Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 1
24 sfóu? Afstaða S-Afríku og við- skiptalarrda hennar sögð standa í vegi New York, 2. okt. — (NTB) HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum, að andstaða S.- Afríku og nokkutra helztu viöskiptaríkja þess hafi nú komið í veg fyrir, að tillögur Norðurlanda um lausn kyn- þáttavandamáls Suður-Af- ríku nái fram að ganga. Til- lögurnar fólu í sér samstarf við nokkur Afríkulönd um myndun nefndar 7 manna, þ. á. m. hlutlauss oddamanns. Átti skipan nefndarinnar að tryggja, að hagsmuna allra þjóðarbrota í Suður-Afríku yrði gætt við lausn vanda- málanna. Bússor koupa enn hveiti c V-löndum Vitað varj að nokkur Af- ríkulönd höfðu áhuga á nor- rænu tillögunum. Þau höfðu Framh. a bls. 10 Geimsprengins fyrir 1,5 milljón árum i VÍSINDAMÖNNUM við Mount Palomar stjörnuturn- inn í Kaliforníu hefur tekizt að ljósmynda sprengingu, sem talið er að hafi orðið í stjörnu þyrpingu úti í geimnum fyrir 1.500.000 árum í tíu milljón ljósára fjarlægð frá jörðu. Telja stjörnufræðingarnir sennilegt að sprengingarnar standi enn yfir. Stjörnuþyrpingin nefnist M82, og hafa stjörnufræðing- ar lengi haft grun um að eitt- hvað merkilegt væri þar á seiði, en ekki fengið vissu fyrir því fyrr en nú. Ljós- myndirnar tók dr. Allan R. Sandage, og notaði til þess 200 tommu stjörnukíki. Rann sóknir á myndunum sýna að stjörnuhlutar úr sprenging- unni — sem nægja til að mynda 5 milljónir hnatta á stærð við sólina — eru á fleygiferð út í geiminn, og fara með allt að 35 milljón kílómetra hraða á klukku- stund. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að ná myndum af sprengingunni, en aldrei héf- ur það tekizt fyrr en nú. Dr. Sandage taldi að það efni, sem yrði fyrir mestum áhrif- um af völdum sprengingar- innar, væri vetni. Valdi hann því þá leið að útiloka allt ljós frá því að ná filmunni annað en ljós, sem stafar frá vetninu. Tókst þetta eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Tillögur Noröurlanda að engu orðnar? BONN og París, 2. okt. — AP — Traustar heimildir í Bonn skýrðu frá því í dag að vestur-þýzk fyr- irtæki myndu flytja út hveiti til Sovétríkjanna fyrir um 18 millj. dollara þrátt fyrir andstöðu Að- enauers, kanzlara, við aðstoð f þá átt að leysa hveitivandræði Rússa. Er hér um að ræða 250,000 tonn, sem er lítið í samanburði við þau 6,800,000 tonn, sem Sovét ríkin hafa fest kaup á í Kanada og þau 1,800,000 tonn, sem keypt hafa verið frá Ástraiíu fyrir íkömmu. Tilkynnt var í París í dag að Frakkar hefðu undirritað samn- inga um sölu 80,000 tonna af hveiti til Sovétríkjanna. Keeler enn fyrir rétt Er nú sökuð um meinsæri London 2. okit. NTB REITARIIÖLD yfir Cristine Keeler og þremur aðilum. öðrum hófust í dag. Er þeim gefið að sök meinsæri og að hafa reynt að vilia fyrir réttinum.. Ákærur þessar standa einnig í sambandi við málið gegn blökkusöngvar- anum „Lucky“ Gordon, sem á sínum tíma var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á Christine Keeler, en var síðan látinn laus. Réttarsalurinn Marlybone í London var þéttskipaður áiheyr- endum er réttarhald 1 málinu hóifst í morgun. A uk Keeler er ákærð vinkona hennar, Paula Hamilton Márshall, sem kveðst vera einkaritari, svo og ráðskona vinkvennanna, frú Olive Nadia Brooiker, og samlandi Lucky Sercdiráð Indónesa flækt i hrceykslismál: Komst I samband við vændis- hringinn í heimsókn Sukarno Fyrsti sendiráðsritari annaðist milligöngu — þrír menn fangelsaðir í K.höfn Kaupmannahöfn, 2. okt. — (NTB) — L J Ó S T er nú orðið að Royal-hótelið í SAS-bygg- ingunni í Kaupmannahöfn tefur verið notað til milli- göngu af símavændishring þeim, sem nú er verið að fletta ofan af í borginni. — Ennfremur er upplýst að fyrsti ritari sendiráðs Indó nesa, L Gusti N. Santa- wirja, annaðist milligöngu fyrir símavændishringinn. Komst hann í samband við hringinn á meðan á annari heimsókn Sukarno, Indó- nesíuforseta, stóð í Dan- mörku. Frá þeim tíma hef- ur Santawirja reglulega út vegað símavændishringn- um, sem telur 20 stúlkur á Framh. á bls. 10 Gordon frá V estur Indtíuim, Rudolph Feriton að nafni. í réttinum í dag kom í Ijós, að áverkar þeir, sem Ohristine Keeler hafði áðuir borið að Gordon hefði veitt henni, voru í raun og veru veittir af bróður vinkonu hennár, John Hamiilton- Marshall, en systir hans var aðalvitni Keeler í málinu gegn Gordon á sinum tima. Hafði þeim lent saman sama dag og Gordon kom í heimsókn. Ástæð- an til þess, að þeim kom síðan saman um að kenna Gordon um verknaðinn, var sú, að Keeler var orðin leið á honum. Vildi hún losna við kunningsskap hans, helzt á þann veg að hann lenti í fangelsi. I fangelsið fór Gordon, en m.a. vegna óeiningar milli máls- aðila um hvað hverjum bæri af fé fyrir að þegja um hið rétta, bárust ákæruvaldinu upplýsing- ar, sem urðu til þess að Gord- on var látinn laus. Réttarhöld þessi vekja mikla Árás á Kúbu Havana 2. október — AP HERMÁLARÁÐUNÍEYTI Kúbu tilkynnti í dag að sög- unarmylia í héraðinu Oriente á norðvesturströnd landsms hefði verið eyðilögð í árás snemma á þriðjudagsmorgun. I tilkynnmgunni sagði að „sjó ræningjaskip“ hafi læðst að ströndinni í skjóli myrkurs og eyðilagt mylluna. Hefði skipið komizt undar athygli í Englandi, þar sem sak- borningar voru allir á einn eða annan hátt viðriðnir hneykslis- mál þau, sem urðu til þess að John Profumo, hermálaráðherra, varð að segja af sér, og Stephen Ward framdi sjálfsmorð. Fluttur uitur uð Downing Street 10 London 2. okt. —»NTB HAROLD Macmillan, for- sætisráðherra, flutti í dag aft ur að Downing Street 10, þar sem forsætisráðherrar Breta búa jafnan, en húsið hefur verið í viðgerð s.l. 3 ár. Á meðan hefur Macmillan búið í byggingu Flotamálaráðu- neytisins. Viðgerð hefur einn- ig farið fram á húsunum Downing Street 11, bústað fjármálaráðherrans, og nr. 12, en hið síðarnefnda hýsir alstöðvar leiðtoga þess flokks sem hverju sinni fer með völd. Húsin þrjú voru byggð ■ á 17. öld af Sir George Down- ing, og eru samtals um 200 herbergi í þeim. Upphaflega var ráð fyrir gert að breytingarnar á hús- unum myndu kosta sem svar- aði 48 milljónum ísl. kr. en láta mun nærri að þær hafi kostað um 120 milljónir kr. Háværar raddir hafa lengi verið uppi í Bretlandi þess efnis að viðgerðin væri alltof dýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.