Morgunblaðið - 03.10.1963, Side 10
10
MORGUNBLADID
Fimmtudagur 3. okt. 196ö
Á forsiðu -Mbl. 11. febrúar 1944, var sagt frá árásinni sem
varð E1 Grillo að bráð. Einsog sjá má, var hvorki sagt frá
því hvar árásin var gerð né hvaða tjón varð af vöklunt
hennar. Var þessu haldið leyndu að tilmælum herstjórnar-
innar hér á landi, því að nánari frásagnir hefðu komið
í BLAÐINU í gær birtist við-
tal við Hafstein Jónsson
kafara, sem dvalizt hefur á
Seyðisfirði og kafað niður að
olíuskipinu E1 Grillo, sem
liggur þar á botni hafnarinn-
ar.
Eins og kunnugt er sökktu
Þýzkar flugvélar skipinu á
stríðsárunum.
Blaðið sneri sér í gær til
Björns Jónssonar lögreglu-
þjóns á Seyðisfirði, sem bjó
þar öll stríðsárin. Báðum við
Björn að segjr okkur frá ár-
ásinni á E1 Grillo, og fer frá-
sögn hans hér á eftir:
— Þann 10. febrúar 1944
um kl. 11 fyrir hádegi flugu
þrjár þýzkar flugvélar odda-
flug inn yfir Seyðisfjörð.
Brezka olíuskipið E1 Grillo
um 10—12 þús. lestir lá í
höfninni fullhlaðið. Blíðskapar
veður var, logn, en snjóföl á
jörðu. Ein þýzku flugvélanna
stakk sér og varpaði tveimur
sprengjum að E1 Grillo. Þær
hittu ekki skipið, en féllu í
sjóinn og sprungu rétt við
kinnung þess. Þrýstingurinn
frá sprengingunni reif gat á
kinnunginn, sökk skipið að
mestu á 20 mínútum, en upp-
úr stóð 1/10 hluti þess.
Skozk áhöfn var á skipinu,
um 30 m-nns, sakaði engan
þeirra af völdum sprengingar
innar, en í fátinu, sem á þá
kom rákust nokkrir utan I
yfirbygginguna og skrámuð-
ust. Þegar sprengjurnar féllu
voru aðeins tvö skip í höfn-
inni á Seyðisfirði auk olíu-
skipsins, brezkur tundurdufla
slæðari og norskur hvalfang-
ari. Voru settir út bátar frá
þessum skipum og björguðu
áhafnir þeirra Skotunum úr
oliuskipinu.
Þegar flugvélin hafði varp
að sprengjunum snéri hún
við ásamt hinum tveimur og
hurfu þær yfir fjöllin til Suð-
austurs.
Fram eftir degi sást hluti
yfirbyggingarinnar í skut olíu
skipsins upp úr sjónum, en
milli kl. 7 og 8 um kvöldið,
er skuggsýnt var orðið, fóru
menn úr áhöfnum tundur-
spillaslæðarans og hvalfang-
arans út að E1 Grillo og sökktu
því til fullnustu. Var það gert
vegna þess að óttazt var, að
þýzkar flugvélar kæmu inn
yfir fjörðinn dáginn eftir,
vörpuðu fleiri sprengjum að
skipinu og tækizt að hitta
það. Ein þýzk flugvél sveim-
aði yfir firðinum 11. febrúar,
en hafðist ekki að.
Þegar sprengjunum var
varpað að E1 Grillo, var
mestur hluti setuliðsins far-
inn á brott frá Seyðisfirði. Af
milli 3 og -4 þús. mönnum,
sem voru þar að staðaldri,
voru aðeins eftir 200 banda-
rískir hermenn í búðum utan
við kaupstaðinn, 20 umboðs-
menn brezkra sjóliða og 5 eða
6 umboðsmenn bandarískra
sjóliða. Höfðu umboðsmenn-
irnir aðsetur í kaupstaðnum.
E1 Grillo lá lengi um kyrrt
i Seyðisfjarðarhöfn á stríðs-
árunum og var notað sem
birgðaskip fyrir skipalestir,
sem fóru t.d. til Murmansk.
Komu smærri skip og dældu
í það olíu. þegar E1 Grillo var
fullfermt, var það ekki haf-
fært vegna þunga.
★
Við spurðum Björn hvort
tilraunir hefðu verið gerðar
til þess að ná E1 Grillo úr
höfninni, en hann kvað það
ekki vera. Hins vegar sagði
hann, að mestum hluta olíunn
ar hefði verið dælt úr skip-
inu nokkrum árum eftir
styrjaldarlok, en þó væri enn-
þá olía í einum geimi skips-
ins. Hefði verið talið hættu-
legt að dæla henni upp vegna
djúpsprengjanna á þilfari
skipsins.
Björn sagði, að áður en
olían hefði verið tekin úr
skipinu, hefði runnið úr ventl
unum. Verið hefði nokkur olíu
brák á firðinum í langan tíma,
fugl drepizt af hennar völd-
um og malartekja í fjörunpi
verið óhugsandi.
. ★
Björn sagði, að tvisvar
hefði verið varpað sprengj-
um á Seyðisfjörð á stríðsárun
um og hefði það verið i síðari
árásinni, sem E1 Grillo sökk.
— Þegar fyrri árásin var
gerð, sagði Björn, var höfnin
full af skipum Bandamanna,
stórum og smáum. Þar á með-
al var flugvélamóðurskip og
stórt olíuskip. Lá það síðar-
nefnda í miðri höfninni. Ár-
ásinni var sennilega beint að
olíuskipinu, því að hefðu
sprengjurnar hæft það, hefði
sprengingin laskað fjölda
skipa og höfnin staðið í björtu
báli. Sprengjurnar hefðu misst
marks, og sprungu þær á götu
milli íbúðarhúsa við fjöruna.
Stór gígur myndaðist á göt-
unni. í fjörunni fyrir neðan
voru nokkrir drengir að
leik í gömlum báti. Særðist
einn þcirra í sprengingunni
og varð að taka af honum
fótinn.
Að lokum sagði Björn, að á
stríðsárunum hefði verið nær
daglegt brauð að sjá flugvél-
ar Þjóðverja sveima yfir Seyð
isfirði.
Þessi mynd var tekin, er ElGrillo var að sokkva í S^yðis-
fjörð, stefni skipsins ber við sléttan haiflötinn, en skutnrinn
rís upp úr sjónum.
Frásögn Björns Jóns-
sonar á Seyðisfirði
— Tillögur
Hneykslismál
Framh. af bls. 1
aldrinum 18—20 ára, við-
skiptavini.
Stúlkurnar fengu greiddar
300—700 kr. danskar fyrir
blíðu sína og voru umboðs-
laun sendiráðsmannsins 20%
— eða um 75 kr. danskar að
meðaltali pr. viðskiptavin.
Mál þetta gengur nú frá lög
reglustjóranum í Kaupmanna
höfn til siðgæðislögreglunnar
og utanríkisráðunq^tisins. Að
því er fréttastofufregnir
herma mun utanríkisráðuneyt
ið bera fram formlega kvört-
un við sendiráð Indónesíu, en
ekki kemur til þess að Santa-
virja verði vísað úr landi, sök-
um þess að hann yfirgaf Dan-
mörku af öðrum ástæðum 1.
ágúst sl.
Tveir dyraverðir Royal-
gistihússins, Otto Gregersen,
57 ára, og Freddy Jensen, 44
ára, voru settir í varðhald í
dag. Eru þeir grunaðir um
brot á 22. gr. danskra hegn-
ingarlaga, sem kveða á um þá,
sem reyna að fá fólk undir 21
árs aldri til þess að lifa á
vændi, og 229. gr. hegningar-
laganna, sem fjalla um þá,
sem milligöngumenn gerast í
vændi.
Báðir hafa þeir viðurkennt
að hafa margsinnis gerzt
milligöngumenn, en segjast
hins vegar ekki hafa vitað um
aldur þeirra kvenna, sem þeir
komu gestum hótelsins í sam-
band við. Neituðu þeir að hafa
þegið fé fyrir milligönguna,
utan smáræði.
Er Erik Bjerregaard, dóm-
ari, kvað upp varðhaldsúr-
skurðinn, vísaði hann á bug
mótmælum annars fangans
svohljóðandi: „Ég get með
góðum rökum grunað þá báða
um að hafa framið þessi afbrot
Það mun enginn fást til að
trúa því að stúlkurnar hafi
gert þetta ókeypis."
Áður hefur einn maður ver-
ið fangelsaður vegna máls
þessa. Var það svonefndur
„þúsundþjalasmiður“ („alt-
muligmand") frá Pension
Öst, þar sem stúlkurnar héldu
tih
Framh. af bls. 1
að vísu ekki rætt opinber-
legá við fulltrúa Norðurland-
anna hjá Sameinuðu þjóðun-
um, en þó látið á sér skilja,
að áhugi væri fyrir hendi.
Nefndin, sem Norðurlöndin
höfðu í huga að koma á laggirn-
ar, átti að vera 7 manna nefnd,
eins og fyrr greinir. Þrír fulltrú-
anna áttu að vera frá Afríku-
löndum, þrír frá Suður-Afríku og
helztu viðskiptalöndum þeirra,
og einn frá hlutlausu landi, helzt
Asíulandi, sem ekki hafi beint
samband við fulltrúa Norður-
landa og Suður-Afríku, vegna til
lagnanna.
Per Hækkerup, utanríkisráð-
herra Dana, sem mest hefur kom
ið við sögu þessa máls, er sagð-
ur hafa haft i huga sérstakar
viðræður við framkvæmdastjóra
S.Þ., U Thant, til þess að ræða
varatillögu Norðurlanda. Senni-
legt þykir þó einnig nú, að sú
tillaga muni engan hljómgrunn
hljóta, úr því sem komið er.
Þessi tillaga mun hafa fólgið
í sér, að komið yrði á fót nefnd
sérfræðinga, sem sjá skyldi um
tryggingar til handa öllum þjóð-
arbrotum í Suður-Afríku, um að
hagsmuna þeirra yrði gætt af
nýrri stjórn í landinu, sem hvít-
ir og svartir ættu aðild að.
Þá er loks haft eftir áreiðan-
legum heimildum, að Halvard
Lange, utanríkisráhðerra Norð-
manna, hafi ekki trú á hugmynd
inni um 7 manr.a nefndina, fyrst
og fremst vegna andstöðu S,-
Afríku, Bretlands og Bandaríkj-
anna.
— Grænlendingar
Framh. af bls. 24
landi höfum við séð, hve miklu
samvinna bændanna fær áorkað,
Og vonum að við getur notfært
okkur þann lærdóm, er heim
kemur. Á Grænlandi eru nú um
29 þúsund fjár í eigu 150 bænda.
75 þeirra fást eingöngu við sauð-
fjárrækt.
— Eitt af því athyglisverðasta,
sem við höfum séð á ferð okkar
hér, eru sauðfjárkynbæturnar, en
þeim höfum við aldrei kynnzt
áður. Við erum þess fullvissir nú,
að ekki þarf að flytja fleira fé né
nýja stofna til Grænlands, til
þess að auka og bæta kynið.
— Það eru nr ■ tum 1000 ár síð-
an Eiríkur rauði kom til Græn.
lands. íslenzku víkingarnir rækt-
uðu mikið og kunnum við þeim
miklar þakkir fyrir allt þa<5
grjót, sem þeir tíndu þar sem nú
eru tún okkar. Nú erum við eno
að læra af ykkur. Viðtökurnar á
íslandi hafa verið frábærar. Hér
á landi hafa allar dyr staðið okk
ur opnar. Sendi öllum íslenzkum
bændum kveðju okkar og þakkir.
Fjárflutningar
ganga nú greitt
Þúfu 2. okt.
NÚ ganga flutningar slátur-
fjár vel, enda ágætt veður dag-
lega. Hvergi fennti hér svo mik-
ið að fénaður hefði ekki nægai»
haga. Slátrun stendur nú sem
hæst. Byrjað var að slátra I
Vatnsfirði 30. september, mest
fé úr ReykjafjarðarhreppL Frá
öðrum stöðum er flestu fé slátr-
að á ísafirði, en nokkuð er flutt
í Króksfjarðarnes, einkum úr
Nauteyrarhreppi innanverðum.
Kúm er nú beitt daglega á vel
sprottna há víðast hvar. — PF