Morgunblaðið - 03.10.1963, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.10.1963, Qupperneq 23
Fimmtudagur 3. okt. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 23 Steingrimsfj.sk jal dbakan sennilega leðurskjaldbaka FUNDXJR sjóskjaldbökunnar í Steingrímsfirði á Ströndum hefir vakið mikla athygli. í gær snéri blaðið sér bæði til skipstjórans Einars Hansens og spurði nánar um fundinn svo og til dr. Finns Guðmunds sonar, sem fræddi okkur um þessa dýrategund. Einar Hansen er formaður á 7 tonna báti, sem hann gerir út frá Hólmavík. Með honura á bátnum er Sigurður sonur hans. Þeir feðgar voru að koma úr róðri og höfðu lokið við að draga línuna kl. 11.30 á þriðjudag. Veður var ein- dæma gott, sléttur sjór og sól- skin. Að öðrum kosti hefðu þeir ekki séð skjaldbökuna, því aðeins stóð upp úr sjó lítið af afturhluta skjaldarins. Þeir vissu ekki hvað hér var á ferðinni og fóru því varlega að gripnum, héldu jafnvel að dýrið mókti í sjávarskorp- unnL Fljótt komust þeir þó að raun um að hún væri dauð eftir að hafa borið í hana ífæru. Síðan settu þeir feðgar há- Steingrímsfjarðarskjaldbakan. karlakrók í kjaft skepnunnar og drógu hana á síðu bátsins á hægri ferð heim til Hólma- víkur. Skjaldbakan reyndist alveg óskemmd og var ekki elnu sinni lykt af henni. Hún var þegar sett í frysti. Fjöldi fólks hefir komið að skoða skepnuna, sumt framan úr sveitum. Einar Hansen skipstjóri hefir í hyggju að koma með þennan fund sinn hingað suð- ur til Reykjavíkur og hafa á henni sýningu. Dr. Finnur Guðmundsson sagði að sér virtist eftir mynd um í Mbl. að dæma, sem birt ust í gær, að hér væri um að ræða svonefnda leður- skjaldböku. Einnig gæti verið um að ræða aðra tegund svip- Leðurskjaldbakan, sem fannst lifandi við Skotiand og var síðan sett í dýragarðinn í Glasgow. Kortið sýnir stað þann í Steing rimsfirði er skjaldbakan fannst á. Ljósm. Þórarinn Reykdal. aða en nokkru minni, en þung inn, 360 kg., er á efri mörk- um þunga þeirrar tegundar, en leðurskjaldbakan getur verið allt að 600 kílóum að þyngd og að sjálfsögðu léttari. Leðurskjaldbakan hefir fund- izt við Noreg, ennfremur við Skotland 1957, og tvær 1359, önnur lifandi, sem sett var í dýragarðinn í Glasgow en drapst þar eftir tiltölulega skamman tíma. Leðurskjaldblakan lifir eins og aðrar sæskjaldbökur í heitum og heittempruðum höf um. Hún er algert lagardýr og fer aldrei á land nema til að verpa eggjum sínum. Leður- skjalabakan er af einni hinna frumstæðustu tegunda skjald- baka og henni fer fækkandi. Hún lifir í heitum höfum allt kringum jörðina. Hún hefir rekizt norður með austur- strönd Ameríku með Golf- straumnum allt norður um New York og því er langsenni legast að þessi skjaldbaka hafi borizt hingað með Golf- straumnum. Um hana gildir sama og önnur dýr með köldu blóði að hún verður hjálparvana og rekur fyrir veðrum og vindi er hún kenv ur í kaldan sjó. Hún lifir á þörungum og lindýrum í sjón- um. Leðurskjaldibafcan er frá- brugðin landskjaldbökunnL sem hefir beinagrind sam- vaxna bak- og kviðarskjöld- um og getur dregið haus og útlimi inn í skelina. Leður- skjaldbakan er hinsvegar með leðurkennt þykkildi á baki með hyrnisplötum og frum- stæðri en landskjaldbökurnar þar sem hyrnisplöturnar hafa vaxið saman og myndað sam- felldan hjúp um bol dýrsins. Leðurskjaldbakan getur hvorki dregið höfuð sitt né útlimi undir skjöldinn og hreifar hennar eru líkastir hvalbægslum. Loks má geta þess að leðurskjalbakan er ekkj til neinna nytja, hvorki kjöt hennar né skjöldur. Ekki kvaðst dr. Finnur geta fullyrt um það hvort hér væri um leðurskjaldböku að ræða fyrr en hægt væri að rannsaka hana nánar. ■ Steingrímsfjarðarskjaldbakan séð aftan frá Unglingstelpa óskast til sendiferða á skrifstofu vora. Duglegur að vakna Drengur 10—12 ára, sem er duglegur að vakna eldsnemma á morgnana, getur fengið sendilsstarf á afgr. Morgunblaðs- ins frá kl. 6.30 til klukkan 8 eða 9 á morgnana. sími 22480. HAFNARFJORDUB Börn vantar til að bera út til kaupenda. AFGREIÐSLAN Arnarhrauni 14 — Sími 50374. Morgunblaðið vantar nú þegar duglega krakka, unglinga eða eldra fólk til biaoadreifingar víðs vegar í Reykjavík. í þessi hverfi í Vesturbænum: FÁLKAGÖTU - NESVEG - HRINGBRAUT vestan- verða SÖRLASKJÓL TJARNARGOTU og HAGAMEL I þessi hverfi í Austurbænum: GRETTISGATA innanverð — HVER FISGATA innanverð — SKEGGJAGATA og ÐRÁPUHLÍÐ Ennfremur í þessi hverfi: LAUGATEIGUR — LAUFÁSVEGUR — RAUÐILÆKUR — KLEPPSVEGUR — EFSTASUND SAFAMÝRI og H ERSKÖLAKAM PU R við Suðurlandsbraut Talið við Morgunblaðið strax. Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.