Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 8
8 MORGUHBLAOIO Fimmtudagur 3. okt. 1983 Sjötugur i dag Ágúst Pálsson, arkitekt ÁGÚST Pálsson, arkitekt, er 70 ára í dag. Hann er fæddur að Hermundarfelli í Þistilfirði og ólst þar upp til 10 ára aldurs. >á fluttist hann til nafna sins Ágústs Þorsteinssonar á Siglufirði, og skömmu síðar með honum til Reykjavíkur. Ágúst gekk í barna skóla í Reykjavík og var eftir það við nám hjá Davíð Östlund frá því sem höfundurinn hafði teiknað hana. — Ágúst Pálsson er frumlegur og skapandi listamaður og einkenn- ast verk hans af því, en jafn- framt hefur hann auga fyrir því sem hentugt er og hagkvæmt við daglega notkun. — Ágúst er áhugamaður um lax- veiði og hefur stundað þá íþrótt mikið um dagana, einnig fer hann vel með skotvopn. Vinir afmælisbarnsins senda honum hlýjar árnaðaróskir í til- efni afmælisins. — Egill Sigurgeirsson. um sinn. Eftir það flutti hann norður í Þingeyjarsýslu og dvaldi þar í nokkur ár. Byrjaði hann þar nám í trésmíði. Fór hann svo til Stavanger í Noregi og hélt þar áfram trésmíðanámi í 3 ár og lauk þar jafnframt iðnskóla- námi í kvöldskóla. Eftir þessa dvöl í Noregi kom hann aftur til Reykjavíkur og starfaði við smíðar um tíma, en 1925 hélt hann á ný til Stavanger og gekk þar í tekniskan dag- skóla og lauk prófi frá þeim skóla 1926. Kom hann þá heim og vann við byggingar, mest hér í Reykjavík, til 1931. Það ár lagði Ágúst í nýtt náms- ferðalag og hélt nú til Kaup- mannahafnar. Gekk hann þar í Det Kongelige akademi for de skönne Kunster, og lauk prófi sem arkitekt 1934. Sýnir þetta vel hversu óþreytandi Ágúst var við að afla sér sem beztrar menntunar í starfsgrein sinni. Eftir að hafa lokið námi kom Ágúst heim til íslands og setti á stofn teiknistofu hér í Reykja- vík. Þá starfaði hann einnig um fjögurra ára bil hjá húsameist- ara ríkisins. Árið 1941 byrjaði Ágúst að vinna með húsameistara Reykja- víkur að uppdráttum að ýmsum byggingum og hefur starfað síð- an hjá Reykjavíkurborg að und- anskildum 2—3 árum. Hefur hann t.d. teiknað Melaskólann, Laugarnesskólann og bæjarhúsin við Hringbraut með Einari Sveinssyni. Ágúst hefur tekið þátt í mörg- um samkeppnum um tillöguupp- drætti að ýmsum býggingum og hefur í því sambandi um 20 sinn- um hlotið verðlaun eða viður- kenningu. — Hann hefur haft mikinn áhuga á leikhúsmálum og gerði í því sambandi í alþjóða- samkeppni teikningu að óperu- húsi í Belgrad í Júgóslavíu, en uppdrættir hans fórust í hring- iðu stríðsins. — Ágúst er höfundur að hinni margumtoluðu Neskirkju hér í Reykjavík og mun óhætt að segja að sú bygging muni halda nafni meistara síns á lofti meðan byggð endist hér í Reykjavík. Hefur farið um þá listasmíð eins og málverk Kjarvals og önnur sönn listaverk, að með tímanum vinna þau flestra aðdáun. Meðal þeirra sem sérstaklega kunna þar um að dæma, er það talið þeirri byggingu einna mest til ágætis hvað hljóðburður (akustik) hennar er frábær. Mun það alveg einstakt, að tekizt hafi að gera samkomuhús þar sem hljóðburður er eins góður og í Neskirkju. Er það mikil ógæfa að byggingin skyldi vera minnk- uð eins mikið og raun varð á, Skrifstofustúlka getur fengið atvinnu nú þegar við venjuleg skrifstofustörf. Tilboð auðkennt: „Ástundun — 1944“ sendist afgreiðslu Morgunblaðsins sem fyrst. Nýkomnar hollenzkar barnaúlpur dökkbláar. Klapparstíg 44. Afgreiðslustúlkur óskast strax í kjörbúð og vörugeymslu. Austurstræti. Framtíðarstarf Vil ráða ungan mann á endurskoðunarskrifstofu mína. — Eiginhandarumsóknir með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 1323. SVAVAR PÁLSSON Iöggiltur endurskoðantfi. Atvinna Kópavogi Óskum eftir að ráða plötusmiði, vélvirkja, rafsuðu- menn og verkamenn við skipasmíðar. Öll vinna innan húss. Ennfremur viljum við taka nema í plötusmíði og vélvirkjun. Stálskipasmiðjan lif. v/Kársnesbraut, Kópavogi. HE1WC O Lagermaður óskast Helgi IVIagnússon & Co. Hafnarstræti 19 Parker er kúlupenninn, sem þér ættuð að kaupa. Þessi stækkaða mynd af hinni hrufóttu kúlu í enda PARKER T-Ball kúlu- pennans sýnir skrifflötinn. Hún heldur blekinu eins og bursti málningu. Gríp- ur pappirinn eins og hjólbarði veg. PARKER T-Ball rennur mjúklega yfir pappírinn og skilur eftir dökka, jafna línu, óbrotna Dg klessulausa. Blekinni- haldið er mikið. Stór fylling, sem endist allt að fimm sinnum lengur en i venjulegum kúlupennum. Og gleymið því ekki að T-Ball er PARKER fram- leiðsla, gerður af þeirri nákvæmni og gæðum sem þér væntið af PARKER. PARKER T-Ball Jotter er einn margra frábærra kúlupenna, sem PARKER Eramleiðir, en þeir eru til í stíl við hina frægu „61", „51", „21“ og „45“ penna. Framleiðendur eftirsóttasta penna heiws; THE PARKER PEN COMPANY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.