðfram þeim, fór yfir á rauðu, og beygðl suður Snorrabraut án þess að ðraga úr hraðanum. — Þegar við nálguðumst rauða ljósið drógum við úr hraðanum af öryggisástæðum, en fórum þó yfir á rauðu með „sírenuna" á. Þegar við kom- um á Snorrabrautina höfðum við misst sjónar af bílnutn. Myrkur var og höfðum við ekki annað til að styðjast við en ljósin á Skodanum. — Við ókum suður að Miklatorgi, því við héldutu að við hefðum séð eftir hon- um þar. Fórum við svo inn Miklubraut, en leit þar varð árangurslaus. Síðar kom I ljós„ að hann hafði farið suð- ur Reykjanesbraut, þar sem annar lögreglubíll varð var við hann og elti suður undir Hafnarfjörð. — Seinna um nóttina, nm kl. 4, fórum við suður eftir og ókum steypta veginn fyrir ofan Hafnarfjörð. Þegar við vorum staddir á Öldura mættu okkur tveir bílar. Aft- ari billinn var litill, blár Skoda. — Við snerum strax við og þegar búið var að því sáum við Ijósin á Skodabilnum fjar lægjast mjög ört. — Ég gaf benzíngjöfina i botn og drógum við fljótt uppi þann bilinn, sem við höfðum mætt fyrr. Þarna á steypta veginum ók ég á 121» km hraða, en þegar við kom- um að Hafnarfjarðarveginura var Skodabillinn horfinn. Númerið sáum við aldrei, þótt við hefðum hins vegar ágæta lýsingu á bílnum. Enda kom i ljós, daginn eftir, að það nægði til þess að ökufantur- inn var handtekinn. — Ég hef iðulega lent i því. að eltast við ökuþóra, en þetta er í fyrsta skiptið, sem ég hef ient i því að geU ekkt dregið þá uppi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.