Morgunblaðið - 03.10.1963, Qupperneq 14
14
MORGUN BLADID
Fimmtudagur 3. okt. 1963
Mínar innilegustu þakkir færi ég skyldum og vanda-
lausum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og
skeytum á 100 ára afmæli mínu og gerðu mér daginn
ógleymanlegan. — Guð blessi ykkur öll.
Valgerður Stefánsdóttir.
Hjartanlega þakka ég vinum og vandamönnum fyrir
gjafir, blóm og skeyti og margskonar hjálp og vináttu
á 80 ára afmæli mínu þann 29. sept. sL
Björg Þorsteinsdóttir, Dyngjuvegi 17.
,t,
Dóttir mín og systir okkar
ERLA STEFÁNSDÓTTIR
Laufásvegi 9.
lézt í Landakotsspítala þriðjudaginn 1. október.
Sigríður Jónsdóttir frá Hvítadal
og systkini.
Maðurinn minn
GÍSLI JÓNSSON
frá Hnappavöllum, Öræfum,
lézt að St. Jósephspítala Hafnarfirði 2. október s.l.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Guðný Pálsdóttir.
Eignikona mín
GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
frá Árkvörn
andaðist í sjúkrahúsinu á Selfossi l.þ.m. — Jarðarförin
fer fram frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, laugardaginn 5.
október kl. 2 e.h.
Sæmundur Jónsson,
Hellu.
Móðir okkar, systir, tengdamamma og amma
MARGRÉT GUÐNADÓTTIR
Hlíðarhvammi 7, Kópavogi,
er lézt í Landsspítalanum 25. september sl. verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. október
n.k. kl. 10,30 f.h. — Blóm og kransar er vinsamlega
afþakkað, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er
vinsamlega bent á Slysavarnarfélag íslands.
Athöfninni verður útvarpað.
Fyrir hönd vandamanna.
Trausti G. Traustason,
Guðbjörn Þorsteinsson,
Eggert G. Þorsteinsson.
GUNNLAUGUR SIGURÐSSON
frá Ártúni,
Smálandsbraut 5, er lézt á Landakotsspítala 28. sept. sl.
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4.
október kl. 13,30.
Vandamenn.
Bróðir minn
GUÐMUNDUR HANNESSON
frá Múla
andaðist á Landsspítalanum 29. fyrra mánaðar. Jarð-
arförin fer fram að Skarði í Landssveit laugardaginn
5. þ.m. kl. 2 e.h. — Bílferð frá BSÍ kl. 11 f.h. sama dag.
Fyrir hönd vandamannau
Haraldur Hannesson
Útför
AGNESAR EGGERTSDÓTTUR
Skólavörðustíg 29
er lézt mánudaginn 30. sept., fer fram frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 4. okt. kl. 3 e.h.
Kristinn Friðfinnsson og börn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
MARÍU Þ. BJARNADÓTTUR
Starhaga 14.
Eiríkur Jónsson, Jón Eiríksson,
Helga Eiríksdóttir, Guðmundur Jónsson,
og banrabörn.
Einar Þóröarson
Skeljabrekku - Kveöja
E I N A R Þórðarson frá Skelja-
brekku andaðist í Landsspítalan-
um 18. f. m. Hann var fæddur að
Skeljabrekku í Borgarfirði 16.
marz 1877 og átti þar heimili í
rösklega hálfa öld, eins og hann
minntist oftlega á. Fyrst í for-
eldrahúsum, en síðar sem sjálf-
stæður bóndi. Skeljabrekku unni
Einar mjög Og Borgarfjarðarhér-
aði, þar sem forfeður hans höfðu
búið um langa hríð. Var hann og
gagn kunnugur mönnum og mál-
efnum i því héraði frá fyrri tím-
um. Vel fórst Einari búskapur.
Hann var dýravinur og fór vel
með allar skepnur, en mest mat
hann þó hestana. Átti hann á sín-
um búskaparárum marga af-
bragðs hesta. Til hinzta dags ylj-
uðu honum um hjartarætur minn
ingar frá samverustundum með
þessum löngu horfnu vinum.
Eftir að Einar fluttist til
Reykjavíkur bjó hann nær alla
tíð að Njarðargötu 7. Vann hann
hjá Olíuverzlun íslands hf. á
þriðja tug ára við afgreiðslu og
innheimtustörf. eða þar til heils-
an leyfði honum ekki lengur að
skila sínu verki eins og hann
gerði kröfur til.
Lengst mun Einars frá Skelja-
brekku verða minnzt í sambandi
við vísna- og ljóðasöfnun. Hann
hóf ungur að safna. Var ákaflega
fljótur að læra vísur og kvæði.
Minnið var líka afbragðs gott.
Kunni hann því mikil firn vísna
og kvæða og hafði á hraðbergi er
við hann var rætt. Á hans æsku-
og uppvaxtarárum var Skelja-
brekka áningar- og gististaður
fjölmargra Borgfirðinga Og ann-
arra ferðamanna á leið til Akra-
ness eða Reykjavíkur. Einar
hafði því persónuleg kynni af
fjölda héraðsbúa, sem fjær
bjuggu. Margir þeirra voru hon-
um hjálplegir við visnasöfnun.
Bréfaskipti hafði hann við ýmsa
hagyrðinga og skáld í fjarlægum
héruðum. Sendu þeir honum vís-
ur og ljóð bæði sín eigin og ann-
arra. Safn Einars var þvi orðið
mikið að vöxtum og hefur að
geyma fjölmargt, er annarsstað-
ar mun vart að finna. Er tímar
líða á það eflaust eftir að koma
betur í ljós.
Mikla ánægju hafði Einar alla
tíð af lestri góðra bóka. Átti
hann líka margar ágætis bækur
og tímarit. F* ljóðabækur munu
þó hafa tekið mest rúm í bóka-
hillum hans. Hann hafði prýði-
lega sjón og las í góðri birtu
gleraugnalaus allt þar til hann
lagðist rúmfastur í ágústmánuði
sl. Hagorður var Einar vel og
hafa birzt eftir hann vísur og
kvæði, m.a. í Borgfirzkum ljóð-
um, sem gefin voru út fyrir
nokkrum árum.
Einar var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Guðrún Jónsdóttir
frá Neðra-Hreppi í Borgarfirði,
en hin síðari Ragnheiður Jónas-
dóttir frá Björk í Grímsnesi. Hon
um varð tveggja dætra auðið,
sem báðar eru á lífi.
Einar frá Skeljabrekku var
með stærstu og gjörvulegustu
mönnum enda þrekmaður hinn
mesti. Hann naut þess í ríkum
mæli að fagna gestum á heimili
sínu og ræða við þá um skáld-
skap. Hann hafði líka af miklu
að miðla í þeim efnum. Gleymast
mun það seint, þeim er á hann
hlýddu, fara með vísur og ljóð,
jafnvel heilar rímur. Hin síðustu
ár átti Einar við vanheilsu að
stríða, en andlega hélt hann sér
vel. Hann átti ætíð sitt eigið
heimili, enda þannig skapi farinn,
að sjálfsmennska hentaði honum
bezt. Hann taldi sér það mikið
lán, að hafa fyrir ráðskonu Vig-
dísi Jónsdóttur, sem annaðist
hann, er halla tók undan fæti, af
frábærri alúð og ósérhlífni. Sýndi
hann það og í verki, að hennar
góðu störf mat hann mikils. Þeir,
sem áttu vináttu Einars frá
Skeljabrekku hafa mikið misst
við fráfall hans. Ég sendi dætr-
um hans, öðrum ættingjum og vin
um mínar innilegustu samúðair-
kveðjur.
B. H.
Dansskoli Eddu Scheving
Kennsla hefst mánudag-
inn 7. október. —
. /''pr- ", Afhending skírteina fer
|| fram:
Kópavogur
I félagsheimili Kópavogs
laugardaginn 5. okt. frá
kl. 4—7 e.h.
Reykjavik
KR-húsinu við Kaplaskjóls
veg laugardaginn 5. októ-
ber frá kl. 1—3 e.h.
Innritun í síma 23500 daglega frá
kl. 1—5 eftir hádegi.
Nú byrjar
FÉLAGSVISTIN
vinsæla aftur í G.T.-húsinu í Reykjavík.
Fyrsta spilakvöldið annað kvöld (föstu-
dag) kl. 9 stundvíslega.
Keppt verður um ágæt verðlaun.
Kl. 10,30 hefst svo DANSINN.
Hljómsveit Ólafs J. Péturssonar (Riba)
Dansstjóri: Gunnlaugur Guðmundsson.
Sala aðgöngum. frá kl. 8 (föstudag).
— Sími 1-33-55. —
Hjá okkur skemmt menn sér án áfengis.
S. G. T.
Núseignin
Tjarnargata 24
er til leigu nú þegar. í húsinu eru tvær íbúðir,
5 herbergi hvor. Uppl. í símum 12250 og 13563
í dag og á morgun.
Húseigeridur — Garðeigendur
Seljum gangstéttarhellur, stærð 50x50 cm og
25x50 cm.
Pípuverksmiðjan hf.
Rauðarárstíg — Sími 12551.
Atvinna — Afvinna
Óskum eftir að ráða nokkrar stúlkur, karlmenn og
unglingspilt til starfa hjá verksmiðjunni. —
Gott kaup — góð vinnuskilyrði.
Dósaverksmiðjan hf.
Borgartúni 1.
Sími 12085.