Morgunblaðið - 03.10.1963, Side 3

Morgunblaðið - 03.10.1963, Side 3
 FimmtnaaEfur 3. ökt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 ^ NA /5 hnútor / SV 50 hnútor X Snjókotno > úbi V Skúrir K Þrumur Wlz, KuUatkH HiUtH H Hmt l JtiL Kommúnistar klumsa „Þjóðviljinn“ ,málgagn Sovét- ríkjanna á íslandi, hefur ekki enn svarað því aukateknu orði, hvaðan hann hafði „upplýsing- arnar“ um að Austfjarðasíldin væri úldin og ónýt vara, þegar hann tók svari sovézks síldarsölu manns í deilu hans við Síldar- mat íslenzka ríkisins. Eins og kunnugt er, hafa fréttaritarar kommúnistamálgagnsins á Aust- fjörðum, allir sem einn, svarið af sér þessi dæmalausu róg- og landráðaskrif, en blaðið þóttist hafa „fréttina" eftir fréttaritara sínum á Seyðisfirði. Þar var log ið til. Því ekki að segja sann- leikann nú: að fréttin kom frá hinum sovézku herrum „Þjóðvilj ans“, sem vilja hafa eitthvað fyr ir snúð sinn, ekki sízt þegar „söfnun" stendur yfir meðal kommúnista? Þjóðin á Þórsgötu 1 Kommúnistar hafa löngum orð ið að viðundri, þegar þeir þykj- ast tala fyrir munn allrar ís- lenzku þjóðarinnar og setja fyrir framan fyrirskipanirnar frá Kreml: „tslenzka þjóðin vill og krefst . . . “ Varð þá til nafnið „þjóðin á Þórsgötu 1“. „Kankvís“ víkur að þessu I A1 þýðublaðinu á sunnudag í sam- bandi við heimsókn varaforseta Bandaríkjanna, Lyndons B. Jolin sons, þegar Jónas Árnason af- henti gestinum þvæluskjal frá 200 manna hópi. „Kankvís“ seg- ir: Það lá við, að Jónas missti móðinn í mótmælagöngu tii forsetans, því á þeim degi var „íslenzka þjóðin“ aðeins í kringum tvö hundruð manns. Reykvíkingar kváðu dónana í kútinn „Suðurland“ segir m. a. um sama atburð sl. laugardag: „Nýlega kom hingað til lands merkur stjórnmálamaður og mikilhæfur, Lyndon B. Jolinson, varaforseti Bandaríkjanna. Við komu hans gerðust þau fáheyrðu tíðindi, að samtök þau, er kalla S*S ,.gegn her í landi“, risu upp við dogg, eftir að hafa legið í dvala um langan tíma, og hugð- ust hafa í frammi skrílslæti við samkomuhús Háskóla íslands, þar sem varaforsetinn skyldi flytja ræðu. Vegna þess, að Reykvíkingar brugðu hart við, tókst að mestu að koma í veg fyrir, að fámennur kommúnista- hópur yrði þjóðinni til skammar. Aðalhlutverkið í þessum leik kommúnistanna var ___ líklega sökum líkamsstærðar ___ falið Jónasi Árnasyni, revýiitöfundi, sem ýmsir austan fjalls kannast við, síðan hann var vegna óprúðs orðbragðs hrópaður niður á fundi í Selfossbíói haustið 1961“. Viðreisnin verður ekki eyðilögð Vísir segir í gær í forystu- grein, þar sem rætt er um, að takmörk liljóti að vera 'fyrir því, hve launahækkanir megi verða miklar: „Spurningu Tím- ans um það, til hvaða úrræða verði gripið, verður áreiðanlega svarað með ráðstöfunum til þess að stöðva þessa þróun, og sumar þeirra eru koranar til fram- kvæmda. Það má ekki koma fyrir, að hinn ágæti árangur við reisnarinnar verði eyðilagður með nýrri dýrtíðaröldu á borð við þá, sem vinstri stjórnin arf- leiddi þjóðina að fyrir jólin 1958“. ÍSUÐAUSTAN stormur og rigning gekk yfir suðvestur- hluta landsins í gærmorgun. Um hádegið voru skilin að nálgast Reykjavík og héldu norðaustur yfir landið seinni hluta dagsins, voru komin að Skagafirði ‘og Álftaveri um 4 nónbilið. Hiti var frá 6 til 10 stig á landinu, svo að nú ætti snjórinn að hjaðna norðan lands. Búizt er við hvassri suðvest an átt með skúrum við Faxa- flóa og Breiðafjörð í dag. Norð an og austan lands mun verða bjart veður og þíðviðri áfram. vist í Hellinum. Á miðvikudag fóru þeir Har aldur í Hólum og Jón á Galta læk niður að Galtalæk til að fá ýtu og trukk á móti gangna mönnum. Var þannig hægt að ná mat úr trukk Holtamanna niður í Afangagili kl. 6 á fimmtudagsmorgun. Síðdegis á miðvikudag hafði verið kom izt með féð niður í Sölva- hraun og þá var smalaður Loðmundur. Og á fimmtudag smöluðu menn frá Áfangagili, þá var farið í Dyngju og í Tungnaárkrók, sem eru mjög erfiðar leitir að sögn Sigur- jóns á Galtalæk, sem veitti fréttamanni Mbl. upplýsingar um göngur Land- og Holta- manna, meðan bílarnir tóku hjá honum benzín á leið nið- ur úr. — Þetta eru vafalaust þær erfiðustu fyrstu göngur, sem farnar hafa verið á þessari öld, sagði Sigurjón. Eftir að veðrið lægði var snjórinn í sköflum og féð gekk illa. Mennirnir voru alla dagana blautir og hraktir. Og það er ekki vafamál að mikið fé er eftir innfrá. Seinni göngur áttu að hefjast á fimmtudag, en verður líklega ekki farið fyrr en um næstu helgi. Tvær kfndnr leystar úr hestfhústnu f Landmannalaugum, þar sem gangnamenn höfðu stungið þeim inn 4 dögum áð- ur. Guðmundur Jónasson heldur í hornið á fremri kindinni og Jóm Eyþórsson stendur við hliðina á honum. ÞBGAR ILLA árar fer mikið af ungviði sjálfsagt alltaf forgörðum. Samt kemur það illa við mann að horfa upp a það. Er ferðamenn komu sl. sunnudag að Frostastaða- vatni á leið í Landmannalaug ar, sáu þeir þar í lítilli vík í ísnum 6 hvíta svani og hjá þeim eitthvað dekkra. Er bet- ur var að gáð, kom í ljós að < þarna var einn gráleitur ungi, enn ófleygur. Fjórar álftanna flugu upp, foreldrarnir urðu eftir hjá þessum síðbúna unga, sem ekki getur flogið til sjávar með hinum. Hvern- ig fer þegar síðasta vökin lok ast? Yfirgefa þau hann til að i bjarga sjálfum sér? Sjálf- , sagt. Þau eiga ekki margra kosta völ. öræfum að afioknum hríðarbyl IViSkið af kindum effir á Landmannaafrétti Ferðafólkið, sem þarna var Feroafólkið mokar sig gegnum skafl a Hrutijalli a leið í Landmannalaugar. og fönguð. En kapparnir urðu að láta sér nægja tvær af 5 kindum, eftir eltingaleik upp skriður og gegnum skafla. Svört ljónstygg kind hvarf þeim sjónum með tvö lömb sín upp yfir hátt fjall. Áreiðanlega er mikið af kindum enn eftir inni á af- réttinni, því ferðamenn sáu talsvert af nýjum kindaslóð- um. Enda lentu gangnamenn af Landi og úr Holtum í hríð arbylnum mikla, er þeir voru í fyrstu göngum. Þeir fóru að heiman á þriðjudegi. Fara gangnamenn fyrst í Land- mannalaugar og smala frá báð um stöðum, og féð frá Lauga- mönnum er síðan rekið niður að Hellinum. Er skemmst af því að segja, að hríðarbylur skall á og hélzt allan daginn á þriðjudag og framan af degi á miðvikudag. Tveir bílar, sem fluttu farangur gangna- manna festust og biluðu, ann- ar í Frostastaðahálsi, hinn út á móti Sauðleysum, báðir á leið með farangurinn í Land- mannahelli. Fóru menn og sóttu svefnpoka sína, en ekki annað, og var þröngt og ill á ferð, var leiðangur frá Jöklarannsóknarfélaginu á leið innan úr Jökulheimum í fjallabíl með Guðmundi Jón- assyni og menn frá Vegagerð inni og fleiri með Sigurði Gunnarssyni í Volvojeppa. Guðni hreppstjóri á Skarði á Landi hafði beðið um að eí tök. væru á, yrði tekinn krók urinn í Landmannalaugar, til að sækja tvær kindur, sem gangnamenn höfðu stungið þar inn í hesthús fjórum dög- um áður í hríðarveðrinu mikla, en ekki komizt til að sækja aftur. Enda höfðu þeir orðið að skilja einn bílinn eft ir bilaðan þarna í Frostastaða hálsinum. Mjög hafði leyst upp snjó- inn eftir hríðina og leiðin í Jökulheima orðin sæmilega greiðfær fyrir bílana nema hvað þæfingur var undir Vala hnjúknum. En krókurinn inn í Landmannalaugar var erfið ari og þurfti að moka gegnum tvo skafla á Frostastaðahálsin um. Erindið var sem sagt rekið fyrir hreppstjórann, kindun- um stungið í poka og lagðar í Volvojeppann. Svört kind var því næst elt uppi af knáum sveinum utan í hárri skriðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.