Morgunblaðið - 21.09.1963, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.09.1963, Qupperneq 13
Laugardagur 21. sept. 1963 MOBGHNMAÐIÐ 13 Flæddi inn í kjallara, síma- og vegakerfið í ólestri eftir úrfellið Viðtal við Hans Pauli Johannes- sen, útgerðarmann í Þórshöfn HÉR á landi er staddur um þess- ar mundir Hans Pauli Johannes- sen, skipstjóri og framkvæmda- stjóri útgerðarféiagsins Dags- brún í Þórshöfn. Er erindi hans til íslands að kanna möguleika á sölu á síldartunnum hingað, en útgerðarfélag hans í Þórshöfn framleiðir 80 þús. síldartunnur um átta mánaða skeið áriega. í viðtali við Mbl. í gær sagði Hans Pauli okkur einnig frá úr- fellinu mikla, er varð í Færeyj- um himt 12. þessa mánaðar. — Ég er lítt fyrir það gefinn að vekja athygli á sjálfum mér í blaðaviðtölum, sagði Hans Pauli, og þess vegna finnst mér betur liggja við að segja fyrst frá flóðunum, sem urðu í Fær- eyjum á fimmtudaginn í fyrri viku. Við vorum ekki búin undir jafn gífurlega rigningu og varð þennan dag. Veðurspáin hjá Dön um og Norðmönnum gerði ráð fyrir úrkomu í Færeyjum, en ekkert var tekið fram um hversu mikil hún yrði. Fram að hádegi var skúraveður en á tímabilinu frá klukkan eitt fram á kvöld var gífurlegt úrfelli, sem reynd- ist vera 78 millimetrar á flug- vellinum á Vogey. — Hver voru viðbrögð fólks- ins í Þórshöfn við þessum ósköp- um? — Það tók þessu rólega. Skemmdir af vatni urðu ekki miklar í Þórshöfn sjálfri, en þó komst vatn inn í einstaka kjall- ara. f kaþólska skólanum fylltist kjallarinn og var allt slökkvilið Þórshafnar kvatt á vettvang til að dæla vatninu út og vann það sleitulaust að því langt fram á kvöld. — Hvar urðu skemmdirnar mestar? — Á vegunum. Það má segja, að akvegir hafi farið mjög illa, sérstaklega á Vogey, og símasam bandslaust var um eyjarnar í tvo daga, þar sem jarðsíminn hafði í mörgum tilfellum slitnað, þegar vegirnir gengu úr skorðum. Bráðabirgðahús, sem Flugfélag íslands átti á flugvellinum í Vog- ey ónýttist og vegurinn þangað varð ófær. — Fylgdi hvassviðri með þessu? Hans Pauli Johannesseo — Það var ekki hvasst meðan rigningin stóð yfir, en þegar hún tók að minnka, fór hann að hvessa og komst upp í 11 vind- stig um kvöldið. Mesta tjón af völdum veðursins varð í minka- búi skammt frá Þórshöfn. Þar ruddi vatnsflaumurinn sér braut inn á milli kofanna og gekk upp á miðjan gafl. Þarna voru um 12 þús. dýr og 860 þeirra drukkn- uðu. Er þetta mjög tilfinnanlegt tjón fyrir eigendurna, sem geta sennilega ekki fengið nema einn þriðja venjulegs verðs fyrir skinnin af dýrunum, sem dráp- ust. Mig minnir að fullt verð á skinnum sé um 600 krónur ís- lenzkar, fyrir stykkið. — Gengur minkur laus í Fær- eyjum? — Nei. Við höfum enga minka plágu. Þetta er eina eldistöðin og er hún rekin af eigendum frysti- húss í Þórshöfn, sem koma fisk- úrganginum í gott verð með minkaræktinni. — Það hefur enginn skaði orð- ið á mönnum í óveðrinu. — Nei, sem betur fer varð það ekki. Engu skipanna, sem úti voru hlekktist á og komust þau klakklaust í land. — Svo við snúum okkur nú að þér sjálfum. Hvert er erindið til íslands? — Ég er að kanna möguleika á sölu síldartunna til íslenzkra saltenda. Þannig er mál með vexti, að útgerðarfélagið Dags- brún, sem við eigum sex bræður ásamt sjöunda manni, hefur tunnuverksmiðju, er framleiðir 80 þús. tunnur árlega. Á haustin og í byrjun vetrar liggur fram- leiðslan niðri, því að þá eru eng- ar síldveiðar stundaðar frá Fær- eyjum en aftur á móti er veitt hérna við suðvesturströnd ís- lands og höfum við mikinn á- huga á að selja hingað tunnur, þannig að verksmiðjan gæti starfað allan ársins hring. Okk- ur finnst mjög æskilegt að við- skipti milli Færeyja og íslands ykjust. Nú sem stendur kaupum við vörur, aðallega frysta síld, fyrir 11 millj. ísl. kr. árlega og þið kaupið fyrir 60 þús. krónur af okkur. Efnið í tunnunum okk- ar er norskt og tel ég að gæði og verð þeirra yrði sambærilegt við norska framleiðslu sem þið flytj- ið inn. — Gerið þið bræður út tog- ara? — Já, við eigum einn togara og rekum annan fyrir ríkið. Þetta eru tiltölulega ný skip, byggð árin 1958 og ’59 og eru 800 lestir að stærð. Þeir hafa báðir Flóðið á hornln* tW kökubúC Andreasax í Þórshöín. Þar var vatnið um 34 cm djúpi þegar verst lót. 1 úrfcllinu mikla í Færeyjum í siðustu viku dnikknuðu 86ð minkar, er vatnið flæddi inn í minkabú skammt utan Þórs- hafnar. Á myndinni sézt nokkur hluti hræjanna, sem hrúgað var upp utan húsanna, er rigningin stytti upp. Þegar verst lét gekk vatnið uppá miðja húsagafla. v veitt í salt við Nýfundnaland og Grænland upp á síðkastið. — Gengur togaraútgerð vel í Færeyjum? — Sæmilega segi ég. Nú eru gerðir út 14 togarar og aðeins einu sinni hefur togara verið lagt á sl. 8 árum vegna hallareksturs. Það hefur margt verið gert til að lyfta undir útgerðina en erfið- leikar láta samt ekki á sér standa. Nú er undir höppum og glöppum _ komið, hvort mann- skapur fæát á skipin, því að vinn an er svo mikil í landi. Það blæs oft í móti í útgerðinni og fyrsta skilyrði til að allt gangi er að hafa grundvöllinn nógu traustan. Hljómsveit hrakfist í 18 tíma í snjó og ófœrð MYVATNSSVEIT, 11. sept. — Um síðustu helgi gerði hér versta veður. Á sunnudag rigndi mik- ið, um kvöldið kóilnaði og fór þá að snjóa. Hélzt snjókoman alla nóttina os fram eftir degi á mánudag. Var þá komipn all mikili snjór eða 15-20 sm. jafn- fallinn. Sum staðar urðu skemmd ir á trjágróðri í görðum, t.d. í kirkjugarðinum á Skútustöðum. Þar sligaði snjóþunginn og' braut tré og greinar. Víðar munu skemmdir hafa orðið, þó mér séu þær ekki allar kunnar. Enn frem ur lentu menn í hrakningum og villum, þeir sem voru úti á mánudagsnótt. Fjórir menn héð- an úr sveitinni, þ.e. Kóral-ihljóm- sveitin, fóru á laugardagskvöld norður á Þórshöfn og léku þar á saimkiomu. Á sunnudagskvöild spiluðu þeir svo á Sólvangi á Tjörnesi. Lagt var þaðan upp heimleiðis um kl. 2 um nóttina Vegna vegagerðar í Hallbjarnar- staðagili var vegurinn lokaður til Húsavíkur. Urðu þeir því að fara veginn fyrir Tjörnes um Kelduhverfi og Jökulsárbrú í Ax arfirði. Þeir voru í fólksbíl. Þeg- ar að Jökulsárbrú kom, náðu þeir stórum fólksflutningavagni frá Húsavik en í honum voru aðeins 2 menn. Strax og upp fyrir brúna kom, versnaði færðin mjög, enda feikna fannkoma, og varð að setja á keðjur. Gekk ferðalagið seint, enda farið að skafa í skafla. Þegar þeir komu að nýja veginum suður í Landsheiðinni, sást ekkert fyrir, villtust þeir á gamla veginn og brutust eftir honum 4 km. eða þar til ekki varð komiz't lengra. Sok- um snjódýpis var ekki nokk- ur leið að snúa bílun- um við. Var því ekki um annað að gera en aka aftur á bak sömu leið og þeir komu Geta flestir skilið að hvílíkt hafi ekki verið þægilegt með höfuð- ið út um gluggann á móti veðrinu Þetta tókst að lokum, en skilja varð minni bílinn eftir. Þessi villa á gamla veginum kostaði 7 tíma erfiði. Voru menn blautir og hraktir enda litt búnir atf skjóltfötum. Leiðangur af stað Fljótlega eftir að þeir fundu nýja veginn gekk allt betur, var veður þá líka farið að batna og snjórinn minni, enda mættu þeir þá hjálparleiðangri héðan úr sveitinni, sem fór norður að leita. Þegar þeir voru ókomnir til byggða á mánudagsmorgun, þótti sýnt að eitthvað mundi hatfa tatfið þá. Þegar leiðangursmenn mættu þeim, var haldið sem leið liggur yfir Hólssand um Gríms- staði ag inn yfir Mývatnstfjöll. Heim var komið fcl. 8 á mánu- dagskvöld og voru mennirmr þá búnir að vera 18 tíma á ferð* inni frá Sólvangi. Má fullvist telja að til þessar- ar villu á gamla vegmn í Lands- heiðinni hefði ekki komið, ef glöggur vegvisir hefði verið við vegamótin. Þeir sem. lentu i þessum hrakningum eru, ems og áður segir,- Kóral-hljómsveitin, en í henni eru Jón Árni Sigfús- son, Jón Illugason, Jón Stefáns- son og Höskuldur Þráinsson. Hetf- ir hljómsveitin á undanförnum árum spilað víða fyrir ^„nsi á samkomum. Ökumaður á Húsa- víkurvagninum var Jónas Val- geir Torfason frá Akureyn. — — Kristján Kvenstúdenta- félagið veitir tvo styrki NÝLEGA úthlutaði Kvenstúd- entafélag Islands tveimur styrkj- um ,að upphæð 20 þús. kr. hvor, eða samtals 40 þús. kr. Styrkina hlutu: Þórey Sigurjónsdóttir, læknir, Reykjavík, til náms í barnalækningum í Bandarikjun- um, og Sigrún Helgadóttir, stud. Polyt., Tröðum, Mýrarsýslu, til seinmi hluta námis í verkfræði í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.