Morgunblaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 6
6 Mnoru"*i *o/o ■Þriðjudagur 1. okt. 1963 5350mannaliðog 1.6000 millj. kr. Þarf til að halda áfram loggœzlu 5.Þ. í Kongó til júníloka 1964 Sameinuðu þjóðunum, . 27. sept. — AP: — Sameinuöu þjóðirnar verða að hafa yfir að ráða 5350 manna herliði, að minnsta kosti, ef nnnt á að vera að halda áfram löggæzlustarfi í Kongó þar til í i júní næsta ár, að því er U Xhant, I framk væmdastjóri samtakanna,! tilkynnti á fundi Allsherjarþings ins í dag. Áætlar hann, að lág- marks kostnaður verði 19,2 milijónir Bandaríkjadala eða um 8600 milljónir ísl. króna. U Thant skýrði frá því, að ihann yrði að stöðva löggæzlu- starfið í Kongó um næstu ára ínót, ef Allsherj arþingið tæki ekki ákvörðun um fjárveitingu til þess. Óskaði hann eftir því, að ákvörðun þingsins lægi fyrir í tek fyrstu viku októbermánað- ar. Adoula, forsætisráðþerra Leo poldviHe-stjórnarinnar i Kongó hefur farið þess á leit við Sam- einuðu þjóðirnar, að a. m. k. 3000 manns — af þeim 7000, sem nú eru í Kongó — verði áfram í landinu fyrstu sex mánuði árs ins 1964, þar sem herinn í Kongó sé hvorki nægilega þjálfaður né vopnum búinn til þess að hann geti einn haldið uppi lögum og reglu í lýðveldinu. Varðandi þetta atriði sagði U Thant, að hermálasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hefðu tjáð sér, að til- gangslaust væri að ætla sér að hafa minna lið í Kongó en 5350 manns. U Thant upplýsti enn- fremur. að Adoula og stjórn bans hefðu boðizt til að greiða 3,2 milljónir doHara af nauðsynlegri fjárupphæð. Frábær söngskemmtun „Deep River Itoys' .46 mT>EEP KIVER BOYS ásamt píanóleikaranum Durante frá Panama héldu söngskemmtun í Austurbæjarbíói í gærkvöldi við xnjög góðar undirtektir. Vakti söngur þeirra mikla hrifningu og hin lifandi framkoma þeirra á sviði gaf tónleikunum léttan og skemmtilegan blæ. A efnisskránni vor lög af ýmsu tagi, dægurlög, lög úr söngleikjum og hinir sígildu negrasálmar. Síðast en ekki sízt sögðu „Deep River Boys“ sögu negratónlistarinnar, sem þeir túlkuðu með alþýðlegum negra- lögum og kölluðu „The Blues Fantasy". Loks má geta þess, að þeir hafa nú til athugunar lög Jóns Múla Árnasonar, sem trú- legt er, að þeir syngi, áður en þeir hverfa héðan af landi brott. „Deep River Boys“ komu hér fyrir fjórum árum á vegum skáta og héldu þá þrettán tón- leika við vaxandi að-sókn og húsfylli í lokin. Þeir skipta ár- inu í tvennt, dveljast 6 mán. vest «n hafs og 6 í Evrópu. >að lýsir nokkuð vinsældum þeirra, að þeir skemmta alltaf ár eftir ár á sömu stóru skemmtistöðunum. Að þessu sinni munu „Deep River Boys“ endurtaka hljóm- leika sína í Austurbæjarbíói á miðvikudag og sunnudag. Á þriðjudag verða þeir í Keflavík, á fimmtudag á Akranesi, á föstudag á Akureyri og á laug- ardag á Selfossi. Héðan fara þeir svo til Luxemborgar. Síðar, 1 marzmánuði 1961, er íslenzku ríkisstjórninni hafði tekizt að fá viðurkenningu brezku stjómarinnar fyrir tólf mílna landhelginni og útfærslu á grunnlínum, sem juku íslenzku landhelgina um stór hafsvæði, töldu brezkir togaraskipstjórar að brezka ríkisstjórnin hefði brugðizt sér og verið hlunnfarin af íslendingum. Strax og þessi nýi samningur gekk í gildi gerðu yfirmenn á brezkum togurum verkfall í mótmælaskyni og skor uðu á hafnarverkamenn til sam- starfs um að hindra löndun úr íslenzkum togurum. Reyndi þá mjög á árvekni og lægni Þórar- Þórarinn Olgeirsson ræðismaður 80 ára ÞÓRARINN Olgeirsson, ræðis- maður íslands í Grimsby, er átt- ræður í dag. Hann varð þegar á unga aldri nafnkunnur togaraskipstjóri. Tók hann við skipstjórn af Hjalta Jónssyni á togaranum Marz árið 1910. Síðan var hann skipstjóri á innlendum og enskum togur- um í þrjá áratugi og ætíð með mestu aflamönnum. Samt er Þór- arinn ekki nafnkenndastur fyr- ir þessi störf sín, heldur fyrir umboðsstörf í Grimsby og Fleet- wood fyrir íslenzka útvegsmenn, allt frá byrjun siðari heimsstyrj- aldarinnar til þessa dags. Störf þessi hefur hann leyst af hendi með þvílikum ágætum, að á betra verður ekki kosið. Oft hef- ur hann í þessum störfum sín- um átt við ramman reip að draga, t. d. er brezkir togaraeig- endur höfðu sett löndunarbann á ísaðan fisk úr íslenzkum tog- urum. Þá var það fyrst og fremst starfi hans að þakka að þar tókst að hamla nokkuð á móti. ins Olgeirssonar og fyrir atbeina hans tókst íslendingum að fá fiskinum af togurum sínum land- að í Grimsby, þrátt fyrir það, að allur úthafsfloti borgarinnar lá aðgerðarlaus í höfn um nær tveggja mánaða skeið, vegna verkfalls yfirmanna. Verkfallinu lauk með algjörum ósigri verkfallsmanna og síðan hafa landanir af íslenzkum skip- um gengið hindrunarlaust í Bret- landi. Úrslitin hefðu eflaust orðið önnur, ef ekki hefði notið skör- ungsskapar, virðingar og vin- sælda Þórarins hjá brezkum yfir- völdum og löndunarverkamönn- um í Grimsby. Svo hörð var þessi deila, að Þórarinn varð að landa fiskinum með lögreglu- vernd. íslenzkir og brezkir togaraeig- endur sömdu fyrir milligöngu efnahagsstofnunar Evrópu um löndun á vissu magni af ísfiski í Bretlandi. Samningur þessi var Svo bregð- ast krosstré Berlín, 28. sept. — NTB. ÞAÐ atvik gerðist í dag við landamæri A- og V-Þýzka- lands, nærri Walkecrid, að varðturn aþýzkra landamæra varða hrundi til grunna. Menn voru í tuminum, er atvikið gerðist. Lézt einn þeirra. • Enga hunda í Reykjavík. „Víðförull“ skrifar: „A hverju sumri skrifa ólög- legir hundaeigendur í Rvík greinar í Mbl. og bera sig aum- lega, sumir leggja til að hunda- hald verði leyft með ströngum reglum og gjaldi. Þá ber eitt- hvað nýtt við, ef þessir lög- brjótar og sóðar taka upp á því að virða sambýlisreglur okkar fremur ef þeim er gefið eftir. Borgarbúar þekkja ekki hundahald af eigin raun en mættu hugleiða, að Kópavogs- búar tóku sig saman og ráku þennan ófögnuð af höndum sér því hundahaldið var komið út í öfgar, og ónæðið og óþrifn- aður keyrði úr hófi. • Hvorki sót né hunda. Útlendingar furða sig á því að Reykvíkingar skuli hafa út- rýmt sót- og hundaplágunni, sem herjar erlendar borgir, og segja að Rvík sé hreinasta borg í heimi. Fjarstæða er að halda fram, að hundar hafi uppeldis- gildi fram yfir önnur dýr, sem eru leyfð, t. d. fugla, fiska og ketti. Þrælslund og matarást hundsins er ekki uppbyggileg. „Hundar verða hér hvorki til gagns né þrifa,“ sagði kunn- ur rithöfundur fyrir nokkru, „hér þurfum við ekki á hund- um að halda til eins eða neins — og hinum dæmalausa óþrifn- aði (og ónæði) af þeim hafa allir kynnzt, sem komið hafa út fyrir landsteinana". Það er ekki einkamál hunda- eigandans, þegar hann orsakar það, að götur borgarinnar verða útsparkaðar í hunda- saur, og bílar og hús óviðkom- andi fólks verður fyrir ótæm- andi vatnsgangi hundanna. Gegn því verður unnið, að við lendum í sömu sjálfheldu og aðrar þjóðir í þessum efnum, því verður krafizt áframhald- andi hundabanns og aukins eftirlits. Það er sjálfselska og jafnvel níðingsverk á háu stigi, að binda hundgreyin og bæla hér í borginni og ofurselja hundana í hendur óvita böm- um, sem kuðla þá eins og gamalt plastleikfang. Frjáls- ræði sveitanna er öllum skepn- um eðlilegra en að vera í bönd- um í borgunum. VíðföruU." 8 Hitt sjónarmiðið. Velvakandi þakkar bréf Víð- föruls, sem er í harðorðara lagi. Velvakanda hefur borizt bréf, þar sem andstæðri skoð- un er haldið fram, og þar sem venja hans er að birta bréf frá báðum málspörtum, kemur það hér á eftir: „1 blöðum Reykjavíkur hef- ur gefið að líta nú síðustu dagana auglýsingu frá lög- reglustjóra, þar sem vitnað er til laga frá 1924 um það, að hundahald sé bannað í höfuð undirritaður í París haustið 1956. Var svo tilskilið, að íslendingar hefðu fulltrúa í Bretlandi til þess að annast um framkvæmd samn- ingsins ásamt fulltrúa frá bi-ezk- um togaraeigendum. Til þessa vandasama starfs var Þórarinn Olgeirsson kjörinn af íslenzkum togaraeigendum. Hefur honum tekizt að starfa þannig, að báðir aðilar hafa mátt vel við una. Þórarinn var lengst af meðeig- andi í skipum þeim, sem hann stjórnaði. Hafði hann forgöngu um smíði nýrra togara, sem voru svo fullkomnir að öllum útbún- aði, að til fyrirmyndar þótti. Þá var reglu- og hirðusemi Þórarins eigi síður viðbrugðið. Einnig átti Þórarinn hlut að stofnun ís- lenzkra togaraútgerðarfélaga og hefur verið hluthafi í þeim. íslenzkir útvegsmenn bera ó- skorað traust til Þórarins Ol- geirssonar fyrir umboðsstörf hans og margháttaða fynr- greiðslu. Sveinn Sigurðsson, ritstjóri, hefur ritað ævisögu Þórarins: „Sókn á sæ og storð“, sem út kom árið 1960. Er frásögnin víða hin fróðlegasta og sýnir enn einu sinni hvernig hægt er með dugn- aði og sterkum vilja að brjótast frá fátækt og umkomuleysi til frægðar og frama, þrátt fyrir ýmsa tregalda, jafnframt því sem öðrum er orðið að liði. Sjálfur vil ég þakka Þórarni og frú Nönnu konu hans gömul og góð kynni og gestrisni, sem ég hefi notið á heimili þeirra í Humberston við Grimsby. Þau hjónin eru nú stödd hér í bænum. í kvöld gengst Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda fyrir samsæti að Hótel Borg þeim til heiðurs. Hinir mörgu^vinir og kunningjar þeirra hjóna minn- ast nú liðinna daga um leið og þeir flytja þeim beztu óskir um gæfuríka framtíð. Sveinn Benediktsson. borginni og viðkomandi laga- brjótum tilkynnt, að þeir verði látnir sæta ábyrgð, ef þeir fjar lægi ekki kjölturakka sína taf- arlaust Sjálfur á ég ekki hund, en mér er lífsins ómögulegt að skilja, hvers vegna verið sé að amast við því, þótt fólk hafi hund, sér og börnum sínum til ánægju. Okkur borgarbúum gefast ekki allt of mörg tæki- færi á því að komast í náin kynni við blessuð dýrin, og get ég ekki séð, að börnum sá óhollt að eignast tryggan vin, — það opnar augu þeirra og hjörtu fyrir öðrum málleys- ingjum og þau læra betur að meta dýr en ella. Það er vitað mál, að í nágrannalöndum okkar er hundahald leyfilegt, og fæ ég ekki skilið, hví hér sé hundahald bannað með lög- um. Eflaust lágu rök á bak við þessa 40 ára gömlu lagagrein þegar hún var sett, en er ekki tímabært að fella hana nú úr gildi? Ef til vill telur lög- gjafavaldið þau rök í fullu gildi ennþá, en ef svo er væri fróð- legt að fá að heyra hver þau eru. — Hundavinur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.