Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudasfur 3. okt. 1963 MO'»'?"tffU4DfO 17 Guðmundur Tryggvason, læknir Minningarorð hann hefði getað numið hvaða vísindagrein sem var með frá- bærum árangri. Hann valdi lækn isfræðina, hina göfugustu grein vísinda. Hann setti sér hátt mark, en féll frá áður en því var að fullu náð. Því er nú skarð fyrir skildi, skarð í fjölskyldu, skarð í ís- lenzkri læknastétt. Við bekkjar- systkinin finnum einnig skarð í okkar hópi. Hann, sem fremst- ur okkar var, er fyrstur horf- inn. Ekkert nær að fylla þetta skarð, sem Guðmundur Tryggva son hefur skilið eftir, nema orð- stír hans sjálfs, minningin um þennan fjölhæfa gáfumann og síðast en ekki sízt sú guðsbless- un, sem birtist í börnunum tveim. Við drúpum höfði og vottum eiginkonu, börnum, foreldrum og öðrum vandamönnum dýpstu samúð okkar. Aðalsteinn Guðjohnsen. Fæddur 10. janúar 1931 Dáinn 23. september 1963 HVÍ fékk hann ekki noti&, gáfna sinna og hæfileika leng- ur? Hví fengu meðbræður hans ekki að njóta þekkingar hans og snilli lengur en raun varð á? Hvi er hann fallinn svo löngu fyrir aldur fram? Þegar saman fara sterkur per sónuleiki, miklar gáfur og stað- fastur vilji til að hagnýta hæfi- leika sína í raunhæfu starfi, fer ekki hjá því, að við miklu er búizt. Þá er búizt við, að vis- inaþekking og starfsorka og stöð ug framsækni leiði til mikilla afreka. Hugur Guðmundar Tryggva- sonar stóð líka til afrekg. Hann bar öll einkenni afreksmanns. Ef til vill reyndizt hann of kröfu harður til sjálfs sín, ef til vill vildi hann gera of mikið of fliótt — meir en umhverfi og aðstæður leyfðu. Öllu, er hann tók sér fyrir hendur, vildi hann sinna svo, að óaðfinnanlegt væri. Læk'nisstörfum sinnti hann og til hinzta dags. Guðmundur Tryggvason var fæddur 10. janúar, 1931, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Tryggva Samúelssonar. Hann fluttist með foreldrum sínum til Keykjavíkur um fermingarald ur. Guðmundur settist í Mennta- skólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi vorið 1951. í öllu námi bar hann af og var jafn- vígur á allar námsgreinar. Em- bættisprófi í læknisfræði lauk hann frá Háskóla íslands árið 1956 á styttri tíma en áður hafði þekkzt og jafnframt með svo hárri einkunn, að enginn hafði betur gert fyrr né síðar. Frá árinu 1958 starfaði Guð- mundur sem læknir í Svíþjóð en lagði jafnframt stund á erfið- ar sérgreinar, heilaskurðlækning ar og plastskurðlækningar. Nam hann m.a. við Uppsalaháskóla og Karolinska Sjukhuset í Stokk hólmi, en starfaði nú síðast í Kristinehamn og naut þar mik- ils álits í starfi. Guðmundur var kvæntur Krist jönu Guðmundsdóttur frá ísa- firði. Börn þeirra eru tvö, Alma Sigriður, 6 ára, og Gunnar Tryggvi, 3 ára. Á námsárum okkar í Mennta- ekólanum kom fljótt I ljós, hví- líkur afburðamaður Guðmundur var. Gáfurnar voru svo miklar evo fjölbreyttar, að slíks gerast fá dæmi. Honum lét jafnauðveld- lega að nema tungumál sem stærðfræði, sögu sem náttúru- fræði. Námsgreinar, sem gjarna voru minna ræktar, svo sem leikfimi, teiknun og söng, stund- aði hann með sömu alúð og náði þar jafnágætum árangri og í öðrum greinum. Áhugi Guðmund ar náði langt út fyrir nám og •tarf. Hann var listelskur enda mjög listrænn sjálfur, unni tón- list og myndlist og stundaði hvorutveggja í frístundum. Hann var margfróður um ýmsar grein •r vísinda og lista, enda geysi- lega víðlesinn. Námsgáfur hans voru svo glæsilegar og margslungnar, að VQNDUÐ II n FÁLLEG H ODYR u n Siqurpórjónsson &co ^ Jlafiuvatnrti i+ Eikarparkett (Lamel) NYJUNG: Leggið parkettgólfin sjálf. Sænska Lim- hamns-eikarparkettið fæst í bæði tíglum og borðum, pússað, lakkað og frágengið til lagn- ingar. Fáanlegt í 13, 15 og 23 mm þykktum. Hagstætt verð. Samband ísl. Byggingafélaga Sími 17992. Sendisveinn ÓSKAST NtJ ÞEGAK. Þarf að kunna á skellinöðru. HEKLA hf. Laugavegi 170—172. Sendisveinn óskast hálfan daginn. Helgi IViagrrússon & Co. Hafnarstræti 19 Nýjar sendingar Enskar ullarpeysur “K Enskar blússur m.a. crepe nælon blússur í mörgum litum. MARKAÐURINN Hafnarstræti 11. Dansskóli v,mm hh Reykjavík Skírteini verða afhent í Skátaheimilinu við Snorra- braut í dag fimmtudaginn 3. októher, á morgun föstudaginn 4. október og laugardaginn 5. október frá kl. 3—7 e.h. IVIjög áriðandi er að skírteinin séu sótt á ofangreind- um tímum, nema hjón og pör, sem taka skírteini í fyrsta tímanum í næstu viku. — Velkomin til starfsins. Unnur og Hermann Ragnar. Danskt gœBanet úr Nœlon 66 ÚTGEROA RMENN Til þess að veita yður betri þjónustu höfum við sent sölustjóra vorn John Henrring Jörgensen . til Reykjavíkur, en þar höfum við opnað söluskrifstofu í TÚNGÖTU 8 — SÍMI 12911 \ og verður hann framvegis þar til viðtals. Umboðsmenn vorir verða eftir sem áður: NTJAMENN h.f. Dalvík, AS. N. P. UTZON Köbenhavn — Danmark.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.