Morgunblaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 1. okt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 23 UtilMlllllll BANDARÍSKI glæpamaður- inn Joseph Valachi mætti s.l. föstudag til yfirheyrslu hjá sérstakri nefnd Öldungadeild- arþingmanna í Washington. Skýrði hann þingmönnunum frá 30 ára glæpaferli sínum, og lét sér hvergi bregða þegar hann ræddi um morð, sem hann hafði framið á vegum „Cosa Nostra“ samtakanna. Valachi, sem er sextugur að aldri, er fæddur í New York, en foreldrar hans voru frá Napoli á Ítalíu. Ekki áttu þingmennirnir auðvelt með að skilja allt, sem hann sagði, því hann sletti mjög ítölskum orð um og torskildum orðatiltækj um undirheimanna. En Valachi kvaðst hafa hætt námi í barna Valachi við yfirheyrslu hjá þingmannanefndinni. Vinstra megin við hann og á bak við hann sitja lögreglumenn. Of langt gengið að dæma mig til dauða — seg/r Joseph Valachi Þess vegna skýrír hann frá starfsemi glæpahringsins Cosa Nostra skóla og hafið vinnu 15 ára gamall við dýpkunarpramma í New York. Ekki líkaði hon- um lífið þar, og aðspurður hve lengi hann vann fyrir sér á heiðarlegan hátt, svaraði hann: „Ég býst við að það hafi verið um eitt ár.“ Nú er hann að afplána þrjá dóma, tvo 15—20 ára fangelsisdóma fyrir eiturlyfjaverzlun og svo lífstíðar fangelsisdóm fyrir að myrða meðfanga sinn í ríkls- fangelsinu í Atlanta. COSA NOSTRA. Cosa Nostra er nokkurskon- ar dótturfyrirtæki Mafia. Nafnið er ítalskt og getur þýtt „hluturinn okkar“ eða „fjöl- skyldan okkar“. Var Valachi liðsmaður samtaka þessara í 30 ár, eða þar til fyrir þrem- ur árum að hann var dæmd- ur fyrir verzlun með eiturlyf. Einu sinni, segir Valachi, stjórnaði einn maður samtök unum, sem skipt var niður í flokka, eða „fjölskyldur“. Nú fer hinsvegar nokkurra manna stjórn með völdin. En yfir hverri fjölskyldu“ er sérstak- ur stjórnandi, og var Vito Genovese, alþekktur glæpa- maður, sem nú situr i fang- elsi, yfirmaður Valachis. Geno vesi stjórnaði raunar þrem- ur „fjölskyldum” með alls um 450—J500 „meðlimum", sem hlýddu boði hans og banni. Valachi segir að hann hafi aðallega unnið hjá Cosa Nostra í sambandi við alls- konar fjárhættuspil, en „svo skrapp ég stundum út og myrti þá“, bætti hann við, án þess að blikna. Á síðari styrjaldarárunum, þegar ýms- ar nauðsynjar voru skammt- aðar í Bandaríkjunum, hafði hann 150 þúsund dollara tekj- ur af sölu skömmtunarseðla, en „við álitum það engan glæp.“ DAUÐAKOSSINN. Eftir að Valachi var hand- tekinn og dæmdur var hann sendur til ríkisfangelsisins í Atlanta ásamt 23 mönnum öðr um. Þeirra á meðal var Vito Agueci, sem Valachi segir að eigi sök á því að hann féll í áliti hjá stjórnendum Cosa Nostra. Og í fangelsinu sat Vito Genovese, fyrrverandi „fjölskyldufaðir" hans. í fang- elsinu bar Agueci það út að Valaohi hefði skýrt yfirvöld unum frá starfsemi Cosa Nostra. í fyrstu trúði Geno- vese þessu ekki fyllilega, en eitt kvöldið um háttatímann tók hann í höndina á Valachi og kyssti hann á kinnina, og svaraði Valachi í sömu mynt. Þegar Valachi var beðmn að útskýra hvað kossarnir attu að tákna sagði hann að Geno- vese hafi með sínum kossi til- kynnt honum að hann væri grunaður um svík við sam- tökin, en með því að s\ara í sömu mynt hafi Valachi til- kynnt að hann skildi hvað við væri átt. MYRTI SAKLAUSAN Eftir þetta átti Valachi ekki sjö dagana sæla í fangelsinu. Gat hann sífellt átt von á því að meðfangar hans gerðu til- raun til að koma honum fyrir kattarnef. Reyndi hann að forðast öll samskipti við með- fanga sína, og yfirgaf helzt ekki fangaklefa sinn. En svo var það hinn 22. maí í fyrra að Valachi fór í gönguferð um fangelsisgarðinn. Allt í einu sá hann mann þar, sem hann hélt að væri Joe Beck frá Costa Nostra. Var hann sannfærður um að Joe ætti að drepa hann. Valachi var staddur við við bótarbyggingu við fangelsið, sem þá var ófullgerð. Sá hann þar járnstöng liggjandi á jörð inni, greip hana og réðist gegn manninum, sem hann hélt að væri Joe Beck. „Ég sló hann í höfuðið með járnstöng inni, sennilega þrisvar, mjög fast“. Maðurinn lézt, en það var alls ekki Joe. Var Valachi dæmdur í lífstíðar fangelsi fyrir morðið. En ekki þótti óhætt að hafa hann áfram í Atlanta, heldur er hann nú geymdur annarstaðar undir sérstöku eftirliti lögreglunn- ar. Og nú hefur hann sam- þykkt að skýra þingmanna nefndinni frá starfsemi Costa Nostra. „Vito Genovese gekk of langt þegar hann fyrirskipaði að láta drepa mig“, segir Valachi. „Valdafíkn Genovese er brjálæði. . . Völdin stigu honum til höfuðs“. — „Apartheid" Framh. af bis. 13 blaðið, að meirihluti hvitra manna í S-Afríku láti sig það litlu skipta, hvað S.þ. hafi í huga að gera, eða gera ekki. Minnir blaðið á Kongómálið og afskipti samtakanna þar, og telur, að þau mum engu góðu geta komið til leiðar í Afríku. • Blöð í Osló eru ánægð með þá ákvörðun að hafna boði stjórnar Werwoerd. „Aftenposten“ segir: „Það er augljóst mál, að Norðurlönd geta ekki látið málið til sín taka, sérstaklega, við hlið Sameinuðu þjóðanna, sem fjallað hafa um það í 10 ár, með fullu samþykki Norður- landanna. Hefði góður vilji stjórnar S-Afríku verið að baki boðinu, þá hefði það e. t. v. táknað upphafið að breyttri stefnu hennar. — „Arheiderbladet" segir, að boðið sé tilraun stjórnar Dr. Verwoerds til að hindra starf S. þ. Telur blaðið, að hefði samstarfsvilji forsætisráðherr áns verið fyrir hendi, þá kæmi hann e. t. v. auga á, hvað raunverulega felst í til- lögum Per Hækkerup. „Morgenbladet“ bendir á, að nokkurs ósamræmis gæti í gerðum norsku stjórnarinn- ar: samtímis því, sem hún hafni boði Dr. Verwoerd, þá standi enn boð til Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, um að heimsækja Noreg. Blaðið minnir einníg á heimsókn Lange til Spvétríkj anna, þar sem stórkostlega sé gehg'ið á mannréttindi hundr- aða milljóna Evrópubua. Sé sú kúgun enn alvarlegri en áþján blökkumanna í S- Afríku. • í dönskum blöðum er mikið um þetta mál ritað. „Aktuelt" segir: „Vanda- mál S-Afríku komust fyrir löngu á það stig, að þau verða ekki leyst með viðræðum þjóða í millum. Friðurinn er í hættu, ef til stórátaka kem- ur í S-Afríku. Þess vegna verða þjóðir á borð við Norð- urlönd að stuðla að því, að um málið verði fjallað innan vé- banda Sameinuðu þjóðanna. Heimsókn utanríkisráðherra Norðurlandanna hefði mátt túlka — eða mistúlka — og segja hana samstöðu með Dr. Verwoerd. Slíka áhættu er ekki hægt að taka á sig. hvorki með tilliti til íbúa S-Afríku, eða þeirra þjóða í Afríku, sem gætu talið okkur fylgjandi apartheid. Þá gætu menn líka talið, að við gæt- um ekki gagnrýnt þá stefnu, nema að heimsækja S-Afríku. Það, sem máli skiptir nú, er að vekja áhuga Afríkuþjóða á tillögunum (Hækkerup). Önnur Kaupmannahafnarblöð taka í sama streng. „Berlingske Tidende" telur, að heimsóknin hefði orðið til þess að koma í veg fyrir ár- angur af því starfi, sem nú er unnið hjá S.Þ. til þess að leysa kynþáttavandamál S-Afríku. Hins vegar bendir blaðið á, að ráðherraheimsókn hefði e.t.v. verið vel til þess fallin að sannfæra marga ráðamenn í S.-Afríku um, að þeir fylgi rangri stefnu, sem óhjákvæmi lega leiði til skelfingar. „Vendsyssel Tidende“, sem er vinstrisinnað bíað, segir, að e.t.v. kunni það að vekja ein- hverja hvíta S Afríkubúa til umhugsunar, að ráðherrarnir ekki vildu þiggja boðið. Því kunni höfnun Norðurlanda ekki að verða árangurslaus. Blaðið bendir á, að kynþátta stefna stjórnar S-Afríku sé að grafa undan framtíð lands ins. Blaðið segir loks: „Nei takk var ekki léttasta ákvörð unin, en sú skynsamlegasta.“ — KR vann Framh. af bls. 22 fyrir vörn KR og Kjartan mark- vörður ÍBK settist af einhverri slembilukku á knöttinn er Ellert óvaldaður, sótti að marki Kefl- víkinga. Hættulegasta færið var þó ÍBK manna er Jón Ólafur innherji átti hörkuskot sem stefndi í bláhorn KR-marksins en Heimir kom sem fljúgandi fugl og hremdi boltann, Á 39. mín tryggði KR sigur sinn. Ellert byrjaði upphlaupið gaf Sigurþór sem lék frá kanti inn á miðju, gaf til Gunnars Fel. sem renndi fyrir fætur Ell- ert og hann gaf ekki eftir af skotinu sem þó hefði mátt verja ef staðsetning hefði verið góð. Á Liðin. En eftir leiknum að dæma var sigur KR verðskuldaður. Það var betra knattspyrnuliðið sem sigr- aði, þó seint gengi að sækja þann sigur í fang liðsins, sem byggði allt á krafti og álcafa. í Keflavíkurliðinu voru allir sem einn ákveðnir í að vinna og sigurinn blasti lengi vel við. Beztir voru Magnús og Sigurð- ur framverðir, Gísli Ellerup bak- vörður sem lengsum hélt Gunn- ari Felixssyni niðri og mark- vörðurinn. En kappið var helzt til mikið. Það fer yfir takmarkið þegar mótherjinn er meira atriði en knötturinn. KR liðið hefði vel mátt sýna betri leik og aðalgallinn var að það lið sem sterkara er lét mót- herjann haldast uppi að stöðva flestar sóknartilraunir. Það gerð- ist vegna seinagangs KR-inga. Hafi knattspyrnuliðið yfirburði á það að geta leikið í kringum menn sem sækja eins stíft að mótherja og Keflavíkurmenn gerðu í þetta skipti. Dómari vár Magnús Pétursson. I erfiðu hlutverki var hann ekki öfundsverður og skilaði sínu hlutverki vel. Unglingar og krakkar som„ ÞEIR unglingar og krakkar sem hug hafa á því að starfa við dreifingu Morgunblaðsins nú í vetur, eru vinsamlegast beðnir að hafa hið fyrsta samband við skrifstofu blaðsins eða afgr. Hægt er að fá blaðahverfi um alla borgina og í úthverfum hennar, svo og vestur á Seltjarnarnesi. Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.