Morgunblaðið - 21.09.1963, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.09.1963, Qupperneq 8
8 MORCUN BLAÐIÐ Laugardagur 21. sept. 1953 Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi skeyti frá Tom Bo.vnton fréttaritara AP í New York. Um 400 listunnendur komu saman við opnun stórrar lista- sýningar í New York s.l. mánudag:. Á sýningrunni eru mörg málverk eftir íslendingr- inn Louisu Matthíasdóttur og eiginmann hennar, Bandaríkja manninn Leland Bell. Við opnunina sagði Louisa m.a. „Mig mundi langa til að mála íslenzkt landslag, sem er mér mjög hjartfólgið.“ Málverk Louisu og manns hennar hafa vakið mikla at- hygli í Bandaríkjunum og frásagnir af hjónunum og myndir af verkum þeirra birt ust t.d. í septemberheftum tímaritanna „Arts“ og „Arts News“, sem bæði eru gefin út í stórum upplögum. Mesta athygli á sýningunni vakti málverk eftir Louisu af 18 ára dóttur hjónanna, Temmu, sem stundar nám við Louisa Matthíasdóttir og Leland Bell við málverk Louisu af dóttur þeirra Temmu. Málverk eftir Louisu Matt- híasdóttur sýnd í New York listadeild Bostonarháskóla. í»etta er stór mynd og sýnir fallega stúlku með slegið hár í rauðum kjól (Sjá mynd). Louisa Matthíasdóttir er dóttir Matthíasar Einarssonar læknis og konu hans Ellen- ar Einarsson. Eiginmaður Louisu er sonur Lewis Bells Stols og konu hans. Bell Stol er fasteignasali frá Maryland. Sýningin á verkum Louisu og Lelands Bells er í Knödler listasafninu og á sýningunni eru einnig verk eftir Nell Blaine, Robert de Niro og Hyde Solomon, sem eru allir góðir vinir hjónanna. Sýning- inn stendur til 30 sept. Louisa Matthíasdóttir klæð- ist fötum sem hún saumar sjálf og bera þau áhuga henn- ar á óvenjulegum og smekk- legum litasamsetningum glöggt vitnL Hjónin búa á tveimur efri hæðum gamals húss í New York og bafa sameiginlega vinnustofu. Bell segir, að viðfangsefni þeirra séu ólík, því að þau láti eigin hugmyndir ráða. í>ó séu bæði mikið fyrir „fíguratív" mál- verk og uppstillingar. Á sýn- ingunni sýna þau bæði lands- lagsmyndir, mannamyndir og uppstillingar. Louisa Matthíasdóttir sagð- 1 ist hafa haft yndi af því að mála, frá því að hún var barn. • Hún lærði fyrst í Danmörku, en hélt síðan til Parísar og var þar nemandi Marcel Gro- ' maire. Hún kom til New York 1941 og hélt áfram námi hjá ' hinum fræga listamanni Hans Hofmann. Louisa heimsótti ís- , land 1946—47 og til Parísar ' fór hún 1950 og aftur á þessu ári til þess að vinna. Dansskóli Hermanns Ragnars Reykjavík tekur til starfa 4. október. Kennt verður í Skátaheimilinu við Snorrabraut. KENNSLUGREINAR: S) Gamlir og nýjir barnadansar. gj Sígildir samkvæmisdansar Suður-Amerískir dansar. Gamlir samkvæmisdansar. Heimskerfið (10 hagnýtir sam- kvæmisdansar ). Byrjendur og framhaldsflokkar fyrir börn, ungimga og luliorðna. Innritun hefst mánudaginn 23. september i sima 33222 og 36024 fra kl. 9-12 f.h. og 1-6 e.h. Framhaldsnemendur eru hvattir til að tala við okkur sem fyrst. — Verið með frá byrjun. OKKAR A MILLI SAGT ÞEGAR Ward-málið stóð sem hæstj í Bretlandi, bárust hávær mót- mæli frá« stéttarfélagi sýningar- stúlkna í landinu. Mótmælti stjórn félagsins því harðlega, að blöðin kölluðu Christine Keeler sýningar- stúlku og töldu það kasta rýrð á stéttina. Stakk stjórn sýningar- stúlknafélagsins upp á því, að ungfrú Keeler yrði framvegis nefnd blaðamaður vegna þess, að hún ritaði sjálf ævisögu sína í dagblöðin. • * • BREZKA stjórnin hefur ákveðið að skipa framvegis aðeins kvænta. menn í stöðu hermála fulltrúa við „ýmis sendiráð erlendis.“ Tal-1 ið er, að þessi nýja regla sé beinj afleiðing Vassal-málsins svonefnda, en Willam Vassall, fyrrv. flota- i málafulltrúi brezka sendiráðsins í Moskvu, kvaðs-t hafa verið neydd- ur til þess að njósha vegna þess að hann var kynvilltur. Vassall situr nú í fangelsi dæmdur fyrir njósn- ir í þágu Sovétríkjanna. Fullvíst þykir, að með „ýmsum sendiráðum erlendis“ sé átt við sendiráð Breta í kommúnistaríkj- unum. Þegar Harold Macmillan forsæt- isráðherra Breta fór á veiðar með vinum sínum fyrir skömmu tók enginn eftir því, að hann hafði fengið sér ný veiðiföt. Þetta var þó ekki vegna þess að vini forsætis- ráðherrans skorti athyglisgáfu, heldur voru nýju fötin hans alveg nákvæmlega eins og þau gömlu, sem hann hefur notað í 36 ár. Macmillan lét svo um mælt, að nýju fötin myndu eflaust endast sér alla ævi. ÞAÐ er í ólíkum tilgangi, sem menn halda til Svínaflóa á Kúbu. Fyrir tveimur árum þyrptust þang að kúbanskir útlagar sem ætluðu að freista þess að frelsa fóstur- jörðina úr höndum Fidels Castro, en nú er það Castro sjálfur, sem heimsækir flóann með fríðu föru- neyti. Er til flóans kemur býst forsætisráðherrann sundfitum, súr efnisgeimi og súrefnisgrímu og skemmtir sér við fiskveiðar neð- ansjávar. í för með forsætisráð- herranum eru oft tignir gestir og fyrir skömmu tóku Rada, dóttir Krúsjeffs og maður hennar Adshu bei, ritstjóri Izvesftija, þátt í skemmtun Castros. Castro og dóttir Krnsjeffs. Að lokum er draugasaga í nú- tímabúningi, sem gæti t.d. hafa gerzt hér í borg. Maður einn, við köllum hann Jón, var á leið úr gleðskap. Liðið var á nóttu og hann fýsti að komast heim til sín hið bráðasta. Tók hann það til bragðs að stytta sér leið yfir kirkju garð, en svo illa tókst til að á vegi hans varð nýtekin gröf, sást hann ekki fyrir og endastakkst ofan í gröfina. Er niður kom setti að Jóni mikinn óhug, enda var niðamirkur. Gerði hann ítrekaðar tilraunir til þess að komast upp úr gröfinni, en árangurslaust. Sá þá ekki annað ráð, en láta þar fyrir berast til morguns og kalla á hjálp er birta tæki og mannaferðir ykjust. Þegar Jóii var að festa blund í einu horni graf- arinnar, heyrði hann drunur mikl- ar. Er hann opnaði augun sá hann hvar maður lá á fjórum fótum í gröfínni við hlið hans. Maðurinn varð Jóns ekki var og tók óðara til við að krafla sig upp úr gröf- inni en komst hvergi. Fannst Jóni maðurinn eyða kröftum sínum til einskis, vildi miðla honum af reynslu sinni og sagði úr horni sínu: „Þú kemst ekki upp.“ Er hann hafði þetta mælt, hentist maðurinn upp úr gröfinni með miklum óhljóðum. okkar á milli sagt ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.