Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID Fimmtuðagur 3. okt. 1963 BRJALADA HÚSID © ELIZABETH FERRARS — Það er sennilegt, sagði Toby. — Þú hefur tekið eftir einu og öðru, Georg. En hvað varð af þér þarna í gærkvöldi? Georg varð ekki eíns fljótur til svars við þessari spurningu og hann hafði verið við þeim fyrri. Hann stakk tungunni út í gúlinn, svo að hann varð venju fremur þykkleitur. — Jú-ú, svaraði hann eftir stundarþögn, — þú veizt hvern ig ég er, Tobbi . . . að ég get ekki sofið í sveitinni, þar er svo hávaðasamt. Það kann að vera allt í lagi, ef maður er vanur því, en þegar ég var kominn upp í í gærkvöldi, fór ég að muna hitt og þetta . . . — Ef þetta á að verða sagan um hundinn, sem felldi lokið af ruslatunnunni, þá kann ég hana þegar, sagði Toby. — Hvernig komstu til London? Eg heyrði ekki neitt í hjólinu þínu? — Eg komst með síðasta strætó, sagði Georg. — En þarna var ekki um einn einasta hund að ræða, heldur alla hundana í nágrenninu. Og þeir hljóta að hafa sett lokið á aftur í hvert skipti sem þeir felldu það, því að það var komið á, handa þeim næsta, til að fella. Og það kom nauti til að baula og hana til ‘að gala og næturgala tií að syngja . . . — Þú mundir ekki þekkja næt urgala þó þú heyrðir 1 honum, Georg. Jæja, kall minn, ég þyk- ist fara nærri um erindi þitt til London. Eg fór að hugsa um það í gærkvöldi eftir að þú varst farinn, að íbúðin hennar Drunu Merton myndi hafa eitthvert sér stakt aðdráttarafl fyrir þig. Og ég þóttist vita, að þú mundir segja, það væri svo auðvelt að komast inn í hana, að það hefði beiniinis verið synd að láta það ógert. Þú hefur vissar aðferðir við rannsóknir þínar, sem ég vildi, að ég gæti breytt. Georg hló, eins og hikandi. — Jú, það var sannarlega auðvelt. Mér datt í hug, að það væri ó- maksins vert að kíkja þar inn á undan lögreglunni. — Já, það er aldrei úr vegi. — Rétt segir þú, sagði Georg. Svo gekk hann að rúminu og settist á stokkinn. — Hver veit, hvort þetta hef ur nú verið góð hugdetta, eftir allt saman, sagði hann. — Eg 'veit ekki. Eg fór þangað nú bara til að athuga hlutina, en allt og sumt, sem ég fann, var . . . Hann tók að róta í vösum sinum. — Nú hver skrattinn, hvar hef ég lát- ið þetta? Eins og ég sagði, “getur vel verið, að það hafi enga þýð- ingu, en mér datt nú samt í hug, að . . . Nú, hér er það . . . En svo fann ég líka dálítið annað, sem ég skal segja þér af, þegar þú ert búinn að athuga þetta. Toby var að horfa á hálfa pappírsörk, sem Georg hafði rétt að honum. Hann sagði alvarlegur: — Við skulum vona, að það sé ekkert; af því, að ef það er einhvers virði, þá hef ég verið að rugla fyrir um upplýsingar og við get- um komizt í bölvun fyrir. Svo las hann það, sem skrifað var á blaðið með blýanti. Síðan sagði hann: — Það er víst lítill vafi á, að við getum komizt í bölvun fyrir þetta. — Þú heldur, að það hafi ein- hverja þýðingu? Toby yppti öxlum. — Ef ég get ekki fundið einhverja aðferð til að hafa gagn af því, án þess að fá Vanner það í hendurnar, þá ættum við að láta eins og það sé einskis virði. Skriftin á blaðinu var smá- gerð og snyrtileg og þetta virt- ist helzt vera einhver kostnaðar áætlun fyrir ferðalag. Fargjald ........ ca. £ 5-0-0 Ýmislegt ........ — — 2-0-0 Fæði, 50 fr. ca £ á viku 6-0-0 Ýmislegt 2/- á dag .. £ 2-2-0 Vindlingar .......... £ 15-0 Alls £15, eða í mesta lagi 20, til vonar og vara áætlað. — FÖT? — — Eg kannast ekki við skriít ina, sagði Toby, — það er ekki höndin hennar Lou. Mér sýnist, sagði Georg, að þetta — og hann benti á orðið FÖT, sem var skrifað með feit- um upphafsstöfum — hafi ein- hver annar skrifað. , — Já, það held ég líka, sagði Toby. — FÖT— og spurningar- merki fyrir aftan. Þetta er óvenju heiðarlega að orði komizt. Þú sagðist hafa fundið eitthvað fleira, Georg. Hvað var það? — Nú, ekki annað en það, að þessar tvær kvensur voru illi- iega blankar. Þarna var hótun frá símanum um að loka, og mjólkurreikningur, sem er kom inn upp í ein tvö pund og rukk- anir fyrir ryksugu og útvarp, og svo næstum heil bók um húsa- leiguna. — Já, það ætti maður að geta sagt sér sjálfur, sagði Toby. — Jæja, og svo . . . sagði Georg, eins og með tregðu ... — það var líka dálítið eftirtektar- vert, sem ég fann út í gærkvöldi, en það var nú hérnamegin en ekki í London. Toby glotti. Hann kveikti sér í vindlingi, sem hann hafði tek- — Þér hafið dásamlega söngrödd, frú, en ég verð að bæta því við, að ég segi það sama við alla, en meina stundum hið gagnstæða. ið úr vasa Georgs, stakk bréfinu í vasann aftur. Nú, hvað? — Manstu eftir þessum ferða- töskum í herberginu hennar frú Clare? Jæja, eftir að þú varst far inn út, kíkti ég í þær. Eg veit nú náttúrlega ekki, hvað eða hve mikið svona kvensur taka með sér þegar þær fara í frí, en ef það er ekki nema eitthvað af næf urþunnum kjólum og svo sund skýlur, þá er ótrúlegt, að þær ætli að vera í Englandi í fríinu, finnst þér ekki? — Jú, það finnst mér. — Og auk þess var hún ný- búin að láta endurnýja vegabréf- ið sitt. Það var í borðskúffunni hjá henni. — Þá ætti það ekki að vera um að villast. — En í morgun var búið að taka allt upp aftur. Ég fór þang- að inn aftur, til að gá betur. Nú eru kjólarnir allir komnir inn í fataskáp. Toby opnaði dyrnar og þeir gengu báðir eftir ganginum og niður stigann. Skýrsla Dennings um Profumo-málið 15. Mér hefur verið bent á, að Ivanov hafi verið í nýju hlut- verki í rússneskri stjórnmála- tækni, sem var í því fólgin að stía Samveldinu frá Bandaríkj- unum, eftir krókaleiðum sem hér segir: Ef hægt væri að koma ráðherrum eða háttsettum mönn um í hneykslanlegar aðstæður, eða breiða út um þá óhróðurs- sögur, eða láta svo sýnast sem öryggisþjónustan væri ekki starfi sínu vaxin, gæti það veikt traust Bandaríkjanna á heiðar- leik og áreiðanleik okkar þjóðar. Þannig gæti maður eins og Ivanov höfuðsmaður neytt hvers tækifæris til að kynnast ráðherr um og háttsettum mönnum — ekki svo mjög til þess að veiða upplýsingar upp úr þeim (þótt það gæti verið æskileg auka- geta) — heldur til hins að spilla trausti þjóða í milli. Hafi þetta verið tilgangur Ivanovs, með Stephen Ward sem verkfæri í hendi sér, þá tókst honum óþarf- lega vel. (III) Christine Keeler Christine Keeler er stúlka, nú 21 árs gömul, sem á heima í Wraysbury. Húri fór að heiman nakin. Hún sextán ára göm- ul, og til Lond- on. Hún fékk at- vinnu í Murray Cabaret klúbbn- um, sem sýninga stúlka, sem var í því fólgið, sam kvæmt hennar eigin orðum, að ganga um alls- hafði ekki verið nema skamma hríð þarna í klúbbnum, þegar Stephen Ward kom þar ,og þau dönsuðu sam- an. Eftir það hringdi hann oft til hennar og bauð henni út með sér. Að fáum dögum liðnum bað hann hana að koma og búa með sér. Hún gekk að því. Mörgum sinnum hljóp hún frá honum, en kom alltaf aftur. Hann virtist hafa vald yfir henni. Hún bjó með ‘honum í Wimpole Mews frá því um það bil júní 1961, til marz 1962. Hann fór með hana í sum- arbústaðinn sinn í Cliveden og kynnti hana mörgum mönnum — ýmsum þeirra tignum eða í háum stöðum, sem hún átti síð- an samfarir við. (Síðan hefur kviðdómur fundið hann sekan um að hafa lifað á ólifnaði henn ar). Hún var vafalaust líkam- lega aðlaðandi. Síðar vandi hann hana á eiturlyfið haschisch, og hún gat brátt ekki án þess ver- ið. Hún hitti svo svertingja, sem verzluðu með það, og tók að búa með þeim. (IV) Hr. Profumo Hr. Profumo var hermálaráð- herra frá júlí 1960 til júní 1963 Hann er nú 48 ára að aldri. Hann átti glæsilegan feril í styrjöld- inni og náði brigadier-tign. Hann komst á þing 1940 en missti þingsætið aftur, 1945. Ár- ið 1950 komst hann aftur að sem fulltrúi fyr ir Stratford-kjördæmið í War- wickshire. Hann hefur glæsileg- an vitnisburð fyrir þjónustu sína við ættjörðina. Hann var að- stoðar-þingritari fyrir samgöngu mála-ráðuneytið og einkaflug- KALLI KUREKI -*- Teiknari; FRED HARMAN SACT.I DOM'T MIWDA UTTLE LOOSE TALK---&IJT JUSTCALL ME YELLOW ONCE MOGE, AN’ SEE WHAT HAPPENS TO YOU/ UH.--I &UESS I WAS A LITTLE HASTT--- BUT YOU LET THAT ROAD A&EWT TAKE YOU MEAN VOU 1 TRUSTED THATOl’ HAS-BEEKI WITH MY MOfOEY?i» J — Ég hef ekkert út á það að setja, þótt menn séu svolítið orðhvatir, Bart, en reyndu að kalla mig heigul í annað sinn, þá færðu að vita hvar Davíð keypti ölið. — Ég hef kannske verið of fljótur á mer, en þú lézt þennan síigamann ná peningunum mínum. — 800 af þessum þúsund dölum voru ir.ínir paningar. En láttu ekki hugfallast, ræninginn fékk ekki eyri. — Hann fékk bara hnakktöskur mínar. Aður en við fórum frá Asna- hófi, lét ég þann gamla hafa pening- ana. Hann kemur hina leiðina. mál (1952), þinghelgur undir- ráðherra nýlendumála (1957), vararáðherra og seinna ráðherra utanríkismála (1958) og ánð 1960 varð hann hermálaráðherra Enginn getur dregið í efa, að maður með slíkan framaferil eigi rétt á trausti samverkamanna sinna og föðurlands síns, og eng um skyldi detta í hug, að hann færi að ljóstra upp leyndarmál- um. Hvað sem honum kann að hafa orðið á, og hvaða ósannmdi sem hann kann að hafa sagt, hef- ur enginn, sem ég hef haft tal af, dregið hollustu hans í efa. Sízt af öllu var ástæða fyrir öryggis- þjónustuna til neinna slikra grun semda. Árið 1954 kvæntist hr. Pro- fumo ungfrú Valerie Hobson, mikilli leikkonu, og stuðningur hennar við hann í erfiðleikum þeirra, er ein hinna mestu máls- bóta, sem ég hef fram að færa í þessu sambandi. (V) Astor lávarður Astor lávarður tók við af föð- ur sínum, árið 1952, og erfði Cliveden-eignina. Hann hafði áð- ur tekið þátt í stjórnmálum, en síðar hefur hann sinnt einkamál- um sínum og svo góðgjörðastarf semi, sem hann hefur áhuga á. Hann hefur unnið mikilvægt starf fyrir sjúkrahús, einkum þó fyrir Minningarspítala Kanada Rauða Krossins í Cliveden. Hann hef- ur mikið hjálpað flóttamönnum, og hefur ferðazt um allan heim, þeirra erinda. Hann hefur gefið miklar fjárhæðir til vísinda og annarra mennta, og innt af hendi mikið styrktarstarf við fræðslu- mál og aðra góðgjörðastarfsemi Hann erfði mikið kappreiðahesta bú ,sem hann stjórnar sjálfur og einnig búgarð, 250 ekrur lands. Cliveden er eitthvert mesta herrasetur landsins. Það er í op- inberri eign, en núverandi Ast- or lávarður er ábúandinn. Hann hefur haldið uppi gamalli rausn og gestrisni þar. Hann hefur gesti yfir flestar helgar og auk þess oft kunningja við máltíðir, þar á meðal nokkra tignustu og mikilvirtustu menn landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.